Pressan


Pressan - 06.08.1992, Qupperneq 6

Pressan - 06.08.1992, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. ÁGÚST 1992 Þorbergur Aðalstéinsson, landsliðsþjálfari í handbolta BÁRA OG RÓSA SEGJA SÖGU SÍNA Eins og allir vita koma bækur bara út um jól á íslandi. Hafa ævi- mmningar verið býsna fyrirferða- miklar í bókaflóðum síðustu ára og því kom það svo sem engum á óvart er fréttist af ævisögum tveggja kvenna sem væntanlegar eru um næstu jól. Konurnar sem um ræðir eru landsmönnum að góðu kunnar en það eru þær Bára Sigurjónsdóttir kaupmaður og Rósa Ingólfsdóttir auglýsinga- teiknari. Það er Ingólfur Margeirsson fyrrum ritstjóri sem skráir sögu Báru Sigurjónsdóttur, ekkju Pét- urs Guðjónssonar, en hún rekur verslunina „Hjá Báru“ og hefur séð íslenskum konum fyrir sam- kvæmiskjólum í fjölda ára. Ingólf- ur Margeirsson hefur helgað sig ritstörfum um nokkurt skeið og er hann höfundur metsölubókarinn- ar um síðustu jól sem var „Lífróð- ur“, æviminningar Árna Tryggva- sonarleikara. Rósu Ingólfsdóttur þekkja landsmenn meðal annars af skján- um en hún hefur fengist við ýms- legt annað en þylja í sjónvarp í gegnum árin. Rósa hefur aldrei legið á skoðunum sínum á stöðu og réttindum kvenna og ekki ólík- legt að hún viðri þau mál í ævi- sögu sinni. Bókina ritar Jónína Le- ósdóttir, ritstjórnarfulltrúi á Nýju Lífi og fyrrum ritstjóri PRESS- UNNAR. Eins og Ingólfur Marg- Rósa Ingólfsdóttir. eirsson hefur Jónína áður skráð ævisögu, nefnilega endurminn- ingar séra Sigurðar Hauks Guð- jónssonar, sóknarprests í Lang- holtsprestakalli sem út komu um þarsíðustujól. Bókaforlagið Örn og Örlygur hyggst gefa út ævisögu Báru Sigur- jónsdóttur og Forlagið sér um út- gáfu á sögu Rósu Ingólfsdóttur. Og þá er bara að bíða eftir jólun- Bogdansbetrungur með marga ískápa og mörg sjón- varpstæki með sér heim í efnhags- hrunið í Póllandi. Og sökum þessa er Þorbergur Aðalsteinsson þjóðhetja á íslandi í dag. Hann hefur komið íslenska handboltalandsliðinu lengra en Bogdan tókst nokkurn tímann. Hann á því skilið tvær fálkaorður fyrst Bogdan fékk eina. Reyndar má efast um þátt Þor- bergs í árangri landsliðsins. Að minnsta kosti geta íslendingar þakkað Guði fyrir að ekki var staðið að undirbúningi liðsins með þeim hætti sem Þorbergur hefði kosið. Hann vildi æfa miklu Þegar félagsliði gengur vel er þjálfarinn alltaf aðalhetjan. Þannig var það þegar Bogdan var með landsliðið og því gekk vel. Þá var Bogdan þjóðhetja og fékk meira að segja fálkaorðuna fyrir. Og á sama hátt varð Bogdan óvinur þjóðarinnar númer eitt þegar illa gekk. Á endanum hrökklaðist hann af landi brott. Það eina sem hefur af honum frést síðan eru spásagnir um hvað hann hafi farið „Sökum þessa er Þorbergur Aðal- steinsson þjóðhetja á íslandi í dag. Hann hefur komið íslenska handbolta- landsliðinu lengra en Bogdan tókst nokkurn tímann. Hann á því skilið tvœr fálkaorður fyrst Bogdanfékk eina. “ Á að vera skylduaðild að verkalýðsfélögum? ÞÓRARINN V. ÞÓRARINS- SON famkvæmdastjóri VSÍ Nei, að mínum dómi á ekki að vera skylduað- ild að neinum félögum. Fólk á að hafa frelsi til að vera í þeim félögum sem það sjálft vill og að sama skapi ffjálst að standa utan félagsskapar ef því finnst hag sínum betur borgið með þeim hætti. Eina skylduaðildin sem unnt er að hugsa sér að aðild að stofnunum þjóðfélagsins, svo sem að skatta- kerfinu en ég tel að ekki sé rétt- mætt að skylda fólk til aðildar að verkalýðsfélögum fremur en að íþrótta- eða hestamannafélögum. Ef aðild væri frjáls, myndu verka- lýðsfélög keppast við að bjóða sem besta þjónustu og þannig reyna að laða til sín félagsmenn. Ef málum væri svo farið má búast við að starfsemi verkalýðsfélaga yrði öflugri og þau yrðu afkasta- meiri hagsmunagæsluaðilar laun- þega. Verkalýðsfélög verða að játa sig undir lögmál og aga markaðs- ins eins og öll önnur fyrirtæki. Skylduaðildin er hluti af menjum fyrri tíma sem um síðir hljóta að hverfa, rétt eins og fimmtudags- lokun sjónvarpsins. BJÖRN BJARNASON þingmaður ’ ÆttttíU[ ' mínum huga ^ snýst spurningin um rétt manna til kJtSf S~!j * að fá starf, án þess að vera í verkalýðsfélagi og greiða til þess félagsgjald. Ég tel, að þennan rétt eigi menn að hafa. Með öðrum orðum eigi menn ekld aðeins að hafa rétt til að stofna verkalýðsfélög og vera í þeim heldur einnig til þess að vera utan slíkra félaga. Margt bendir til þess, að íslensk löggjöf og innlendar reglur um þetta efhi standist ekki alþjóðlegar kröfur, sem gerðar eru í nafni mannrétt- inda. Tel ég brýna þörf á að þessi mál verði brotin til mergjar í op- inberum umræðum með það að leiðarljósi, að fyllsta samræmi sé á milli íslensks réttar og mann- réttinda- og félagsmálasáttmála, sem íslenska ríkið hefur gerst að- ili að á alþjóðavettvangi. ÁSMUNDUR STEFÁNSSON forseti ASÍ Á því er enginn vafi. Saga verka- I lýðsbaráttu frá því á fyrstu ára- ; tugum aldarinn- ar ætti að sýna, að það er mikil þörf fyrir sterk verkalýðsfélög. F.a vil taka harS fram að ákvæði um skylduaðild að verkalýðsfélögum er hvergi að finna í lögum, hvorki almennum lögum né í vinnulöggjöfinni frá 1938. Hins vegar hafa félagar verkalýðsfélaga forgang til vinnu á tilteloiu vinnusvæði samkvæmt kjarasamningi er gerður var á milli atvinnurekenda og laun- þegahreyfingarinnar. Þetta ákvæði tryggir að vísu, að nauð- synlegt sé að vera í meðlimur í verkalýðsfélagi en það kemur einnig í veg fyrir að vinnuveitend- ur geti kallað til ófélagsbundið fólk, til að ganga í störf starfs- manna. Ef ákvæðið væri fellt nið- ur myndi verkalýðshreyfingin einfaldlega hrynja tíl grunna. Það er harla undarlegt ef menn álíta að íslenskt þjóðfélag geti verið án öfl- ugra verkalýðsfélaga, sérstaklega nú í ljósi aðsteðjandi efnahags- vanda og þeirrar staðreyndar, að líklegt er að íslenskur vinnumark- aður muni opnast fyrir erlendu vinnuafli í náinni ffamtíð. JÓNAS FR. JÓNSSON lögfr.Verslunarráðs íslands að verkalýðsfé- lögum, bein eða óbein, ætti ekki að vera til, hvort sem þau heita verkalýðsfélög eða eitthvað annað. Slík þvingun kemur niður á hinni eiginlegu félagsstarf- semi eins og sjá má á dræmri mæt- ingu félagsmanna á fundi og þátt- öku í atkvæðagreiðslum. Ég tel að óþvinguð aðild yrði stéttarfélögum hvatnig til þess að nálgast félags- menn sína meira. Meginmálið er að félagafrelsi er aðeins að hálfu tryggt ef einungis er tryggður rétt- urinn til þess að stofna félög en ekki til þess að neita að vera í félög- um. Slík hálfvelgja gengur einnig á svig við alþjóðlegar skuldbinding- ar lslendinga. meira og keppa miklu meira. Handknattleikssambandsins var hins vegar löngu orðið blankt og 50 milljónum betur effir þá Bogd- an og Jón Hjaltalín. Þorbergur fékk því ekki alla þá leiki sem hann hefði kosið. Fyrir bragðið munu íslendingar keppa um verðlaunasæti á Ólympíuleikun- um. Að ógleymdu morðæðinu á Balkanskaga. Ef Júgóslavar hefðu ekki hætt að vera Jógóslavar og orðið Serbir, Króatar og Guð má vita hvað og tekið upp á því að drepa hverjir aðra hefðu fslend- ingar aldrei komist á þessa Ólympíuleika. En ekkert af þessu skiptir máli nú þegar ljóst er að íslendingar munu keppa um verðlaun á leik- unum. Þótt undirbúningurinn hafi alls ekki verið eftir hugmynd- um Þorbergs, á hann heiðurinn af því að hafa náð þó þetta langt þrátt fyrir slælegan undirbúning. Eins og þjóðin bar Bogdan á herð- um sér, þannig mun hún einnig bera Þorberg. Alveg fram að næstu keppni þar sem Islendingar ná ekki tilskyldum árangri. Þá mun þjóðin hrista Þorberg af sér, fara að tala um hvaða laun hann þiggi og gersamlega stöðnun hans. Fram að þeim tíma er rétt að hylla manninn. A5 Bára Sigurjónsdóttir.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.