Pressan - 06.08.1992, Side 24
24
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. ÁGÚST 1992
PRESSAN
Útgefandi Blað hf.
Ritstjóri GunnarSmári Egilsson
Fjármálastjóri Kristinn Albertsson
Auglýsingastjóri Sigríður Sigurðardóttir
Dreifingarstjóri Haukur Magnússon
Að hækka
sín laun meira en
umbjóðendanna
f PRESSUNNI í dag kemur fram að laun nokkurra forystumanna í
verkalýðshreyfmgunni hækkuðu nokkuð umfram laun umbjóðenda
þeirra á milli áranna 1990 og 1991. Á þessum tíma brýndu þeir fýrir
launþegum að sætta sig við litlar kauphækkanir. Það væri eina færa leið-
in til að vinna bug á verðbólgu sem aftur væri forsenda þess að hægt væri
að byggja upp kaupmátt til framtíðar. Þrátt fyrir að verkalýðsforkólfun-
um hafi mörgum tekist vel upp við að matreiða þessa kenningu ofan í
umbjóðendur sína virðast þeir ekki hafa skilið hana sjálfir. Alla vega
tóku þeir ekkert tillit til hennar varðandi eigin laun.
Það kom ffam í fféttum fýrir nokkrum vikum að ein af forsendunum
bak við kolvitlausan úrskurð Kjaradóms voru laun þessara sömu for-
ystumanna verkalýðshreyfingarinnar. Þeir voru það mun betur launaðir
en æðstu embættismenn ríkisins að Kjaradómur komst að þeirri niður-
stöðu að ekki væri stætt á öðru en hækka laun embættismannanna til að
þeir myndu hanga í verkalýðsforkólfunum.
Nú heldur það sjálfsagt ekki vöku fýrir mörgum utan Kjaradóms
hvort ráðherra hafi helming eða sjötíu prósent af launum verkalýðsfor-
manns. Umbjóðendur þeirra ættu miklu fremur að hafa áhyggjur af því
að laun þeirra eru næstum fjórum sinnum hærri en þeirra launþega sem
þeir semja fýrir. Og á tímum lágmarkshækkana á launum, hækka laun
forystumannanna helmingi meira en umbjóðenda þeirra.
PRESSAN hefur skrifað nokkuð um rekstur verkalýðshreyfingarinn-
ar. Þar hefur komið ffam að heildartekjur þessa batterís eru nánast tveir
milljarðar á ári. I gegnum eignir verkalýðsfélaganna í lífeyrissjóðunum
hafa forystumenn þeirra komist í stjórnir ýmissa fýrirtækja. Skemmst er
að minnast þess þegar forseti Alþýðusambandsins var bankaráðsfor-
maður fslandsbanka á sama tíma og eitt helsta baráttumál verkalýðs-
hreyfingarinnar var lækkun vaxta.
Sjálfsagt getur verið erfitt fýrir þessa forystumenn verkalýðsins að
sætta sig við að hafa sambærileg laun og umbjóðendur þeirra eða jafnvel
aðeins tvöfalt hærri þegar félagar þeirra á stjórnarfundum hafa ef til vill
fimmföld og upp í tíföld verkamannalaun. Sumir þessara stjórnarmanna
geta skammtað sér sín laun sjálfir og nokkrir þeirra hafa til þess heilagan
rétt þar sem þeir eiga sjálfir fýrirtæki. Ef til vill er því skiljanlegt að verka-
lýðsforkólfarnir fari með tímanum að líta á sig sem stjórnendur stórfýr-
irtækja og vilji skammta sér laun í samræmi við það.
En þótt það sé skiljanlegt er það ekki réttlætanlegt. Ef forystumaður í
verkalýðsfélagi fer að líta á sig sem jafhingja forstjóra í stórfýrirtækjum
og að hann eigi fremur að miða laun sín og launahækkanir við þá en
umbjóðendur sína, á hann að fást við þetta vandamál sitt á persónuleg-
um nótum. Hann getur sagt upp störfum eða leitað aðstoðar til að draga
úr væntingum sínum.
Hann á hins vegar aldrei að komast upp með að hækka laun sín til að
uppfýlla þessar væntingar. Umbjóðendur hans ættu að koma í veg fýrir
það og mundu eflaust gera það ef til væri snefill af lýðræði innan verka-
lýðshreyfingarinnar.
Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar
Nýbýlavegi 14-16,sími 64 3080
Faxnúmer
Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76
Eftir lokun skiptiborðs:
Ritstjórn 64 30 85,
dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87.
Áskriftargjald
700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars.
PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu
BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Anna H. Hamar, Dóra Einarsdóttir,
Egill Helgason, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Haraldur Jónsson,
Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jim Smart Ijósmyndari, Jónmundur Guðmars-
son, Karl Th. Birgisson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Sigurður Már Jónsson, Sigríður H.
Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L Tómasson.
PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Birgir Árnason, Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn
Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, össur Skarphéðinsson.
Kynlíf; Jóna Ingibjörg Jónsdóttir. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus
Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist.
Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar.
Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI
V I K A N
STRÍÐSÍGILDI
íslendingar eiga sér engin al-
mennileg stríð nema þorskastríð.
fslenskir ráðherrar geta því sjald-
an brugðið á sama ráðið og arg-
entínska herforingjastjórnin gerði
á sínum þegar hún réðst á Falk-
landseyjar til að draga yfir bágt
ástand heima fýrir. Þrátt fýrir þús-
und prósent verðbólgu rauk hún
upp í vinsældum. Hún tapaði
þeim reyndar affur eins og stríð-
inu og á endanum lentu vinsæld-
irnar hjá Margréti Thatcher. En
þótt íslendingar muni aldrei geta
fengið annað þorskastríð — þar
sem þorskurinn er horfinn —
geta íslenskir ráðherrar samt
bruðgðið á svipað ráð og argent-
ínskir herforingjar. Ef þeir miða
allar sínar óvinsælustu aðgerðir
við Ólympíuleika, heimsmeistara-
keppnir og önnur mót þar sem ís-
lenska handboltaliðið keppir eru
góðar líkur á því að þessar aðgerð-
ir renni í þjóðina án teljandi vand-
kvæða. Sú er að minnsta kosti
raunin nú. Eftir að íslenska hand-
boltaliðið tryggði sér rétt til að
keppa til verðlauna á Ólympíu-
leikunum í Barcelona hefur ekki
nokkur maður kvartað undan
hinum einkennilegu aðgerðum
ríkisstjórnarinnar til að mæta
hruni þorskstofhsins. Það er varla
að Matti Bjarna hafi opnað munn-
inn.
LÍKIÐ AF ÖMMUNNI
Einhver heimsþekktur rithöf-
undur — gott ef ekki sjálfúr James
Joyc.e — sagði Rómverja minna
sig á mann sem væri að selja líkið
af ömmu sinni. Þeir hefðu ekki
fýrir því að láta sér detta neitt nýtt
í hug eða vinna ærlegt verk til að
draga ffarn lífið heldur lifðu af því
að selja túrhestum aðgang að
menjum um afrek forfeðra sinna.
Svipað virðist komið fýrir Siglfirð-
ingum. Þar hefúr ekkert gerst síð-
an síldin hvarf seint á sjöunda ára-
tugnum og nú hafa bæjarbúar
tekið upp á því að selja líkið af
ömmu sinni. Og gengur vel. Það
mættu víst 10 þúsund manns um
helgina á Síldarævintýri þeirra
Sigífirðinga.
HÁRIÐ Á DAVÍÐ
Vigdís Finnbogadóttir tók við
embætti forseta Islands í fjórða
sinn á laugardaginn. í sjálfu sér er
það ekki sérstaklega fféttnæmt og
enn síður óvænt. Hins vegar gerðu
nokkrir fjölmiðlar mikið úr því að
þetta væri í fýrsta sinn sem kven-
fólk hefði stjórnað athöfninni og
áttu þar við þær Guðrúnu Er-
lendsdóttur, forseta Hæstaréttar,
og Salóme Þorkelsdóttur, forseta
Alþingis. Þær eru tveir af þremur
handhöfúm forsetavaldsins í fjar-
veru Vigdísar. Sá þirðji er Davíð
Oddsson forsætisráðherra. Annað
hvort hefur fjölmiðlafólkið því
ekki talið hans þátt í stjórn athafn-
arinnar merkilegan eða einfald-
lega mistekið hann fyrir konu
vegna hársins.
HVERS VEGNA
Getur söfnuður ekki losnað
viðprestsem hann er
óánœgður með?
GEIR WAAGE, FORMAÐUR PRESTAFÉLAGSINS, SVARAR
Presti verður ekki vikið frá
nema hann hafi forbrotið sitt kall,
það er að segja gerst sekur um þá
hluti sem varða afsetningu. Það er
kirkjustjórnar að rannsaka það.
Það er ekki hægt að setja prest
af vegna þess að hann eigi í deilum
við söfnuðinn eða hluta hans,
nema því aðeins að deilurnar séu
þess eðlis eða þannig til komnar
að þær séu prestinum sannanlega
að kenna. Það getur komið upp sú
staða að söfnuðinum líki ekki
kenning prestsins, en söfúuðurinn
getur ekki rekið hann fýrir það.
Prestar hafa misst hempuna
fýrir barneignir og reyndar geta
þeir samkvæmt gildandi lögum
misst hempuna fýrir of bráðar
bameignir, fýrir að ganga að eiga
konu sem annar maður hefúr leg-
ið, sem er grínlaust í nútímanum,
fýrir gróf siðferðisafbrot, fýrir
ranga kenningu, ef þeir verða upp-
vísir að alvarlegum afbrotum eða
vanrækja sitt starf. í öllum þessum
tilvikum verður þó að sanna að
prestur hafi brotið af sér eða sé
áfátt í því sem um er að ræða. Það
er biskupsins að prófa prestinn og
gera má ráð fýrir kirkjumálaráð-
herrann standi með biskupi ef til
þess kemur.
Ef sóknarnefnd er meingölluð
getur þurft að skipta um hana. Ef
presturinn er meingallaður kemur
til álita að því sé komið fýrir með
einhveiju móti að hann hætti.
Það er hins vegar mjög ískyggi-
legt fýrir kirkjuréttinn ef það á að
tíðkast í landinu að prestar verði
reknir frá söfúuðum. Prestur þarf
mjög oft að vera í þeirri aðstöðu að
segja óþægilega hluti og óvinsæla.
Hann getur þurft að hafa allt aðra
skoðun en söfnuðurinn í við-
kvæmum málum og þurft að
standa á henni frá siðrænu sjónar-
miði þótt allir aðrir séu ósammála.
Þá er ekki hægt að hafa stöðu
prestsins þannig að hægt sé að
„Prestar hafa
misst hempuna
fyrir að ganga að
eiga konu sem
annarmaður
hefur legið, sem
ergrínlaust í nú-
tímanum... “
fleygja honum á dyr af því að hann
er ósammála fólkinu. Það verður
beinlínis að ganga út frá því að
prestur hafi þor til þess, ef á þarf
að halda, að ganga á móti skoðun
alls safúaðarins.
Það er líka heldur fátítt að prest-
ar misnoti sína stöðu til að hafa í
frammi skoðanir eða hegðun sem
fer í bága við almennt velsæmi.
FJÖLMIÐLAR
Að undirhúa sigfyrir vinnuna
Jónas Tryggvason á hrós skilið
fyrir lýsingar sínar af fimleikum
og dýfingum á Ólympíuleikunum
í Barcelona. Hann veit sitthvað
um þessar íþróttagreinar og getur
lýst þeim þannig fýrir áhorfend-
um að þeir séu einhverju nær.
Smátt og smátt læra þeir að meta
það sem vel er gert. Þeir átta sig á
hvenær spenna er í loftinu, hve-
nær íþróttamennimir gera mistök
og hvenær þeir gera betur en bú-
ast hefði mátt við.
Ef til viil er óþarfi að hrósa
íþróttafféttamanni fýrir þetta. Það
er nú einu sinni hlutverk þeirra að
setja áhorfendur inn í leikinn og
skjóta að þeim fróðleiksmolum.
Að það skuli vera eftirtektarvert
að Jónas geri þetta segir því
kannski meira um hina fþrótta-
fféttamennina sem sjá um lýsing-
ar ffá Ólympíuleikunum en hann
sjálfan.
Það var til dæmis hálf aumkun-
arvert að hlusta á Ingólf Hannes-
son tala undir syrpu af helstu við-
burðum dagsins um miðjan síð-
asta sunnudag. Spænskir sjón-
varpsmenn höfðu tekið saman
svipmyndir ffá mörgum greinum;
borðtennis, sundknattleik, hand-
bolta og fleiru. Þegar líða tók á
syrpuna fór Ingólfúr að bugast og
á endanum greip hann til þess
ráðs að kvarta undan því hversu
margar íþróttagreinar væru á leik-
unum og hversu erfitt það væri
fýrir fféttamenn að skilja eitthvað
í þeim öllum.
Svona frammistaða er að sjálf-
sögðu óþolandi. Ef menn geta
ekki undirbúið sig fýrir lýsingam-
ar; safnað saman staðreyndum,
sett sig inn í stöðuna í keppninni
og lært helstu reglur viðkomandi
íþróttagreinar eiga þeir að sjálf-
sögðu að biðja áhorfendur afsök-
unar. Þeir eiga ekki að reyna að af-
saka sig með því hversu mörgum
greinum hefúr verið hrúgað á leik-
ana. Það lá ljóst fýrir með margra
mánaða fyrirvara hvaða greinar
yrðu þar og ef Ingólfi þykir þær
margar hefði hann átt að leggja
þeim mun harðar að sér við und-
irbúninginn.
Og ef hann hefúr ekki haft trú á
að hann kæmist yfir nauðsynleg-
an undirbúning hefði hann átt að
sitja heima og nota fararpening-
inn sinn til að borga sérfræðing-
um í viðkomandi íþróttagreinum
fýrir að sitja með sér í sjónvarpssal
til að koma því sem sýnt er til skila
til áhorfenda.
Það er einfaldlega dónaskapur
við áhorfendur að fréttamennimir
komi gersamlega óundirbúnir að
hljóðnemanum og treysti á Guð
og lukkuna að þeir verði sér ekki
til skammar í beinni útsendingu.
Ekki eru allir fréttamenn
íþróttadeildarinnar undir sömu
sök seldir. Það er til dæmis áber-
andi hvað þau Hjördís Árnadóttir
og Bjarni Felixson undirbúa sig
betur en hin. Á hinum kantinum
eru Ingólfur og Logi Bergmann
Eiðsson, sem báðir hafa það stirð-
an talanda að þeir þurfa á sérstök-
um undirbúningi að halda.
GunnarSmárí Egilsson