Pressan - 06.08.1992, Síða 33

Pressan - 06.08.1992, Síða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. ÁGÚST 1992 33 Vlf> MÆLUM MEÐ Að mávarnir verði flæmdir burt af Tjöminni þeir eru ógeðslegir Að Fischer og Spasski tefli á íslandi til dæmis hægt að nota kvóta hagræðingarsjóðs til að borga brúsann Kjötbúri Péturs góð afgreiðsla og besta kjöt í bænum „Mikil lifandis ósköp er ég orðin þreytt á þessutn handbolta. Eitis og alltafþegar verið er að kasta þessum bolta hverfa karlarnir okkar alveg í eigin heim; tala ekki utn annað en handbolta oglíta varla við okkur dömunutn á börutiumfyrr en þeir eru orðnir blindfullir og leiðinlegir. Það eru þvífleiri handboltaekkjurþessa daganna en eig- inkonur leikmatmanna. “ Hellisgerði Hafnfirðingar eiga flottari „park“ en Reykvíkingar INNI Sándið í orgelinu hans Kalla Sighvats á fyrstu Trúbrotsplöt- unni. Ungu hljómborðsleikararnir sem núna eru að baksa í poppinu væru til í að selja kærusturnar sín- ar vestur á Bíldudal til þess eins að geta nálgast hljóminn í orgelinu hans Kalla þegar hann fer átján ára gamall hamförum í lögum eins og „Án þín“ og „Við“. Um tíma voru svona Hammondorgel náttúrlega ómælanlega púkaleg; þeir tímar eru núorðið hallæris- legri en tárum taki. Núna vildu all- ir geta poppað af jafnmikilli spila- gleði og Kalli, en einhvern veginn gefur hvorki tíðarandinn né orgel- in frá sér sömu hljóð og þá... ÚTI Þjóðargrafreiturinn á Þingvöll- um er búinn að vera úti í hálfa öld og hann er svo mikið úti að það eru allir búnir að gleyma honum. Nema hugsanlega skáldin sem hafa átt á hættu að lenda þar. Þau hafa ekki tekið neina sénsa og hafa öll gætt þess vandlega fyrir andlát- ið að taka ffam (helst skriflega) að þar vildu þau ekki fá hinstu hvílu. Og núorðið man semsagt enginn sem til Þingvalla fer eftir þessurn reit, heldur virðist almenn trú að hann sé einhver lygasaga. Að und- anskildum presturinn og þjóð- garðsverðinum þar eystra sem sit- ur uppi með þetta vandræðamál í túnfætinum hjá sér; séra Hanna María kemst ekki hjá því að horfa á graf- reitinn alltaf þegar hún vaknar á morgnana, oft á dag, mörg þús- und sinnum á ári. Því er kannski ekki furða að hún reyni að kom- ast upp með smá sögu- fölsun; gleyma því — næstum eins og af mis- gáningi — að kalla stað- inn „þjóðargrafreit", ^ en nota heldur T nafnið „skáldareit". Það er einhvern veginn ekkijafnhávært... .. yóf/ X/Y/W/ ry /•<//*/ r/-j/'//’ fjó/Y'////’ Pinnar eruí tísku Þeir sem hafa farið til útlanda i sumar hafa varla komist hjá því að sjá á öðru hverju götuhorni sölumenn sem reyna að pranga upp á fólk agnarsmá- um barmmerkjum eða brjóst- nálum, sem á útlensku heita „pins" — eða einfaldlega pinn- ar. Og ef vel er að gáð má sjá svona pinna (jakkaboðungn- um hjá fjölda manns, myndir af stelpum, bílum, flöskum — eða bara hverju sem er? Og eins ög annað sem er í tfsku eru pinnarnir farnir að sjást á íslandi. Götusölumennina vantar, en þeir fást til dæmis I versluninni Aha í Kringlunni og kosta 160 krónur stykkið. verkanna er ekki liðinn, eftir talsvert basl og sama og enga peninga úr Kvikmyndasjóði verður Veggfóðrið frumsýnt núna á föstudaginn í hvorki meira né minna en tveimur bíósölum, Bíóhöllinni og Saga- bíói. Sagan segir að Árni Sam. hafi tröllatrú á myndinni, en það hafa reyndar líka ýmsir kvikmyndaspekúlantar sem spá henni miklum vinsældum, sérstaklega meðal ungmenna, sem svo sannarlega hafa ekki verið fastagestir á íslenskum kvik- myndasýningum. Kannski er Veggfóðrið líka tímamótamynd? Hún er að minnsta kosti gerð af ungu fólki í Reykjavík um ungt fólk í Reykja- vík og það örlar ekki á sauðfé, vík- ingum eða sveitalífi, nema hvað aðalpersónan kemur víst úr sveit- inni í sollinn í Reykjavík. Margir hafa lengi verið að bíða eftir svona mynd. Það sakar heldur ekki að aðal- hlutverkin eru leikin af töff liði úr Reykjavíkurlífinu: Steini Ármanni Magnússyni, Ingibjörgu Stefáns- dóttur, Baltasar Kormáki og Dóru Takefusa. Er líf eftir verslunarmannahelgina? Eftir allan ólifnað verlsunar- mannahelgarinnar er kominn tími til að útilegumennirnir (og sukkararnir) taki sig saman í andlitinu og fari að hreyfa skrokkinn, að minnsta kosti á fjölbreyttari hátt en að hoppa lóðrétt eftir hávaðamúsík eða lá- rétt eftir einhverjum innri rytma. Dísa í World Class, sem á von á sínu fyrsta barni (komin sex og hálfan mánuð á leið), en er samt alltaf í sama fína forminu, ætlar að gefa okkur hinum nokkur góð ráð til þess að hefja nýtt líf. Blessuð borðið mikið af ávöxt- um og grænmeti enda nóg af slíku á markaðnum á þessum árstíma; grænmeti í hádeginu og grænmeti á kvöldin og muna að vera dugleg að kreista safa úr ávöxtum og hvíla sig á öðrum drykkjum. Þetta er gert í þeim til- gangi að létta á líkamanum, að auki gefur slíkt fæði góða orku. Þá fer orkan í það minnsta ekki öll í að melta þunga fæðu og drykki. Skella sér í sund og gufu. Sundið er til að taka á enda sund- tökin ein góð heildaræfing fyrir allan kroppinn. f kjölfarið verða allar líkamshreyfmgar léttari. Gufubaðið hreinsar húðina hins vegar vel og maður hreinsast inn- an frá (vínið fer úr blóðinu). Ekki er verra ef maður hefur tíma til að fara í Bláa lónið og nudda sér upp úr kísilnum. Mjög gott fýrir húð- ina! Þá er kominn tími til að taka almennilega á og skella sér í al- hliða líkamsrækt og svitna vel. Með því kemur andleg og líkam- leg vellíðan (eftir smá tíma kemst maður á endófintripp). Þeir sem ekki eru í góðu líkamlegu formi ættu að byrja á góðum göngutúr- um og færa sig svo smám saman í skokkið með því að ganga og skokka til skiptis (alls ekkert í aðalhlutverkum er töff lið úr Reykjavíkurlífinu. Fáar íslenskar bíómyndir hafa Kemp réðist í að gera í fyrrasumar, verið jafn umtalaðar löngu fyrir þrátt fyrir að fullkomlega væri frumsýningu og Veggfóðrið, óvíst að hann ætti peninga til að myndin sem ungmennið Júlíus borga brúsann. En tími krafta- Síðsumardrykkurinn er próteindrykkur, sem kemur ekki síður kirtlastarf- semi líkamans afstað en einhverjir skammtímavirkir ruddar. Hann er samansettur afpróteini, banönum, ávaxtasafa (helst appelsínusafa) og einu eggi efvill. I þessum drykk er að visu ómældur fjöldi kaloría sem berað eyða í einhverja góða líkamlega spretti. Pró- teinið fæstí heilusbúðum og/eða á líkamsræktar- stöðvum, en bananarnir, eggin og ávaxtasafinn í næstu kjörbúð. Þessu ersvo troðið í einhvers konar mixara svo það verði drykkjarhæft. Einnig má eyða líkamlegri orku iað hræra þessu saman en það gæti tekið nokkrar klukkustundir. Þessi drykkur er fullur af steinefnum, vítamínum og annarri hollustu. víðavangshlaup, takk!). Eftir að þessu hefur verið fylgt er auðvitað óhætt að stefna ^ hærra en þá fer hver og einn eftir w sínu áhuga- • sviði (ef þeir hafa einhvern áhuga yfír höf- uð). Batnandi monnum er best að lifa!

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.