Pressan - 17.10.1991, Blaðsíða 28
28
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. OKTÓBER 1991
• er með
ólíkindum
— Halldóra Raínar er
nýr formaður útvarpsráðs
í stað Ingu Jónu Þóröar-
dótlur. Inga Jóna er gift
Geir Haarde, þingmanni
Sjálfstæðisflokksins. og
Halldóra er ekki síður
tengd frammámönnum í
flokknum. Hún er fyrrum
eiginkona Jóns Magnús-
sonar lögfræðings og Þor-
steinn Pálsson er mágur
hennar. Svo er hún dóttir
Jónasar Rafnar, banka-
stjóra og fyrrum þing-
manns flokksins . . .
— Björn Bjarnason er
loksins búinn að fá sætið
sitt á Alþingi, sem honum
hefur verið ætlað um ára-
bil. Ekki er gott að segja
hvers vegna Björn gaf sig
ekki fyrr að alvörupólitík,
en minnast má harðvít-
ugrar kosningabaráttu
um formennskuna í SUS
árið 1973. Þá börðust
Björn og Friörik Sophus-
son, núverandi fjármála-
ráðherra. Friðrik vann
128:112 og var talinn
„Gunnarsmaður" en
Björn „Geirsmaður". . .
— Það eru auðvitað all-
ir sammála um að heims-
meistaratitill íslendinga i
brids sé mikil „landkynn-
ing", eins og það er kall-
að. ()g það var kominn
tími til að þjóðin fengi
alvörukredit og akkúrat á
þeim tíma þegar 5 ár eru
liðin frá þvi Reugun og
Gorhachev funduðu
innan um draugana í
Höfða. . .
SÁ Á FLEYG
SEM STRÝKUR
/ úrsskýrslu Fantfelsismálu-
stofnunar kemur frum ad ú
siöasta úri hufi l.'i föngum
uerid gefinn kostur ú þuí ud
Ijúka sídustu (> vikum afplún-
unar ú medferdarstofnun
SÁÁ.
Niðurstaðan varð eftirfar-
andi: ,,Af þeim luku 11 tneð-
ferð, 1 varsendursarndægurs
aftur í fangelsi og 1 lauk að-
eins fyrri hluta meðferðar <>g
fór að eigin ósk aftur í fang-
elsi og lauk afplánun þar."
Þessum síðasttalda hefur
augljóslega þótt hann fá
harðari refsingu hjá SAA en í
fangelsinu.
Kn vandamálið er greini-
lega stórt: .upplýsingar
frá fangelsislæknum sýna að
rúm 20% þeirra einstaklinga
sem hefja afplánun haf;i
sprautað sig með fíkniefn-
um."
10 mannsstruku úr fangelsi
á síðasta ári.
HASSHAUS MEÐ
208.000 KR.
Á MÁNUÐI
Hjú emhwtti ríkistollstjóra
er ad finna hund nokkurn
sem emhættif) fékk sér í fyrra
ún þess ad spyrju kóng. prest
eda fjúrmúlurúdlierra. þótt
hundurinn vadi í fíkniefnum
og fúi 20H þúsund krónur ú
múnuöi fyrir!
Samkvæmt frumvarpi til
fjáraukalaga fyrir yfirstand-
andi ár verða útgjöld ríkisins
5 milljörðum króna hærri en
fjárlög gerðu ráð fyrir. Orsak-
ir umframkeyrslunnar eru af
ýmsum toga og mestu munar
um aukin útgjöld til mennta-,
heilbrigðis- og landbúnaðar-
mála. En margt smátt gerir
eitt stórt og er athyglisvert að
embætti Björns Hermanns-
sonar ríkistollstjóra fékk sér
leitarhund til eflingar fíkni-
efnaeftirliti, án þess að ráð
væri fyrir því gert í fjárlög-
um. Bakreikningurinn í fjár-
aukafrumvarpinu hljóðar
upp á 2,5 milljónir. Það eru
árslaun manns sem hefur 208
þúsund krónur á mánuði.
Lögreglustjóraembættið á
Keflavíkurflugvelli
jók einnig
fíkniefnaeftirlitsitt.
en7milljóna króna
umframkeyrsla
embættisins
var þó aðallega
vegna aukinnar vopna- og
sprengjuleitar og öryggis-
gæslu vegna Persaflóastríðs-
ins.
DAVÍÐ KAUPIR
DROSSÍU AF
INGIMUNDI
Davíð Oddsson er húinn aö
kaupa nýjan híl fyrir forsætis-
rúdherraemhættid, keypti sér
nýjun Audi, eins og reyndar
Friðrik fjúrmúlu og Olafur
menntamúlu. Þeir félugarnir
skokkudu til hans Ingimund-
ar Sigfússonar í Heklu ad
þessu sinni.
Davíð hefur áður vakið at-
hygli fyrir bílakaup. Þegar
hann var borgarstjóri „sveik
hann lit" með því að kaupa
ameríska drossíu af bílasölu
SÍS, Cadillac Fleetwood 00
speeial, og var skammaður
fyrir af mönnum sem brosa
ekki þegar þeir segja „sís".
Þegar Davíð var spurður
um bílamál sín fyrir liðlega
fjórum árum viðurkenndi
hann að hann hefði verið
spenntur íyrir Mercedes
Benz (Ræsir hf.) og menn
hefðu sagt við sig: „Það er
sama hvað þú kaupir dýran
bíl, bölvaður, en ekki versla
við Sambandið."
Davíð hlustaði ekki á þetta.
Hann benti á gengisþróun-
ina, dollarinn hefði lækkað
en þýska markið hækkað
gríðarlega og því hefði verið
hagstæðast að kaupa einn
amerískan þótt hann kæmi
frá SÍS. En hvað með gengið
þegar bíllinn var keyptur í
vor? Jú, á hálfu ári hafði doll-
arinn hækkað um 10 prósent
en markið lækkað um 4 pró-
sent. Sem sagt samræmi í
gjörðum Davíðs. Hitt er á
huldu, hvers vegna Davíð er
ekki lengur spenntur fyrir
Benzum.
KYNLÍF
Kjúklingafætur og kynlífsrannsóknir
Á því leikur enginn vafi
að rannsóknir á hegðun og
sálarlífi fólks geta veitt dýr-
mæta þekkingu. Kynlífs-
rannsóknir eru þar ekki
undanskildar. Hins vegar
er saga fyrstu kynlífsrann-
sókna þyrnum stráð þar
sem slíkar rannsóknir þóttu
ekki við hæfi „sannra" vís-
indamanna allt fram á byrj-
un þessarar aldar. Á síðustu
öld var viðhorf vestrænna
þjóða til kynlífs yfirhöfuð
afar neikvætt; til dæmis var
sjálfsfróun kennt um alla
hugsanlega sjúkdóma,
þungaðar konur máttu
ekki láta sjá sig utandyra og
meira að segja kjúklinga-
fætur á veisluborðum voru
klæddir í hvítar pokabuxur
því berar lappir, jafnt á
kvenfólki sem fiðurfé,
þóttu hin versta siðspilling.
í slíkum tíðaranda, árið
1850, var ekki erfitt fyrir
lækninn James Platt White
að hneyksla samtíðarmenn
sína svo um munaði. Hann
taldi unga, ógifta konu,
Mary Watson að nafni, á að
fæða annað barn sitt í há-
skólanum í Buffalo í New
JONA
INGIBJORG
JÓNSDÓTTIR
York-fylki svo læknastúd-
entar gætp fylgst með fæö-
ingunni. í þá daga fæddu
flestar konur heima hjá sér
og í læknadeildinni var
engin aðstaða fyrir fæðing-
ar. James kom því þá til
leiðar að heimili húsvarð-
arins var dubbað upp svo
Mary gæti flutt inn, sem og
hún gerði níu dögum fyrir
áætlaða fæðingu. Lækna-
nemarnir hlustuðu eftir
fósturhljóðum og þegar
hríðir hófust fékk hver og
einn þeirra, alls tuttugu
nemar, að þreifa legháls-
inn. Þegar þetta fréttist
fengu margir áfall, þar á
meðal sautján læknar sem
tóku sig saman og gáfu út
tilkynningu um að það
væri ekki tilhlýðilegt af
lækni að skoða kynfæri
kvenkyns skjólstæðinga
sinna við barnsfæðingar.
Viðbrögðin urðu svo sterk
að bandaríska læknasam-
bandið lagði blátt bann við
slíkri sýnikennslu fæðinga.
Það er óhætt að segja að
mikið vatn hafi runnið til
sjávar síðan James hrelldi
heilbrigðisyfirvöld og
lækna með uppátæki sínu.
Þeir sem áttu upp á pall-
borðið á þessum tíma voru
þeir sem rökkuðu kynlífið
niður og héldu uppi nei-
kvæðri ímynd kynhvatar-
innar. Vísindamenn sem
reyndu að skrifa af alvöru
um kynlífið þorðu ekki
annað en að leggja einnig
áherslu á Ijóta stimpilinn á
kynlífinu. Annars gátu þeir
átt á hættu að missa fræði-
mannsímynd sína eða jafn-
vel missa vinnuna. Af sömu
ástæðu loddi sjúkdómshug-
takið við kynlífið — allt í
lagi að líta á kynlífsmálin
svo lengi sem eitthvað var
sjúklegt við þau. Gott dæmi
er bókin Psychopatia Sex-
ualis sem Krafft-Ebing
skrifaði 1984. Við lestur
hennar er auðvelt að halda
að maður sé að lesa al-
fræðiorðabók um kynlífs-
hrylling. Bækur sem höfðu
aðeins jákvæðara viðhorf
til kynlífsins fóru leynt —
voru hluti neðanjarðarbók-
menntanna. í einni þeirra
var karlmönnum bent á að
örvun snípsins væri góð til
að „kynda undir kolum ást-
arjnnar". Ameríkanar hafa
löngum þótt duglegir við
að græða á öllu og auðvitað
tókst þeim það líka með
neikvæðu kynlífsviðhorfin.
Til dæmis setti Kellogs karl-
inn kornflögur á markað-
inn og Graham nokkur hóf
að framleiða kexkökur, en
hvort tveggja átti að vera
fæði sem hjálpaði til við að
halda hinni hræðilegu kyn-
hvöt í skefjum, sérstaklega
meðal unglingspilta.
Áðurnefnd kynlífsvið-
horf gerðu það að verkum
að þrátt fyrir möguleika á
fjárhagsstyrkjum voru
bandarískir vísindamenn
ekkert ólmir í að kanna
kynlífsmálin á árunum
1920—1945. Þeir sem eitt-
hvað gerðu hömruðu stöð-
ugt á því að kynlífsrann-
sóknir væru nauðsynlegar,
þótt þær væru vissulega
ógeðfelldar, því mikilvægt
væri að rannsaka sjúkleg
fyrirbrigði í kynlífi eins og
vændi, kynsjúkdóma og
„kynvillu" (sannarlega orð
síns tíma). Rannsóknir á
getnaðarvörnum fóru fram
erlendis svo kynlífsrann-
sóknir mundu ekki
skemma orðstír vísinda-
manna. Á fimmta áratugn-
um átti jafnvel hjúkrunar-
fólk í Chicago það á hættu
að missa starfið fyrir að
minnast á getnaðarvarnir
við skjólstæðinga sína.
Með rannsóknum Alfreds
Kinesey, Pomeroys, Martins
og annarra upp úr 1948
tóku hjólin fyrst að snúast í
alvöru í kynlífsrannsókn-
um og sér nú ekki fyrir end-
ann á áhuga vísindamanna
á kynlífi, ef marka má
fjölda kynlífsrannsókna'
sem kynntar eru í fagtíma-
ritum. Það er eins og eigi
að bæta upp öll árin sem
töpuðust vegna bannhelg-
innar sem hvíldi á kynlíf-
inu.
Fróðlegt væri að kanna
hvað eimir mikið eftir af
sjúkdómsforsendum kyn-
.. meira ad
segja kjúklinga-
fætur á veislu-
borðum voru
klæddir í hvítar
pokabrækur.
lífsrannsókna nú á tímum.
Ætli megi rannsaka kynlíf-
ið af því það er heilbrigt —
til dæmis hvort náin sam-
skipti stuðla að bættri geð-
heilsu eða hvort kynmök
eru helsta leiðin fyrir full-
orðna til að uppfylla eðli-
lega snertiþörf? Eða eru
kjúklingafæturnir ennþá í
pokabuxum?
Spyrjió Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík