Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 22.0KTÓBER 1992 29 i Vestfirska fréttablaðinu er dálkur sem ber yfirskriftina; Vestfirska hefur heyrt. í þarsíðasta blaði kemur ffam að Vestfirska hefur heyrt „að yfirkjötmats- maður sláturhúsa á Vestfjörðum og Ströndum sé starfandi bankastjóri í Bún- aðarbankanum í Mosfellsbæ. Það er at- hyglisvert að á tímum atvinnuleysis skuli vera hægt að útvega hátekjumönnum úr öðrum landsfjórðungum aukastörf í Vest- fjarðakjördæmi þegar nóg er af hæfú fólki í héraði til að gegna þeim“. Bankastjóri Búnaðarbankans í Mosfellsbæ er Karl M. Loftsson... s k^/em kunnugt er var Taflfélagi Reykja- víkur og Skáksambandi íslands rétt hjálp- arhönd í fyrra vegna slæmrar fjárhags- stöðu vegna húsnæðisins í Faxafeni, sem í daglegu tali er kallað Skuldafen. Nú ber hins vegar svo við að Gjaldheimtan í Reykjavá: og tollstjóraembættið hafa farið ffam á uppboð á húsnæði TR í Faxafeni. Það er því ljóst að enn er á brattan að sækja í fjárhagsmálum hjá skákmönnun- um... ú næstu daga mun sveitarfélaga- nefndin stóra skila áfangaskýrslu um störf sín, en hún á að taka fyrir sameiningu sveitarfélaga. Um leið liggur fyrir að hún verður ekki tilbúin með niðurstöðu fyrr en á næsta ári. Á sama tíma hefur Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra sagt að brýnt sé að flýta sameiningu sveitarfélaga til að ná fram hagræðingu. Mun þessi yfirlýsing hafa lagst misjafnlega í nefndar- menn og Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra, sem fer með þessi mál- efni. Þykir mönnum Ijóst að erfiðlega muni ganga að knýja aðgerðimar í gegn ef þær verða fyrst og fremst á efnahagsleg- um forsendun, án tillits til hvernig þær þjóna sveitarfélögunum. Sjá menn fram á stórfellda lokun skóla og hreppsskrifstofa efþettagengur eftir__ P J—/itthvað virðast Flugleiðamenn eiga í vandræðum með eign sína á Reykjavíkur- vegi 72 í Hafnarfirði. Nú hafa nefnilega Innheimta ríkissjóðs og Árvakur hf., út- gáfufélag Morgunblaðsins, farið fram á uppboð á eigninni... B— í októberlok þar sem öllum félögum í Fé- lagi kvikmyndagerðarmanna (FK), Sam- tökum kvikmyndaleik- stjóra (SK), Félagi kvik- myndastjóra og Sam- bandi íslenskra kvik- myndaframleiðenda (SIK) er boðin þátttaka í að velja íslenska kvik- mynd til Öskarskeppn- innar 1992. Fyrirkomulag er á sömu nót- um og venjan hefur verið undanfarin ár og virðast tillögur Hrafns Gunnlaugs- sonar um breytingar á tilhögun við val á kvikmynd ekki hafa hlotið hljómgrunn. Hugmyndir hans fólust í því að skipaðir væru fulltrúar í nefnd sem tæki að sér að velja framlag íslands til keppninnar í stað þess að hver félagsmaður hefði rétt til eins atkvæðis. Gert var ráð fyrir að nefndarað- ilar kæmu annars vegar frá SÍK, sem Hrafn veitir formennsku, og hins vegar frá FK. Hafði fyrrnefndur félagsskapur þegar skipað þá Friðrik Þór Friðriks- son og Axa Kristinsson til starfa. Tölu- Komið og skoðið eina glæsilegustu raftækjaverslun i landsins! A X \jþýðubandalagið, með þau Svavar Gestsson og Guðrúnu Helgadóttur í fararbroddi, kynnti í vikunni hugmyndir fyrir félagsmönnum sínum varðandi nýtt pólitískt vikublað sem ætlunin er að hefja útgáfu á og sendi út tilkynningu með boð að áskrift til að fylgja hugmynd þessari eftir. Áædað er að kostnaður við útgáfu þessa „myndarlega" litprýdda vikublaðs verði um 2 milljónir króna og eru félags- menn hvattir tii að greiða áskrift að íýrsta ársfjórðungi hið fyrsta, en mánaðarleg áskrift kemur til með að nema l.'OOO krónum og þarf því 2.000 áskrifendur til að standa undir rekstrinum. Þessi áskriftasöfnun vekur athygli í ljósi þess að flokkurinn hefur um 10 til 15 milljóna króna blaðastyrk til umráða sem ætlað er að standa straum af flokksritum. Auk vikuritsins hyggst Alþýðubandalagið senda út símblað fjórum sinnum í viku til féiagsmanna sinna sem hefur að geyma „- helstu áherslumál flokksins frá degi til dags“. Er lögð sérstök áhersla á að sfm- bréf og póstbréf séu sérhönnuð í flokkslit- unum — hvemig sem verður nú farið að því að koma þeim litum í gegnum faxtæk- ið. Utgáfan á að ganga undir nafhinu AB- fréttir en forráðamenn AB-bókaforlagsins hyggjast gera athugasemdir við nafiigift- ina þar sem fyrirtækið sendir út fréttablað til félagsmanna bókaklúbbs síns með sama nafni... ...LÝSIR ÞÉR LEIÐ ÁRMÚLA15 - SÍMI812660 OPNUNARTÍMI: MÁNUD.-FÖSTUD. 9-18 LAUGARDAGA 10-14 verður taugaskjálfti fór um kvikmynda- gerðarmenn sem höfðu að ihestu verið sáttir við óbreytt fyrirkomulag. Myndirn- ar sem tilnefhdar eru að þessu sinni em Ingaló Ásdísar Thoroddsen, Svo á jörðu sem á himni Kristínar Jóhannesdóttur, Veggfóður Júlíusar Kemp og Sódóma Óskars Jónassonar... s, "töðugt er verið að bera saman verð vöm á landsbyggðinni annars vegar og á höfuðborgarsvæðinu hins vegar. Saman- burðurinn er oftast landsbyggðinni í óhag en það er þó ekki algilt. Tíðindi vikunnar, TV, í Vestmannaeyjum greina frá því, með nokkm stolti, að verð í Vestmanna- eyjum sé stundum mun hagstæðara en í Reykjavik þar sem kaupmenn í Eyjum flytji vömr sínar beint inn. TV segja frá stúlku úr Eyjum sem fór í verslunarferð til Reykjavíkur og kom við í Cosmó í Kringl- unni. Þar sá hún jakka sem henni leist á, keypti hann og borgaði tæplega sautján þúsund krónur fyrir. Það mnnu aftur á móti tvær grímur á stúlkukindina þegar hún kom heim og sá nákvæmlega eins jakka í Eyjaversluninni Flamingó; þar kostaði jakkinn nefnilega ekki nema rétt um tólf þúsund krónur... ALLT fyrirGLUGGANN úrval, gæði, þjónusta pli-sol Plíseruö gluggatjöld, sérsniðin fyrir hvern glugga í mörgum litum og gerðum. Tilvalin í sólhúsið, glugga mót suðri og alla vandamála- glugga. Sendum í póstkröfu um land allt. «5,5» Einkaumboö á fslandi Síðumúla 32 - Reykjavík Sími: 31870-688770 Tjamargötu 17 - Keflavík Sími 92-12061 Glerárgötu 26 - Akureyri Sími 96-26685 P [Grænt númer: 99-6770 r VIÐ H0FUM " flutt alla starfsemi okkarað ÁRMÚLA15 0PNUNARTILB0Ð! INIaislhiiuiii P292 SAMBYGGT FAX OG LJ ÓSRITUNARVÉL ÞAÐ ÓDÝRASTA SEM NOTAR VENJULEGAN PAPPÍR OP7SMA ÁRMÚLA 8 - SÍMl 67 90 00

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.