Pressan - 06.08.1992, Side 37
_____FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. ÁGÚST 1992_
LÍFIÐ EFTIR VINNU
37
Sápuópera
ANDREW MORTON:
DtANA. SÖNN SAGA.
Almenna bókafélagið 1992.
®
JÚPITERS
TJATJA
IDIO JÚPETERS/JAPIS
★★★
OÞetta er bókin sem skók
það sem eftir er af breska
heimsveldinu, gerði
Andrew Morton að milljónamær-
ingi, og fari allt eins og til er ætlast
mun hún væntanlega einnig rétta
við fjárhag Aimenna bókafélags-
ins.
Morton valdi sér sannarlega
efni sem malar gull; sögu af ungri
stúlku sem giftist kaldlyndum
prinsi sem hún fer smám saman
að fyrirlíta, verður fangi stöðu
sinnar og rambar síðan á barmi
taugaáfalls þar til hún finnur ein-
hvers konar sálarró við líknarstörf
í þágu barna, gamalmenna og
sjúklinga.
Bókin er skrifuð í nafni rann-
sóknarblaðamennsku, en er í
reynd handrit að sápuóperu sem
Andrew Morton er höfúndur að.
Hann á reyndar í mesta basli í
fyrri hluta bókarinnar þar sem
honum tekst ekki að gæða aðal-
persónu sína nokkru lífí. Þeir sem
ekki hafa því meiri áhuga á prins-
essunni munu vísast leggja frá sér
bókina í einhverri hinna fjöl-
mörgu frásagna af ísáti unglings-
stúlku. En þegar líða fer á sögu
sækir Morton í sig veðrið og um
leið víkur trúverðugleikinn fyrir
ýmsum undrum. Helst er á Mor-
ton að skiija að prinsessan sé ekki
einungis forlagatrúar heldur einn-
ig forspá og off finnst lesandanum
eins og hann sé að lesa nútíma-
færslu á sögunni um Jóhönnu af
Örk. Þarna er einnig að finna
klökkar lýsingar af setu prinsess-
unnar við dánarbeð sjúkiinga og
dýrlingsmynd prinsessunnar er
fullkomnuð í orðum sem lítill
drengur er látinn mæla: „Guð tók
móður okkar frá okkur en sendi
okkur engii í staðinn.“ (Þeir sem
hafa lesið bækur um Evu Peron
vita að um hana er fjöldi sagna
samhljóða þessari).
Morton treystir ekki ætíð því
efni sem hann er með í höndum
og gerir sér því sérstakt far um að
„Helst er á Morton að skilja að prinsessan sé ekki einungis forlaga-
trúar heldur einnig forspá og oft finnst lesandanum eins og hann sé
að lesa nútímafærslu á sögunni um Jóhönnu af Örk," segir Kolbrún
Bergþórsdóttir í ganrýni sinni um „Díana - sönn saga".
„Það hlýtur að vera erfitt að stýra jafn stórri sveit og Júpiters er,
hvað þá að láta hana sjálfa stjórna sér eins og Júpiters virðast gera,"
segir Gunnar Hjálmarsson í gagnrýni sinni á plötu Júpters; „Tja...".
gæða verk sín dramatískum
þunga í gegnum stílinn. Reyndar
má hafa gaman af fáeinum setn-
ingum, en einhvern veginn finnst
manni að þær hafi hrotið af penn-
anum í ógáti, eins og þessi um
hertogaynjuna af York: „Hin ný-
bakaða hertogaynja skoppaði inn
í hlutverk sitt eins og óþreyjufúll
labradortík.“
Frásögnin er alla jafna upp-
belgd af einhverju sem á víst að
vera póesía, eins og hinar sífelldu
líkingar milli prinsessunnar og
blóma. Prinsessan er annað hvort
að springa út eða fölna, allt eftir
því hvernig högum hennar er
háttað í það og það skiptið. Mor-
ton bregður einnig á það ráð að
lesa í hug hennar og hafa eftir
henni setningar sem eru tortryggi-
lega einhæfar: „Það var eins og að
rýtingi hefði verið rekið í bak
mitt“ — „Þá fannst mér eins og
rýtingi væri rekið í hjarta mér.“ —
„Það kvöld dó eitthvað innra með
mér.“ Þessum setningum og öðr-
um álíka svipar grunsamlega til
annarra sem komu greinilega frá
Morton sjálfum. („Allar dyr að ást
Díönu lokuðust honum“ er ein
þeirra og ekki sú versta. Bókin er
öll í þessari óþolandi stútegund).
Þetta er bók sem er greinilega
skrifuð í miklum flýti. Hún er
byggð upp af margvíslegum
sensasjónum sem eiga að selja
vöruna og það hefúr tekist. Ef það
á hins vegar að bera þéssa bók
saman við slúðurbækur Kitty
Kelley sem einnig hafa hlotið met-
sölu, hefur frúin lagni og greind
ffamyfir herrann, en honum virð-
ist fyrirmunað að ljúga sannfær-
andi.
Kolbrún Bergþórsdóttir
Mér hefur alltaf þótt
Júpiters hálf leiðinleg
tónleikasveit.
Yfirþyrmandi léttleikinn geldc
mér í skrokk, mér fannst eins og
ég væri í l.maí-göngu, oní lúðra-
sveitinni, en í stað rauðnefjaðrar
göngunnar væri komin iðandi
hrúga uppstrílaðra vélmenna með
forritið „skemmtun" í drifi sínu.
Það var því með óhug og fordóm-
um sem ég setti Tja tja undir geisl-
ann. En ég var fljótur að snúast frá
villu míns vegar, Tja tja er fin plata
og ég þarf greinilega að endur-
meta skoðun mína á Júpiters,
kannski drekka aðeins meira (eða
minna?) næst þegar ég sé þá.
Það hlýtur aö vera erfitt að
stýra jafn stórri sveit og Júpiters
er, hvað þá að láta hana sjálfa
stjórna sér eins og Júpiters virðast
gera. Ég gruna þó Fiörð hamm-
ondljón um að vera heilann á bak
við báknið. Hann, Jón Skuggi og
Steingrímur voru í tímamótasveit-
inni Oxzmá og nokkuð eymir eftir
af þeim sérstaka frumleika sem
lék um þá sveit. Reyndar eiga
flestir meðlimirnir rætur í
Framhald og meira afgagnrýni á
síðu39.
08.55 Ólympíuleikarnir. Úrslit í borðtennis. (slendingar
sendu ekki lið. Þess vegna eiga þeir ekki séns. ,
12.55 Ólympíuleikarnir. Úrslit í tennis og frjálsum íþróttum.
18.00 Fjörkálfar.
18.30 Kobbi og klikan.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Ólympíuleikarnir. Atburðir dagsins.
20.00 Fréttir.
20.35 Ólympíuleikarnir. Fimleikar.
20.35 Blóm dagsins. Bláklukkulyng.
21.00 Til bjargar jörðinni. Leifar aldingarðsins. Hvern-
ig geta sóðarnir bjargað jörðinni? Tilraunir til þess í
Kenýa, Óman og á Kosta Ríka.
21.35 ★★ Upp, upp mín sál. Sam Waterston er frekar góð-
ur leikari.
22.25 ★★ Grænir fingur. Hafsteinn borðar nytjasveppi með
Lenu Bergmann. Ekki þó stuðsveppi.E
23.00 Fréttir.
23.10 Bikarkeppnin í fótbolta, undanúrslit. Valur—Fylkir,
(A-KA. Brot úr leikjunum.
23.35 Ólympfusyrpa.
JI1!U
07.30 Ólympíuleikarnir. Undankeppni í frjálsum.
08.55 Ólympíuleikarnir. Úrslit í tennis, tvíliðaleik karla.
11.55 Ólympíuleikarnir. Úrslit ítennis, tvíliðaleik kvenna.
14.00 Ólympiuleikarnir. Atburðirdagsins.
15.00 Ólympíuleikarnir. Úrslit í frjálsum.
18.00Sómi kafteinn.
18.30 Ævintýri íóbyggðum.
18.55Táknmálsfréttir.
19.00 Ólympíuleikarnir. Atburðir dagsins.
20.00 Fréttir.
20.35 Blóm dagsins. Gullmura. Fallegt nafn á blómi.
20.40 ★★ Matlock. Frekar klár lögfræðingur, en óhefð-
bundinn.
21.30 I skugga höggormsins. Fyrri hluti. Shadow of the Co-
bra. Bresk/áströlsk, 1989. Sjónvarpsmynd um tvo
blaðamenn sem taka að sér að skrifa bók um óðan
morðingja og glæpaferil hans. Morðinginn er talinn
hafa myrt fimmtán ferðamenn ÍTælandi, Nepal og á
Indlandi og var handtekinn í Nýju-Dehli 1976 eftír að
hafa byrlað tuttugu frönskum námsmönnum eitur.
Forvitnilegt efni, en svona míníseríur geta klikkað.
23.10 Ólympíusyrpa.
LAUGARDAGUR
09.55 Ólympíuleikarnir. Handbolti kvenna, úrslit.
11.55 Ólympíuleikarnir. Tennis, úrslit í einliðaleik karla.
14.55 Ólympíuleikarnir. Úrslit í handbolta karla. Varla verða
(slendingar þar?
16.30 Ólympíuleikarnir. Úrslit f spjótkasti. Heldur hnéð á
Einari?
19.52 Happó.
20.00 Fréttir.
20.35 Lottó.
20.40 Ólympfuleikarnir. Úrslit f körfubolta. Formsatriði fyrir
draumaliðið. Er ekki hægt að afhenda þeim gullið
strax?
22.05 ★ Hver á að ráða? Voða eru þeir annars leiðinlegir
leikararnir f þessum þætti.
22.35 I skugga höggormsins. Shadow of the Cobra.
Bresk/áströlsk, 1989. Sfðari hluti myndarinnar um
morðingjann sem drap mann og annan (Asíu og er
þó nóg af fólki þar. Þarna er meðal annarra Rachel
Ward: hún er sæt en kann ekkert að leika.
00.15 Ólympíusyrpa.
rrrmr
LLMHii
08.00 Ólympíuleikarnir. Úrslitaleikurinn í fótbolta. Karla.
10.00 Ólympíuleikarnir. Úrslit í hnefaleikum. Þeir mega
boxa, ekki við.
11.00 Ólympfuleikarnir. Úrslit í blaki karla. Fyrir viðkvæma
menn sem ekki vilja boxa.
13.30 Ólympíuleikarnir. Hesta íþróttir.
15.00 Ólympíuleikarnir. Úrslit (sundknattleik. Landinn getur
riljað upp minningar frá Berlín 1936.
16.20 Ólympfuleikarnir. Maraþonhlaup karla. Frekár ein-
hæft.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Ríki úlfsins.
19.30 Ólympíuleikarnir. Lokaathöfnín. Og þótt fyrr hefði
verið, hugsa sumir.
20.00 Fréttir.
20.35 Ólympíuleikarnir. Lokaathöfnin klárast, allir fara heim.
21.30 ★ Gangur lífsins. Sem næst týpísk, amerísk fjölskylda.
Með sfn vandamál.
22.20 Borg borganna. Það er náttúrlega París. Þar setja svip
á bæjarlífið fjórir íslenskir listamenn: Nína Gautadótt-
ir málari, Helga Guðmundsdóttir fiðluleikari, Edda Er-
lendsdóttir píanóleikari og Björn Ólafs arkftekt.
22.55 Við vatnið. Kandísk sjónvarpsmynd um stúlku sem fer
að heimsækja gamla frænku upp í sveit.
23.00 Listasöfn á Norðurlöndunum.
LAUGARDAGUR
17.00 Villta vestrið. Fjallar um ferð svissnesks prins og lista-
manns um vestrið í kringum 1830. Lýsingar þeirra og
myndir af indjánum þykja merkar heimildir.
18.00 Smásögur. Fyrsta sagan af þremur í þessari þáttaröð.
Sagan heitir Dawn og frambjóðandinn.
S U NNUDAGUR
17.00 Konur í íþróttum. Enn um konur í blaki, en líka um
íþróttasálfræði.
17.30 Háðfuglar. Þeir eru vfst breskir. Breskur húmor.
18.00 Meistaraverk Metropolitansafnsins. Kynnt þrjátíu
helstu listaverk þessa fræga safns f New York. Þar á
meðal eru bátslíkön frá Egyptalandi og málverk eftir
Rembrandt og Monet.
imiini'i
16.45 Nágrannar.
17.30 f draumalandi. Teiknimynd.
17.50 Æskudraumar. Uppvaxtarár í Ástralíu.
18.40 Feldur.Teiknimynd um hund.
19.1919.19.
20.15 ★★ Leigubílsstjórarnir. Breskurgamanmyndaflokkur,
21.10 Svona grillum við.Grísakótilettur.
21.20 ★ Laganna verðir. Amerískar löggurvið störf.
21.50 ★ Leiksoppur. So Proudly We Hail. Amerísk, 1990. Ný-
nasistar vaða uppi í Bandaríkjunum og fá hálfmis-
lukkaðan háskólamann til að flytja mál sitt. Honum
verður hált á því. Frekar grunnt.
23.20 ★ Á Refilstigum. Backroads. Amerísk, 1981. Ágætir
leikarar, Sally Field og Tommy Lee Jones, bjarga
engu í þessari lánlausu vega-gamanmynd.
—oaii'ifiiiiii
16.45 Nágrannar.
17.30 Krakkavísa. E
17.50 Á ferð með New Kids on the Blpck.
18.15 Trýni og Gosi.
18.30 Bylmingur. Þungarokk.
19.19 19.19
20.15 H Kæri Jón. Fer þessu ekki að slota?
20.45 ★★ Lovejoy. Fornmunasalar eru mjög óhefðbundið
fólk.
21.40 ★ Eintómt klúður. A Fine Mess. Amerisk, 1986. Blake
Edwards hefur gert margar gamanmyndir og sumar
ágætlega fyndnar. Hér flaskar hann þó stórkostlega á
mynd um smábófa sem ætla að svindla á hestaveð'
hlaupum.
23.05 H Morðóða vélmennið. Assassin. Amerisk, 1986. Vél
menni er gert að myrða háttsetta leiðtoga í Banda-
ríkjunum. Della.
00.45 ★ Relentless. Amerisk, /989.Síðasti stríðskappinn.
Löggan á hælunum á geðveikum fjöldamorðingja.
Judd Nelson byrjaði sem sætur strákur í unglinga-
myndum. Nú fær hann varla annað en svona hlut-
verk. En hann gerir þetta svosem ágætlega.
Manxnxi
09.00 Morgunstund
10.00 Halli Palli.
10.25 Kalli kanína.
10.30 Krakkavísa.
10.50 Drakúla greifi.
11.15 Róbinson Krúsó. Teiknimynd.
12.00 Landkönnun National Geographic.
12.55 Bílasport. E
13.25 Visasport. E
13.55 H Skfðasveitin. Ski Patrol. Amerisk, 1990. Þegar hópur-
inn var búinn að gera allar lögguskólamyndirnar fór
hann að gera skíðaskólamyndir. Afar slæmt. E
15.20 ★★ Dagar þrumunnar. Days ofThunder. Amerisk,
1990. Ástarmynd, ágæt fyrir þá sem fíla svoleiðis.
Tom Cruise er slasaður kappakstursmaður sem fellur
fýrir fögrum heilakvenskurðlækni.E
17.00 ★ Glys. Sápa.
17.50 Svona grillum við. E
18.00 Nýmeti.
18.40 ★★ Addams fjölskyldan.
19.19.19.19.
20.00 ★ Falin'myndavél.
20.30 ★ Næstum engíll. Aimost an Angel. Amerisk 1990.
Krókódíla Dundee heldur að hann sé engili, en sann-
ar að hann var einnar myndar maður.
22.10 ★★ Skuggamynd. Siihouette. Amerisk, 1990. Faye
Dunaway leikur konu sem heldur sig sjá morð í
gegnum glugga á hóteli. Það finnast hins vegar eng-
in sönnunargögn. Ekki svo afleitur þriller.
23.30 ★ Morð í dögun. My Sister's Keeper. Amerísk, 1987. I
Appalachia-fjöllum f Ameríku búa hillbillíar, sem
þykja örgustu lúðar. Þar hundeltir morðingi konu.
Ófrumlegt. E
01.00 ★★★ Eftirreiðin. Posse. Amerísk, 1975. Kirk Douglas
leikstýrir og leikur I þessum ágæta vestra um fúlan
og óvinsælan lögreglustjóra. E
09.00
09.20
09.45
10.10
10.35
11.00
11.25
11.30
12.00
12.30
14.30
15.00
17.00
18.00
18.50
19.19
20.00
20.25
21.20
22.05
23.40
Kærleiksbirnir.
össi og Ylfa.
Dvergurinn Davíð. Ætlar ekki að lúffa.
Prins Valíant.
Maríanna fyrsta.
Lögregluhundurinn Kellý.
Kalli kanína.
í dýraleit.
Eðaltónar.
★★ Svartskeggur sjóræningi. Blackbeard's Ghost. Am-
erísk, 1968. Disneymynd, dálítið dæmigerð fyrir sinn
tíma. Peter Ustinov er ágætur í hlutverki sjókafteins
sem genguraftur. E
Gerð myndarinnar Batman Returns. Rætt við aðalleik-
arana og leikstjórann: Michelle Pfeiffer, Michael Kea-
ton og gulldrenginn Tim Burton.
★★ Hlátrasköll. Punchline. Amerísk, 1988.. Sally Field
leikur húsmóðir sem þráir að vinna fyrir sér með því
að segja brandara í klúbbum. Dálítið mikið væmið,
annars væri Sally varla í myndinni. E
Listamannaskálinn. Viðfangsefnið er bandaríski grín-
leikarinn Steve Martin. Allir virðast sammála um
hvað hann er hryllilega leiðinlegur og ófyndinn, en
samt er hann vinsæll.
Petrov-málið. Efni þessa ártralska myndaflokks er ansi
forvitnilegt. Petrov þessi var sovéskur diplómat sem
leitaði hælis í Ástralíu. Það varð kveikjan að njósna-
máli sem kom illa við kauninn á þekktum stjórn-
málamönnum.
Áfangar. Möðruvellir í Hörgárdal. Þar er altaristafla frá
1484. E
19.19.
★ Klassapíur. Amerískar kerlingar.
Root fer á flakk. Nýr breskur gamanmyndaflokkur um
furðufugl sem er sjálfskipaður útvörður breskrar
menningar, sendiherra án sendiráðs.
★★ Arsenio Hall.
Á fölskum forsendum. False Arrest. Amerísk, 1991.
Framhaldsmynd um konu sem er ákærð fyrir morð
og höfð fyrir rangri sök. Robert Wagner leikur stórt
hlutverk, hann er kóngur amerísku míníseríunnar..
★ ★★ ABC morðin. The ABC Murders. Bresk, 1992.
Gerð eftir einni skástu sögu Agötu Christie. Enginn
hefur leikið Hercule Poirot betur en David Suchet. E
Ifib mælum med
• Áræði Sýnar að hafa þáttinn „Konur í íþróttum"
á dagslcrá á sama tíma og Ríkissjónvarpið sýnir í á
annað hundrað tíma frá Olympíuleikunum.
★★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala ★Leiðinlegt ® Ömurlegt E Endursýnt efni