Pressan - 28.11.1991, Side 30
30
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991
VANDINN VIÐ AÐ MARKAÐSSETJA
eru séra Þorbergur Kristjáns-
son, sóknarprestur í Kópa-
vogskirkju, séra Guömundur
Óskar Ólafsson, sóknarprest-
ur í Neskirkju, og séra Sólveig
Lára Guðmundsdóttir, sókn-
arprestur í Seltjarnarnes-
kirkju.
Séra Pálmi Matthíasson var
kallaður til starfa frá Akur-
'eyri fyrir u.þ.b. tveimur og
hálfu ári af hr. Ólafi Skúla-
syni, sem þá varð biskup.
Margir hafa heyrt um uppá-
tæki Pálma, eins og að halda
messu í skíðabrekkum og
bænastundir í búningsklefa
landsliðsins í handbolta.
Fólk sem gifti sig hjá hon-
um í sumar valdi hann vegna
þess að „ræðan hans er nú-
tímaleg og höfðar til fólks,
hann er ekki með neitt kjaft-
æði sem fólk skilur ekki“, seg-
ir Inga ívarsdóttir.
„Við hjónaefnin vorum
mjög hrifin af undirbúnings-
tímanum sem hann hefur áð-
ur en fólk giftir sig,“ segir Ól-
afur Jón Jónsson, sem gifti
sig hjá Pálma í sumar. „Hann
talaði almennt um þau
vandamál sem steðja að fjöl-
skyldunni, peningavandamál
og svoleiðis, og sagði okkur
að vera viðbúin þessu. Hann
talaði um kynlíf og hversu
mikilvægt það er og svo um
lagalega hlið hjónabandsins
og það var engin helgislepja
yfir þessu, því hann talaði al-
þýðumál sem við skildum
vel,“ segir Ólafur.
KIRKJUSTARFIÐ EKKI
BARA PRESTURINN
„Við leggjum mikið upp úr
þvi að taka vel á móti því fólki
sem kemur í kirkju til okkar.
Við höfum góða melódíska
tónlist til að spila við mess-
una og trúarlegan texta fyrir
kórinn. Hluti af helgigöng-
unni er mystískur og fólk á að
skynja nærveru Guðs, þannig
að allt þetta skiptir máli," seg-
ir Pálmi.
Prestar virðast eiga miserfitt með að ná til fólks. x
Samkvæmt könnun PRESSUNAR gifti séra í
Pálmi Matthíasson í Bústaðasókn þannig fjórum
sinnum fleiri pör en aðrir prestar síðastliðið sumar.
En þótt Pálma gangi vel að höfða til fólks virðist
það ekki eiga við um alla presta og ekki um
kirkjuna sem heild. Hún á í vandræðum með að
koma boðskap sínum í gegn. Hún leitar leiða við
að markaðssetja Guð
Þórunn Bjarnadóttir
Kirkjusókn íslendinga hef-
ur oft ekki þótt mikil, þad er
helst að þeir láti sjá sig uið há-
tíölegar athafnir; skírnir,
fermingar, giftingar og jarð-
arfarir og kannski á jólunum,
en ekki miklu meira en það. í
könnun, sem gerð var á ueg-
um Guðfrœðistofnunar Há-
skólans, kemur fram að um
átta prósent íslendinga fara í
kirkju einu sinni í mánuði og
um tuö prósent einu sinni í
uiku. Fjörutíu og átta prósent
fara hinsuegar einu sinni á
ári og á hátíðum.
Þjóðkirkjan hefur nú
hrundið af stað átaki sem hef-
ur að markmiði að stækka
söfnuðinn á íslandi. Liður í
þessu átaki er að virkja fólk í
hverri sókn til að vinna að
verkefninu.
Meginmarkmið þessara
hópa er að komast að því
hvers konar fólk býr í hverri
sókn fyrir sig og hvaða þarfir
þetta fólk hefur sem kirkjan
getur uppfyllt.
„Kirkjan er oft hátíðleg
stofnun og það getur virkað
fráhrindandi. En eðli kirkj-
unnar er að vera mitt á meðal
fólksins, ekki fyrir ofan það,"
segir Örn Bárður Jónsson,
verkefnisstjóri safnaðarupp-
byggingarinnar.
Örn segir að þjóðfélagið
hafi breyst mikið síðan á síð-
ustu öld og nú þurfi kirkjan
að hafa meira fyrir því að fá
fólk til sín. Hér áður fyrr var
kirkjurækni miklu meiri
meðal íslendinga og fólk las
biblíuna fyrir fjölskylduna og
lærði sálmana. Núna lifir það
eitt eftir af þessum sið að kon-
ur kenna börnum oft ein-
hverjar bænir.
KIRKJUR FINNA
MARKHÓPA
Til að höfða til fólksins hafa
sumar kirkjur sett á laggirnar
ýmsa félagslega starfsemi
sem höfðar til ákveðinna
hópa og þarfa þeirra. Af þess-
um hópum má nefna:
mömmu og pabba-hópa,
Pálmi Matthíasson,
sóknarprestur
i Bústaðakirkju og
einn af vinsælustu
prestum borgarinnar:
„Tóm vitleysa að
ég sé vinsælasti
presturinn, en ef mér
er gefið eitthvað af
Guði sem öðrum líkar
er ég bara þakklátur
fyrir það."
Ræður Pálma þykja sér-
stakar vegna þess að þær eru
vel skiljanlegar og hafa feng-
ið fólk til að hugsa: „Þegar ég
sem ræðu hugsa ég um það
hvernig ég get klætt þennan
boðskap í búning sem passar
við þjóðfélagið í dag. Hvaða
orð ég ætti að nota til að
koma kenningum kirkjunnar
á framfæri við söfnuðinn
minn."
„Það er ekki síður aðstað-
an sem prestar hafa í dag sem
gerir það mögulegt að efla
kirkjustarfið. Kirkjur hafa nú
aðstöðu fyrir fleiri athafnir
en bara bænastundina, og
hafa starf alla vikuna," segir
Sólveig Lára.
Sólveig segist leggja mikið
upp úr að fólk sé þátttakend-
ur í guðsþjónustunni, en horfi
ekki bara á, eins og þegar
það fer í leikhús. „Eins og
þegar ég fer með miskunnar-
bænina, þá reyni ég að fá fólk
til að vera meðvitað um að
það er að biðja um fyrirgefn-
ingu og þarf að gera það af lífi
og sál," segir Sólveig Lára.
Hún er svo með altarisgöngu
í hverri messu og „ég er sann-
færð um að það fólk verður
fyrir meiri snertingu við Jes-
úm sem tekur þátt í þessari
máltíð að messu lokinni", seg-
ir Sólveig Lára.
NÝJUNGAR
SÓTTAR TIL NOREGS
í maí fóru tiu prestar til Nor-
egs að kynna sér nýjungar í
kirkjustarfi þar í landi. „Síðan
við komum heim höfum við
unnið saman að endurnýjun
guðsþjónustunnar. Við höf-
um hist einu sinni í mánuði
og rætt hvað við getum notað
hér á landi. Við ætlum svo að
kynna þessar nýjungar öðr-
um prestum á ráðstefnu í
Skálholti þegar starfi okkar
er lokið," segir Sólveig.
starf fyrir aldraða, biblíulest-
ur og sorgarhópa. Séra Sól-
ueig Lára Guðmundsdóttir,
sóknarprestur í Seltjarnar-
neskirkju, setti fyrir tveimur
árum á stofn foreldratíma á
morgnana einu sinni í viku.
„Þessir hópar hafa gengið vel
og fólk virðist ánægt með þá.
Við höfum haft fyrirlestra um
íjölskyldumál, íþróttir og tón-
Örn Báröur Jonsson, verkefn-
isstjóri safnaðaruppbygging-
ar: „Kirkjan verður að vera
opnari og fjölbreyttari til að
fólk komi."
listaruppeldi," segir Sólveig.
PRESTAR í KREPPU
MEÐ RÆÐUNA
Guðfræðin er mjög fræði-
leg grein og prestar eiga sum-
ir erfitt með að koma boð-
skapnum til skila á alþýðu-
máli. Sumir tala of hátíðlega
og fólk hættir að geta fylgst
með boðskapnum.
„Við erum líka að fá prest-
ana til að skoða sjálfa sig og
spurja hvort þeir séu þrösk-
uldurinn að kirkjunni; er eitt-
hvað í fari þeirra eða messu-
framkvæmd sem betur mætti
fara? Annars er helgihaldið á
vissan hátt listgrein sem stöð-
ugt þarf að þróa," segir Örn.
Ræðumennska er eitt af
fögunum sem fólk þarf að
læra í guðfræðinni og Einar
Sigurbjörnsson, prófessor í
guðfræði, segir að nemendur
spái mikið í ræðustílinn: „Það
er ekki hægt að kenna nem-
endum að ná til fólksins í
ræðunni, til þess þarf hæfi-
leika sem ekki er öllum gef-
inn," segir Einar.
En það eru til margar ræðu-
tegundir sem þróast út frá
efni ræðunnar. Ræðustíllinn
hefur þróast með tímanum. í
Séra Sólveig Lára Guð-
mundsdóttir, sóknarprestur i
Seltjarnarneskirkju. „Mér
finnst mikilvægt að vera op-
in fyrir nýjungum og að
prestar þori að brydda á nýj-
ungum."
gamla daga voru ræður frek-
ar stífar og ákveðinn texti
tekinn úr biblíunni sem var
svo tekinn fyrir vers fyrir
vers. í þá daga var hér
bændaþjóðfélag og líf þorra
fólks frekar svipað, þannig að
til þess að skýra út eitthvert
efni bíblíunnar var oft hægt
að líkja því atriði við líf fólks.
„En í dag er þjóðfélagið
miklu flóknara og íslending-
ar hafa mismunandi lífs-
reynslu. Til að ná til þessa lit-
ríka fólks er prestsefnunum
kennt að nota myndmál sem
íslendingar skilja í dag.
Stundum geta þeir notað
myndmál úr sjónvarpinu til
að skýra boðskapinn fyrir
söfnuðinum og svo er hægt
að nota alþjóðaatburði eins
og stríðið í Júgóslavíu eða
eitthvert bókmenntaverk
sem fólk þekkir," segir Einar.
VINSÆLASTI
PRESTURINN
PRESSAN gerði könnun á
vinsældum presta með því að
athuga hverjir giftu flest pör á
fjögurra mánaða tímabili frá
maí fram í miðjan október,
Séra Einar Eyjólfsson, sókn-
arprestur i Fríkirkjunni í
Hafnarfirði, séra Þorbergur
Kristjánsson, sóknarprestur í
Kópavogskirkju, og séra Guð-
mundur Óskar Ölafsson,
sóknarprestur í Neskirkju,
eru allir í stórum sóknum
með margt fólk á giftingar-
aldri.
aðalgiftingartímanum. Töl-
urnar voru fengnar með því
að telja þá sem giftu sig og
birtar voru myndir af í Morg-
unblaðinu. Ekki var hægt að
komast yfir nákvæmari upp-
lýsingar þar sem Hagstofan
heldur tölunum ekki til haga.
Af þessum prestum er séra
Pálmi Matthíasson, sóknar-
prestur í Bústaðakirkju, lang-
vinsælastur. Hann var með
um fjórum sinnum fleiri gift-
ingar en næsti prestur. Næst-
ur á eftir Pálma kom séra Ein-
ar Eyjólfsson, sóknarprestur í
Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
Næstu þrír prestar giftu jafn-
marga samkvæmt upplýsing-
um PRESSUNNAR, en þeir