Pressan - 06.08.1992, Síða 32

Pressan - 06.08.1992, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. ÁGÚST 1992 PRESSAN/JIM SMART Steinn Ármann Magnússon, „pervertinn“ í Veggfóðrinu: „Það sjást rassar í myndinni.“ Að baki Sveppa í Veggfóðrinu er leikari að nafhi Steinn Ármann Magnússon. Sveppi er einn af að- alpersónum í mynd Júlíusar Kemp sem frumsýnd verður á morgun. Ekki er auðvelt að spá fyrir um hvort Sveppi verði ein af þessum eftirminnilegu vondu persónum en Steinn Ármann er óneitanlega eftirminnanlegur, svona eins og hann kemur af skepnunni. Hann virkar mikill töffari með sólgleraugun, í galla- jakkanum og leðurvestinu og með lokk í öðru eyranu. Hann var ekki síður mikill töffari í MS auglýsing- unni þar sem hann auglýsti „mjónur’1. Steinn Ármann er einna þekkt- astur fyrir að hafa farið með hiut- verk töffara en hefúr þó gripið inn í hlutverk rolu í barnaleikriti, krakkagemlings í Ungmennafé- laginu og í Rómeó og Júlíu lék hann frænda Rómeó sem sífellt var að afstýra vandræðum. „Það er miklu meira gaman að leika vonda menn,” segir Steinn Ár- mann. Erþað erfiðara en að leika góðu mennina? „Nei, það er miklu erfiðara að leika góðu mennina. Það er svo auðvelt að rækta kvikindisskap- inn í sér.“ Fékkustu þá verulega útrás við að leika Sveppa? „Já, og nú er ég bara verulega góður maður. Mig langar ekkert að vera vondur. Mann Iangar hins vegar ekkert að festast í ein- hverju ákveðnu hlutverki. Fólk er mjög fljótt að að flokka leikara, sérstaklega karlleikara í einhverj- ar týpur. Til dæmis hefur Valdi- mar Flygering ansi oft lent í því að leika sömu týpuna. Ég held því fram að ég sé alltof lítill til að leika töffara.” Ég veit ekki betur en allir mestu töffaranir íHollywood séu smánaggar sem þurft að standa ofan á kössum þegarþeir kyssa dömurnar: „Já, og stelpurnar ofaní skurð- um. Fyrst þú minnist á þetta langar mig að segja frá því að það hefur einkum verið út af Flóríd- anaauglýsingunni sem fólk tengir mig við einhverja sérstaka mann- gerð. En það sama fólk þekkir mig ekki endilega úti á götu sem þann gaur. Einhvern tímann í einhverjum samræðum við eitt- hvað fólk kom upp úr kafinu að ég væri leikari. En fólkið kannað- ist ekkert við mig. Ég komst því eldd hjá því að telja upp þau hlut- verk sem ég hef leilcið, þar á með- al taldi ég upp þessa auglýsingu. Fólkið var samt ekki tilbúið til að kannast við mig. „Þú ert ekki hann” sagði einhver dama þarna. „Jú,“ sagði ég, „Ég var bara rak- aður og meikaður og svoleiðis.” „Nei, sagði daman og héit fast við sitt. „Hannvar stór!” Nú hefurðu leikið mikið í aug- lýsingum, erþað nauðsynlegt lifibrauð? „Ég er búin að leika alltof mik- ið í auglýsingum en er að vona að þessi mynd breyti því ef vel geng- ur. Það er nú svo að grunnlaunin í leikhúsinu eru bara um 60 þús- und krónur. Þegar manni er boð- ið sami peningur fyrir að lesa inn á eina til tvær auglýsingar er það auðvitað mjög freistandi. Ekki síst þar sem ég er farinn að búa og er að verða faðir. Maður slær ekki hendinni svo auðveldlega á móti svo auðfengnu fé þegar svo er komið.” Hvernig stendurðu miðað við kollega þína „Ég hef alls ekki verið óhepp- inn en ég hef alls ekld verið hepp- inn heldur. Sumir skólabræður mínir, eins og Baltasar og Ingvar Sig geta unnið við þetta sem fullt starf. Þeir hafa báðir lent í gang- stykki hjá Þjóðleikhúsinu og eru því á sýningarkaupi, auk þess að hafa leikið í sjónvarpsleikritum og kvikmyndum. Við þær að- stæður er hægt að hafa það ágætt sem leikari. En það er alls ekki auðvelt að vera nýútskrifaður leikari á fslandi.” Nú hefurþú verið skemmti- kraftur, erþað eitthvað sem þú œtlarað halda áfram aðgera? „Það er erfitt og slítandi að skemmta. Maður myndi jafnvel heldur vilja lesa inn á nokkrar auglýsingar á ári í stað þess að skemmta. En það er góð reynsla og ég er jafnvel að hugsa um að snúa mér meira að því í framtíð- inni.” Ertuþá einn líkt ogDaveAl- len? „Já, hann og Eddie Murphy og allir þessir karlar. Það er þessi sami fílingur; ég að segja brand- ara, með mínar hugleiðingar, lýsi leiðinlegum dögum, hvernig maður fær í magann og hvernig það skilar sér og þar fram eftir götunum.” Snúum okkurað Veggfóðr- inu, hver erþessi Sveppi? „Sveppi heitir Sveppi af því hann étur svo mikið af sveppum. Það gerir hann spíttaðan og skrýtinn og að auki svoiítið geggjaðan. Hann er þó skemmti- legur náungi, alveg ofsalega öfga- kenndur. Hann er vondi gæinn í myndinni sem rekur skemmti- stað en er þó skemmtilega sjarm- erandi. Sveppi er bæði sniðugur og fýndinn en þó enginn brilljant gæi. Ég skóp hann að mörgu leyti sjálfur. Við Baltasar fengum nokkuð frjálsar hendur með þær persónur sem við leikum í mynd- inni. Júlli Kemp passaði hins veg- ar upp á að við gengjum ekki út í öfgar.” Nú hefur myndin verið mikið auglýst, eruð þið ekkert hrœddir um að hún floppi? „Nei alls ekki. Svona á að fara að því að auglýsa myndir. Þetta er í fyrsta sinn sem mynd er aug- lýst almennilega en þó af vanefn- um. Til þess var ráðinn sérstakur kynningarfulltrúi, Karl Pétur Jónsson. Áður en myndin kemur út er gefin út geislaplata með lögum úr myndinni, það er vakin upp al- mennileg forvitni. Að auki er bú- ið að gera sjónvarpsmynd um gerð myndarinnar sem sýnd verður fljótlega. Það er hlutur sem aidrei hefur verið gerður áð- ur.“ Nú er talað um að þetta sé fyrsta (slenska myndin sem höfði í raun og veru til ungsfólks? „Ja, ég veit ekki. Ég hef ekki séð Sódómu ennþá. Þetta er auð- vitað fýrsta myndin um ungt fólk. Ég held að þetta sé nokkuð raunhæf mynd af unglingum í Reykjavík. Hún er auðvitað nokkuð ýkt en sannleikurinn er oft lygilegri en skáldskapurinn.“ Erþetta mikil töffaramynd? „Já, nei, já. Sveppi er kannski ekki voða mikill töffari, að minnsta kosti klæðist hann jakkafötum. Hann er töffari í eðli sínu. Sveppi er til að mynda kærður fyrir nauðgun. Sá sem Baltasar leikur er hins vegar meira nýmóðins, ef við getum kallað það svo og hann er mildu mýkri manneskja.” Upplýstu okkur um eitthvað krassandi sem kemurfram ( myndinni? „Það sést mikið í rassa í mynd- inni.” Þinn rass til dœmis? „Já,já. Þegar Sveppi fer úr jakkafötunum er hann í lítilli pardusskýlu undir. Ég neitaði í fyrstu að láta sjá mig í svoleiðis fatnaði. Þetta er einhver smá- skýla með teygju að aftan, svoh't- ið pervetísk. En svona undirföt eru orðin svo algeng nú. Meira að segja virðulegustu kvenundir- fatadeildir eru farnar skarta kor- selettum og sokkaböndum, ekki bara verslunin Rómeó og Júlía.” Stendur Veggfóðrið undirsér sem erótísk ástarsaga? „Já, ég held hún geri það. Ég hugsa meira að segja að þetta sé svolítið töff mynd.” Ertu líkurSveppa? „Nei, ég er ekki líkur honum né hann mér.“ Hvernig lýsir þú sjálfum þér? „Ég er Vitleysingur með stóru vaffi en góður leikari. Að minnsta kosti finnst mér ég vera góður leikari. En ef ekki gengur að vinna fyrir sér sem leikari þá klára ég bara húsasmíðina. Ég er nú að vinna við leikmyndasmíði upp í Sjónvarpi, og hef leiklistina sem hobbý. Ég elska hins vegar leikhúsið og vil helst vinna í leikhúsi. En þegar maður stendur frammi fýr- ir því að fara að bera ábyrgð á einhverju litlu kríli verður maður hreinlega að vinna fýrir sér. Þetta er kannski barlómur í mér, bara eitthvað væl.“ „Égheldþví fram að ég sé of lítill til að leika töffaraw segir Steinn Ármann Magnússon Guörún Kristjánsdóni

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.