Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 28

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÓBER 1992 Vigdís Grímsdóttir g er mesta fífliö í veislunni Vigdís Grímsdóttir heíur skap- að ódauðlegt listaverk. Ég hef lesið þannig verk áður, séð þannig höggmyndir, heyrt þannig tón- verk. En einn góðan veðurdag þegar maður hefur ferðast lengi skilur maður í innsta kjarna og orðin öðlast merkingu. Og eftir það er lífið í öðrum litum og tón- um. Plássið í heiminum breytist. Og ég fer að hugsa um hellarist- urnar sem maðurinn gerði eftir útlínum veiðidýranna þegar skuggar þeirra köstuðust á vegg- ina. Og alltíeinu skil ég að höfuð mitt er hellir og að það er hægt að rista í það ódauðleg listaverk og ef svo skyldi vilja til að ég mundi einhverntíma deyja þeim dauða sem duftinu heitast ann verður hauskúpa mín í gröfinni en sá tími kemur að það sprettur upp af henni eilífðarfagurt og baneitrað blóm. Þetta eru skilaboð til kom- andi kynslóða. Og við getum breyst í risaeðlur og risaeðlurnar aftur í fugla en í gegnum það allt og útdauðar sólir fylgir okkur þessi vitneskja sem hefur safnast fyrir í hellinum. Og hjartað býr í hellinum svo öllu er óhætt. Allt nema það að borða síðasta vín- berið úr silfurskálinni. GESTUR í KAFFIBOÐI, SKÓGIEÐAILÍKAMANUM „Viltu kaffi?“ spyr Vigdís og ég hugsa mig aðeins um, minnug þess að aðalpersóna hvarf á dular- fullan hátt í kaffiboði í nýjustu skáldsögu hennar, Stúlkunni í skóginum, þar sem aðalpersónur eru bókasjúkur krypplingur og brjáluð brúðugerðarkona. Ég ákveð að taka áhættu og þiggja kaffið og eftir að hafa rætt um hvort listamenn séu ábyrgir eða óábyrgir, afhverju þeir vilji ekki tala um verk sín í viðtölum en geri það samt, hvort hún vilji frekar tala um hreindýraveiðar og geim- verur, kemst ég að því að Vigdís vill tala um bókina svo ég spyr hvemig hugmyndin hafi kviknað. „Mig langaði til að skrifa ástar- jámingu til einfaldleikans. Til auð- mýktarinnar. Og ég hugsaði: Hvar fmn ég svoleiðis persónu? Ég er það svo sannarlega ekki. Ég tók til bragðs að fara í göngutúr og þá mætti ég þessari persónu á götu.“ -1 alvöru? „f alvöru.“ Og hefurðu séð hana síðan? „Já, já. En þegar ég mætti henni fór allt af stað. Þessi hugmynd um að vera gestur í eigin samfélagi. Gestur í skógi. Gestur í kaffiboði. Þessi ffamandleikatilfinning.11 Er þá ekki hœgt að tilheyra sem gestur? „Maður er utan við allt. Gestur sér öðruvísi, sér betur, sér að minnsta kosti allt annað. Hann dæmir ekki en lýsir og segir frá. En sagan er Uka um að vera gestur í eigin líkama, gestur í sálinni. Og þá vakna þessar einföldu spurn- ingar sem allir sem skrifa hafa að leiðarljósi: Hver er ég? Afhverju? Hvað er ég að gera á þessari göngu minni? En sem betur fer er ekki til einn sannleikur.“ Þessarfornu spumingar? „Þetta eru ævagamlar spurn- ingar.“ Afhverju erum við alltaf að spyrja þessaragömlu spuminga? „Leitin að lífshamingjunni krefst þess. Og við verðum að vita um hina líka. Við erum svo forvit- in. Því meira sem maður spyr, því æstari verður maður og þyrstari.“ Gestur í eigin sál og líkarna. Verður þessi klofhingur til hjáfá- um útvöldum eða fylgir hann hverri manneskju? „Við höldum að við séum svo klofin. En við erum bara svona. Við höldum öll að við séum ein- stök, vitrasti maðurinn á jarðríki, mesta fi'flið í veislunni, sorglegasta dæmið um asnalega manneskju. Ég er svo einkennilegur, hugsa all- ir. Og það er rétt og allt í lagi. En einn daginn uppgötvar maður þessa gjá. Málið er að stökkva yf- ir.“ ekki gestur. Klofinn eða ekki. Maður er að minnsta kosti lifandi. Mér fannst gaman að tefla auð- mýktinni andspænis þessum spurningum um listina. Þessi of- boðslegi svokallaði listamaður. Ur hverju er hans list? Ég ákvað að tefla þessum klisjum saman við auðmýkt og fegurð. Þetta er samt ekki leikur milli góðs og ills einsog í ævintýrunum. En það hljóta að koma upp mikil átök milli þess sem er allslaus og hins sem hefur vilja og styrk. Það eru alltaf átök í samskiptum manna.“ / þessari bók eru viljinn og minnið systur. Manneskjan vek- ur viljann með minningum. Ert þúpersóna íbókinni? er lítið talað um auðmýkt í vest- rœnni heimspeki eða trúarbrögð- um? „Við höfum hetjutrú. Það skal enginn sjá mig gráta. Fyrr skal ég detta dauður niður og hanga í minni trjágrein. En það felst ein- lægni í trú. Trú skiptir miklu máli. Það er eitthvað merkilegra til en manneskjan. Það er eitthvað meira.“ Trúirþúþví? „Ég trúi því þegar ég sit og horfi á sjónvarpið. Ég þarf að trúa því. Trúin flytur fjöll. Þess vegna getur maður alltaf búist við bjartari tím- um. En þú? Trúir þú þessu?“ Ég trúi að það sé eitthvað meira en ég en hugsa svo: Það er „Bókin byrjar í lokin. Ég hef aldrei lesið þessa bók. Það er búið að henda henni. Hún finnst kannski í ruslatunnu. Það er svo merkilegt hvað mörgu er hent.“ Mér finnst skáldsögurnar þín- ar enda allar eins, þeas. ég hef ekki hugmynd um hvað verður um sögupersónuna. Lifði Grímur í Kaldaljósi eða dó? Varð fsbjörg geðveik eða heil? Hvað varð um Guðrúnu Magnúsdóttur? „Ég hef oft verið spurð að þessu en gef engin svör. Fólk verður að finna það út. En þær eru í komp- aníi við allífið.“ Ódauðlegar? „Ég gleymi þeim aldrei. Þær lifa í mér. Ekki af því að þær eru PRESSAH'JIM SMART ÞRÁÐUR ÚR ÁST OG HEIÐ- ARI.EIKA En hoppar maður bara yfir gjána? Verður maður ekki að byggja brú og veistu úr hvaða efni maður smíðar brúna? “Bíddu nú við, hvað heitir þetta efni? Heiðarleiki, já. Ást og heiðar- leiki. Maður tekur þessa tvo þræði og tvinnar þá saman og gengur svo yfir, sveiflar sér og dinglar. En þeir sem hafa auðmýktina í sér þurfa ekki að eyða ævinni í þetta band. Þeir sem eru auðmjúkir vita ekki einu sinni af þvf. Gestur eða „Ætli það sé satt að maður sé alltaf að skrifa um sig? Ég kynnist mér að minnsta kosti í gegnum sögupersónur. Þótt ég sé voða yfimáttúruleg er ég enginn sendi- boði að handan. Og sagan fær ekki alveg að ráða. Ég set ramma þótt ég þykist ekki gera það.“ önnur brú? Enþú sagðist ekki vera auðmjúk? „Nei, en ég reyni að vera það. Ég þarf ekkert tao eða mao. Ég held að auðmýktin komi með ást- inni. En það er ekkert einfalt." Erum við ekki háð því að það bara ég sem trúi þessu í höfðinu oggetur það þá staðist? „Já, þetta er helvítis heimspek- in. Röldeiðslumar. Sá guð sem þú þarft kemur til þín, hvort sem hann kemur út úr hól eða úr bibh'- unni. Ef hann er dvergur hefur hann búið til töfranisti þar sem allt er fólgið. Sumir segja að hann sé skapari himins og jarðar. Kannski er það hið sama. Maður veit ekki hverju á að trúa. Maður verður að finna út úr því.“ Sagan um stúlkuna í skógin- um endarfurðulega? einsog ég. Þetta er einsog með fólk. Maður laðast að ákveðnu fólki. Fær orku á einum stað og tapar henni á öðrum. Maður verður að hafa vit fyrir sér. Ef ég fer bara þangað þar sem ég er pínd og kvalin er eitthvað að. Maður fer á barinn og kemur út einsog lúbarinn hundur." SAMEIGINLEG LÖND MANNANNA Þú hefur skrifað uppúr bókum eftir aðra höfunda og sett í þína bók. Eralltílagi með þig? „Því sem hefur verið hent hefur hver og einn leyfi til að hirða. Það er hættulegast fyrir eina þjóð að týna tungumálinu. Það er ekki víst að nokkur nenni að leita í rusla- tunnum eftir orðum og setning- um og svo er verið að rífast um skatt á bækur. Rífast um það sem gerir okkur að manneskjum í þessu landi. Tungumálið samein- ar okkur. Og þá getum við spurt þessara endalausu spuminga svo við fáum eitthvað út úr jarðvist- inni. Öll atlaga að tungumálinu er stórhættuleg." Er það ekki barafámenn klíka rithöfunda sem er með þetta á heilanum? „Nei, við vitum þetta öll. Það er svo augljóst." Ertu ekki hrœdd um að ein- hverfari í mályfir að þú hefur hirt texta úr öðrum bókum án- þess að tilgreina höfunda? „Ef það gerist er engin hætta á öðm en ég mæti því með hnúum og hnefum. Kannski verður bókin bönnuð. En ég trúi að ég megi finna hvað sem er í tunnum ef ég er sögupersóna.“ Allar þessar bœkur sem hún finnur í ruslatunnum út um all- an bce eru einsog litlar gátur. Lyklar. „Svo er það spurning hvort maður telur sig mega gera allt ef maður er listamaður. Sjúga lífið og blóðið úr öðrum. Því er ég kannski að reyna að svara í þess- ari bók. Hvað má maður ganga langt?" Er þetta blóð fóm á altari lista- gyðjunnar? „Jú, kannski. Þetta blóð er ekki handa mér prívat og persónu- lega.“ Hefur þú kynnst hœttulegum löndum við aðfiera þessarfómir? „Já, en þau eru flest ókönnuð. Kannski eru það sameiginleg lönd. Hin sameiginlegu lönd mannanna.“ Þarsem allireiga heima? „Það er kannski voða hættu- legt.“ Þessi ókunnu lönd, koma þau geðveiki þá ekkert við? „Nei, það er annað. Þetta eru landamæri milli tveggja landa. Ef þú ert á nippinu — það lenda allir í því — þá ferðu ffá landamærun- um og niður í djúpið. Flestir rek- ast að þeim landamærum ein- hvemtíma á ævinni en fæstir fara niður í djúpið.“ Hefur þessi landamœraleikur tHgang? „Annars rækist maður ekki þangað. Það hefur allt tilgang." Erum við ekki smeyk við til- gangogönnur svona fin orð? „Ég veit það ekki. Jú, við erum hrædd við að viðurkenna að við séum að leita að tilgangi og ást. Kannski hefur það alltaf verið þannig. Ég held að tilgangurinn sé að gefa einhverjum eitthvað. En þetta er feimnismál. Það má ekki vera feimnismál að hafa eitthvað að segja. Og það má ekki vera feimnismál ef maður finnur að maður hefur sagt einhverjum eitt- hvað mikilvægt. Það er bara gleði sem fylgir því.“ Svo það er nóg af efni til að skrifa um? „Já, það em svo mörg feimnis- mál.“ Elisabet Jökulsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.