Pressan - 28.11.1991, Page 10
10.
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991
VIGDÍS
DRÓÚR
UTANFERDUM
Samkvæmt skoðanakönnun SKÁÍS eru landsmenn á því að
forsetinn eigi að ferðast til útlanda.
Sem kunnugt er var fjallað lítillega um ferðir Vigdísar Finn-
bogadóttur til útlanda og annan kostnað við forsetaembættið
í nokkrum blöðum í haust, meðal annars hér í PRESSUNNi.
Þessar fréttir urðu til þess að ferðamálafrömuðir og forsvars-
menn úlflutningsfyrirtækja skrifuðu í blöð greinar til stuðn-
ings ferðum forsetans. Nú hefur SKÁÍS leitt í ljós að landsmenn
vilja að forsetinn ferðist.
Vigdís dró úr ferðum sínum um það leyti sem fréttirnar birt-
ust. Meðal annars afboðaði hún komu sína á kvikmyndahátíð-
ina í Lúbeck. í prentaðri dagskrá hátíðarinnar er getið um
komu forsetans og meðal annars sagt að hún muni opna hátíð-
ina. Af því varð ekki og hljóp sendiherra íslands í Þýskalandi
í skarðið.
í sömu ferð var fyrirhugað að Vigdís yrði viðstödd þegar
Berlínar-útibú íslenska sendiráðsins í Bonn yrði opnað. Áf því
varð ekki.
GLEDIHÚSIÐ
DERLÍN LOKAD
VEGNA DEILNA
Skemmtistaðurinn Berlín hefur verið lokaður undanfarið.
Ástæðan er sögð vera breytingar, en það mun ekki vera skýr-
ingin. Aðalástæðan er deilur sem upp eru komnar milli Bjarna
Oskarssonar veitingamanns og Gísla Gíslasonar lögfræðings
annars vegar og Pharmaco, fyrirtækis Werners Rasmussonar,
hins vegar. Pharmaco er eigandi Berlínar og keypti staðinn af
Bjarna og Gísla, kaupverðið mun hafa verið um fjórtán milljón-
ir.
Nú stendur jafnvel til að Gísli og Bjarni kaupi veitingahúsið
aftur, en þeir eru ekki tilbúnir að greiða það sem Pharmaco
setur upp. Pharmaco vill fá það sama fyrir reksturinn og fyrir-
tækið greiddi á sínum tíma þeim Bjarna og Gísla, sem telja hins
vegar Berlín ekki jafnverðmætan stað nú og þegar þeir seldu
hann. Þeir telja staðinn hafa drabbast niður undir stjórn Sueins
Úlfarssonar, sem rak hann fyrir Pharmaco.
Því nást nú hvorki samningar um kaup né leigu og meðan
svo er verður gleðihúsið Berlín lokað.
r
EINFALT GLER HJA
NEMENDUNUM EN
TVÖFALT HJÁ HESTUNUM
Mikil ólga er meðal núverandi nemenda í Garðyrkjuskóla
ríkisins í Ölfusi með ástand mála þar á bæ. Nemendur segja að
nýlegt skólahús haldi hvorki vatni né vindi og rúður á vistum
nemenda séu einfaldar en tvöfaldar í hesthúsum skólastjórans.
Grétars Unnsteinssonar.
Garðyrkjuskóiinn er fimmtíu ára gamall og fær nú úthlutað
50 milljónum króna á ári á fjárlögum og samt eru hvorki til
nauðsynleg tæki né áhöld í skólanum fyrir nemendur. Lítið
upplýsingastreymi virðist milli núverandi nemenda og þeirra
sem útskrifaðir eru, því aðeins er tekið inn í skólann annað
hvert ár og aðrir útskrifaðir á sama tíma.
Meðalstarfsaldur kennara við skólann er tvö ár og þar kenn-
ir fjöldi réttindalauss fólks. Skólastjórastaðan virðist ganga í
erfðir, því núverandi skólastjóri tók við af föður sínum. Hann
þykir einráður á Reykjum og vildi í sumar láta banna eiganda
sumarbústaðar í nágrenninu að leggja rafmagn í hús sitt og
hótar nemendum brottrekstri af minnsta tilefni.
Stærstu tilraunagróðurhús landsins eru rekin við Garðyrkju-
skólann og þar eru stundaðar umfangsmiklar rannsóknir.
Gróðurhúsin eru algerlega lokuð nemendum og þeir fá aldrei
að fara þangað inn fyrir dyr.
Frá Keflavíkurflugvelli. Þar verður herdómstóll settur til að fylgja eftir máli sem embætti ríkissaksóknara taldi ekki ástæðu til
að halda áfram með.
NAIIBGUNARMALSINS
Þrátt fyrir að ríkissaksóknari teldi ekki ástæðu til að ákæra
hermennina þrjá sem kærðir voru fyrir að nauðga íslenskri konu
á Keflavíkurflugvelli í september er málinu ekki lokið. Heryfirvöld
hafa ákveðið að málið komi fyrir herrétt. Það er gert til að freista
þess að leiða hið rétta í ljós.
Herréttur mun fjalla um
nauðgunarmálið sem getið
var um í PRESSUNNI í síðustu
viku. Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR eru bandarísk
heryfirvöld ekki sátt við
málalok og hyggjast því rétta
um málið og reyna með því
að leiða hið sanna í ljós. Þetta
hefur PRESSAN eftir áreiðan-
legum heimildum.
Tveir hermannanna
þriggja, sem kærðir voru
vegna nauðgunarinnar, hafa
áður brotið gegn lögum hers-
ins. í þeim tilfellum var um
ölvunarbrot að ræða.
Ákvörðun ríkissaksóknara
um að ákæra ekki í málinu
virðist því ekki ætla að verða
endalok þessa máls, eins og
allt útlit var fyrir.
Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR innan Varnar-
liðsins hafa boð þegar verið
látin ganga til málsaðila um
að rannsókn vegna herdóm-
stólsmeðferðarinnar hefjist
innan skamms. Fridþór Ey-
dal, blaðafulltrúi Varnarliðs-
ins, sagðist ekki geta staðfest
þetta að svo stöddu.
BROTTREKSTUR
ÚR HERNUM
Heimildir PRESSUNNAR
herma að ein aí ástæðum
þess að Varnarliðið heldur
málinu áfram sé sú að leita
eigi leiða til að reka mennina
úr hernum.
Þar kemur fleira til en
nauðgunarmálið. Tveir
mannanna hafa áður komist í
kast við herlög. í þeim tilfell-
um var ekki um mjög alvar-
leg brot að ræða, að minnsta
kosti ekki á mælikvarða
óbreyttra borgara. Mennirnir
voru teknir ölvaðir við akst-
ur. Innan hersins er það litið
alvarlegum augum. Heimild-
ir PRESSUNNAR segja að
kæran ein geti orðið til þess
að mennirnir verði gerðir
brottrækir úr hernum.
Þær alvarlegu sakir sem á
mennina eru bornar í nauðg-
unarkærunni kalla á að rétt-
að verði málinu. Ekki hefði
komið til þess hefði ríkissak-
sóknari ákært mennina, þar
sem ekki er hægt að dæma
þá í tveimur dómstólum. Is-
lensk lögsaga gildir á Kefla-
vikurflugvelli og þess vegna
er ekki hægt að skipa herrétt
til að taka upp mál sem ís-
lenskir dómstólar hafa tekið
fyrir.
Fyrir fáeinum árum stálu
nokkrir hermenn þjóðfánum
á 17. júní, bæði ísienskum og
eins frá sendiráðum erlendra
ríkja í Reykjavik. Fyrir það
voru hermennirnir dæmdir í
sekt hér á landi og þess vegna
var ekki hægt að kalla þá fyr-
ir herrétt. Ef það hefði verið
gert er talið fullvíst að refsing
þeirra hefði orðið mun harð-
ari, þar sem slík brot eru litin
alvarlegum augum innan
hersins.
„Þetta er fáránlegt. Þetta
hljóta að vera mistök. Það er
einkennilegt að dómstólar
skuli ekki vera látnir fá mál
sem þetta til meðferðar. Ég
veit að yfirmenn á Keflavík-
urflugvelli eru undrandi á
þessari ákvörðun," sagði einn’
þeirra sem hafa kynnt sér
málið.
HERRÉTTIR
Herréttir eru margskonar.
Minniháttar mál eru afgreidd
nánast með tiltali. Alvarlegri
mál eru hins vegar tekin fyrir
í formlegu réttarhaldi. Það
mun verða gert í þessu máli.
Ekki er hægt að fá staðfest
hvort með fyrirhuguðu rétt-
arhaldi eigi að leiða í ljós að
um nauðgun hafi verið að
ræða eða hermennirnir ein-
ungis gerst brotlegir við her-
reglur.
Hitt er ljóst að yfirmenn
mannanna þriggja eru ekki
sáttir við þau málalok ríkis-
saksóknara að halda málinu
ekki áfram.
Við réttarhöld herréttarins
verður stuðst við þau gögn
sem þegar liggja fyrir í mál-
inu.
EKKI HÆGT AÐ ÁKÆRA
Egill Stephensen, fulltrúi
ríkissaksóknara, sagði í sam-
tali við PRESSUNA að ekki
væri heimilt að ákæra í mál-
um ef ekki væri útlit fyrir að
til sakfellingar kæmi. Hann
sagði svo vera í þessu máli og
þess vegna hefði verið ákveð-
ið að ákæra ekki.
Egill sagði ennfremur að
það hefði verið spurning um
sönnun, þar sem annars veg-
ar var framburður konunnar
og hins vegar framburðir her-
mannanna þriggja.
Lögmaður konunnar hefur
sagst vera undrandi á að mál-
inu var ekki vísað til dóm-
stóla.
Konan sem kærði nauðg-
unina er enn á geðsjúkrahúsi
' og hefur verið þar frá því at-
burðirnir áttu sér stað, um
1 miðjan september.
Atburðarás þessa máls var
rakin í PRESSUNNI fyrir viku.
Þar kom fram að talsvert ber
á milli í framburði konunnar
og hermannanna þriggja.
Konan hefur allan tímann
haldið sig við fyrsta framburð
sinn en hermennirnir neit-
uðu öllu í fyrstu. Eftir því sem
meira var rætt við þá tóku
þeir að segja hver annan hafa
átt samfarir við konuna. Ekki
liggja fyrir játningar um of-
beldi.
Fram hefur komið að kon-
an átti samfarir við einn
mannanna. Það var eftir að
hinir mennirnir tveir nauðg-
uðu henni, samkvæmt henn-
ar framburði.
ALVARLEGAR
AFLEIÐINGAR
Hvort sem konan eða her-
mennirnir fara með rétt mál
er greinilegt að það sem
gerðist þann 9. september
hefur haft mjög alvarlegar af-
leiðingar. Konan hefur, eins
og áður sagði, verið á geð-
sjúkrahúsi frá þeim tíma. Hún
hefur ekki áður þurft að leita
sér aðstoðar vegna andlegra
erfiðleika.
PRESSAN hefur leitað til
nokkurra aðila sem tengjast
þessu máli. Flestir hafa lítið
viljað um það tala. Það á við
um lögmann konunnar, rann-
sóknarlögregluna og fleiri.
Þau gögn sem PRESSAN hef-
ur undir höndum sýna að
annaðhvort var um nauðgun
að ræða, eins og konan held-
ur fram, eða hópsamfarir.
eins og hermennirnir segja.
Sigurjón Magnús Egilsson