Pressan - 28.11.1991, Síða 32
32
Eiríkur Jónsson fréttamaður
Hef fyrst og
fremst sett
mannorðíð
að veðí
Allt frá því hann hóf af-
skipti af fjölmidlum hefur
hann farid meira og minna
----ótrodnar slóöir. Stundum hef-
ur hann hneykslad fólk
óskaplega, stundum skemmt
mönnum meira en flestir aðr-
ir, en síðast og ekki síst hefur
djarfur og óhefðbundinn frá-
sagnarmáti einkennt ferilinn.
Margir minnast hans frá því
hann var fréttaritari Ríkisút-
varpsins í Kaupmannahöfn
þar sem hann bjó um árabil
og sendi þaðan öðruvísi frétt-
ir, fréttir sem fólk gat brosað
að, og íslendingar kynntust
því í fyrsta sinn að fréttir gátu
líka verið skemmtilegar.
Hann kom heim og hélt
uppteknum hœtti, að fjalla
um og skoða ýmislegt sem
áður hafði legiö í þagnar-
gildi. Lesendur hans voru
ánœgðir, en sumir hugsuðu
honum þegjandi þörfina.
Honum fóru að berast morö-
hótanir, bíllinn hans varð vin-
sœlt skotmark þeirra sem
töldu sig eiga óuppgerð mál
við fréttamanninn og það var
líf og fjör. Árin hafa liöið og
hann hefur víða komið við.
Og ennþá er hann að koma
mönnum á óvart meö nýstár-
legum efnistökum; hann hef-
ur valiö hljóðnemann í stað
pennans og ferst þaö vel úr
hendi, því fólk hlustar, sumir
til þess að geta hneykslast, en
flestir vœntanlega til að hafa
gagn og gaman af. Hann er
talsmaður þess aö frjáls sam-
keppni ríki í fjölmiðlaheimin-
um. „Pví til hvers að halda úti
miðli sem enginn hefur
áhuga á, það er eins og að
vera skemmtikraftur á sviði
sem reynir að fá viðbrögð úr
tómum sal!“
Um þessar mundir stjórnar
hann morgunútvarpi Bylgj-
unnar og kann því ágœtlega.
Þetta er morgunhaninn Eirík-
ur Jónsson.
En hvaða skýringu kann
hann á því að hann varð svo
fljótt eftir að hann hóf störf
við fjölmiða þekktur og um-
deildur? „Ég held að kappið
hafi verið svo mikið og mér
hafi legið svo mikið á, flest
ungt fólk vill vinna sig upp og
koma sér áfram, því það
skiptir máli að vera nafn í
þessum bransa til að fá borg-
að, og því valdi ég þá leið að
fara í þau mál sem gátu vakið
eftirtekt. Ég var líka í þeirri
stöðu að vera að byrja í þess-
um bransa tíu árum á eftir
jafnöldrum mínum, því ég
hafði verið á þvælingi úti í
heimi og varð þess vegna
með einhverjum ráðum að
reyna að vinna upp bilið til að
standa öðrum jafnfætis.
Eftir veruna í Kaupmanna-
höfn held ég að ég hafi verið
undir nokkrum áhrifum frá
danska Ekstrabladet, sem
stóð sig vel og var vinsælt.
Þetta blað matreiddi fréttirn-
ar þannig að fólk hafði eitt-
hvað að spjalla um í kaffitím-
anum, og menn voru ekki
með á nótunum nema þeir
hefðu lesið Ekstrabladet.
Blaðið flutti skandaifréttir úr
pólitíkinni, því sem fólk vill
smjatta á, og þeir voru dug-
legir við að leggja út frá frétt-
um sem t.d. höfðu komið í
sjónvarpi, og vinna þær á
sinn hátt. Ef menn höfðu tal-
að af sér í sjónvarpinu mátti
búast við að blaðið birti
mynd af fjölskyldu þeirra og
heimili daginn eftir, og þetta
seldi. Og þegar ég kom heim
og fór að vinna á Dagblaðinu
var ég undir sterkum áhrifum
frá svona fréttafiutningi.
Það sem ég var að gera á
Dagblaðinu í fyrstu var ein-
göngu vegna þess að ég var
hvattur til þess af yfirmönn-
um mínum; ef ég fékk nógu
mikið skítkast utan úr bæ þá
voru þeir ánægðir. Og þegar
maður fær hvatningu frá vön-
um fagmönnum eins og Jón-
asi Kristjánssyni og Ellert
Schram er maður ekkert að
tvínóna við hlutina, þeir
stóðu alltaf eins og klettur við
bakið á mér. Það má vera að
einhverjum hafi þótt nóg um,
en það var ekki hinn almenni
lesandi sem kvartaði, því fólk
vildi lesa þetta. Málið snýst
m.a. um það að maður skrifi
fréttir sem eru lesnar, því ef
blað er ekki lesið til hvers þá
að gefa það út?“
ÞAÐ SEM HNEYKSLAÐI
UM 1980 ÞYKIR
SJÁLFSAGT í DAG
Eiríkur segir að þegar verið
sé að rifja þetta upp verði
menn að átta sig á því að ís-
ienska fjölmiðlaflóran hafi
verið önnur á þessum árum
en hún er í dag. „Þessar nei-
kvæðu athugasemdir sem
settar voru fram vegna skrifa
minna í Dagblaðið á árunum
eftir 1983 eða svo komu ekki
síst frá starfsbræðrum mín-
um. Þetta var á þeim tíma
þegar menn voru heppnir ef
þeir fengu vinnu við blaða-
mennsku. Menn fengu t.d.
alls ekki vinnu hjá Ríkisút-
varpinu nema hafa stjórn-
málaflokk eða sterka klíku á
bak við sig. Það voru fimm
blöð á markaðnum og allt var
njörfað niður í fastar skorður,
ný efnistök við fréttaflutning
ógnuðu því að einhverju leyti
þeim sem fyrir voru í stétt-
inni.“
Það hefur þá ekki verið leit-
in eftir frægð, eða þá þessi
heimsfrelsunarárátta (rödd
samviskunnar), sem fjöl-
miðlamenn telja sig oft rekna
áfram af, sem réð því að þú
þorðir að gera hluti sem ekki
féllu öllum í geð?
„Nei, nei, þetta var bara
eitthvað sem ég vissi að var
að gerast í fjölmiðlum úti í
heimi. Ég held bara að ég hafi
verið skrefi á undan mörgum
hér heima. Núna þætti þetta
ákaflega sjálfsagt, ég get bara
nefnt sem dæmi „Stjörnu-
fréttirnar" sem ég sá um á
sínum tíma og þóttu hneyksl-
anlegar, slíkur frásagnarstíll
þykir sjálfsagður í dag. Um
það hvort ég hafi verið að
reyna þessar nýjungar til að
verða frægur, þá held ég að
það hafi ekki verið megin-
málið, heldur hafi löngunin til
þess að reyija ný form rekið
mig áfram. Ég var líka búinn
að vera í þeim sporum að
vinna fréttir lon og don upp
úr fréttatilkynningum sem
'V - •
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991
aðrir höfðu samið, og mig
langaði til að gera eitthvað
nýtt. Vinna margra frétta-
manna felst fyrst og fremst í
því að endurskrifa texta sem
aðrir hafa samið og það er lít-
ið spennandi til lengdar. Það
getur stundum verið neyðar-
legt fyrir þá sem vinna á
fréttastofum að hlusta á
fréttaflutning sumra fjöl-
miðla; menn hafa kannski
lesið yfir fréttatilkynningu á
miðjum degi, svo þegar kem-
ur að fréttatímum þá heyrir
maður þessa sömu tuggu
lesna upp stundum orðrétt og
fréttamaðurinn er þá bara
orðinn eins og þulur."
KANNSKl EKKI í
LÍFSHÆTTU, EN
MANNORÐJÐ
STUNDUM I VEÐI
Þegar menn þora verður
jafnan ekki hjá því komist að
þeir eignist andstæðinga,
óvildar- eða jafnvel haturs-
menn. Hvernig hefur þetta
verið hjá Eiríki, hefur hann
komist í hann krappan, jafn-
vel lífshættu, vegna skrija
sinna eða útvarpsþátta? „Ég
held ég hafi aðailega sett
mannorðið að veði, og þá
fyrst og fremst innan stéttar-
innar, en ekki meðal þeirra
sem hafa lesið eða hlustað.
Það er kannski stríðnin sem
hefur komið mér í mestan
vanda.
En með að komast í lífs-
hættu, jú ég hef verið barinn
og ég hef orðið fyrir morð-
hótunum í gegnum síma,
menn hafa eyðilagt fyrir mér
dyrasímann og ráðist á bílinn
minn, þetta hefur verið eins
og við sjáum stundum í bíó-
myndunum. Þetta hefur ekk-
ert farið hátt og ég er ekki sá
eini sem hefur lent í þessu."
Einn þeirra sem undirritað-
ur ræddi við sagðist hafa Ei-
rík á dauðalistanum, eins og
hann orðaði það, vegna sam-
skipta þeirra á árum áður, en
telur Eiríkur sig hafa eignast
marga óvildarmenn vegna
starfs síns? „Þessir dauðalist-
ar eru náttúrlega ekki til. Þeir
sem tala um dauðalista og
koma sér upp slíku eru ekki
einu sinni menn til að segja
manni að halda kjafti þegar
þeir hitta mann á götu. Auð-
vitað má alltaf búast við því
að einhverjum sé í nöp við
mann, en það fylgir bara ein-
faldiega þessu starfi að lenda
stundum í slíkri aðstöðu."
Um þessar mundir ber
meira á umræðum um
breytta stöðu og hlutverk fjöl-
miðla en oft áður. Flest bend-
ir til þess að gömlu flokks-
blöðin séu að líða undir lok,
rætt er um að selja Rás 2 og
samkeppnin í fjölmiðlaheim-
inum er hörð og óvægin.
Hvernig líst Eiríki á? „Það
hlýtur bara að vera spurning
um tíma hvenær ríkið hættir
að senda út popptónlist allan
sólarhringinn, í samkeppni
við aðra sem eru að reyna að
lifa á þessu, með niðurgreidd-
um auglýsingum og öllum
þeim mannafla sem þeir hafa
á kostnað skattborgaranna.
Nú eru þeir hættir að gefa
úr Prövdu, hver mundi kaupa
dagblað sem ríkið gæfi út, ég
spyr? Svo þegar maður minn-
ist á þetta með útvarpið er því
líkt við landráð, ég tala nú
ekki um ef maður minnist á
hvenær ríkið ætli að hætta að
sjá um að segja landsmönn-
um fréttir. Þetta þykir voða-
legt og menn fara strax að
tala um öryggismál og hlut-
leysi, hver gæti verið hlut-
drægari en ríkið? Fólk er bara
orðið svo vant þessu að það
þarf nýja kynslóð til að koma
auga á hversu fáránlegt þetta
er. Ég hef engar áhyggjur af
ríkisreknum fjölmiðlum, þeir
koma sér sjálfir þangað sem
þeir eiga heima."
En hefur aldrei hvarflað að
Jú, ég hef veríð
barínn og hef
orðið fyrir
morðhótunum í
gegnum síma,
menn hafa
eyðilagt fyrír mér
dyrasímann og
ráðíst á bílinn
minn."
þér að hætta og snúa þér að
einhverju allt öðru, einhverju
léttara og þægilegra starfi þar
sem þú þarft ekki að leggja
persónu þína undir?
„Ég hef náttúrlega oft
staldrað við og ætiað að fara
að gera eitthvað allt annað.
Nú er ég hins vegar kominn á
það stig, getum við sagt, að
ég get ráðið því sem égjgeri
nokkurn veginn sjálfur. I því
liggur munurinn frá því ég
byrjaði."
Hvað vildirðu fást við ef þú
værir ekki fjölmiðlamaður?
„Ég á mér þann draum að
komast á svið í argentínskum
næturklúbbi."
Bjöm E Hafberg
I