Pressan - 06.08.1992, Side 26

Pressan - 06.08.1992, Side 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6.ÁGÚST 1992 STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI HJÁ HAFRÓ Sighvatur Björgvinsson um markleysuna í Hafró, afsagnarhótunina, platágreining í Alþýðuflokknum og fleira. „Það er ekki traustvekjandi að hœgt sé að skipta svo ger- samlega um skoðun og ráð- gjöfá einu ári. “ Það mætti ætla að það væri í tísku meðal ráðherra að hóta af- sögn til að ná sínu ffam. Reyndar hefur Jóhanna Sigurðardóttir setið lengi að því ein, en á dögunum fréttist að Þorsteinn Pálsson og Sighvatur Björgvinsson, af öllum mönnum, hefðu hótað afsögn í tengslum við ákvörðum um þorskveiðikvóta. Sighvatur vildi að meira væri gert til að jafna áfallið sem byggðir landsins verða fyrir vegna þorsk- aflaskerðingar. Hann féllst þó á endanum á þá tillögu Davíðs Oddsonar að Byggðastofnun yrði falið að fara yfir málið og gera til- lögur um aðgerðir. En Sighvatur fer ekki fögrum orðum um til- lögugerð Hafrannsóknastofhunar, segist enga trú hafa á kenningum hennar um uppbyggingu stofhs- ins og vísar til reynslunnar af ýsu- veiðum. „Hafrannsóknastofnun hefur hingað til stjórnað alveg veiðum á ýsu. Það hefur aldrei verið veitt meira en þeir hafa lagt til, en samt er stofninn ekkert sterkari en hann var þegar Hafró byrjaði að gefa sínar ráðleggingar. Það hefur verið farið að öllum tillögum þeirra, um stækkun möskva, lok- un veiðisvæða og bann við veið- um á ákveðnum uppeldissvæð- um, til þess að láta smáfiskinn ávaxta sig í sjónum eins og pen- inga á bankareikningi. Þetta hefur engu skilað. Af hverju hefur aflinn ekki aukist? Af hverju het'ur ekki smáfiskurinn aukist? Þessum spurningum er ósvarað. Ég er ekkert að efast um að þorskstofninn geti verið í lægð, en ég held að þessar tillögur Hafró um ráðstafanir til að byggja upp stofninn skili engu. Það er fjöl- margt í vistfræði sjávar sem þeir geta ekkert tillit tekið til, en sem getur haft miklu meiri áhrif en þessar tillögur þeirra. Þeir eru með reiknilíkön þar sem þeir gefa sér tölu um ákveðna náttúrlega dánartíðni. Þeir hafa ekki hug- mynd um hver hún er, þeir bara gefa sér einhverja tölu. Þetta reiknilíkan er svo viðkvæmt að það þarf ekki að breyta nema ör- litlu um þessa náttúrlegu dánar- tíðni til þess að stofninn sveiflist niður á við í þrjú hundruð þúsund tonn eða upp á við í þrjár milljón- ir. Þetta reiknilíkan tekur heldur ekkert tillit til annarra atriða, svo sem magns ætis, hvað tekið er af öðrum tegundum, hitastigi sjávar og fleira.“ Er ekki skynsamlegt að láta þá njóta efans? „Það er búið að láta þá njóta ef- ans í mjög mörg ár, til dæmis í veiði á ýsu á þriðja áratug. Það er búið að láta þá njóta efans varð- andi smáfiskinn, samkvæmt þeirri kenningu að fiskur verði ávaxtaður eins og peningar á banka. Það hefur engu skilað. Ég vildi reyna að draga úr áfall- inu, bæði fyrir þjóðarheildina og fyrir útveginn sjálfan. Ég hefði gjarna viljað sjá 220-230 þúsund lestir, sem hefðu þýtt jafnstöðu. Þorsteinn féllst á 205 þúsund, sem ég get út af fyrir sig sætt mig við. Ég vildi auka veiðina á öðrum stoftium og það var gert. Ég vildi nota hluta viðbótaraflans í þorski til að dreifa á meðal útgerðarfýrir- tækja þannig að ekkert eitt yrði fyrir áberandi meira áfalli en ann- að af þessum niðurskurði. Það hefði verið mætavel hægt, en á það var ekki fallist.“ Þú hótaðir að segja af þér þegar þessar hugmyndir voru ekki sam- þykktar. „Það er ofmælt. Ég sagði for- sætisráðherra að ef ekki ætti að draga úr ójafnvæginu á milli byggðarlaga, sem þessi ákvörðun hefði í för með sér, þá gæti ég ekki staðið að henni.“ Sem þýðir það sama. „Sem þýðir að ráðherra sem ekki vill standa með ríkisstjórn um svona stórar ákvarðanir á ekki erindi í þá ríkisstjórn, að mínu viti. í svona miklu hagsmunamáli getur einn ráðherra ekki verið stikkfrí. Það eru dæmi um að ráð- herrar hafi lýst sig andvíga veiga- miklum ákvörðunum ríldsstjórn- ar og setið síðan sem fastast eins og ekkert hefði í skorist. Það tel ég að sé ekki hægt.“ HAFRÓ SNÉRIALVEG VIÐ BLAÐINU Hvers vegna reyndist ríkisstjóm- inni svo erfitt að taka þessa ákvörð- un? Málamiðlunin var ekki stór- kostlega frábrugðin upphaflegum tillögum sjávarútvegsráðherra, en þeir forsætisráðherra virtust fljót- lega hafa grafið sig niður í skotgrafir sem þeirkomust ekki upp úr. „Eg varð ekkert hissa á við- brögðum forsætisráðherra. Fyrir ári síðan sátum við mjög langan fund með fiskifr æðingum þar sem við fórum yfir þeirra ráðgjöf mjög nákvæmlega og spurðum þá grannt út í hana. Við fórum svo alveg eftir þeirra ráðum og það er í fýrsta sinn sem það er gert. Síðan koma þeir ári seinna og þá stend- ur ekki steinn yfir steini af því sem okkur var sagt tólf mánuðum fýrr. Núna segjast þeir til dæmis hafa gert ráð fyrir Grænlands- göngu í fýrra, sem þeir neituðu aðspurðir þá. Nú segja þeir að það sé samhengi á milli stærðar hrygningarstofns og nýliðunar, sem þeir sögðu ekki vera í fýrra. f fyrra lögðu þeir til jafhstöðuafla. Nú gera þeir það ekki. Núna eru þeir búnir að breyta ýmsum atrið- um í þeim upplýsingum sem þeir gáfu okkur í fýrra. Sumum atrið- um, sem þeir þreyttu, skýrðu þeir okkur ekki frá fýrir fram. Við fundum þau af eigin rammleik með samanburði á skýrslum. Við höfum verið í mjög erfið- um kjarasamningaviðræðum. Á þeim tíma voru hafrannsókna- menn að undirbúa skýrslur sínar og vissu að í kjarasamningum gekk ríkisstjórnin út frá upplýs- ingum sem þeir gáfu okkur í fýrra. Samt sem áður gerðu þeir engum viðvart um að þessi mikilvæga forsenda væri að þeirra áliti brost- in. Það er eðlilegt að forsætisráð- herra hafi ekki verið sáttur við þessi vinnubrögð, þegar fiskiffæð- ingar koma með þessar fréttir nokkrum dögum eftir að kjara- samingar eru undirritaðir. Það er ekki traustvekjandi að hægt sé að skipta svo gjörsamlega um skoð- un og ráðgjöf á einu ári.“ Að einhverju leyti spiluðu inn í erfiðleikar í sambúð forsxtis- og sjávarútvegsráðherra — eða hvað? „Ekki varð ég var við það. Þetta eru mjög eðlileg viðbrögð forsæt- isráðherra í ljósi þess sem ég sagði áðan. Það var líka eðlilegt að sjáv- arútvegsráðherra legði ffarn tillög- ur í anda þess sem Hafró lagði til. Ef hann hefði ekki gert það, þá hefði staða Hafrannsóknastofn- unar í stjórnkerfi fiskveiða verið orðin mjög slæm.“ Eru þessar skiptu skoðanir ekki enn ein birtingarmyndin á spenn- unni sem erþeirra ímillum? „Ég verð ekki var við þessa spennu nema í fjölmiðlum. Ég verð ekki var við hana á ríkis- stjómarfundum og enn síður þeg- ar hist er óformlega. Ég verð hins vegar mjög var við hana í fjölmiðl- um.“ GUÐMUNDUR ÁRNISNÝR EKKI TIL FORTÍÐAR Eins og þér þóttu átök í Alþýðu- flokknum helst vera í fjölmiðlum þrátt fyrir nokkuð átakamikið flokksþingum daginn. „Mér fannst það einmitt átaka- lítið. Ég hef verið á mörgum

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.