Pressan - 17.10.1991, Blaðsíða 14

Pressan - 17.10.1991, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. OKTÓBER 1991 FJOLMIÐLAR Auglýsingar í fréttaformi PRESSAN Útgefandi Biað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórnarfulltrúi Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson. Dreifingarstjóri Steindór Karvelsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sfmi 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftlr lokun skiptiborðs: Ritstjórn 621391, dreifing 621395, tæknideild 620055. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. Verð í lausasölu 190 kr. eintakið. Þaö var dálítið einkennileg frétt í DV í síðustu viku. 1 henni var sagt frá aðdáun for- seta Alþjóða-bridgesam- bandsins á fréttaflutningi DV af heimsmeistaramótinu í bridge og haft eftir honum að hann hefði aldrei fyrr séð bridgefrétt slegið upp á for- síðu á almennu fréttablaði. Eg er sammála forsetanum. Mér fannst fréttaflutningur DV af mótinu góður. Eg skil hins vegar ekki hvað DV gekk til með að birta þennan viðtalsstúf við forset- ann. Það er enginn mæli- kvarði á gæði DV þótt bridge- mönnum þyki blaðið gott ef það fjallar nógu mikið um bridge. Það segir ekkert um hvort New York Times er vont blað þótt það slái því ekki upp á forsíðu að íslend- ingar hafi unnið Bermúda- skálina. Það segir heldur ekk- ert um gæði bridgefrétta DV þótt maður, sem ekki skilur orð í íslensku, segi að sér lítist vel á. Þessi frétt er ekki frétt held- ur sjálfshól, — af svipuðum stofni og önnur frétt DV í vik- unni, þar sem greint var frá því að blaðið þjónaði lesend- um sínum vel. Með þeirri frétt fylgdu gröf og töflur sem áttu að sýna það á skýran hátt. Það er gömul regla að blöð eigi að aðskilja efni og aug- lýsingar. Það á ekki að selja fyrirtækjum pláss á fréttasíð- um eða skrifa vel um þau til að liðka fyrir sölu á auglýs- ingum. Lesandinn á kröfu á því að efni blaðsins sé unnið af fullkomnum heiðarleika og hlutleysi. Útvarps-og sjón- varpsstöðvarnar hafa brotið þessa reglu þráfaldlega með fréttaflutningi af vafasömum könnunum á áheyrn og áhorfi. Það er sorglegt að DV skuli nú hafá bæst í þennan hóp, sem telur að þessi regla gildi eingöngu um aðila utanhúss en ekki fjölmiðlana sjálfa. Cunnar Smári Egilsson Sóðaskapur í RRESSUNNI í dai> er fjallaó um forgun sorps á íslandi. I>ar keimir iílöií!>lei>a fram að kynslóóir und- anfarinna áratuga hafa skilió eftir sig meiri fortióarvanda en tóma sjóði o(f erlenda skuldasúpu. I’a-r hafa líka skilió eftir sii> gríóariega sorphauga o)< óleyst mengunar- vandamál. Óllum er Ijóst aó |>essi mál þarf aó leysa. Hingaó til hefur sá kostur verió valinn aó láta j>aó komandi kynslóóum eftir. I>ær i>eta leyst þau um leió oi> þær byggja sjóóina upp aó nýju ug greióa niður erlend lán þjóðarbúsins. Förgun sorps er í svo miklum ólestri um allt land aó ekki er hæi<t aó flokka ástandió undir annaó en sóóaskap. Nærri því i hvert sinn sem geró er tilraun til að rannsaka menguu á íslandi verða nióurstöó- urnar svartar. Hui>mynd íslendinga sjálfra um hreint íand oi> mengunarlaust byiigist hins vegar aó stórum hluta á |>ví hversu ótrúlega fáar rann- sóknir liafa farió fram. Á meóan ekkert er mælt getur þjóóin staóió í þeirri trú aó hún sésú ein sú þrifa- legasta í heimi. Þjúóin hafði svipaóar hugmynd- ir um ríkidæmi silt fyrir fáeinum árum á meöan hún i>ekk aö fisk- stofnunum og dældi erlendu fjár- magni inn i landiö. I>á haföi hún þaö !>utt oi> haföi ekki miklar áhyggjur af framtíöinni. Heimsblkarinn í hnotskurn „Pabbi kemur með alveg rosalega stóran bikar.“ Jón Bjarni Jónsson sonur Jóns Baldurssonar Saenfækni o& orðkynsi „Það er alltaf gaman að segja velkomin heim, því segjum við núna velkomin heim.“ Davfð Oddsson forsætisrdðherra 1 Ekkert smápeð „Þegar bylting verður í þjóðfélagi, hvort sem hún er friðsamleg eins og nú eður ei, þá spretta upp lýðskrumarar og Kasparov er einn af þeim.“ Anatoly Karpov skákmeistari „Vm erum haldin einhverju eyðsluæði. Þjóðin í heild virðist ekki geta horfst i augu við þá staðreynd að hún er að stela lílskjörum af næstu kynslóð. Við erum öll samsek og ég ætla engan að undanskilja." ■■■■■■■■■■■■ EINAR oddur kristjánsson formaður vsí cPelta oini ÓlojuSl HcUfHOA. „Það versta sem hefur verið sagt við mig er líklega það að ég sé pólitískur pókerspilari." Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra Það verfta bara aft vera réttar krossferftir! „Krossferðir í fjölmiðlum eiga vissulega rétt á sér. Fjölmiðlar eiga ekki að vera skoðanalaus- ar druslur. Krossferðirnar misheppnast hins vegar ef farið er út fyrir eðlileg mörk og þess ekki gætt að hafa hið sem sannara reynist." Björn Bjarnason alþinglsmaður Marxisminn Eitt umræðuefnið í mælskukeppni framhalds- skólanema nú í ár er þetta: Er marxisminn dauður? Svarið er vitaskuld játandi, en við það er því að bæta, að marx- isminn gengur nú aftur ljós- um logum án þess þó að skelfa nokkurn mann. Femín- isminn, róttæk kvenfrelsis- kenning okkar daga, er ekk- ert annað en marxisminn aft- urgenginn. Eg skal segja hér frá tveimur samtölum við femínista því til stuðnings. Ég var eitt sinn staddur í sjónvarpssal með fulltrúa Kvennaiistans. í hléi spurði ég hana: „Þið kvennalista- konur haldið því fram, að til séu sérstök kvenlég gildi. En hvað segið þið um þær konur, sem ekki aðhyllast þessi gildi ykkar, til dæmis eftirlætis- stjórnmálamann minn, frú Margréti Thatcher í Breta- veldi?" Fulltrúi Kvennalistans hugsaði sig snöggvast um, en sagði síðan: „Hún og skoð- anasystur hennar eru konur, sem neita að ganga við sjálf- um sér sem konum!" Déja vu! Við höfum heyrt þetta allt og séð áður. Marx- istar höfðu alltaf á reiðum höndum skýringar á því, þeg- ar verkamenn neituðu að ganga undir merkjum þeirra. Þeir væru óstéttvísir, „haldn- ir falskri vitund" eins og þeir orðuðu það þá. Á nákvæm- lega sama hátt segja femínist- ar nú, að konur, sem ekki skipa sér í flokk þeirra, neiti að gangast við sjálfum sér sem konum. Hugsunin er hin sama, þótt orðaval sé annað. Nú fyrir skömmu var ég síðan á fyrirlestri míns ágæta gamla íslenskukennara, Helgu Kress. Hún rakti mörg dæmi úr íslenskum fornbók- menntum um það, þegar karlar kúguðu konur, án þess að ritskýrendur hefðu veitt því athygli. Ég vefengdi ekki þessa skoðun, en spurði, hvað hún segði þá um söguna af Gunnhildi konungamóður, sem tældi Hrút Herjólfsson til ásta og lagði álög á hann, þegar hann sneri til íslands. „Þetta er líka dæmi um kúg- un á konu," svaraði Helga. „Hér felur textinn í sér kúg- unina. Gunnhildi er borin svo illa sagan." Aftur segi ég: Déja vu! Við höfum heyrt þetta allt og séð áður. Marxistar sáu stéttabar- áttu og kúgun borgara á ör- eigum í hverju horni. Þeir sneru öllu úpp í sögur af því. Nú sjá femínistar alls staðar baráttu kynjanna og kúgun Guðmundur góði Á þessum síðustu og verstu töffaratímum í pólitík hafa ekki margir stjórnmálamenn tekið þann pól í hæðina að hegða sér bara eins og menn. Ekki reyna að salla andstæð- inginn niður í orðaskothríð. Ekki látast hafa öll svör á reiðum höndum. Heldur bara koma fram af yfirvegaðri kurteisi og fordómaleysi. Einn þessara fáu manna er Guðmundur Bjarnason, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra. Hann vann samkeppnina við Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra um hvor mætti vera áfram ráðherra við hlið þeirra Steingríms Hermanns- sonar og Halldórs Ásgríms- sonar. Steingrímur kvað upp úrskurðinn. Hann sagði að svo virtist sem hann sjálfur, Halldór og Guðmundur hefðu náð til fólksins. Með öðrum orðum að Jón hefði ekki gert það. Það er reyndar hægt að setja það upp á ýmsan máta karla á konum. Ef sagan segir frá því, að karl leiki konu grátt, þá er það dæmi um kúgun karls á konu. Ef sagan segir hins vegar frá því, að kona leiki karl grátt, þá er það líka dæmi um kúgun karls á konu, því að þá er konum borin svo illa sagan! Um tilgátu femínistanna má segja hið sama og viðskipta- vininn: Hún hefur alltaf rétt fyrir sér. Slík kenning hefur auðvitað ekkert vísindagildi. Hún skýrir allt og með því ekkert. Vofa marxismans gengur Ijósum logum. hvort Guðmundur náði til fólksins. Hann gerði það ef miðað er við hvernig al- menningi líkaði við persón- una. í raun er ekki hægt ann- að en líka vel við þessa hæg- látu og góðlegu týpu. En ef tekið er mið af því hvernig Guðmundi gekk að vinna málum sínum fylgi eða skýra ákvarðanir sínar út fyrir al- menningi verður sjálfsagt annað upp á teningnum. Að minnsta kosti man enginn lengur með hvaða hætti Guð- mundur ætlaði að skera nið- ur kostnað í heilbrigðis- og lyfjakerfinu. Flestum finnst samt að hann hafi verið allur af vilja gerður. Eitt af því sem truflar minn- ingu fólks um Guðmund sem ráðherra er hversu skrykkjótt hann kom málum sínum á framfæri. Á þessum árum voru nefnilega tveir menn sem stjórnuðu heilbrigðis- ráðuneytinu; Guðmundur sjálfur og Finnur Ingólfsson. Finnur er stjórnmálamaður af svipuðu sauðahúsi og Ólaf- ur Ragnar Grímsson. Hann sækir í hasarinn. Hann vill skera upp herör gegn lækn- um og apótekurum. Þar sem Guðmundur var ráðherrann þurfti hann að mæla fyrir þessum skærum. En hann naut sín aldrei í þessu hlut- verki. Hann var hins vegar á heimavelli þegar hann hvatti þjóðina ti! að drekka vatn eða smyrja eilítið þynnra lagi af smjöri á brauðið sitt. A meðan aðrir stjórnmála- menn berjast fyrir pólitísku lífi sínu með því að höggva í andstæðinga sína, eða berja sér á brjóst fyrir ímynduð af- rek, virðist Guðmundi nægja að sýna af sér annálaða góð- mennskuna. Hann er fulltrúi hennar á þingi, — og það er dálítið einkennilegt að hún skuli ekki eiga fleiri raddir í þessu fulltrúalýðræði sem við búum við. Höfundur er lektor í stjórn------------------------------r- mátafræði. AS 0FURUGGÍ HÉFMP. VEPÍf) SSklP\K í WÆíKiMfc- ÞtoiZ Tii. SÍSéRíuj UA UAFÉ/ Ar-; ÖFURUtföí pgTTSVQ HQLíA S°lS2ENrT£\U BJL VÍNUR UGGA OGER. HcWlVt ' KLBFA E& S£ EKKERT EFTÍR. Wt Af) HAFA /COMif) AFTUR HFíH Þ'o éo sé HAFDUR HEp 1 SAHTÍnA r ER HrÁiPÍH NÆST EPU 'A LElÐlNNi f A£> PÍGASUS

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.