Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÓBER 1992 ÞETTA BLAÐ HEFUR ÁHRIF ... eins og Kólumbus hafði á líf okkar allra en þó kannskisér- staklega á lífafkom- enda indíánanna sem hann hitti í heimsálf- unni sem hann rakst á á leið sinni til Ind- lands, eins og sjá má á blaðsíðu 20. ... eins og EES-samn- ingurinn. Það er ekki bara að hann sé á góðri leið með að kljúfa Kvennalistann (eða að minnsta kosti Ingibjörgu Sólrúnu frá listanum, eins og sjá má á biaðsíðu 22) heldur hefur samn- ingsgerðin haft um- talsverð áhrifá pyngju skattborgar- anna eins og lesa má um á blaðsíðu 9. ... eins og öllþau 50 gáfumenni, skoðana- höfundar og alltum- lykjandi spekingar sem taldir eru upp á blaðsíðu 26. Án þessa fólks vissum við ekki hvað við héldum og ekki einu sinni hvern- igokkurliði. ... eins og verkalýðs- hreyfingin. Áhrif hennar ná útyfir gröf og dauða. Það skiptir engu máli þótt maður segi sig úr félaginu sínu; maður þarfsamt að halda áfram að borga, eins og lesa má um á blaðsíðu 16. ... eins og Breta- drottning. Á meðan ættmenni hennar ergja samlanda sína erhún komintil Þýskalands, eingöngu til að ergja þarlenda að þvi er virðist. Sjá blaðsíðu 19. Munduð þið ekki spara meira ef þið réðuð Fil- ippseying sem for- stjóra, Baldur? „Ég vil ekki láta hafa neitt eftir mér um þetta mál. Ég er ekki tals- maður Eimskipafélags íslands út á við.“ Baldur Guðlaugsson er stjórnarmaður hjá Eimskipafélagi (slands. Áeinu flutn- ingsskipa félagsins, Bakkafossi, eru sjö Filippseyingar sem kvartað hafa undan mjög lágum launum, eða sem sam- svara 22 til 23 þúsund krónum á mán- uði með 100 tíma yfirtíð. Það eru tölu- vert lægri taun en Hörður Sigurgestsson hefur I laun á mánuði sem forstjóri fyrir- tækisins. F Y R S T F R E M S T ÖRN FRIÐRIKSSON. Má sig vart hræra án þess að það sé túlkað sem liður í kosningabaráttu. JÓN KARLSSON. Ætlaði að draga sig út úr Bókatíðindum. ASÍ BÍÐUR EFTIR. ERNI Enn er mánuður til ASf-þings, en undirbúningur að kjöri forseta er í fullum gangi. Tveir hafa ákveðið að gefa kost á sér, þeir Guðmundur Þ. Jónsson, for- maður Iðju, og Pétur Sigurðs- son, formaður Alþýðusambands Vestfjarða, og eru báðir famir að undirbúa framboðið af fullum krafti. Þriðji maðurinn sem nefndur er, Grétar Þorsteins- son, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, hefur ekki gefið end- anlegt svar af eða á og fer sér ífemur hægt í málinu öllu. Æ oftar heyrist hins vegar nefht nafn Amar Friðrikssonar, for- manns Málm- og skipasmiðasam- bandsins. Leitað hefur verið til hans um framboð og von er á yfir- lýsingu frá honum í lok vikunnar. Innan verkalýðshreyfingar og ut- an vakti athygli framganga hans í Heklumálinu á Fáskrúðsfirði um síðustu helgi og spurt er hvort hún hafi verið liður í kosningabaráttu. Það er hins vegar svo, þessar síð- ustu vikur fyrir þingið, að verka- lýðsleiðtogar mega sig varla hræra án þess að lögð sé í það djúp valdapólitísk merking sem á sér sjaldnast stoð í veruleikanum. IÐUNN HÆITIRVIÐ AÐ HÆITAVIÐ Töluverður titringur kom upp í bókaútgáfunni í vikunni þegar spurðist að Iðunn hygðist ekki taka þátt í útgáfu Bókatíðinda fyr- ir þessi jól eins og hin fyrri. Skotið var á neyðarfundi í félagi bókaút- gefenda í fyrradag, en formaður þar er Jóhann Páll Valdimars- son hjá Forlaginu, fjandvinur Jóns Karlssonar hjá Iðunni. Á fundinum varð niðurstaðan að halda áfram útgáfunni þrátt fyrir ákvörðun Iðunnar og jafn- framt var ákveðið að lækka verð á heilsíðuauglýsingum í blaðinu. Þá bar svo við að Jón Karlsson til- kynnti að Iðunn yrði með eftir allt saman og þar með eiga öll forlög- in aðild að útgáfunni eins og áður. Engar skýringar hafa fengist á af- stöðu og sinnaskiptum Iðunnar í málinu, en þar á bæ munu for- svarsmenn aðallega hafa verið að velta fyrir sér hvort kostnaður sem fyígdi þátttöku skilaði sér á einhvern hátt til baka. PLTTTINN Á MATTA KOST- AR FJÓRAR MILLJÓNIR Sem kunnugt er fór allt í loft upp á síðasta vetri vegna „takka- gleði“ Matthíasar Bjarnasonar alþingismanns, sem greiddi at- kvæði fyrir Árna Johnsen, eins og frægt varð. Eftir atvikið var nýja tölvuatkvæðakerfið lagt til hliðar en það hafði kostað á milli sex og sjö milljónir króna. Nú er hins vegar ætlunin að endurbæta kerfið og í fjáraukalög- unum kemur fr am að Alþingi bið- ur um Ijórar milljónir til að lag- færa það. Það má því með sanni segja að puttinn á Matta kosti fjór- ar milljónir. Dýr mundi Matti all- ur! HALLURFERTIL PROPAGANDA Hallur Helgason er ungur maður sem lært hefur kvik- myndagerð í Kaliforníu, leikið í hljómsveitinni Kátir piltar, verið barnastjarna í kvikmyndinni Punktur punktur komma strik, en var síðast framleiðslustjóri í bíó- myndinni Sódóma Reykjavík. Nú mun Hallur vera að yfirgefa þessa syndum spilltu Reykjavík, því hann hefur verið ráðinn í vinnu hjá Propaganda Film, kvikmynda- fyrirtæki Sigurjóns Sighvats- sonar í Los Angeles. Margir fslendingar munu leita ásjár hjá Siguijóni, en hann getur ekki liðsinnt mörgum. Því þykir þetta gott skref á framabrautinni hjá Halli. BJÖRKVILL ÚRSYKUR- MOLUNUM Það hafa verið miklar vanga- veltur um framtíð Sykurmolanna að undanförnu og nú virðast flest- ir komnir á þá skoðun að þeir muni hætta eftir hljómleikaferð- ina með U2, sem þó hlýtur að vissu leyti að teljast hápunkturinn á ferli sveitarinnar. Þetta er að minnsta kosti skoðun Q, sem er víðlesnasta tónlistartímarit á Bret- landi. í frétt í nóvemberhefti Þarf að tala skýrt og leyna trett S T A R F S IV! A N N TBL. %6. Ám. OKTÓSER tttt ■ ■ Forsíða fréttablaös starfs- manna Flugleiða er allný- stárleg að þessu sinni en hana prýða aðeins þrjú flennistór orð: „Spörum 500 milljónir". Það fer ekki fram- hjá neinum að útlit sem þetta er ætlað til að ná at- hygli væntanlegra lesenda og koma innihaldi blaðsins markvisst til skila, en ætla má að starfsfólki hafi brugð- ið nokkuð. Einar Sigurðs- son, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði hugmyndina fengna að láni hjá PRESSUNNI, en mörg djörf og skemmtileg blöð væru í útgáfu og ákveðið hefði verið að slást í þeirra hóp. „Forsíðan er til að setja punktinn yfir i-ð á þeirri kynningu sem hefur verið í gangi innan fyrirtæk- isins að undanförnu," segir Einar. „Þarna er lögð áhersla á hvernig staðan er og spilin lögð á borðið. Skilaboðin eru þau að við erum komin að niðurstöðu um hvað þarf að gera varð- andi sparnað innan fyrirtæksins og kemur starfsmönnum ekki í opna skjöldu vegna þess að greinar og viðtöl í síðustu blöðum hafa gefið nasasjón af því í hvaða átt viðskiptin hafa þróast. Vegna þess hvernig ástandið er þarf að tala skýrt, einfalt og undirstrika það að engu má leyna. Þetta er nokkurs konar plakat til áminningar." SPORUM 500 i/IILLJÓNIR blaðsins segir að hljómsveitin muni tilkynna að hún sé hætt eftir hljómleikaferðina. Blaðið segir að „vandamálið“ sé löngun Bjarkar Guðmunds- dóttur til að hljóðrita á eigin spýt- ur og þótt hljómsveitin hafi áður komið saman eftir langt hlé sé ekki hætta á að það endurtaki sig. ÞINGMENN FÁ ÞÚSUNDIR BRÉFA Þingmenn landsins fá nóg að gera við að opna póstinn sinn næstu daga. Nemendur Háskóla íslands og sérskóla landsins ætla að senda þingmönnum bréf og kvarta yfir niðurskurðinum til menntamála. Bréfin eru stöðluð, þau eru öll eins fyrir utan nafn nemanda og skóla hans. Talað er um niðurskurð ríkisstjómar Dav- íðs Oddssonar til skólanna og Lánasjóðs íslenskra námsmanna og skattlagningu á íslenskar námsbækur og þingmaðurinn er beðinn að beita sér fyrir því að niðurskurðurinn og skattlagning- in verði ekki að veruleika. Skól- arnir skipta þingheimi á milli sín en nemendur Háskóla fslands senda Sturlu Böðvarssyni, Jó- hönnu Sigurðardóttur, Eyjólfi Konráði Jónssyni og össuri Skarphéðinssyni bréf. Hver nemandi sendir einum þing- manni bréf og vonast nemar í Há- skólanum til að hver fjórmenning- anna fái að minnsta kosti 750 bréf inn um bréfalúguna sína frá há- skólanemum á næstu dögum. MATTHÍAS BJARNASON. Enn er verið að endurbæta atkvæðagreiðslukerfið. HALLUR HELGASON. Fær vinnu hjá Sigurjóni Sighvatssyni. BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR. Breska músíkpressan segir hana undir- rótina að skilnaði Sykurmola. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON. Fær hann 750 bréf inn um lúguna? UMMÆLI VIKUNNAR DeVito er reglulega skemmtilegur en svakalega er hann lítill // Alveg einstök tilfinning I ÁRNI SAMÚELSSON KVIKMYNDARISI cjetu/i maSuti a*uHaÍ léttaA. „Ég hætti ekki við þessar aðstæður í þjóðfélaginu.“ Steingrímur Hermannsson fjallkona 0g stúlkurnar eru orðnar svo stórar! HIN NYJA SAUÐFJÁRVEIKI „Ég veit ekki hvort mönnum finnst það furðulegt að ég skuli hugsa mig um áður en ég neita að taka við opinberu fé.“ Kári Þorgrímsson frjáls bóndi „Ég hef það sterklega á tilfinning- unni að þrátt fyrir þessa svartsýnu blaðamenn, sem ég hlusta á, mun- um við vinna þessar kosningar.“ George Bush forseti „Ég veit að ég er að fara í mjög stóra keppni sem er stærri og erf- iðari en hinar keppnimar." María Rún Hafliðadóttir fegurðardis BARA KARLA! ,Við þvingum ekki konur í skoð- unum.“ Kristín Einarsdóttir þingkona » Uppreisn bítskúrsbandsins Okkur tókst hins vegar að bijót- ast út úr bílskúrnum." Hallur Ingólfsson þungarokkstrommari Friðrík Sophusson fjármálaráðherra upplýstí í fjáriaga- ræðu sinni að sérhver Islendingur skuldaði sem nasmi 720 þúsund krónum eriendis. Samkvæmt því skuidar fjögurra manna jölskylda 2 milljónir og &&0 þúsund krónur. Fyrsti vinningurinn ! Lottóinu um síðustu heigi var 2 milljónir 42! þúsund oq !&7krónur. Effjögurra manna fjölskylda flytur úr landi losnar hún við að borga þessar2 milljónirog ð&O þúsund krónur. Hún vinnur þvíí raun þessa fjárhæð. Sem, nota bene, er 19 prósentum hærri en lottóvinningurinn um síðustu heigi. Gáum að því.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.