Pressan - 17.10.1991, Blaðsíða 44

Pressan - 17.10.1991, Blaðsíða 44
HLUSTUM ALLAN SÓLARHRINGINN SÍMI 621373 ‘ridslandsliðið kom til landsins á sunnudagskvöld. í liðinu eru fjórir launþegar sem mættu til vinnu á mánudag, daginn eftir heimkomuna. Einn þeirra, Jón Baldursson, lét eft- irsérað sofa framað hádegi og mætti því aðeins of seint til vinnu. Ekki er vitað á hvaða tíma hinir heimsmeistar- arnir mættu til vinnu. Þessar nýju þjóðhetjur fengu því fljótlega að taka aftur þátt í hversdagslífinu, eins og ekkert hefði í skorist . . . atkvæði á móti, en tveir með, þau Guðrún Zoéga og Haraldur Andri Haraldsson. Þau vitnuðu í lögregluvarðstofuna við Drafnarfell um að engar kvartanir hefðu borist vegna Bjórhallarinnar. Borgarráð samþykkti hins vegar sl. þriðjudag að mæla ekki gegn umsókninni og Guðjón getur því væntanlega opnað að nýju. A fundi ráðsins bókaði Elín G. Olafsdóttir að með afgreiðslu þessari gengi ráðið gegn vilja meiri- hluta félagsmálaráðs og „eindregn- um mótmælum" íbúa í nágrenni staðarins . . . Æ. élag íslenskra stórkaupmanna hefur sent frá sér ályktun vegna írétta PRESSUNNAR um heildversl- unina ARS. í ályktuninni segir að rekstur fyrirtækisins sé með ein- kennilegum hætti og aðstandend- um Skjóls, Hrafnistu og Hafnarfjarð- arapóteks lítt til sóma. í ályktuninni segir og að afar óeðlilegt sé að ofan- greindar stofnanir standi í heildsölu- verslun þegar tilgangur þeirra er allt annars konar rekstur. Þá segja stórkaupmenn það hafa komið fram að ARS sé gjarnan með hæsta verð á markaðinum . .. insælir menn eru oft umdeild- ir. Það á við um Hermann Gunn- arsson sjónvarpsmann. Hann hefur stundum þótt nota þætti sína til að aug- lýsa hitt og þetta. í þættinum í gær var góðvinur Her- manns, Baldvin Jónsson, aðalgest- ur. Baldvin þarf á allri auglýsingu að halda þessa dag- ana enda nýbúinn að kaupa Aðal- stöðina ... Ve eldi Pharmaco, fyrirtækis Werners Rasmussonar og félaga, hefur sem kunnugt er vaxið mynd- arlega að undan- förnu og fyrirtækið teygt anga sína langt út fyrir lyfjabrans- ann. Árið 1988 var Pharmaco í 1(19. sæti yfir stærstu fyr- irtæki landsins með 435 milljóna króna veltu. Árið 1989 stökk fyrirtækið upp í 129. sæti með 655 milljóna króna veltu. Á síðasta ári var það komið í 94. sæti með 978 milljóna veltu. Með sama áfram- haldi ætti fyrirtækið að lenda í ár í sæti 55 til 60. Hins vegar er Ijóst að það hefur dreift sér og fjárfest mikið, þannig að það gengur varla eftir . . . I slendingar eru oft fljótir að búa til brandara. Einn sá vinsælasti í dag er um Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Brandarinn er gerður í tilefni af uppákomunni í Leifsstöð um síðustu helgi. Brandarinn er á þessa leið: Hvern- ig þekkir þú Davíð Oddsson í mannhaf- inu á Leifsstöð? Svörin eru tvö. Ann- að er þannig að hann þekkist á eyr- unum, og hitt að hann þekkist á herðablöðunum .. . IVL Lálefni Bjórhallarinnar eru enn í brennidepli, en frá þeim deil- um sögöum við í síöustu viku. Þar kom fram aö Guð- jón Pálsson, frani- kvæmdastjóri Bjór- hallarinnar, vonað- ist til að fá leyfi borg- aryfirvalda til að opna að nýju á næst- unni. Talsvert skipt- ar skoðanir hafa verið innan félags- málaráðs borgarinnar um umsókn veitingastaðarins um vínveitinga- leyfi. I ráðinu greiddu þrír fulltrúar Verðlauna- peningar bikarar FANNAR LÆKJARTORGI - n 16488 K H U A L L I A F 0S A** VIÐSKIPTAVINIR „Prime ribs" öll fimmtudagskvöld Lifandi tónlist öll sunnudagskvöld. »1 r S T E I K H Ú S Barónsstíg 11a • Sími 19555

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.