Pressan - 17.10.1991, Blaðsíða 10

Pressan - 17.10.1991, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. OKTÓBER 1991 — eitt af því fyrsta sem ríkisstjórnin skar niöur eftir stjórnarskiptin var eitt hundraö milljóna króna fjárveiting sem átti aö verja til framtíöarlausna í sorpeyöingu hjá þeim sveitarfélögum sem stefndu aö samvinnu um þau mál. Niöurskurö- urinn var ákveöinn á sama tíma og vitneskja liggur fyrir um aö sorpeyöingarmálum hér á landi er mjög illa komiö. Víöast er sorpi brennt viö opinn eld. Eitriö sem kemur af reyknum er hœttulegt og getur valdiö krabbameini, fóstur- skaöa og hefur áhrif á ónœmiskerfi líkamans. Þrátt fyrir að viðurkennt sé að stórkostlega vanti upp á að umhverfismál hér á landi séu í því horfi sem reglu- gerðir krefjast hefur þegar verið ákveðið að skera niður fjárveitingarnar sem átti að setja í þennan málaflokk. Stefnt var að því að veita eitt hundrað milljónum króna til þeirra sveitarfélaga sem ætla að koma sér saman um framtíðarlausn sorpmála. í niðurskurði ríkisstjórnarinn- ar var þessi fjárveiting tekin af. Þess í stað eru háleit markmið um að koma málum í gott lag á þessu kjörtíma- bili. Ljóst er að til þess þarf umtalsvert fé. Reiknað er með að tvo til þrjá milljarða króna þurfi til að koma sorpeyð- ingu í það horf sem ásættanlegt er og stenst þær reglu- gerðir sem í gildi eru. mörg dæmi um soprbrennslustaði, þaðan sem hættulegan reyk leggur yfir nálæga byggðarkjarna og bóndabæi. Reykjarslæðan frá sorp- brennslu liggur því oft yfir híbýlum, vinnustöðum, matvælaframleiðslu- stöðum og útivistarstöðum fólks. Mengunarefni í reyknum eru mörg og slæm, sorpbruni er til dæmis ein aðalorsök díoxínmengunar og einn- ig myndast fjölmörg önnur hættu- leg efnasambönd við sorpbrennslu. Mörg þessara efna geta verið krabbameinsvaldandi, valdið fóst- urskaða og áhrifum á ónæmiskerfi líkamans ásamt ýmsum óþægind- um og öðrum sjúkdómum. Fullyrða má að brennsla sorps, Þegar ákveðið var að taka fjár- veitinguna af samþykkti ríkisstjórn- in þess í stað tillögu frá Eidi Gudna- syni umhverfisráðherra um að gera átak í sorpeyðingarmálum á þessu kjörtímabili. Enn sem komið er hef- ur fátt annað verið gert en viður- kenna vandann, sem vissulega er stór, og hafa fögur orð um átak í þessum málum. GREIÐA LEIÐ í FÆÐUKEÐJUNA Birgir Þórðarson, umhverfis- skipulagsfræðingur hjá Hollustu- vernd ríkisins, segir í greinargerð um sorpbrennsiu á íslandi: „Staðsetning flestra sorp- brennslustaða er slæm og má nefna Sorpbrennsia og sorpurðun eru þær aðferðir sem víðast eru notaðar hér á landi. Sorpurðun er greinilega talin betri val- kostur en brennsla. hér á landi, valdi mikilli og skað- vænlegri mengun, mengun sem í mörgum tilfellum á greiða leið í fæðukeðjuna eða beint í afurðir sem í vinnslu eru, nefna má í þessu sam- bandi skreið í hjöllum og aðra þurrkun á fiski." Þessar lýsingar Birgis eru ekki glæsilegar. Tilvitnunin er í nýja skýrslu Birgis, þar sem margt annað er að finna. EKKERT GERT ÞRÁTT FYRIR ÁBENDINGAR Óbreytt ástand hefur verið í sorp- brennslu í mörg ár og það þrátt fyrir að Hollustuvernd ríkisins og fleiri hafi ítrekað bent á þá hættu og þann skaða sem sorpbrennsla veldur. Þá hafa íbúar víða mótmælt sorp- brennslustöðvum. Kunnasta dæmið er eflaust frá Hnífsdal, en þar hefur verið óskað opinberrar rannsóknar á skaða frá sorpbrennslunni á Skarfaskeri. Um þetta segir Birgir Þórðarson: „Merkileg staðreynd er að kjörnir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.