Pressan - 06.08.1992, Síða 11

Pressan - 06.08.1992, Síða 11
I FIMMTUDAGUR PRESSAN 6.ÁGÚST 1992 11 Hitnar í kolunum á Stöð 2 Minnihlutamenn í Fjölmiðlun íhuga að kæra sölu hlutabréf- anna til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Félaginu verður slitið á morgun, en hluthafafundur í Stöð 2 fjallar um önnur hluta- bréfakaup sem rifist er um. Jóhann J. Ólafsson sleit stjórnar- fundi í skyndingu áður en tækist að mótmæla „valdaráninu“. Jóhann J. Ólafsson stjórnarformaður Stöðvar 2 og Fjölmiðlunar. Forystumaður í„valdaráni" fjórmenninga- klíkunnar. I dag verður tekin fyrir hjá sýslumanninum í Reykjavík krafa um lögbann á sölu 150 milljón króna hlutar Fjölmiðlunar sf. í fs- lenska útvarpsfélaginu (Stöð 2), sem vakið hefúr heiftúðugar deil- ur. Það er ViSar Már Matthíasson lögmaður sem fer fram á þetta fyrir hönd þeirra Ásgeirs Bolla Kristiussonar í versluninni Sautj- án, Garðars Siggeirssonar í Flerra- garðinum, Ölafs N. Sigurðssonar hjá Alþjóða líftryggingafélaginu og Jóhanns Óla Guðmundssonar í Securitas. Nú er kannað hvort sal- an stangist á við ákvæði hegning- arlaga um umboðssvik og sam- kvæmt staðfestum heimildum blaðsins er til athugunar að leggja frarn kæru til Rannsóknarlögreglu rtkisins á hendur stjórn Fjölmiðl- unar sf., þeim Jóhanni J. Ólafssyni, Jóni Ólafssyni og Haraldi Haralds- syni í Andra, fyrir umboðssvik. JÓHANN SLEIT FUNDI í SKYNDINGU Eins og vænta mátti var raf- magnað andrúmsloftið á síðasta stjórnarfúndi Stöðvar 2, sem hald- inn var á fimmtudag fyrir viku. Þar var meðal annars til umræðu tilboð frá Sigurjóni Sighvatssyni mn kaup á 37 milljóna króna hlut sem enn er óseldur í félaginu. Það var varaformaður stjórnar, Jó- hann Óli, sem kynnti þetta tilboð, sem hljóðaði upp á gengið 1,6, sama verð og bréf Fjölmiðlunar voru seld á. Þegar hann hafði lok- ið máli sínu tóku þeir til máls hver af öðrum Páll Kr. Pálsson, Stefán Gunnarsson og Rafii Johnson (sem sat fundinn sem varamaður) og lýstu sig samþykka því að tilboð- inu yrði tekið. Þetta staðfestu þeir með handauppréttingu og undir- skriff sinni á tilboðið. Þar með hafði meiri hluti stjórnar samþykkt tilboðið, en stjórnarformaðurinn, Jóhann J„ skýrði ffá því að í gangi væru við- ræður við aðra aðila erlendis, þar sem byðist gengið 2 eða 3 og því væri ekki rétt að taka tilboði Sig- urjóns. Þeir, sem samþykktu til- boðið, telja að því hafi verið tekið og einungis sé effir að borga fyrir hlutaféð, en stjórnarformaðurinn telursvoekkivera. Þetta verður til umræðu á hlut- hafafundi sem boðað er til næst- komandi miðvikudag, 12. ágúst. Ekki eru önnur mál á dagskrá og ekki hægt að ræða neitt annað, samkvæmt reglum um boðun hluthafafunda. Ef salan reynist hafa farið frarn mun hlutafé Sigur- jóns ráða úrslitum um valdahlut- föll í félaginu, þar sem hlutföll fylkinga eru nú affur stál í stál eftir söluna á hlut Fjölmiðlunar til fyr- irtækis í tengslum við Jóhann J. og félaga. Nýr lúuthafi fær þó ekki at- kvæðisrétt fyrr en tveimur vikum eftir að kaupin hafa verið gerð, svo að Sigurjón gæti hvort eð er ekki beitt atkvæðaafli á fúndinum á miðvikudag. f lok stjórnarfundarins fyrir viku var borin fram tillaga þess efnis að stjórn Stöðvar 2 lýsti sig andvíga sölunni á hlut Fjölmiðl- unar, en félagið átti (eða á enn) sjálff sex milljón króna hlut þar. Fram hafði komið krafa frá kaup- andanum, Útherja hf„ um að hluthafaskrá yrði breytt, og vildu tillöguflytjendur lýsa andstöðu stjórnar við það. Stjórnarformað- urinn, sem seldi sjálfúr hlut Fjöl- miðlunar, tilkynnti þá að málið væri ekki á dagskrá og sleit fúndi með það sama. Hluthafaskránni hefúr enn ekki verið breytt. SVEIK FORMAÐURINN FÉ- LAGIÐ? Jóhann J. Ólafsson stóð að sölu á hlut Fjölmiðlunar til Útherja hf. sem formaður stjórnar Fjölmiðl- unar. En hann er einnig stjómar- formaður íslenska útvarpsfélags- ins, sem átti ofangreindar sex milljónir af hinu selda hlutafé. Hluturinn var seldur á genginu 1,6, en um leið segir hann að gengið 2 til 3 bjóðist í óselda hlut- inn sem hann vildi ekki selja Sig- urjóni Sighvatssyni. f samtölum við blaðið undruðust hluthafar í Stöð 2 þessa ráðstöfún og töldu að með því hefði Jóhann ekki gætt hagsmuna Stöðvar 2, að selja hlutafé þess á 1,6 til kunningja sinna þegar til boða stæði 2 til 3 annars staðar. „Stjórnarformað- urinn hefúr þá grundvallarskyldu að gæta hagsmuna félagsins,“ sagði stór hluthafi í Stöð 2 í sam- tali við PRESSUNA, sem notaði orðið „þjófnað“ íþessu samhengi. ATBURÐARÁSIN í „VALDA- RÁNINU“ Deilan sem nú stendur um söl- una á hlut Fjölmiðlunar í Stöð 2 á sér nokkuð langa og flókna sögu. Samkvæmt staðfestum heimild- um PRESSUNNAR var atburða- rásin þessi í mjög grófum drátt- um: 30. janúar tilkynntu þeir Skúli Jóhannesson í TéÚ<-kristal og Bolli í Sautján með bréfi, sem sent var til allra í Fjölmiðlun, að þeir myndu krefjast slita á félaginu eft- ir 1. júlí eins og heimilt er sam- kvæmt stofnsamningi félagsins. Þetta var gert til þess að undirbúa mætti slitin og gera ráðstafanir til að afhenda félagsmönnum hluta- bréf sín. I lok maí hringdi Jóhann J. Ól- afsson í Bjarna Kristjánsson fjár- málastjóra Stöðvar 2 og fól starfs- fólki hans að undirbúa útgáfu nýrra hlutabréfa í samræmi við eignarhlut aðila í Fjölmiðlun, svo að þau mættu vera tilbúin til af- hendingar sem fyrst. Samkvæmt upplýsingum Bjarna og Páls Magnússonar sjónvarpsstjóra var þegar hafist handa við þetta, en prentun tafðist vegna þess að fjar- lægja þurfti merki útvarpsstöðv- arinnar Stjörnunnar af bréfúnum, en hún hafði þá verið seld. 9. júní var samþykkt sam- hljóða á fundi í Fjölmiðlun að skipta milljónunum 150 á milli fé- lagsmanna í samræmi við eignar- hlut. Þennan fund sat meðal ann- arra Gunnar Þór Ólafsson, síðar stofnandi Útherja hf, en einnig samstarfsmaður Haraldar í Andra. Reiknað var með að til- gangi Fjölmiðlunar yrði breytt, frá því að eiga hlut í Stöð í það að reka skaðabótamál á hendur Eignarhaldsfélagi Verslunarbank- ans vegna eldri viðskipta. 27. júní kaupa Áramót hf. 100 milljóna hlut Eignarhaldsfélags Verslunarbankans í Stöð 2. Á sama tíma rennur út samningur um að meirihlutinn í Fjölmiðlun geti farið með atkvæði hlutfjár allra félagsmanna. Þar með virtist að „fjórmenningaklíkan", Jóhann J. og félagar, væru að missa meiri- hluta sinn í Stöð 2. 30. júní stofnar Gunnar Þór Útherja hf. með 499.990 króna hlutafé á móti tíu krónum Páls Gústafssonar. 27. júlí selur stjórn Fjölmiðlun- ar, þrír úr „fjórmenningaklíkunni“ (fjórða hjól undir vagni er Guðjón Oddsson), Útherja hf. allt hlutafé Fjölmiðlunar fyrir 240 milljónir króna. Þess er ekki getið í samn- ingnum hveijar tryggingar eru. Síðdegis 28. júlí hringir Jó- hann J. í Pál Magnússon og til- kynnir að stjórn Fjölmiðlunar hafi tekið ákvörðun sem ógildi fyrri fyrirmæli um að undirbúa skipt- ingu hlutaQárins á milli félags- manna. Þeir Bolli og Skúli kröfðust aldrei formlega slita á félaginu eins og þeir höfðu boðað, en í ljósi þess að stjórnarformaður hafði gefið fyrirmæli um að undirbúa skipt- ingu hlutafjárins líta lögffóðir svo á að þeir hafi verið í góðri trú um að þeir fengju hlut sinn afhentan. Áð auki benda lögfræðingar, fróðir í félagarétti, á að í tilkynn- ingu til firmaskrár sé tekið fram að enginn hafi prókúrurétt fyrir félagið og þar með ekki heimild til að ráðstafa eigum þess í daglegum rekstri. Firmað rita auk þess ailir félagsmenn, sameiginlega, eins og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður þess ritaði eiginhendi á tilkynn- inguna. ÍHUGAÁKÆRU Minnihlutinn í Fjölmiðlun sf. leitar nú allra lagalegra leiða til að fá meintri sölu hlutafjárins rift. Eins og áður greinir hefur verið lögð fram lögbannsbeiðni og verður hún fyrst tekin fyrir í dag. Þar mætir Viðar Már fyrir hönd þeirra, en Sigurður G. Guðjónsson fyrir hönd bæði Fjölmiðlunar og Utherja hf. Ef lögbannið nær ekki fram að ganga eiga þeir minnihlutamenn enn að minnsta kosti tveggja kosta völ: að fara í riftunarmál, sem gæti tekið tvö eða þrjú ár, og/eða kæra þá þremenninga til Rannsóknarlögreglunnar. Jóhann Óli hefur opinberlega kallað söl- una umboðssvik og vísað þar til 249. greinar hegningarlaga, sem er svohljóðandi: „Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að tveimur árum og má þyngja refs- inguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi.“ PRESSAN hefur upplýsingar um að nú íhugi minnihlutamenn hvort ástæða er að leggja fram formlega kæru til Rannsóknarlög- reglunnar. Andstæðingar „fjórmenninga- klíkunnar“ hafa gefið í skyn að þeim félögum sé í mun að missa ekki völdin í Stöð 2 vegna þess að þeir „hafi eitthvað að fela“ eins og PRESSAN hafði eftir Skúla í síð- ustu viku. Vitað er að yfir stendur rannsókn á viðskiptum hluthafa við Stöð 2 og hafa ítrekað komið fram athugasemdir við viðskipti Jóns Ólafssonar við fyrirtækið. Fyrr í vetur samþykkti stjórnin sérstakar reglur um hvað má og hvað ekki í viðskiptum stjórnar- manna við fyrirtækið. SAMEIGNARFÉLAG DEYR Þótt því ráði lagaflækjur hver verða endalok þessa kostulega máls, en víst er að sameignarfélag- ið Fjölmiðlun hefur runnið skeið sitt á enda. Á morgun, föstudag, verður haldinn fundur í félaginu og liggur fyrir krafa frá Bolla í Sautján um að félaginu verði slit- ið. Samkvæmt stofnsamningi er skylt að verða við þeirri beiðni. Líklegt þykir að um leið verði hætt við að fara í skaðabótamál gegn Eignarhaldsfélaginu. Minni hlutinn telur slit félags- ins engu breyta um ábyrgðina sem stjórnarmenn bera á sölu hlutafjárins og mun málarekstri og kærum verða haldið til streitu þótt félagsskapurinn verði löngu farinn veg allrar veraldar.___ Karl Th. Birgisson Jóhann Óli Guðmundsson varaformaður stjórnar Stöðvar 2. Meiri- hluti stjórnar samþykkti tillögu hans um sölu hlutafjár til Sigurjóns Sighvatssonar.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.