Pressan - 28.11.1991, Page 42
Æviminningar Steingríms
Hermannssonar loksins
komnar út
BÓKIN ER AÐEINS
24 BLABSÍÐUR
MEÐ STÓRU LETRI
— ég mundi bara ekki meira,
— segir Steingrímur
Þrátt fyrir að bókin um Steingrim
sé stutt býst útgefandinn við
góðri sölu.
Útgerðarmaöur á
Norðurlandi
FÆR EKKI AB
SETJA FRYSTI-
KISTU UM BORÐ
í BÁTINN SINN
— grunum hann um að ætla
að frysta aflann um borð, —
segir talsmaður sjávarút-
vegsráðuneytis
Ef þetta mál leysist ekki strax
mun áhöfnin sjálfsagt gera upp-
reisn. Hún er orðin mjög leið á
dósamatnum, — segir Karl Páls-
son skipstjóri.
Söfnun til styrktar
Landsbankanum
RÉTTUM
BÁGSTÖDDUM
HJÁLPARHÖND
ÁJÓLUNUM
— það eru fleiri en spörfugl-
arnir sem eiga bágt, — segir
Sverrir Hermannsson banka-
stjóri
Treystum á hlýhug landsmanna,
— segir Sverrir Hermannsson
48. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 28. NÓVEMBER 1991 STOFNAÐ 1990
HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR
Fortíðarvanda-
happdrœtti á vegum
ríkisstjórnarinnar
Umfram-
orka, loð-
dýrabúr og
súrefnis-
tæki fyrir
fiska
— verða meðal
vinninga
Reykjavík, 27. nóvember_
„Hugmyndin er að draga
í sjónvarpinu og reyna að
hafa þetta sem Iíflegast,“
sagði Hreinn Loftsson, að-
stoðarmaður forsætisráð-
herra, þegar hann kynnti
nýtt happdrætti sem ríkis-
stjórnin hefur sett á lagg-
irnar til að vinna á fortíð-
arvandanum.
Samkvæmt tillögum
Hreins og annarra í svokall-
aðri fortíðarvandanefnd
verða vinningar í þessu happ-
drætti ýmsir munir sem hafa
safnast upp í gegnum tíðina.
Þar á meðal má nefna búr
fyrir 4.800 refalæður og
8.900 minkalæður, átta
stykki af súrefnisjöfnunar-
tækjum fyrir kvíeldi, 4 þús-
und megavött af umfram-
orku úr Blönduvirkjun,
nokkrar prjónastofur og
1.200 tonn af kindakjöti.
„Þetta dót hefur safnast
upp samhliða úttekt nefndar-
innar á fortíðarvandanum.
Við vissum í raun ekkert
hvað við áttum að gera við
þetta þar til okkur datt þetta
snjallræði í hug,“ sagði
Hreinn.
Fyrsti drátturinn í þessu
happdrætti verður í sjónvarp-
inu í kvöld og verður aðeins
dregið úr seldum miðum.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
VIKIN GASVEITIN
LEIGÐ TIL KRÓATÍU
— verðum að afla okkur sértekna þegar framlög af fjárlögum eru skorin niður, — segir
Böðvar Bragason
Reykjovík, 28. nóvember
Böövar Bragason. Leigði Kró-
ötum Víkingasveitina.
„Jú, það er rétt. Þeir
héldu utan í rnorgun,"
sagði Böðvar Bragason,
lögreglustjórinn í Reykja-
vík, þegar GULA PRESSAN
bar undir hann hvort rétt
væri að víkingasveit lög-
regiunnar hefði verið
ieigð til þjóðvarðliða í
Króatíu.
„Þetta embætti hefur mátt
þola heiftarlegan niðurskurð
á fjárframlögum á undan-
förnum árum. Við urðum því
að grípa til einhverra að-
gerða,“ sagði Böðvar.
Seðlabanki Islands
Leysir til sín Stjórnarráðið
— verðum að gœta hagsmuna bankans, — segir Jóhannes
Nordal
Reykjavík, 27. nóvember
„Við áttum einfaldlega
ekki annarra kosta völ.
Yfirdráttur ríkisins var
orðinn geigvænlegur og
við hefðum ekki gætt
hagsmuna bankans ef
við hefðum látið þetta
viðgangast öllu lengur,“
sagði Jóhannes Nordal,
bankastjóri Seðlabank-
ans, í samtali við GULU
PRESSUNA, en bankinn
leysti til sín Arnarhvál
og Stjórnarráðið í morg-
un og færði niður skuld-
ir ríkissjóðs við bank-
ann á móti.
Friðrik Sophusson flutti skrifstofu sína upp i Ármúlaskóla i
morgun.
„Það var einfaldlega ekki
hægt að líða þetta lengur,“
sagði Jóhannes.
„Það er náttúrlega hálf-
skammarlegt að missa
svona höfuðstöðvarnar,"
sagði Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra, „en við
þessu er ekkert að gera. Ég
er að pakka niður núna og
mun flytja skrifstofuna upp
í Ármúlaskóla. Það hvílir
ekki svo mikið á því hús-
næði."
En hvad œtlar bankinn
að gera við Stjórnarráðið
og Arnarhvál?
„Markaðsverðið á skrif-
stofuhúsnæði er ekki hátt
sem stendur," sagði Jó-
hannes Nordal. „Við mun-
um því reyna að nýta þetta
húsnæði fyrir bankann
sjálfan. En áður en af því
getur orðið munum við al-
deilis þurfa að taka til hend-
inni, því húsin eru bæði í
hálfgerðri niðurníðslu."
Hann sagði að komið hefði
til tals að hækka þjónustu-
gjöld embættisins en verið
horfið frá því.
„Ef greiðslur fyrir gistingu í
fangaklefunum hér ættu að
standa undir hallanum á
embættinu þyrfti nóttin að
kosta um 78 þúsund krónur.
Sú upphæð er einfaldlega allt
of há fyrir viðskiptavini.
Kaupmáttur þeirra er ekki
nægur,“ sagði Böðvar.
Sökum þessa var gripið til
þess ráðs að leita tilboða í
leigu á Víkingasveitinni.
„Við fengum fyrirspurnir
víða að en Króatarnir voru
tilbúnir að borga mest. Ef
strákarnir standa sig vel má
síðan gera ráð fyrir að þeir
verði eftirsóttari og verðið
hækki," sagði Böðvar Braga-
son.
Reykjavík, 28. nóvember
Nágrannar forsœtisráðherra
Davíð bnrt úr hverfinn
— ótrálegt ónœði síðan þessi maður skipti
um vinnu, — segir Gísli Kjartansson,
nágranni ráðherrans.
á þessum mönnum þar sem
þeir voru að taka viðtal við
ráðherrann. Það sér það hver
maður í hendi sér að venju-
legt fólk getur alltaf verið
uppábúið og þannig til haft
að það sé tilbúið að ganga
beint inn í útsendingar sjón-
varpsstöðvanna," sagði Gísli.
Hann sagðist hafa fengið
áfall þegar hann sá fréttirnar
í sjónvarpinu um kvöldið. Þá
hefði glögglega mátt sjá hann
læðast framhjá ráðherranum
á leið í bakaríið, órakaðan og
með hárið eins og strý út í
loftið.
„Ég get ekki lengur búið
við þetta álag,“ sagði Gísli.
„Það þorir orðið ekki nokkur
maður á heimilinu að fara út
fyrir hússins dyr af ótta við að
verða sendur samstundis í
beinni útsendingu inn á hvert
heimili á landinu."
„Það er álit mitt að svona
ónæði og umstang eigi
ekki heirna í íbúðarhverfi.
Við krefjumst þess að
ónæðinu linni eða maður-
inn flytji heimili sitt að
öðrum kosti í verslunar-
eða iðnaðarhverfi,“ segir
Gísli Kjartansson, ná-
granni Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra, en hann
hefur safnað undirskrift-
um meðal nágranna sinna
þar sem skorað er á ráð-
herrann að flytja burt.
„Frá þvi hann tók við emb-
ætti hefur margsinnis komið
fyrir að kvikmyndatöku-
menn frá báðum sjónvarps-
stöðvunum hafa verið fyrir
utan húsið hjá honum. Um
daginn ætlaði ég að skreppa
út í bakarí á sunnudags-
morgni en gekk beint í flasið
cordata
IO áf<i cifmceli/tilboð
80386-16 örgjörvi
IMbminni
42Mb diskur
1.44Mb 3.5" drif
VGA litaskjár
101 hnappa lyklaborð
Genius mús
Windows 3.0
MS-DOS 4.01
kr. 99.900 staögreitt
Sumum finnst 10 ára afmælistilboðið okkar lyginni
likust, enda jafn ótrúlegt og annað á þessari síðu. Þú
getur komist að hinu sanna í þessu dularfulla
tilboðsmáli. Notaðu tækifærið, líttu við eða hringdu!
MICROTÖLVAN
Suðurlandsbraut 12 - sími 688944 - fax 679976