Pressan - 28.11.1991, Side 40
40
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991
líl eltisi uUuut'í
Hressingarskálamenn
hafa ákveöið aö aumka I
sig yfir allar hljómsveitir í
höfuðborginni sem
hvergi fá inni á veitinga-
stööum borgarinnar. Ætl-
unin er aö á miðviku-
dagskvöldum fái ein eöa
tvær hljómsveitir í senn
aö koma fram og leika
fyrir gesti. sigurður ól-
afsson hjá Hressó von-
ast til aö þetta uppátæki
veröi til þess að öll bíl-
skúrsbönd bæjarins
skríði nú úr felum og hafi
samband við sig sem
fyrst.
Islensk tónverkamiöstöö
hefur gefiö út hljómdisk
meö tónlist eftir lárus
grímsson. Á diskinum
eru 7 raftónverk frá árun-
um 1986 til 1990 og eru
fimm þeirra samin fyrir
leikhús eöa kvikmyndir.
Hljómdiskinum fylgir
bæklingur á þremur
tungumálum sem ríkarð-
ur örn pálsson hefur
skrifaö og þar segir meö-
al annars: „Þrátt fyrir alla
raftæknivæöingu er Lár-
us Grímsson ekki á hvít-
um slopp; hann rannsak-
ar ekki rannsóknanna
vegna, heldur til aö mús-
isera."
Þaö er orðið alveg óguð-
lega dýrt að stunda hið
Ijúfa líf og það endar með
því að þessi djöfulsins
kreppa rekur mann í hjóna-
band. Meinið er að í
kreppu er minna um skiln-
aði og því erfiðara að
krækja sér einhverja sem á
í það minnsta hús og bíl.
Hilmar B. Jónsson
matreiðslumeistari
„Mér kemur fyrst í hug þaö.
vín sem ég drakk síöast, en
þaö heitir Chateau Ducla frá
1987. Víniö fcest í ríkinu og
þaö smakkast ágœtlega og
er Ijómandi gott. Annars á ég
mörg uppáhaldsvín. Einna.
oftast drekk ég Chateau de
Saint Laurent. Þaö vín er
mjög gott, sérstaklega ef
miöaö er viö verö."
Á föstudagskvöldið veröa
Blautir dropar á Staðið á önd-
inni og á laugardagskvöldið
Pentagon, sem áður hét Kor-
mákur afi. Þeir breyttu nafninu
vegna fjölda áskorana. í Pent-
agon eru staddir Pétur Hrafns-
son söngvari, Sævar Árnason U
gitarleikari, Siguröur Hagnars-
son hljómborðsleikari, Ás-
grímur Ásgrímsson trommari
og Sævar Þór Sævarsson
bassaleikari. Það verður
mögnuð blús- og rokkhelgi á
jééatOft
U2
ACHTUNG BABY
Væntingar voru ekki
miklar eftir að hafa
heyrt „æfingaupp-
töku" og fyrstu litlu
plötuna en „Achtung
Baby" er ótrúlega góð
og vinnur stöðugt á. í
sama klassa og „Jos-
hua Tree" og „Unfor-
gettable Fire" en allt
öðru vísi. Fær 9 af 10 t
einkunn. (Kannski 10
ef hún heldur áfram
að vinna á!)
Hörður ú
Borginni
,,Éger ekki kominn heim til
ad deyja úr eyðni eins og
margbúið er að gefa í skyn
við mig að undanförnu. Þœr
eru alveg ótrúlegar þessar
kjaftasögur. Ég er stálsleg-
inn,“ segir Hörður Torfa sem
heldur tónleika á Hótel Borg
í kvöld.
Tónleikarnir eru óháðir út-
gáfu nýja geisladisksins
„Kveðju" sem kom út nýlega
og mun Hörður flytja bæði
nýtt og gamalt efni á tónleik-
unum.
Hörður Torfason hefur jafn-
an verið umdeildur maður.
Hann er fyrsti homminn sem
kom fram í dagsljósið á Is-
landi og neitaði að láta kúga
sig til þagnar. Hann stofnaði
Samtökin 78 en þegar þjóð-
félagið sneri við honum baki
og hann fékk hvergi vinnu
neyddist hann til að flytja úr
landi. Nú er Hörður kominn
heim eftir 14 ára útlegð,
lengst af í Kaupmannahöfn.
,,Eg er feginn að vera kom-
inn heim þótt ég búi enn í
pappakössum. Mér líkaði
aldrei útiveran en ég festi að
mörgu leyti rætur ytra, þar á
ég marga vini og fjölskyldu
að hluta. Ég kom meðal ann-
ars heim vegna þess að ég hef
Utaf haft mikinn áhuga á
álefnum kynhverfra á ís-
.andi, enda er í þeim málum
risavaxið verk óunnið. For-
dómarnir eru svo miklir enn-
þá-“
Púlsinum um helgina. Vinir
Dóra leika bæði kvöldin ásamt
fjölda gesta. Má þar nefna
franska trompetleikarann Je-
an Vincent Lancilotti, sem hér
er staddur af sérstökum
ástæðum. Síðan koma Helgi
Björnsson Sólarmaður og Dóri
fram og flytja brjálæðislega
syrpu af Stoneslögum. Sönn-
uðu sig á Stöð 2 um daginn.
Fjölmiðlablúsinn verður á sín-
um stað og að þessu sinni
kemur fulltrúi Stjörnunnar,
Sigurjón Skæringsson, og
blúsar út. Sigurjón fékk sér-
staka viðurkenningu í Kara-
oke-keppni fjölmiðlanna á
dögunum fyrir líflega sviðs-
framkomu. Sigurjón stal líka
senunni á Akureyri þegar
hann stalst upp á sviðið með
Stjórninni og GCD. Ætlar að
láta drauminn rætast um
helgina með því að syngja
Hendrix-lagið Purple Haze við
undirleik Guðmundar Péturs-
sonar. Laugardagskvöldið ber
í skauti sér óvænta uppákomu
á Vinunum og enginn veit nú
hvað það verður fyrr en baliið
skellur á. Red House með Ge-
org Grosman, James Olsen og
Pétri Kolbeins spilar á Gikkn-
um á laugardagskvöld og á
Borginni spila Orgill og Soul-
blómi sóltónlist og rokk,
Hendrix- og Deep Purple- og
Led Zeppelin-tónlist. A laug-
ardagskvöldið verður Nætur-
vaktin með þeim Halla, Ladda
Lifandi - þrdtt fyrir allt
„Okkur hefur ekki sýnst
auglýsingarnar borga sig.
Þrátt fyrir það er staðurinn
kjaftfullur allar helgar og
hefur treyst sig í sessi t mið-
bœnum," segir Kristján Har-
aldsson, veitingamaður í
Gullinu við Austurvöll.
Veitingahúsið hét lengst af
Óðal en síðan það hætti
rekstri fyrir mörgum árum
hefur staðurinn heitið fleiri
nöfnum en tölu verður komið
á.
Fyrir þremur árum hófu
þrír feðgar úr Vogum á Vatns-
leysuströnd rekstur hússins
og nefndu staðinn Gullið.
Þangað sækir ungt fólk á
aldrinum 20 til 23 ára og er
Gullið opið alla daga vikunn-
ar nema sunnudaga.
„Ég vinn á hjólbarðaverk-
stæði á daginn og bróðir
minn á beitingaverkstæði og
þess vegna sér pabbi um
rekstur hússins virka daga en
við strákarnir um helgar.
Þetta gengur mjög vel og það
er síður en svo fararsnið á
okkur. Við erum með góða
tónlist sem höfðar til mjög
breiðs áheyrendahóps, ein-
staka sinnum með nektar-
dansmeyjar og svokallaða
„happy-hour“ milli tíu og ell-
efu á kvöldin, sem felst í því
að þegar þú kaupir glas á
barnum færðu annað frítt,"
sagði Kristján.
jbTuutma
dlUuvesi
Jóhannes
Kristjánsson
eftirherma
PRESSAN bað Jóhannes Krist-
jánsson eftirhermu að taka að
sér gestgjafahlutverkið í
ímynduðu kvöldverðarboði
þessa vikuna. Gestir Jóhann-
esar eru:
Halldor Laxness
til að ræða sérkenni
íslendinga.
Vigdís Finnbogadóttir
til að halda uppi
húmornum.
Genadi Janajev
til að velja rauðvínið með
matnum.
Stöllur mcö bók
„Við erum að yrkja okkur
frá efni sem við erum búnar
að ganga með í maganum í
tvö ár. Okkur fannst nauð-
synlegt að koma Ijóðunum á
prent til að geta byrjað á ein-
hverju nýju. Bókin er ákveðið
uppgjör við jortíðina," segir
Eva Heiða Onnudóttir, sem
ásamt vinkonu sinni, Ágústu
Hlín Gústafsdóttur, hefur
gefið út Ijóðabókina Hugleið-
ingar til ykkar —... þið sem
ekkert fenguð. Bókin hefur
að geyma 34 Ijóð og er skipt
í tvennt með inngangsljóðum
í upphafi hvors helmings.
„Við gerum allt saman. Við
hittumst á kaffihúsi fyrir
rúmu ári og hófum stuttu síð-
ar báðar störf á Hressó. Upp
úr því ákváðum við að taka
okkur litla risíbúð á leigu og
þar sátum við oft á kvöldin og
lásum frumsamin ljóð hvor
fyrir aðra.“
Ágústa og Eva gáfu ljóða-
bókina út sjálfar með dyggri
aðstoð vinar síns, Braga Hall-
dórssonar.
í síðustu viku héldu þær út-
gáfukvöld í Hressingarskál-
anum og fengu Dean R. Ferr-
el, kontrabassaleikara í Sin-
fóníuhljómsveit íslands, til að
leika undir við ljóðalesturinn.
Gaddafi
til að spjalla um alþjóða-
stjórnmál.
Ragnar Reykas
til að allar skoðanir fái að
njóta sín.
Baldur Þórhallsson
hann verður með til að
þræta við.
Einar Oddur Kristjánsson
einhver verður að taka að
sér að skemmta.
Dóra oa ívar Húni
tu að velja eftirréttinn.
og Bessa í síðasta skipti á Hót-
el Sögu, en dúettinn Stefán
Jökulsson, fyrrum útvarps-
maöur, og Hildur heldur sínu
striki á Mímisbar.
Á sunnudag kemur einn vin-
sælasti trúbador landsins,
Guðmundur Rúnar, á Tvo vini
og leikur af alkunnri snilld.
Anna Vilhjálms syngur í Borg-
arvirkinu með Borgarsveitinni.
Á sunnudagskvöldið er síð-
asta tækifærið til að heyra í
djassaranum Paul Weeden,
sem er búinn að vera á landinu
undanfarnar vikur. Látum
þetta gott heita.
ÞUNGA GÁTAN
LÁRÉTT: 1 kútur6orrusta 11 rækta 12 sár 13 konunafn 15 yfirgang-
ur 17 neyslu 18 roð 20 seyði 21 steintegund 23 rjáfur 24 eyktamark
25 röltir 27 fnyk 28 fljótfæru 29 ábúð 32 illu 36 vaða 37 skeifu 39
innyfli 40 hlóðir 41 styggt 43 uppvaxandi 44 rándýr 46 vísa 48 göt
49 glerjjynnu 50 skertur 51 marin.
LÓÐRÉTT: 1 sendimann 2 skapvond 3 sighljóð 4 mild 5 heysæti 6
kjálka 7 dingla 8 eðja 9 braka 10 vondan 14 fjær 16 moldarkofa 19
tindabikkja 22 tunnu 24 jarð vöðull 26 áform 27 mynnis 29 barningur
30 hleypa 31 hanskar 33 pípunum 34 hönd 35 gremjuna 37 stólpi 38
lítilsverð 41 gerjun 42 dyggur 45 fé 47 flökta.