Pressan - 06.08.1992, Síða 19

Pressan - 06.08.1992, Síða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6.ÁGÚST 1992 19 Launaþróun milli áranna 1990 og 1991 Verkalýðstoppar og forstjórar HÆKKUÐV MEIRA en Hörður Sigurgestsson aflar mánaðarlega sambærilegra tekna og þrettán verkakonur sem þéna um 80.000 krónur á mánuði. Stefán Friðfinnsson, forstjóri íslenskra Aðalverktaka, er hins vegar sá sem fékk mesta launahaekkun á milli ára, eða um 53,7 prósent. Rétt er þó að geta þess, að hluta hækkunnarinnar má rekja til þess að hann Samkvæmt skattframtölum ársins 1991 hafa laun helstu framámanna í verkalýðshreyfingunni hækkað um 10,6 prósent að meðaltali, á meðan laun fólks í aðildarfélögum ASÍ hafa einungis hækkað um 8,2 prósent. En þetta segir ekki alla söguna, því ef litið er á mánaðarlaun þessara tveggja hópa sést, að meðallaun verkalýðsforkólfa voru rúmar 365.000 krónur árið 1991, fram- reiknað til dagsins í dag, á meðan launafólk í Alþýðusambandi Islands þénaði rétt um 105.000 krónur á mánuði sama ár ef marka má útreikninga Kjararannsóknarnefndar. Laun forstjóra í helstu stórfyrirtækjum landsins virðast einnig hafa hækkað umtalsvert frá árinu 1990. Það ár voru meðaltekjur þeirra tíu forstjóra, sem PRESSAN framreiknaði til núgildandi verðalags, um 825 þúsund krónur en árið 1991 hækkuðu laun flestra þeirra nokkuð eða í rétt tæp- ar 919 þúsund krónur á mánuði, sem jafngildir um 14,4 prósenta launahækkun. var aðstoðarmaður untanríkisráðherra fram á mitt ár 1990. Þegar einstakir forstjórar eru skoðaðir nánar, kemur í ljós að meðaltalið er nokkuð villandi. Sigurður Helgason yngri, forstjóri Flugleiða, Kristinn Björnsson, for- stjóri Skeljungs, Stefán Friðfinns- son forstjóri Islenskra Aðalverk- taka, Thor Ó. Thors, stjórnarfor- maður sama fyrirtækis og Magn- ús Gunnarsson, fyrrverandi for- stjóri SÍF hækkuðu allir umtals- vert í launum á síðasta ári. Launa- hækkanir þeirra Kristins og Stef- áns skera sig þó verulega frá hækkunum hinna í forstjórkörf- unni. Mánaðarlaun hins fyrr- nefnda hækkuðu úr rúmum 592 þúsund krónum, árið 1990, í tæp- ar 894 þúsund krónur á síðasta ári, en það jafngildir um 51 pró- senta launahækkun. Kristni er þó skákað af Stefáni Friðfinnssyni, því laun Stefáns, sem nýlega var ráðinn forstjóri íslenskra Aðal- verktaka, hækkuðu um tæp 54 prósent ef verðgildi þeirra er framreiknað samkvæmt nýjustu framfærsluvísiölu, úr 580 þúsund krónum í 892 þúsund krónur á milli ára. Rétt er þó að geta þess að mánaðarlaun reiknuð út ff á út- svari viðkomandi manna segja ekki nauðsynlega til um vinnu- laun þeirra, heldur taka einnig til allra skattskyldra tekna á árinu. Þó ber að hafa í huga að ýmsar tekjur eru ekki skattskyldar, til að mynda fjármagnstekjur. Thor enn tekjuhæstur Thor Ó. Thors, stjómarformað- ur fslenskra Aðalverktaka heldur enn efsta sætinu yfir tekjuhæstu menn í forstjórakörfunni, þrátt fyrir að hafa látið forstjórastöðuna til Stefáns Friðftnnssonar nú fýrir skemmstu. Á móti kemur að nú gegnir hann stöðu stjórnarfor- manns og ekki ólíklegt að hann þiggi svipuð laun fyrir hana og forstjórastöðuna. X síðasta ári hafði hann um eina milljón og tvö hundmð þúsund krónur í laun á mánuði. Næst á eftir honum koma þeir Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, með eina millj- ón og sextíu og sex þúsund krón- ur, og Guðjón B. Ólafsson, for- stjóri SÍS, með eina milljón og sjö- tíu og þrjú þúsund. í raun kemur nokkuð á óvart að laun Guðjóns skuli hafa hækkað um 6,3 prósent ffá 1990 ef staða Sambandsins er höfð í huga. Eini forstjórinn sem bar minna úr bítum í fyrra en árið þar á undan er Gunnar M. Hans- son, forstjóri IBM á íslandi, en á síðasta ári drógust mánaðarlaun hans saman um 20 prósent. Þó má vel vera að aukagreiðslur af einhverju tagi gefi brenglaða mynd af tekjum hans árið 1990. Verkalýðsforustan hækkar umfram umbjóðendur sína. Athygli vekur að þeir sem á sín- um tíma sömdu um þjóðarsátt í íslensku atvinnuh'fi fengu umtals- verðar launahækkanir á síðasta ári og eru í flestum tilfellum mun hærri en launahækkanir al- mennra launþega. Laun sex- menninganna, þeirra Ásmundar Stefánssonar, Guðmundar J. Guð- mundssonar, Magnúsar L. Sveins- sonar, Ögmundar Jónassonar, Björns M. Arnórssonar og Þórar- ins V. Þórarinssonar, hækkuðu að meðaltali um 10,6 prósent á síð- asta ári, á meðan launþegar fengu aðeins rúmlega 8 prósenta hækk- un að núvirði. Fremstur í flokki er ögmundur Jónasson með 18 pró- senta launahækkun. Á síðustu tveimur árum fóru laun hans úr rúmum 187 þúsund krónum í ríf- lega 220 þúsund á mánuði. Ás- mundur hækkaði um 13 prósent en þeir Bjöm M. Arnórsson og Þórarinn V. Þórarinsson um 15 prósent. Hins vegar hækkuðu þeir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar og Magnús L. Sveinsson, framkvæmdastjóri VR, töluvert minna en hinir. Laun Guðmundar hækkuðu aðeins um 1 prósent og laun Magnúsar um 1,6 prósent. Þó er vert að benda á, að þeir félagar hafa samt sem áður mun hærri tekjur á mánuði en al- mennir launþegar í VR og Dags- brún, en Guðmundur þáði tæpar 242 þúsund krónur á mánuði í fyrra og Magnús 468 þúsund krónur, sem er mun hærra en flestir aðrir innan Verslunar- mannafélags Reykjavíkur geta gert sér vonir um að fá fyrir vinnu sína. Eins og sjá má í töflunni hækk- uðu laun Þórarins V. Þórarins- sonar um 15 prósent á milli ár- anna 1990 og 1991 eða úr tæpum 527 þúsund krónum í um 608 þúsund krónur á mánuði að með- altali. Þetta merkir að um átta verkakonur þurfi til að afla sam- bærilegra launa ef þær fá 80 þús- und krónur á mánuði. Þegar með- allaun forstjóranna eru reiknuð á sama hátt kemur í ljós að þeir eru að jafnaði tíu verkakvenna makar, það er um tíu verkakonur þarf til að ná upp í meðallaunin 918 þús- und á mánuði. Þjóða rsá tta rfó I kið Nafn Laun 1990 (þús. kr.) Laun 1991 (þús. kr.) Hækkun % ÁsmundurStefánsson 344.700 389.600 13,0 GuðmundurJ. 239.200 241.700 1,0 Magnús L. Sveinsson 460.900 468.200 1,6 ÖgmundurJónasson 187.200 220.400 18,0 Björn M. Arnórsson 227.700 263.000 15,0 Þórarinn V. Þórarinsson 526.800 608.200 15,0 Meðaltal: 331.100 365.200 10,6 Meðallaun launþega innan ASÍ: 97.299 105.326 8,2 Ásmundur Stefánsson og Ögmundur Jónasson. Laun þeirra hækk- uðu um 13 og 18 prósent á milli ára, á meðan laun almennra félags- manna í verkalýðshreyfingunni jukust aðeins um rúm átta prósent á sama tíma. Forstjórar Nafn Laun1990 Laun1991 Hækkun (þús. kr.) (þús. kr.) % Hörður Sigurgestsson (Eimskip) 1.047.200 1.066.600 1,8 GunnarM. Hansson (IBM) 1.035.900 828.500 -20,0 Guðjón B. Ólafsson (SÍS) 1.009.000 1.073.042 6,3 Sigurður Helgason (yngri, Flugl.) 759.800 865.700 13,9 Brynjólfur Bjarnason (Granda) 759.800 760.700 0,1 Ingimundur Sigfusson (Heklu) 606.800 620.100 2,2 Kristinn Björnsson (Skeljungi) 592.200 894.900 51,0 Stefán Friðfinnsson (Aöalverktakar) 580.100 892.100 53,7 ThorÓ.Thors (Stj.form.Aðalverkt.) 1.096.500 1.270.100 15,8 MagnúsGunnarsson 768.000 918.200 19,5 Meðaltal: 825.370 918.994 14,4 Meðallaun laun- þega innan ASÍ: 97.229 105.326 8,2

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.