Pressan - 17.10.1991, Blaðsíða 11

Pressan - 17.10.1991, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. OKTÓBER 1991 1] Sforpbrennslustödin uid Hnífsdal er eitt nœrtœkasta dœmid um huersu skamm- sýnin getur ráöid miklu. Brennslustööin uar byggö aöeins eitt þúsund metra frá byggöinni í Hnífsdal. Allir áttu aö geta séö fyrir aö óþuerrinn frá stööinni fœri yfir íbúöarbyggöina og frystihúsin í Hnífsdal marga daga á ári. Flotsorpgirðing á isafirði. Það er ótrúlegt að i næsta nágrenni við þessa girðingu eru frystihús, rækjuverksmiðjur, mjólk- urstöð og fleiri matvælafyrirtæki. Þá er Neðstikaupstaður, sem verið er að endurbyggja og gera að ferðamannaparadís, skammt frá girðingunni. Þeir erlendu ferðamenn sem sjá þetta hljóta að efast um fullyrðingar Islendinga um að við eigum eitt hreinasta land í veröldinni. fulltrúar í sveitarstjórnir eða heil- brigðisnefndir virðast ekki hafa áhuga á að taka tillit til sanngjarnra óska íbúa um úrbætur í sorphirðu- málum, sem sumstaðar hafa verið settar fram, til dæmis í Hnífsdal. Slíkar óskir hafa verið settar fram á rökstuddan hátt, og undirskrifaðar af meirihluta íbúa á viðkomandi stað." MATVÆLAFRAMLEIÐSLA í SORPREYK Náttúruverndarráð hefur sent frá sér greinargerð vegna þessara mála. Þar segir meðal annars: „Það er í raun mjög alvarlegt að sum þeirra bæjarfélaga er stunda hvað mesta matvælaframleiðslu sem fer á erlendan markað skuli liggja í sorpreyk dögum saman, sem engar mælingar hafa farið fram á en líkur benda til að sé með um umtals- vert magn af eiturefnum. Alvara málsins verður enn meiri þegar haft er í huga að erlendir markaðir geta hrunið komi í Ijós að í reyknum búi alvarleg eiturefni sem erlendur al- menningur vill ekki hætta á að neyta." Eins og áður sagði hafa ekki verið gerðar mengunarmælingar á sorp- reyk hér á landi. Erlendar niður- stöður benda til að sorpreykur geti verið stórhættulegur. Náttúru- verndarráð segir það ábyrgðarhluta að leyfa sorpbrennslu þar sem ekki er hreinsibúnaður. Þrjár sorpbrennslustöðvar eru hér á landi. A Húsavík, í Hnífsdal og í Njarðvík. Engin þeirra er talin full- nægjandi en Njarðvíkurstöðin þó skömminni skárri en hinar, sem reyndar eru ekkert annað en yfir- byggðar þrær með strompi. STARFSMENN KVARTA UM VANLÍÐAN Aðstaða fyrir þá starfsmenn sem vinna við sorpbrennslu getur verið mjög slæm. Svo virðist sem mestar rannsóknir og athuganir hafi verið gerðar á sorpbrennslunni á Skarfa- skeri við Hnífsdal. í einni þeirra greinargerða sem gerðar hafa verið vegna brennslunnar segir: „Mjög mikil ólykt og reykur safn- ast stundum fyrir í brennsluhúsi er veldur starfsmönnum vanlíðan og getur verið heilsuspillandi fyrir þá til lengdar." Losun á öskunni getur valdið starfsmönnum miklum óþægindum þar sem heit aska þyrlast upp og yfir mennina. Efst á strompi stöðvarinnar er vír- net sem á að varna því að stærri aska og sorpleifar komist út úr stöð- inni. Hins vegar hefur brunnið við að netið hafi verið ónýtt og þess vegna hafa aska og annað sem ekki á að fara út úr stöðinni átt greiða leið út í andrúmsloftið. Endingar- tími vírnetsins er stuttur, þar sem hitinn frá brennslunni vinnur hratt á því. HUNDRAÐ MILUÓNIR DUGA SKAMMT Þær eitt hundrað milljónir króna sem átti að verja til sveitarfélaganna hefðu dugað skammt, en eigi að síð- ur hefði verið hægt að gera ýmislegt fyrir þann pening. I Vestmannaeyjum hefur verið ákveðið að taka myndarlega á í þessum efni. Á næstunni verður boðin út bygging sorpeyðingar- stöðvar. Áætlað er að stöðin kosti 100 tii 120 milljónir króna fullbúin. Vestmannaeyjastöðin mun því kosta jafnmikið ef ekki meira en ákveðið var að verja til þessa mála- flokks. Sorpeyðingarstöðin í Vestmanna- eyjum á að vera mjög fullkomin. Reykurinn verður kældur og hreins- aður áður en hann fer út i andrúms- loftið. Hitinn, sem myndast við brennsluna, verður tengdur Hita- veitu Vestmannaeyja, og þannig nýttur til húshitunar. Þeir sem best þekkja til segja að Vestmanneyingar séu fyrstir allra, utan höfuðborgarsvæðisins, til að taka svo myndarlega á þessum mál- um. HVAÐ ER TIL RÁÐA? „Við getum sennilega seint tekið á þessum málum eins og stærri þjóðir. Sorp þarf ekki að vera úrgangur. Sorp er víðast tekið sem hráefni. Vegna þess hversu fámenn þjóðin er og langt frá öðrum löndum getur reynst dýrt að endurnýta stóran hluta sorpsins hér á landi," sagði umhverfisverndarmaður. Dæmi eru til um að hægt sé að endurvinna sorp hér heima þrátt fyrir fámenna þjóð og stórt land. Þegar rætt er um hluti sem hafa tek- ist vel er Gúmmívinnustofan á Ak- ureyri oftast nefnd. „Svo ótrúlegt sem það nú er þá er Gúmmívinnustofan komin lengra í þessu en flest sambærileg fyrirtæki í heiminum. Þeim hefur tekist mjög vel upp,“ sagði Birgir Þórðarson um- hverfisskipulagsfræðingur í samtali við PRESSUNA. Þeir sem starfa við umhverfismál lofa mjög það átak sem er verið að gera í sorp- og skolpmálum á höfuð- borgarsvæðinu. Þó hafa menn áhyggjur af að Álfsnesið verði of- nýtt, að þangað verði sett sorp sem hægt er að losna við á annan hátt. Einn þeirra sem rætt var við óttast mjög að sorp, sem er hægt að endur- vinna, eins og hjólbarðar, verði urð- að í Álfsnesi. En eins og sami maður sagði er dýrasta hola landsins á Álfs- nesi og því mikilvægt að það verði ekki ofnýtt. VATN OG SORP Á ÍSAFIRÐI ísfirðingar virðast hafa sérstöðu, ef hægt er að kalla eitthvað sérstöðu í umhverfismálum hér á landi. Þannig háttar til á ísafirði að vatns- bólið er mengað. Til að ná þeim efn- um sem þarf úr vatninu þarf að geisla vatnið. Búið er að kaupa geisl- unartækin. Þau hafa verið í tvö ár í áhaldahúsi bæjarins. Sem sagt; það er búið að kaupa tækin en ekki setja þau upp. Vatnið er ekki bara notað á heim- ilum. Á ísafirði er mikil matvæla- framleiðsla og til hennar eru gerðar strangar kröfur. Þessar kröfur eru ekki uppfylltar á ísafirði. ísfirðingar hafa notað óflokkað sorp til uppfyllingar. Þeir hafa kom- ið sér upp flotgirðingum sem þeir sturta sorpinu í (sjá mynd). Þegar girðingarnar eru fullar er möl sett yfir. Eftir einhvern árafjölda er það „land“ sem fæst með þessum hætti notað undir byggingar. Eins og áður sagði er mikil mat- vælaframleiðsla á ísafirði. Þar eru stór frystihús, stærstu rækjuverk- smiðjur iandsins, mjólkurbú og fleira. Eins er ísafjörður miðstöð ferða- mála á Vestfjörðum. Það getur ekki aukið áhuga ferðamanna á landinu að ganga um sóðaiegar fjörur ísa- fjarðar. ER HUGMYND OKKAR UM HREINLEIKA LANDSINS RÖNG? íslendingar hafa ekki farið dult með þá skoðun sina að ísland sé hreinast allra landa. Það sem hér hefur verið nefnt stangast talsvert á við þá fullyrðingu. Steingrímur Hermannsson, fyrr- um forsætisráðherra, er sennilega hinn dæmigerði íslendingur þegar hann talar um hreinleika landsins. Hér á eftir fer hluti af ræðu sem Steingrimur flutti á Alþingi 14. mars á þessu ári og var útvarpað og sjón- varpað: „Hvar til dæmis í Vestur-Evrópu getið þið, hlustendur, tekið vatn úr krananum og drukkið það og notið þess? Hvar getið þið gengið út og andað að ykkur hreinu lofti og notið þess? Hvar getið þið skroppið á nokkrum mínútum og verið komin út í kyrrðina, fagurt umhverfi, og notið þess? Það er að minnsta kosti þannig með mig að þegar ég dvel tvo eða þrjá daga í stórborgum Evrópu þá er ég kominn með sárindi í háisinn og hlakka til að komast heim. Það var af þessum ástæðum sem ég skipaði nefnd snemma í stjórnar- tíð minni og bað hana að skoða hvernig við gætum byggt á þessari góðu ímynd Islands, styrkt hana og eflt og notað hana til framdráttar á öllum sviðum." K.apelluhraun uiö Hafnar- fjörö. Þar eru auöugustu _ uatnslindir þjóöarinnar. Á hrauninu er þegar búiö aö byggja iöjuuer, suo sem Stál- félagiö. I skipulagi er gert ráö fyrir aö á hrauninu ueröi byggt iönaöarhuerfi. A Fáskrúösfiröi rennur skolpiö í sjó rétt uiö byggö- ina. Þuí fer fjarri aö Fá- skrúösfjöröur skeri sig úr öörum sueitarfélögum huaö þetta uaröar. Á Fáskrúös- firöi er annaö sem gerir staöinn sérstakan. Rétt þar sem skolpiö kemur í sjó er laxeldi í kuíum. Heima- menn segja, og þaö meö réttu, aö þar sé ueriö aö rœkta sannkölluö skítseiöi. M/M uakning hefur ueriö meöal sjómanna um aö henda ekki sorpi í sjó. Þessi uakning hefur náö til sjó- manna á Hellissandi sem annars staöar. Á Hellissandi eru sorphaugarnir hins ueg- ar þannig úr garöi geröir aö sorpinu er sturtaö í sjó fram. Bændur brenna sennilega á annaö þúsund tonnum af plasti á ári, allt uiö opinn eld. Reykurinn sem kemur af þessum eldum er mjög skaölegur. Þaö plast sem fellur til í sueitum er fyrst og fremst baggaplast, áburöarpokar og bagga- bönd. Sigurjón Magnús Egilsson Miklar breytingar hafa oröið með tilkomu Sorpu og spilliefnamóttökunnar. Þetta framtak sem ráðist hefur verið á höfuðborgarsvæðinu þykir til fyrir- myndar. Þó er sú hætta fyrir hendi að hér verði numið staðar í stað þess að halda þróuninni áfram. T A. ímaritið Frjáls verslun spair þvi að Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, muni í febrúar nk. taka við formennsku Verslunarráðs ís- lands af Jóhanni J. Ólafssyni. Kristinn er nýlega tekinn við stöðu forstjóra Skelj- ungs af Indriða Pálssyni, sem gerð- ist stjórnarformaður sama fyrirtæk- is. Þar áður var Kristinn fram- kváemdastjóri í fjöiskyldufyrirtæk- inu Nóa-Síríus, en hann er sonur Björns Hallgrímssonar forstjóra, bróður Geirs Hallgrímssonar heitins. Greinilega þungaviktar- maður framtíðarinnar á ferð ... egar Guðmundur Kr. Jóns- son, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins á Selfossi, lagði fram bók- un og gagnrýndi umframkostnað við afmælishald Ölfusárbrúar benti hann á að kostnaðurinn hefði farið úr 460 þúsundum í 4,7 milljónir „sem er rúmlega 1.000% meira en áætlað var í fyrstu". Karl Björns- son bæjarstjóri svaraði því til að hér væri beinlínis um blekkingar að ræða. Annars bendir bókun Guð- mundar ekki tii mikillar reiknings- kunnáttu hans, því hlutfallsleg hækkun er ekki rúmlega 1.000% heldur „aðeins“ 922%. Helsta skýr- ingin á umframkostnaðinum mun vera að ákveðið var á síðari stigum málsins að bjóða fulltrúum frá vina- bæjum Selfoss ... Um næstu helgi koma aila leið frá Chile fjórir þingmenn sem þang- að sóttu þing Alþjóðaþingmanna- sambandsins. Þann 5. október héldu til Chile þau Einar Kr. Guðfinnsson Sjálf- stæðisflokki, Geir H. Hqarde Sjálf- stæðisflokki, Gunn- laugur Stefánsson Alþýðuflokki og Margrét Frí- mannsdóttir Alþýðubandalagi. Þingið sjálft stóð í viku en ferðir og önnur dvöl í aðra viku. Ekki vitum við hversu mikilvæg mál voru á dag- skrá þingsins, en augljóslega hefur kostað drjúgan skilding að senda fjóra þingmenn álla þessa leið og ekki hefur blóðug niðurskurðarbar- átta ríkisstjórnarinnar breytt nokkru þar um . . . F JL réttastofa Ríkisútvarpsins er að fá nýjan en þó gamlan starfskraft. Ásgeir Tómasson hefur ákveðið að yfirgefa Aðal- stöðina. Ásgeir hef- ur komið víða við á löngum og fjöl- breyttum ferli sínum og ljóst að frétta- stofa RÚV fær vanan mann . .. M lTJliklar breytingar eru nú i gangi á Aðalstöðinni í kjölfar kaupa Baldvins Jónssonar á henni. Baldvin þekkir vel til í auglýsinga- heiminum og er til þess tekið að auglýsingamagn hefur þegar aukist. Til að halda því verður hann hins vegar að auka hlustunina og er nú unnið að því að ráða nýtt starfs- fólk . . .

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.