Pressan - 17.10.1991, Blaðsíða 19

Pressan - 17.10.1991, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. OKTÓBER 1991 19 fP, emttgar Kipptu fjármálunum Sjálfsagt mundi meginþorri fólks þiggja að hafa meira fé handa á milli. Sumum gengur erfiðlega að láta launin duga fyrir lífsnauðsynj- um, hvað þá meiru, en aðrir kom- ast þokkalega af. En allir vildu geta veitt sér eitt- hvað örlitlu meira en þeir geta í dag, og til að það sé hægt þarf að hækka launin. Eða hvað? Má kannski hagræða fjármálunum betur, spara lítillega hér og draga aðeins úr þar? Skapa sér dálítið svigrúm til að geta framkvæmt eitthvað af því sem mann hefur alltaf dreymt um? PRESSAN fór á stúfana og bað nokkra valinkunna íslendinga að gefa lesendum þrjú góð ráð í sam- bandi við fjármál og hvað mætti betur fara. „Fóllc ó að rayna að nýta sér staðgraiðslu- afslátt." STEFÁN HALLDÓRSSON. Gerðu GREIÐSLUÁÆTLUN „Fólk þarf að athuga það vel að ríkið borgar vexti af viðbótarlánum, í vissum til- fellum, fyrst eftir húsnæðis- kaup. Þetta er hlutur sem mörgum er ókunnugt um," Sagði STEFÁN HALLDÓRSSON, framkvæmdastjóri Ráðgjafar Kaupþings hf. Stefán brást vel við mála- leitan okkar og ráðlagði eft- irfarandi: 1. Gera greidsluáœtlun aö minnsta kosti sex mánudi fram í tímann og helst í eitt ár eda lengur, þar sem fram koma tekjur og gjöld í hverjum mánudi. Þannig uerdur auðveldara að gera ráðstafanir með góðum fyr- irvara til að brúa það bil, sem kann að veröa milli gjalda og tekna, og minni hœtta er á að grípa þurfi til neyöarráðstafana á síðustu stundu, sem vilja gjarnan verða miklu . óhagkvœmari. Auk þess eykur það vellíðan að hafa góða yfirsýn yfir fjármálin. 2. Nýta eftir megni stað- greiðsluafslátt í viðskiptum. Það virðist mjög algengt, að mikið bil sé á milli stað- greiðsluverðs og heildarfjár- hœðarinnar, sem kaup með afborgunarskilmálum leiða til á endanum. Stundum er ekki hœgt að benda á neina fjárfestingu á markaðnum sem sé líkleg til að skila eins góðri ávöxtun og felst í því að njóta stað- greiðsluafsláttar í stað láns- viðskipta. Oft borgar sig að taka bankalán til að tryggja afslátt, í stað þess að þiggja þau greiðslukjör sem selj- andinn býöur. 3. Nýta eftir megni heimildir skattalaga til lœkkunar á tekjuog eignaskatti vegna fjárfestingar. Efst á blaði eru hlutabréfakaup, en einn- ig eru húsnœðissparnaðar- reikningar banka og spari- sjóöa mjög áhugaverður kostur. í þessu sambandi má einnig minna þá, sem njóta vaxtabóta vegna húsnæðis- kaupa, á að fyrstu árin eftir kaupin eru í vissum tilvik- um greiddar vaxtabætur vegna annarra lána en þeirra sem tengjast húsnæð- iskaupunum. VH) FLVTJUM FISKINN SÉRSTAKIR ÍSFISKGÁMAR Pegar þú þarft að senda fisk á fiskmarkað innanlands skaltu tala við okkur. Við bjóðum sérstaklega^ ísfiskgáma sem uppfylla ströngustu kröfúr um fiskflutning. RIKISSKIP Hafðu samband við næsta 9 o umboðsmann og fáðu allar upplýsingar um hvernig þú kemur aflanum fljótt og örugglega Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. RIKISSKIP ÞJÓÐBRAUT Á SJÓ á næsta fiskmarkað. Pósthólf 908,121 Reykjavík. Sími 28822. Fax 28830

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.