Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÖBER 1992 Helgi eina um miðjan október áttu sér stað tvær illræmdar nauðg- unartilraunir í tveimur kirkjugörð- um í Reykjavík. Tuttugu og eins árs maður rœndi sjö ára stúlkubarni og reyndi að nauðga í Fossvogskirkjugarð i ogfimmtugur mað- urgerði tilraun til að nauðga sextugri konu í kirkjugarð- inum við Suður- götu. Þeir eru ekki dœmigerðir kyn- ferðisafbrotamenn, karlmennirnir tveir sem íslenska þjóðin varð felmtri slegin yfir áfréttadaginn mikla. Þeir sem fremja kynferðisafbrot á íslandi gagnvart börnum eru nefnilega flestir mun eldri en hinn 21 árs gamli Trausti Róbert Guð- mundsson. Langflestir eru þeir á milli þrítugs og fertugs og er helmingurinn kynfeður barn- anna, rúmlega þriðjungur er skyldmenni og mörg dæmi eru um að sambýlismenn móður, þ.e.a.s. stjúpfeðurnir, fremji af- brotin gegn börnunum. Afar sjaldgæft er að glæpir sem þessir séu framdir í áfengisvímu og eru mennirnir hvorki geðveikir né al- varlega greindarskertir sam- kvæmt opinberum rannsóknum. Nokkrir eiga þó við alvarlegar per- sónuleikatruflanir að stríða. Flest- ir eru í fastri vinnu en eru frekar af lægri stigum þjóðfélagsins og hef- ur ríflega helmingur áður komið við sögu lögreglunnar. Hinn dæmigerði íslenski nauðgari er hins vegar innan við þrítugt og með langan afbrotaferil að baki. Hann fremur brotið í áfengisvímu en sjaldgæft er að hann gerist sekur um nauðgun oftar en einu sinni. Langflestum nauðgurum er konan ókunnug en þó eru nokkur dæmi þess að um kunningjanauðgun sé að ræða og í 6% tilfella er sá ákærði tengdur konunni fjölskylduböndum. Því hefur verið haldið fram að hinar svokölluðu kunningjanauðganir í heimahúsum sem kærðar hafa verið til RLR séu aðeins toppurinn á ísjakanum. Flest ellefu til fjórtán ára Alls hafa Rannsóknarlögreglu ríkisins borist 36 kærur vegna kynferðisafbrota gegn börnum frá árinu 1977, en það ár tók Rann- skóknarlögregla ríkisins til starfa. Flest þessara barna eru á aldrin- um ellefú til fjórtán ára, þar af eru stúlkur í miklum meirihluta. f átta tilfellum af þrjátíu átti samræði sér stað, það var einnig í átta til- fellum sem limur var settur að kynfærum barnsins eða inn í þau, eða fingur notaðir í stað lims. í fjórum tilfellum var limur settur á milli fóta barnsins, í þrjú skipti fór ffam ffóun kærða með munni og höndum, fjórum sinnum barst kæra fyrir káf á kynfærum barns- ins, ffóun barnsins eða að kynfæri þess voru sleikt, í sex tilfellum var um strokur, káf og blauta kossa að ræða og í fjórum kærum er óvíst hvaða aðfarir áttu sér stað. Nauðgunarkærur eru miklum mun fleiri en kynferðisafbrot gagnvart börnum; að meðaltali eru framdar tuttugu nauðganir á ári. Þá eru ótaldar kærur sem verða vegna tilrauna til nauðgun- ar eins og átti sér stað í kirkju- garðinum við Suðurgötu. Langstærstur hópur kvenna sem er nauðgað er á aldrinum 15 til 24 ára. Af 126 nauðgunarkærum sem bárust RLR á sex ára tímabili voru aðeins 48 kærur sendar áfram til dómstóla, 42 kærum lauk á lög- reglustigi, 33 mál voru felld niður, tveimur lauk með dómsátt og þremur málum lauk með annarri afgreiðslu. Þegar mál eru borin saman eftir afgreiðslu rannsókn- arlögreglunnar kemur í ljós að flest mál sem lokið er við á lög- reglustigi eru vegna andlegrar fötíunar konunnar eða annarra erfiðra vandamála. Þetta á einnig við ef konurnar hafa verið mjög ölvaðar þegar brotið var ffamið. Meiri heimtur voru í kynferðis- afbrotamálum gagnvart börnum, því af þeim þrjátíu kærum sem bárust RLR ffá 1977 til árins 1989 voru 22 sendar áffam til ríkissak- sóknara. Af þeim fellir ríkissak- sóknaraembættið niður fjórar kærur, heimilar dómsátt í tveimur málum en gefur út ellefu kærur, þar af var ein vegna tveggja kæra. Af málunum sex sem strönd- uðu hjá rannsóknarlögreglunni var eitt fyrnt, í þremur tilvikum var kæra dregin til baka, í fimmta tilvikinu var ekki hægt að byggja á frásögn barnsins vegna þess hve ungt það var og læknisrannsókn sýndi ekkert óeðlilegt, auk þess sem hinn kærði neitaði alfarið að hafa beitt barnið ofbeldi, og í sjöt- ta tilfellinu var farið að tilmælum læknis mannsins um að senda málið ekki áffam. Nauðgunarmál fljótafgreidd Tíminn sem kynferðisafbrota- mál eru að velkjast í dómskerfinu er æði mismunandi og dæmi eru um að kynferðisafbrotamál gagn- vart bami hafi legið á borði ríkis- saksóknara í tvö og hálft ár og eitt og hálft ár í nauðgunarmáli. Þá á málið effir að fara í gegnum dóm- stóla. Nauðgunarmál virðast fljót- afgreiddari en kynferðisafbrota- mál gagnvart börnum. f flestum tilfellum eru hefðbundin nauðg- unarmál hálft ár í meðförum dómstóla en sá tími getur orðið allt að tveimur til þremur árum. Ástæða þess er sú að kynferðisaf- brotamál gagnvart bömum krefj- ast oft meiri rannsókna. Af þeim ellefu kynferðisaf- brotamálum gagnvart börnum sem dæmt var í lauk fimm með óskilorðsbundinni fangelsisrefs- ingu fyrir sakadómi. I tveimur dómum var refsing fangelsi í tvö ár og sex mánuði, í öðmm tveim- ur var fangelsi í fjögur ár og í einu var refsing fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Endanleg niðurstaða fyr- ir báðum dómstigum er því sú að í Ijómm dómum var refsing fang- elsi í tvö ár og sex mánuði og í ein- um dóminum fangelsi í fjögur ár, en þeim dómi var ekki áífýjað til Hæstaréttar. Það er mjög breytilegt hvað ákærðir fyrir nauðgun fá langan dóm, en flestir eru dæmdir í tveggja ára fangelsi. Þá hefúr færst í vöxt að skilorðsbinda hluta af dómnum.________________________ Guðrún Kristjánsdóttir Heimildir: M.a. samantekt Áslaugar Þór- arinsdóttur um kynferðisafbrot gegn börnum og unglingum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Sem hugsaði málið og komst aðannarri niðurstöðu en flokkurinn. A U PPLEIÐ... Farmgjöldin hjá Eimskip og vísast verðbólgan. Skattarnir Það verða orðið fáir til að mót- mæla því að þeir skuli hækk- aðir á launafólki. Magnús L. Sveinsson Hann fékk að vera Hrói höttur í smá- tíma og lamdi á vondu kaupmönn- unum sem vildu hafa opið á hvíldar- deginum. Magnús Gunnarsson Honum og samráðsmönnum hans hefur gengið svo vel að komast í að stjórna efnahagslíf- inu að hann varð að hvetja menn til að fara sér aðeins hægar. Á NIÐURLEIÐ Davíð Oddsson Sigurdór blaðamaður honum lambið gráa með því að senda á hann klassískan íslenskan leirburð. Víkingar Eftir að Hvíti víking- urinn kom tillands- ins ervandséð að þeir komist aftur i kvikmynd á þessari öld. Fjárlögin Sem voru lögð fram í þinginu, en enginn tók mark á því að neinn Kaff, meinti neitt með þeim. Ekki einu sinni fjármálaráðherra. Það er meira að segja óhollt að drekka lítið af því. Ríkisstjórnin Eru aðilar vinnumarkaðarins bara að hjálpa eða er kannski réttara að þetta sé dulbúið valdarán?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.