Pressan - 28.11.1991, Side 14

Pressan - 28.11.1991, Side 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991 gmm Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastj óri Hákon Hákonarson Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórnarfulltrúi Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson. Dreifingarstjóri Steindór Karvelsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftlr lokun sklptlborös: Ritstjórr 621391, dreifing 621395, tæknideild 620055. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. Verð 1 lausasölu 190 kr. eintakið. Dellan í Byggdastofnun í PRESSUNNI í dag er meðal annars fjallað um Byggðastofn- un. 1 frétt blaðsins kemur fram að stofnunin hefur varið ótrúleg- um fjármunum til að skapa örfá ársverk í nokkrum fyrirtækjum. í raun er vafasamt að nota orðið skapa í þessu sambandi, því flest fyrirtækjanna eru farin á baus- inn. Byggðastofnun tókst jrvi ekki að búa til atvinnutækifæri nerna rétt á meðan verið var að gangsetja fyrirtækin og þar til þau fóru á hausinn, fáeinum misserum síðar. Pau dæmi sem PRESSAN greinir frá í dag ættu sjálfsagt að nægja til að stjórnvöld hreinsuðu út úr stofnuninni. Pau eru næg sönnun þess að stjórn hennar og æðstu starfsmenn hafa ekki vit á |)ví sem þeir eru að gera. Þótt deilt sé um hvort og með hvaða hætti reka eigi byggða- stefnu í landinu snertir það lítið málefni Byggðastofnunar. Rugl- ið þar innandyra á ekkert skylt við neina stefnu í stjórnmálum. Það hefur enn ekki verið fundin upp svo vitlaus stefna að hún eigi við um sukkið í Byggöastofnun. FJOLMIÐLAR I leit að nýjum töfralausnum Frá því álverið var flautað af hafa allir fjölmiðlar verið að drukkna í fréttum af alls- kyns töfralausnum á þeirri stöðnun sem við íslendingar höfum fjötrað okkur í. Raf- orkusala í gegnum sæstreng er ein. Vetnisframleiðsla önn- ur. Þriðja lausnin er vatnsút- flutningur, fjórða lúðueldi, fimmta þilplötuverksmiðja og svona mætti lengi telja. Þótt lítið fari vanalega fyrir samkeppni milli fréttamiðl- anna hafa þeir keppst við að verða fyrstir til að birta fréttir af einhverjum svona töfra- formúlum. Flestar hafa þær verið settar fram í bjartsýnis- tón, eins og lausnin á öllum okkar vanda væri rétt hand- an við hornið. Það er í raun furðulegt að hægt sé að bjóða fólki upp á slíkt. Ástæða þess hversu illa er komið fyrir þjóðinni er ein- mitt trú hennar á slíkar töfra- lausnir. Dæmin í nýliðinni fortíð eru næg; loðdýrarækt, fiskeldi, ráðstefnuhald, ullar- iðnaður. Ef hægt er að redda framtíð landsmanna með einhverju trixi held ég það sé falið í að menn og konur snúi sér að einhverju öðru en leit að heildarlausnum fyrir þjóðina og fari að hugsa um eigin hag. í raun skiptir engu hversu margir spekingar komast að þeirri niðurstöðu að tækifærin liggi í náttúr- unni, fiskinum, orkunni og fólkinu sjálfu ef enginn sér sér hag í að nýta þau. Allt þetta tal og allir þessir spá- dómar hafa í raun minna gildi fyrir framtíðina en ef einhver mundi stofna og reka pípu- hreinsara-fabrikku með glans. En það er enginn á þeim buxunum og í raun virðist fátt nýtt ádöfinni í atvinnulíf- inu. Hins vegar eru þúsundir og aftur þúsundir tilbúnar að kryfja til mergjar og ræða um hvað þessari þjóð er fyrir bestu. Gunnar Smári Egilsson Skipti út yfír gröf og dauöa „Svo var málið sent til endurskoðanda en hann lést áður en hann hafði lokið mál- inu. Það var því ekkert hægt að gera í málinu í mörg ár.“ Unnsteinn Beck skiptaráöandi „Ekki læ ég séð hvað það kemur málinu við, frek- ar en það, að Kristján Ragnars- son hefur aldrei rekið nokkurn hlut nema kontóra LÍÚ eftir því sem ég best veit.j HVER REKUR FLÓTTANN? „Þetta er pólitískur söfnuður á flótta, í raun pólitísk flóttamannasamtök á flótta undan fortíð sinni.“ Jón Baldvin Hannlbalsson hattasölumaður cMúh, cetti oA vit& jxoA „Einn maður er allt of lítið fyrir konu með margar þarfir." Joan Colllns leikkona AUtaf jafnskýr! ”Ég get ekki neitað því að við höfum sjálfsagt gert mistök eins og aðrir án þess að ég sé að segja að það hafi verið í þessum tilfellum.“ Ólafur Ólafsson landlæknlr JÓN SIGURÐSSON JÁRNFORSTJÓRI Sterkasti blahrari heims „Ef þú vilt iáta lyfta einhverju yfirmáta þungu þá kaiiarðu í mig. Sterkasti maður heims er mjög vítt hugtak eða bara titill." Hjaltl Úrsus Árnason helmsmelstarl Forstjóri sem hefur fjarlægst hluthafana Þegar fólk talar um að verkalýðsforystan hafi fjar- lægst fólkið og uppruna sinn á það við Ásmund Stefáns- son. Hann er ekki verkamað- ur heldur bankaráðsmaður. Hann talar ekki um kaup og kjör heldur viðskiptakjör og þenslu. Hann semur ekki um launahækkanir heldur lækk- að verð á opinberri þjónustu og aðhaldsaðgerðir í pen- ingamálum. I Ásmundi holdgerast þær breytingar sem hafa orðið á verkalýðshreyfingunni á undanförnum áratugum. Hún er ekki lengur tæki verkamanna til að bæta kjör sín heldur tæki valdamanna til að hafa áhrif í þjóðfélag- inu. Forystumenn í verkalýðs- hreyfingunni hafa miklu meiri áhuga á því í dag að hafa áhrif á atvinnumála- stefnu ríkisstjórnarinnar — jafnvel móta hana — en deila um krónu til eða frá fyrir eft- irvinnustundina eða frían vinnuvettling þar eða hér. Það er einfaldlega meira kikk Alþýðubandalagið er íhaldsflokkur Landsfundur Alþýðu- bandalagsins er afstaðinn. Þar á bæ þykjast menn nú vera hinir einu sönnu fulltrú- ar jafnaðarstefnunnar á Is- landi [dví Alþýðuflokkurinn sé endanlega genginn í lið með frjálshyggjunni. Heyr á endemi. Alþýðubandalagið er ekki og verður seint jafnaðar- mannaflokkur. Alþýðu- bandalagið er fyrst og síðast íhaldsflokkur í orðsins fyllstu merkingu. Hann stendur fyr- ir staðnaðar og úreltar hug- myndir og beitir sér gegn breytingum sem til bóta horfa fyrir íslenska þjóð. Þetta sést glöggt í hinni ný- samþykktu stefnuskrá. Al- þýðubandalagið kveðst nú aðhyllast blandað hagkerfi en það hugtak var nokkuð í móð fyrir tuttugu til þrjátíu BIRGIR ÁRNASON árum. Á mæltu máli þýðir þetta einfaldlega að Alþýðu- bandalagið er hlynnt ríkisaf- skiptum af efnahagsmálum og rikisrekstri í atvinnulífinu. Alþýðubandalagið er andvigt því að ríkið hætti að deila út almannafé á pólitískum for- sendum til að hægt sé að lækka skatta og það er and- vigt því að ríkisfyrirtæki verði seld til að unnt sé að koma við hagræðingu í rekstri þeirra. Alþýðubanda- lagið hefur tekið að sér að verja ríkjandi skipan efna- hagsmála á íslandi þótt löngu sé orðið ljóst að knýjandi þörf er fyrir breytingar. Þetta er íhaldssemi. Þess vegna er Al- þýðubandalagið íhaldsflokk- ur. Tökum stjórn fiskveiðanna sem dæmi. Landsfundur Al- þýðubandalagsins heyktist á því að lýsa stuðningi við veiðileyfagjald eða kvóta- leigu. Með öðrum orðum það hafnaði því aðalatriði að eig- endur fiskstofnanna — þjóðin öll — fái að njóta afraksturs þeirra. Ef þetta á eitthvað skylt við jafnaðarstefnu er neirum en mér farið að förl- ast. í raun hefur Alþýðu- bandalagið enga stefnu í sjáv- arútvegsmálum aðra en þá að vera á móti tillögum sem horfa í skynsemis- og réttlæt- isátt. Það er svo sannarlega íhaldssemi. Alþýðubandalagið og þau sjónarmið sem það stendur fyrir eru úrelt. Forystumenn þess leitast við að slá ryki í augu almennings með digur- barkalegum yfirlýsingum og orðaleikjum í marklausri stefnuskrá. Þegar allt þrýtur grípa þeir til þess vopns sem þeim hefur dugað best og lengst, þjóðernisáróðurs af grófri sort, gegnsýrðum af fordómum í garð útlendinga og alls sem útlenskt er. En nú dugir ekki lengur að hamast á Átlantshafsbandalaginu og samstarfsþjóöum okkar þar. I staðinn kýs forystulið Al- jjýðubandalagsins að beina spjótum að samningnum við Evrópubandalagið um Evr- ópska efnahagssvæðið — EES. í stefnuræðu sinni á landsfundinum gekk formað- ur flokksins svo langt að lýsa því yfir að íslendingar væru betur hólpnir í samstarfi við Indverja, Indónesíumenn og Mexíkana en nágrannaþjóð- irnar í Evrópu. Sá sjónleikur sem Alþýðu- bandalagið setti á svið um síðustu helgi minnir mig helst á blekkingarvef serbneskra kommúnista sem á einni nóttu umhverfðust í æsta þjóðernissinna þegar komm- únisminn hrökk ekki lengur til að halda þeim við völd. Evrópa situr nú uppi með styrjöld í fyrrum Júgóslavíu. Ómælanlegar hörmungar hafa gengið yfir Króata. Hverjum er Ólafur Ragnar líkur? Birgir er hagfrædingur hjá EFTA i Genf. að hafa áhrif á stærri hluti. Þess vegna eru kjarasamn- ingar hættir að snúast um kaupgjald. Þeir snúast um innflutningsgjöld á bíla, lán úr byggingarsjóðum ríkisins, vexti af spariskírteinum ríkis- sjóðs og þar fram eftir götun- um. Þótt eitthvað af þessu geti komið verkamönnunum til góða er það ekki aðalatrið- ið. Málið er að með því að blanda þessu inn í kjarasamn- inga geta verkalýðsforkólf- arnir haft víðtækari áhrif en ef þeir einskorðuðu sig við að ræða við vinnuveitendur. Það má sjá þessa sókn verkalýðsforkólfanna eftir at- hygli og völdum í sjónvarps- fréttunum. Þar birtast þeir reglulega og úttala sig um af- stöðu sína til ýmissa mála. Fæst þeirra hafa hins vegar nokkru sinni komið til með- ferðar hjá viðkomandi verka- lýðsfélagi eða samtökum. Önnur breyting sem orðið hefur á verkalýðshreyfing- unni og kristallast í Ásmundi er sú, að hún er orðin flugrík. Með öllum milljörðunum sem erú í lífeyrissjóðunum geta forystumenn verkalýðs- ins sjálfsagt haft meiri völd en þeim tekst að ná í gegnum kjarasamninga. Hreyfingin er líka eignaraðili að fyrirtækj- um og Ásmundur situr fyrir hönd hennar í bankaráði ís- landsbanka. Ekkert í störfum hans þar bendir til að verka- lýðurinn sé betur settur með að eiga fulltrúa í ráðinu, nema náttúrlega til að líta eft- ir fjármunum hreyfingarinn- ar. Þar starfar hann eftir lög- málum stórfyrirtækja. Þannig holdgerist í Ás- mundi saga verkalýðshreyf- ingarinnar undanfarna ára- tugi og í honum birtist líka framtíð hennar. Það eru menn eins og Ásmundur sem munu reka hana á næstu ára- tugum eins og önnur stórfyr- irtæki, sem tapað hafa tengsl- um við hluthafa sína. Þeir munu fyrst og fremst hafa eigin metnað og hag að leið- arljósi. ÁS HÁLFDÁNl U<JGí ER STBínhíssa í WkJAVi'jc FRAMVÍDARiNNAR., MLS KdaJaP, ERLENP FyRíRTÆJCi HAPA spj^rrif) upp m 3EiBÍ,YA HAVA NÆS Wl? ezALit/fiUz ,MhnL<L HíNAR ÝtAStK EíNK/Uo££EGUᣠVÍRDAST RÆRA Si& KPLLðrrA UM ALLA SPÍLLJhJ&gNA 5 . J/ / rT 1 w Tv © ro n ro to c © ro SZ E rc ul

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.