Pressan - 28.11.1991, Side 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991
11
A m.uglýsingin á búningum körfu-
knattleiksmanna Tindastóls frá
Sauðárkróki hefur vakið nokkra at-
hygli. Þar auglýsir
nefnilega Geir-
mundur Valtýs-
son. Á búningunum
stendur stórum stöf-
um: Hljómsveit
Geirmundar — skag-
firska sveiflan. Þetta
þykir nokkuð nýstárleg aðferð við
að augiýsa hljómsveitir. Það skyldi
þó aldrei fara svo að fleiri stórhljóm-
sveitir tækju upp á því að auglýsa
sig á þennan veg. Nú, bókaforlögin
gætu líka athugað þetta sem leið til
að auglýsa jólabækurnar ...
Bú ð er að gera upp þrotabú
Lækjarbrekku hf., sem áður rak
samnefnt veitingahús undir fram-
kvæmdastjórn núverandi rekstrar-
aðila, Kolbrúnar Jóhannesdóttur
í Móhúsum hf. Lækjarbrekka hf. var
úrskurðað gjaldþrota í mars 1986.
Andstætt því sem gengur og gerist í
þessum bransa fengust vænar upp-
hæðir upp í kröfur. Þannig tókst að
greiða allar forgangskröfur upp á
2,2 milljónir og 2,6 milljónir upp í
14,5 milljóna almennar kröfur. Ekk-
ert fékkst hins vegar upp í vexti og
kostnað . . .
*
I grein í PRESSUNNI í dag er
greint frá verulega auknum tekjum
til kirkjumála undanfarin ár. í tölum
fyrir yfirstandandi
ár er þar gert ráð
fyrir 434 milljóna
króna ríkisframlagi,
en nú er Ijóst að 2,8
milljóna króna
aukafjárveiting
rennur til embættis
Biskups íslands. 1,4 milljónir eru
vegna „vanáætlunar á launakostn-
aði", 400 þúsund vegna viðhalds á
Biskupsbústað og 1 milljón vegna
heimsþings alkirkjuráðsins og kjörs
Olafs Skúlasonar biskups í stjórn-
arnefnd Lútherska heimssambands-
ins . . .
^^^rator, félag laganema við Há-
skóla íslands, verður með ókeypis
lögfræðiaðstoð í vetur eins og und-
anfarin ár. Þjónustan er rekin sím-
leiðis. Hún takmarkast við það að
laganemar geta ekki fylgt málum
eftir, þar sem þeir hafa ekki heimild
til að reka mál fyrir dómstólum. Auk
þess að veita fólki ráð segja þeir því
hvert það geti leitað, dugi ráð laga-
nema ekki. ..
B
ú annars þekkts manns í veit-
ingabransanum hefur verið gert
upp. Kröfur í persónulegt þrotabú
Skúla Hansen mat-
reiðslumanns hljóð-
uðu samtals upp á
43 milljónir, auk
vaxta og kostnaðar,
en ekkert fékkst upp
í þær. Þá hefur
þrotabú Tónabíós hf.
verið gert upp. Almennar kröfur
hljóðuðu upp á 45,5 milljónir og
tókst að úthluta 6,5 milljónum til
kröfuhafa ...
M
IT ieðal viðbótarheimilda i
frumvarpi til fjáraukalaga fyrir yfir-
standandi ár er 21 milljón króna til
Ríkisspítalanna og 3
milljónir til sjúkra-
húss Keflavíkur.
Aukafjárveitingin til
Keflavíkur er
„vegna mjög sér-
staks sjúkdómstil-
fellis á árinu" og til
Ríkisspítalanna „vegna tveggja sér-
stakra sjúkdómstilfella á árinu", þar
sem annað tilfellið kostaði 18 millj-
ónir én hitt 3 milljónir. Ekki fæst
uppgefið nánar hvers konar tilfelli
hér eru á ferðinni, en í þeim öllum
þurfti að grípa til fjárfrekra aðgerða
til að bjarga lífi viðkomandi. Karl
Steinar Guðnason, formaður fjár-
laganefndar, tók fram í framsögu-
ræðu um dýrasta tilfellið að um
mjög sérstætt mál hefði verið að
ræða sem vakti athygli langt út fyrir
landsteinana . . .
JL að er mikið á seyði hjá kvik-
myndagerðarmönnum þessa dag-
ana. Stutt- og heimildamyndahátíð-
in „Leysingar" stendur yfir og í
tengslum við hana heldur Félag
kvikmyndagerðarmanna málþing á
Hótel Sögu. Þar ræða íslenskir og
erlendir gestir um þennan anga
kvikmyndalistarinnar, siðfræði,
fægurfræði og ekki síst dreifingu og
fjármögnun, sem ýmsum virðist
ætla að verða auðveldari þegar
EES-samningarnir verða að veru-
leika. Fyrirfram er búist við því að á
imálþinginu verði skotið mikið og
fast á ríkissjónvarpið, en kvik-
myndagerðarmönnum þykir það
standa sig hraksmánarlega í fram-
leiðslu stuttmynda og raunveru-
legra heimildamynda, en leggja í
stað áherslu á gerð ódýrs sjónvarps-
efnis sem krefst lítillar vinnu og
íhugunar. Frummælandi sjónvarps-
ins á málþinginu verður Pétur Guð-
finnsson framkvæmdastjóri, en
Sveinn Einarsson dagskrárstjóri
er fjarri góðu gamni í útlöndum.
Sagan segir að honum þyki ekkert
verra að þurfa ekki að mæta reiði
kvikmyndagerðarmanna...
K
aupmenn og verslunarfólk í
Borgarnesi eru mjög ósátt við
Verkalýðsfélag Borgarness þessa
dagana. Ástæðan er sú að verka-
lýðsfélágið leigði skóverksmiðjunni
Strikinu frá Akureyri húsnæði undir
stórútsölu á skóm. Útsalan stendur í
tvo daga og hófst í gær. Verslunar-
fólki finnst skjóta skökku við að
verkalýðsfélagið greiði götu fjár-
magns út úr bænum í stað þess að
leggja áherslu á eflingu þjónustu
innan heimabyggðar. Kaupmanna-
samtök Vesturlands og Kaupfélag
Borgfirðinga hafa mótmælt þessu
harðlega og sent sýslumanni og
bæjarstjórn meðal annarra mót-
mælabréf. í Borgfirðingi 24. októ-
ber er klausa eftir Jón Agnar Egg-
ertsson þar sem hann átelur fyrir-
tæki í Borgarnesi fyrir að leita eftir
þjónustu utan við bæinn og leggur
til að kannað verði í hve miklum
mæli fyrirtækin versla í heima-
byggð. Jón þessi er formaður Verka-
lýðsfélags Borgarness ...
JÓUJAPIS
Hjá okkur í JAPIS getur þú fundið gott úrval hljómtækja stök
eða í stæðum, lítil tæki og stór á þeim verðum sem henta þér.
Verum hagsýn þessi jól og verslum í JAPIS.
Panasonic
S G H D 5 2
•Alsjálfvirkur plötuspilari
•fullkominn geislaspilari
•tvöfalt segulband
•útvarp m/FM, MW, LW
•magnari 180 w
•7 banda tónjafnari m/minni
•fallegir hátalarar í viðarkassa
•fjarstýring.
kr. 69.800 stgr.
Panasonic
S G H M 4 2
•hálfsjálfvirkur plötuspilari
•fullkominn geislaspilari
•tvöfalt segulband
•útvarp m/FM, MW, LW
•50 w. magnari
•5 banda tónjafnari
•fallegir hátalarar í viðarkassa
•fjarstýring
kr. 56.950 stgr.
JAPIS
Panasonic
S G H M 2 2
•hálfsjálfvirkur plötuspilari
•fullkominn geislaspilari
•tvöfalt segulband
•útvarp m/FM, MW, LW
•20 w. magnari
•5 banda tónjafnari
•fallegir hátalarar í viðarkassa
•fjarstýring
kr. 49.970 stgr.
BRAUTA RHOLTI 2 • KRINGLUNNISÍMI 625200