Pressan - 17.10.1991, Blaðsíða 30

Pressan - 17.10.1991, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. OKTÓBER 1991 Nýlega voru þrir síbrola- menn dcemdir lil sex til átla mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa rádist á og rœnt tvo menn. Tveir mannanna, þeir Sigurdur Hólm Sigurdsson og Bjarni Sigurdsson, voru dœmdir fyrir bádur árásirnar en sá þridji, Jósep Hjálmar Sigurösson, var dæmdur fyrir þátttöku í annarri árásinni. Þeir eiga allir langan af- brotaferil aö baki og komust ungir í kast við lögin og hafa hlotið marga dóma. Sigurdur Hólrn á þó sýnu lengstan fer- ilinn og hefur samtals hlotið fangelsisdóma upp á meira en áratug, þrátt fyrir ad ekki séu nema tólf ár sídan hanri náði aldri til að teljast sak- hœfur. Áöur en Sigurður varð sex- tán ára og gisti fangelsi í fyrsta sinn hafði hann marg- oft komist í kast við iögin. Hann er einn af þessum svo- kölluðu síbrotamönnum, mönnum sem annaðhvort eru í fangelsi eða á leið þang- að. Mennirnir í þessum hópi, sem telur fimmtán til tuttugu manns, eiga það sammerkt að vera allir djúpt sokknir í vímuefnaneyslu og fremja öll sín afbrot undir áhrifum vímuefna. Sumum kann ef- laust að þykja þaö undarlegt, en þeir sem þurfa að eiga við mennina í þessum hópi, lög- menn, lögreglumenn og starfsmenn fangelsismála- stofnunar, bera þeim yfirleitt frekar vel söguna. Segja mennina kurteisa og rólega og yfirleitt dagfarsprúða. Það er að segja þegar þeir eru ekki undir áhrifum. Víman umturnar þeim og þeir brjóta af sér til að svala fíkninni. FYRST DÆMDLR SEXTÁN ÁRA Sigurður Hólm Sigurðsson er fæddur 1963 og því aðeins tuttugu og átta ára gamall. Hann hefur verið innan fang- elsisveggja meira og minna síðan hann var sextán ára. Hann hlaut fyrst dóm í Sakadómi Reykjavíkur í okt- óber 1979, þá sextán ára gamall. Dómurinn var vegna þjófnaðar og hljóðaði upp á tveggja mánaða fangelsi, skil- orðsbundið í tvö ár. Skilorðs- bundið fangelsi þýðir að refs- ing fellur niður brjóti við- komandi ekki af sér i ákveðið langan tíma, í þessu tilfelli tvö ár. Sigurði gekk illa að halda skilorðið, því aðeins átta mánuðum síðar (júní 1980) var hann aftur leiddur fyrir Sakadóm. Þá var hann dæmdur til fangelsisvistar í eitt ár fyrir nauðgun, þjófnað, bifreiðastuld og brot á um- ferðar- og áfengislögum. Aftur átta mánuðum síðar (febrúar 1981) var hann dæmdur í 5.000 króna sekt vegna hraðaksturs og fleiri umferðarlagabrota. Enn liðu átta mánuðir (nóv- ember 1981), þá var hann dæmdur í sextíu daga varð- hald fyrir líkamsárás, bíl- þjófnað og brot á umferðar- og áfengislögum. Hann var síðan dæmdur til að greiða 150 krónasekt fyrir brot á áfengislögum rúmum níu mánuðum síðar (ágúst 1982). DÆMDUR í ANNAÐ SINN FYRIR NAUÐGLN í október þaö sama ár fékk Sigurður sextán mánaða fangelsisdóm fyrir nauðgun, líkamsárás, bílþjófnað og fleira. Nú liðu fimm mánuðir, en þá (mars 1983) hlaut hann enn einn dóminn, fangelsi í tvo mánuði fyrir bílþjófnað og fleira. Rúmum mánuði síð- ar var hann síðan dæmdur í 250 króna sekt fyrir brot á áfengislögum og aftur í maí sömu sekt fyrir sama brot. í maí 1983 var hann einnig dæmdur í 1.700 króna sekt fyrir fíkniefnanotkun. Og Sig- urður var aftur kominn fyrir dómara fimm mánuðum síð- ar (í október 1983), þá hlaut hann tíu mánaða fangelsis- dóm fyrir líkamsárás, þjófn- að, bílþjófnað og fleira. Þá liðu sex mánuðir (mai 1984), en þá var hann enn færður fyrir dómara og fékk fjórtán mánaða fangelsisvist fyrir tilraun til ráþs og þjófn- aðar og brot á umferðarlög- um. Eftir tæpt ár (apríl 1985) var fangelsisvist Sigurðar lengd um þrjá mánuði vegna þess að hann hafði sammælst við aðra fanga um að þeir hjálp- uðust að við að strjúka úr fangelsinu. Þann þrettánda september 1985 fékk hann reynslulausn í tvö ár. Þá átti hann eftir að afplána rúma þrettán mánuði refsingar sinnar. DÆMDUR FYRIR SKJALAFALS OG SVIK Rúmu ári síðar (fimmtánda október 1986) var hann svo aftur kominn í kast við lögin, nú fyrir skjalafals. Hann fékk fjögurra mánaða fangelsis- dóm fyrir vikið. Daginn eftir var mánuði bætt við dóminn vegna brots á umferðarlög- um. Rúmum fjórtán mánuðum síðar (janúar 1988) var hann úrskurðaður í fjörutíu og fimm daga varðhald vegna réttindaleysis við akstur og fleiri umferðarlagabrota. I febrúar var hann síðan dæmdur í sex mánaða fang- elsi fyrir skjalafals og fleira. í maí þetta sama ár fékk hann dóm upp á átta mánuði fyrir þjófnað, svik, skjalafals og fleiri brot. Þessi dómur var það sem kallað er hegningar- auki. Það þýðir í raun að fyrra brot er dæmt seinna. Ef mað- ur til dæmis fremur innbrot og er tekinn fyrir það en sleppt aftur eftir að játning liggur fyrir. Skömmu síðar brýst hann aftur inn og er enn handtekinn og játar. í kerfinu gæti þetta farið þann- ig að seinna innbrotið væri tekið í dóm fyrst, fyrra brotið gæti hafa tafist í kerfinu af einhverjum ástæðum. Hann væri þá dæmdur í til dæmis fimm mánaða fangelsi fyrir seinna brotið. Meðan hann situr inni er svo fyrra málið tekið fyrir og dómurinn sem þá er kveðinn upp, til að mynda þrír mánuðir, er þá hegningarauki eða viðbótar- dómur. Oft er það svo að menn sitja inni þegar hegn- ingarauki er upp kveðinn. ÍTREKAÐAR LÍKAMSÁRÁSIR OG SKJALAFALS í júní þetta sama ár (1988) var Sigurður dæmdur til greiðslu 12.000 króna sektar fyrir fíkniefnabrot. Hann fékk enn einn viðbót- ardóminn í október 1988, þá upp á sjö mánuði. Fyrir skjalafals, þjófnað og fleira. Aðeins tæpum tveimur mán- uðum síðar (þrítugasta des- ember 1988) fékk hann átta mánaða dóm, sem var að hluta hegningarauki, fyrir skjalafals, líkamsárás, þjófn- að og fleira. Þann sjötta desember 1989 var Sigurður látinn laus úr fangelsi til reynslu í tvö ár. Þá átti hann eftir að afplána rúmlega fimm mánuði af þeim tíma sem hann hafði verið dæmdur til að sitja í fangelsi. Hann komst ekki í kast við lögin í rúmt ár, en tuttugasta og annan janúar á þessu ári var hann dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir skjalafals, innbrot, þjófnað, ölvunarakstur, að aka bifreið án ökuréttinda og fleira. Fangelsisvistin var lengd um fjóra mánuði þrítugasta janú- ar, hegningarauki, vegna skjalafals, þjófnaðar og fleira. Nú í þessum mánuði var hann dæmdur i átta mánaða fangelsi fyrir líkamsárásir og rán. Sigurður hefur þá frá því í maí á þessu ári hlotið dóma sem hljóða upp á tuttugu og átta mánaða fangelsisvist. DÓMAR UPP Á ELLEFU ÁR Oftar en einu sinni hefur hann verið dæmdur fyrir þjófnaði, nauðganir, bílstuldi, líkamsárásir, skjalafals, fíkni- efnabrot og fleira auk þess sem „smærri" brot hans skipta tugum. Ef Sigurður Hólm Sigurðs- son afplánar þá dóma sem hann á nú eftir að afplána má gera ráð fyrir því að losni úr fangelsi um þrítugt. Þá verð- ur hann búinn að fá dóma upp á rúmlega ellefu ára fangelsisvist frá því hann var sextán ára gamall. Eða á fjór- tán ára tímabili. ÓGÆFUMENN „Eftir því sem ég kynnist föngum betur sé ég að þetta eru yfirleitt dagfarsprúðir menn, en það eru náttúrlega til undantekningar," sagði Er- lendur Baldursson hjá fang- elsismálastofnun í samtali við PRESSUNA. Erlendur kvað erfitt að skilgreina hugtakið síbrotamaður, en kvaðst sjálf- ur nota þá skilgreiningu að sí- brotamaður gæti sá talist er lenti oftar en þrisvar sinnum í fangelsi. Erlendur sagði að þeir sem lentu mjög ungir innan veggja fangelsis lentu þar oft- ar en ekki aftur. En stærstur hluti þeirra er nú sætu í fang- elsum væri þar vegna ítrek- aðs ölvunaraksturs. Rannsóknarlögreglumenn og lögmenn er PRESSAN ræddi við tóku í sama streng og Erlendur um að meirihluti þessara manna væri kurteisir og prúðir menn þegar þeir væru ekki undir áhrifum. Fíknin væri ógæfa þeirra auk þess sem aðstæður í æsku hefðu oft haft þau áhrif að þessir menn leiddust á glap- stigu. Haraldur Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.