Pressan - 06.08.1992, Síða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. ÁGÚST 1992
27
„Ég er ekki viss
um að [Guð-
mundurÁrni og
félagar] meini
það sem þau
segja. “
flokksþingum og þetta var ekki
meðal þeirra átakamestu. Það var
afskaplega meinleysislegt og engar
undirölduríþví."
Flokkurinn virtistsamt í máli eft-
ir máli — félagsmálum, ríkisfjár-
málum, bankamálum, einkavæð-
ingu — skiptast ítvœrJylkingar. “
„Það þótti mér ekki vera á
þessu þingi.“
Varstu ekki ekki á sama flokks-
pingi og allir aðrir?
„Jú, jú, en mér fannst þetta
meira mótast af persónulegum
skoðunum einstaklinga og svo af-
stöðu fólks til þeirra frekar en
málefnalegum ágreiningi."
Hversu alvarlegur er ágreining-
urinn sem kristallast íjóhönnu Sig-
urðardóttur og Jónunum tveimur?
„Ég held að hann sé ekkert
mjög alvarlegur. Við erum nú-
tímalegur jafnaðarmannaflokkur
og það stendur enginn slíkur
flokkur vel sem byggir á hug-
myndum sem uppi voru um 1930.
Það var Vilmundur Gylfason sem
átti frumkvæði að því að flokkur-
inn fór að endurmeta stöðu sína
og stefnu og hans fyrsta slagorð
fyrir flokkinn var Nýr flokkur á
gömlum grunni. Það er hins vegar
enn til sú kynslóð í Alþýðuflokkn-
um sem byggir lífsskoðun sína á
viðhorfum sem mótuðust í krepp-
unni og eftirstríðsárunum.“
Bíddu nú hœgur. Helstu and-
mælendur þeirrar endurskoðunar á
efiiahagsstefnu sem uppi hefur verið
íflokknum eru ekki beinlínis gamal-
menni — Guðmundur Árni Stef-
ánsson, Ólína Þorvarðardóttir, Jó-
hanna Sigurðardóttir, Gunnlaugur
Stefánsson.
„Því má ekki gleyma að kyn-
slóðaskipti í Alþýðuflokknum og
sennilega öllum stjómmálaflokk-
um á íslandi em mjög skrýtin. Það
virðist koma til valda í flokknum
tiltekin kynslóð í hvert sinn. Það
gerist ekki smátt og smátt, heldur
em allir í valdastöðum flokksins á
sama aldursskeiði. Síðan situr
þessi hópur í kannski tuttugu ár
og þá kemur alveg ný kynslóð.
Þennan ágreining er þess vegna
ekki að fínna innan flokksforyst-
unnar, heldur aðallega á milli kyn-
slóða."
Veldur þá ekki áhyggjum að þeir
sem eru framtíðarleiðtogarflokksins
skuli mæla mest gegn endurnýjun
hugmynda nú?
„Ég held ekki að Alþýðuflokk-
urinn muni snúa til baka ffá lífss-
skoðun hins frjálslynda jafnaðar-
manns. Jafnaðarmannaflokkur
sem ætlaði að endurtaka árið 1930
er ekki líklegur til mikilla áhrifa.
Svo er ég ekki svo viss um að þeir
sem hafa hæst um þessi gömlu
viðhorf meini það sem þeir segja.
Þetta er ungt fólk sem vill gjarna
sækja fram til forystu og eitthvað
merki þurfa þau að hafa á sínu
flaggi og þetta er ekkert verra
merki en hvað annað. Ég efast um
að þau fýlgi þessu eftir þegar þau
taka við, sem sjálfsagt verður ein-
hvern tírnann."
Meinarðu að Guðmundur Árni
sé aðbúa sér til pall til að standa á?
„Ég veit það ekki og get ekki
urn það sagt. En ég man eftir því
að einu sinni barðist Guðmundur
Árni fyrir því í AlþýðufloJtknum
að sveitarfélög lýstu sig kjarn-
orkuvopnalaus svæði. Ég hef ekki
enn orðið var við að Hafnarfjörð-
ur gæfi út slíka yfirlýsingu. Guð-
mundur Árni er vafalaust framtíð-
arforingi í flokknum, en ég held
að hann muni ekki fara með
flokkinn aftur til fortíðar. Það er
ekki hægt nema í bíómyndum."
SVAVARIER EKKISÝNT UM
SANNGIRNINA
Hvert er mat þitt á frammistöðu
stjómarandstöðunnar? Ólafs Ragn-
ars til dœmis?
„Hann hefur staðið sig eins og
við var að búast, gert ríkisstjórn-
inni erfitt fyrir. Það er svolítið
annað sjónarmið hjá ffamsóknar-
mönnum. Þeir hafa ekki lagt sig
eins ffam um og forystumenn Al-
þýðubandalagsins að tcfja fyrir
eða spilla fyrir málum. Það
kannski lagast þegar líður meiri
tími ffá því þeir sátu í ríkisstjórn,
forsvarsmenn Alþýðubandalags-
ins. Þetta er mjög áberandi hjá
fyrrum ráðherrum, þótt það sé
sjálfsagt ekkert einsdæmi."
Hvað veldur þessari Ijúfmennsku
(framsóknarmönnum?
„Ég hef átt mest samskipti við
forvera minn, Guðmund Bjarna-
son, sem er mesta ljúfmenni sjálf-
ur. Þetta fer að sjálfsögðu eftir ein-
staldingum. Innan um eru þverir
og harðskeyttir menn eins og Páll
Pétursson.
Eins er það í Alþýðubandalag-
inu. Það eru ólíkir einstaklingar,
Svavar Gestsson og Margrét Frí-
mannsdóttir. Ég hef unnið með
Margréti í fjárveitinganefnd og
hún stendur fyllilega á sínu, en
hún er sannngjarn andstæðingur
og lætur bæði menn og málefni
njóta sannmælis.“
En ekki Svavar?
„Honum er ekki eins sýnt um
það.“
Karl Th. Birgisson