Pressan - 28.11.1991, Side 9

Pressan - 28.11.1991, Side 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991 9 fengu skell þar," sagði Astþór Ág- ústsson, oddviti i Nauteyrarhreppi, þegar hann minntist „atvinnuævin- týra“ Byggðastofnunar. — En hvað skyldi hann segja um þetta nýjasta dæmi sem birtist í íslaxi? „Þetta varð minni atvinnurekandi en við gerðum okkur vonir um. Það varð ekki eins mikil atvinnusköpun af þessu og við bjuggumst við." Sömuleiðis var Ástþór spurður hvort hann gæti séð fyrir sér að öðru vísi lánafyrirgreiðsla í nafni byggðastefnu hefði nýst byggðarlag- inu betur: „Ef Byggðastofnun hefði verið tilbúin að hjálpa þessum hefð- bundna landbúnaði á svæðinu í sama mæli, til dæmis með kvóta- kaupum í sauðfjárrækt, þá hugsa ég að við stæðum betur eftir núna," sagði oddviti hreppsins sem fékk 120 milljónir í byggðaraðstoð. SJÓÐIRNIR BORGUÐU TÆPAR 4 MILLJÓNIR MEÐ HVERJU STARFI HJÁ FREYJU Umdeildasta sjávarútvegsfyrir- tæki sem komist hefur á framfæri sjóðanna er án efa Fiskiðjan Freyja á Suðureyri við Súgandafjörð. Síð- ustu árin hefur fyrirtækið Hlaðsvík verið þar innanborðs. Þrátt fyrir ítrekaðar og viðvarandi björgunaraðgerðir hefur aldrei tek- ist að koma fótum undir fyrirtækið og nú hefur Byggðastofnun gert endanlega tilraun til að losa sig við fyrirtækið með því að selja það ís- firðingum. Áður var búið að verja gífurlegum fjárhæðum til fyrirtæk- isins. Fjárhagsleg „endurskipulagn- ing" Freyju nær aftur til 1979 en þegar upp var staðið hafði fyrirtæk- ið fengið 189,1 milljón króna frá Byggðastofnun á verðlagi dagsins í dag. Frá Hlutafjársjóði fékk Freyja 103,7 milljónir og frá Atvinnutrygg- ingasjóði útflutningsgreina, sem nú er deild í Byggðastofnun, fékk Freyja/Hlaðsvík 111,2 milljónir. F A ra og með áramotum verður skipað í embætti nýs hæstaréttar- dómara þar sem Bjarni K. Bjarna- son hefur beðið um lausn frá emb- ætti, en hann er að ná 65 ára aldri. Þegar eru uppi vangaveltur um lík- legan arftaka hans og eru þar helst nefnd nöfn eins og Garðar Gísla- son borgardómari og einnig er talið hugsanlegt að starfssystir hans, Auður Þorbergsdóttir borgar- dómari, sæki um, en þau hafa bæði sótt um áður ... MT að hefur mikið verið rætt um menningarfulltrúann okkar í Lond- on, Jakob Frímann Magnússon, og landkynningar hans. Nýlega var á rás 2 hjá BBC þáttur sem heitir „Behind the Headlines". í þættinum í síðustu viku voru íslenskir gestir. Viðtöl voru við hjónin Jakob Frímann Magnús- son og Ragnhildi Gísladóttur. Eins voru viðtöl við söngvarana Sverri Guðjónsson og Helga Björnsson. Þau fjögur buðu upp á harðfisk og íslenskt vatn og sungu saman „Land míns föður, landið mitt“. Eftir viðtölin spilaði hljóm- sveitin Síðan skein sól... Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar „Auðvitað hefði venið betra að byrja aldrei11 — Er Miklataxdœmiö byggda- stefna eins og þid viljid hafa hana? „Nei, en nú held ég að við verðum að bakka aðeins. Kveikjan að því að við fórum að tala um seiðaeldisstöð þarna í Fljótunum var sú að það var samdráttur í sauðfjárræktinni. Það var verið að leita leiða til að skapa aðra atvinnu og á sama tíma voru væntingar til seiðaeldis á íslandi. Þetta gekk hins vegar mun verr og markaðurinn hrundi. Þá stóðum við frammi fyrir ákvörðun um það hvort þessu yrði bara lokað eða byggja matfiskeldisstöð, sem stóð aldrei til í byrjun. Þá kom til ákvörð- un stjórnvalda um 800 milljóna króna fyrirgreiðslu i sambandi við matfiskeldi. Þá ferðuðust um Reykjanesið erlendir fjárfestingar- aðilar sem vildu fjárfesta og þú get- ur rétt ímyndað þér hvort menn vildu ekki reyna að efla veika byggð ef hægt væri. Það var ákveðið að fara af stað í þessu og framhaldið kanntu. Auðvitað hefði verið best að byrja aldrei ef menn líta á sviðið í dag.“ — En ef viö tölum um bœdi Mikla- lax og Silfurstjörnuna í einu, sem eru stœrstu skuldarar Byggdastofn- unar; finnst ykkur eins og þið séud í sjálfheldu með þessi fyrirtœki? „Ég lít á Miklalaxmálið sem stærsta og mesta fjárhagsvandamál Byggðastofnunar og ég hef líka sagt að við séum að vissu leyti í sjálf- heldu með þetta. Við stóðum frammi fyrir því fyrir meira en ári að það var ekki nægur hiti í stöðinni og þá var annaðhvort að loka henni eða eins og heimamenn vildu — og varð ofan á — eða halda áfram.“ • — ínýlegu gjaldþroti íslax í Naut- eyrorhreppi er stofnunin med 120 milljóna króna kröfu vegna þriggja ársverka. Er þetta sú byggdastefna sem þid viljið? „Ymsir fiskverkendur og útgerð- armenn á Vestfjörðum fóru af stað í þetta meðal annars til að nýta fisk- verkun sína betur. Ef stöðin hefði komist upp hefði hún auðvitað styrkt byggðina geipilega, því það búa þarna ekki margir. Þetta er í raun sama atburðarás og hjá Mikla- laxi.“ — Nú eruö þiö aö losa ykkur viö Freyjuna, sem hefur kostaö Byggöa- stofnun mikiö. Samt tókst ykkur ekki aö verja byggöina? „Freyja var fyrst og fremst þungt dæmi fyrir ríkið og Útvegsbankann, en ég held ég fari með það rétt að Byggðastofnun sem slík hefur ekki tapað fjármunum á Freyju. Þetta er spurning um kvóta og einhæfni byggðarlagsins." Samtals gerir þetta 404 milljónir króna en 1989 voru skuldir Freyju við Byggðastofnun felldar riiður sem svaraði 145 milljónum. Þegar síðan annarri fyrir greiðslu opinberra sjóða við Suðureyri er bætt við verður upphæðin um 600 milljónir króna. í fyrirtækinu Freyju/Hlaðsvík eru um 100 ársverk þegar það er rekið á fullum afköstum. Það má því segja að opinberir sjóðir hafi greitt um 4 milljónir króna með hverju ársverki í fyrirtækinu. Þrátt fyrir að upphæð- in væri greidd á nokkuð löngum tíma hefur megnið af henni komið til greiðslu á allra síðustu árum. Þá er spurnig hvort þessi fyrir- greiðsla hefur orðið til þess að verja byggðina á Suðureyri. Svo virðist ekki vera því íbúum hefur fækkað stöðugt og var þá ekki séð fyrir röskunin undanfarið. íbúar á Suður- eyri voru flestir 1978 eða 526. Nú eru þeir hins vegar 365 — eða 161 færri en þegar best lét. Það er tæp- lega 33 prósenta fækkun. Sigurður Már Jónsson * Iþróttafélag Kópavogs, ÍK, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Ríkisút- varpið fór fram á gjaldþrotið í lok síðasta mánaðar vegna rúmlega 100 þúsund króna skuldar, sem inn- heimtudeild RÚV var búin að reyna að ná inn í rúmt ár án árangurs, enda skuldaði 1K rúmar 8 milljónir. Sigurjón Sigurðsson, formaður ÍK, batt vonir við að félaginu tækist að semja sig út úr vandanum og var þegar búinn að semja við um helm- ing lánardrottna og fá einnar millj- ónar króna styrk til að ganga frá lausaskuldum þegar málin strönd- uðu á þeim tveimur milljónum sem eftir voru . . . I-landsleikur íslendinga og Frakka var sýndur í Eurosport fyrir réttri viku, daginn eftir að leikurinn var leikinn. Þulur sjónvarpsstöðvar- innar fór fögrum orðum um frammi- stöðu Birkis Krist- inssonar mark- varðar og eins þótti mark Eyjólfs Sverrissonar glæsilegt. . . MT að eru ekki alltaf háar skuldir sem verða til þess að eignir eru aug- lýstar á nauðungaruppboðum. Hér koma nokkur dæmi úr síðasta Lög- birtingablaði, sem öll eiga það sam- eiginlegt að vera úr Garðinum. Lægsta krafan er 4.010 krónur, sú næstlægsta er 4.585 og sú þriðja er 11.650 krónur auk vaxta og kostn- aðar...

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.