Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 12

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR- PMMSSAN 22.0KTÓBER 1992 Vestmannaeyjamálið fvrir Hæstarétt Manndráp af ásetning igur maður lést eft- 'hnífstungu í brjóstið ubýliskona hans hefur Játað verknaðinn GUR ntatliw lést at v6M»» lígt Nww» totfi« eða óvilj með longum aðdraganda í meí htófi 1 húmr,u 11 tnéuióins «*• !*í<h mmu s. P«pr wg!*giais kora 4 h*n» {,* htúfS s (x]ó*«ð H*f*teian Smári ^nan á gdffi í «ofu ' i | i ii — |nj_ Swfc, 22 jtufl vwkariNnn, h*to JáriR* Su, Tuttugu og tveggja ára maður er stunginn með flökunarhnífi í brjóstið á heimili sínu og deyr af völdum áverkanna á sjúkrahúsi skömmu síðar. Tilræðiskonan er sambýliskona hans og barnsmóð- ir, nítján ára að aldri, sem fremur voðaverkið ölvuð og í uppnámi eftir ósætti og orðasennu þeirra á milli. Stúlkan er fundin sek um manndráp af ásetningi og dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar, en börnum þeirra tveimur, á öðru og fjórða aldursári, komið fyrir hjá ættingjum. Saga móðurinnar ungu sem ódæðisverkið framdi er raunasaga og það að hún skyldi missa stjóm á sér þennan örlaga- ríka dag á sér langan aðdraganda. Jónína Sigríður Guðmunds- dóttir og hinn látni, Hafsteinn Smári Halldórsson, bjuggu ásamt börnum sínum tveimur á Fífil- götu 3 í Vestmannaeyjum, þar sem atburðurinn átti sér stað snemma að morgni laugardags, þann 11. janúar síðastliðinn. Hún var þá 19 ára að aldri, hann rétt tæplega 22 ára. BAÐ LÖGREGLU UM AÐSTOÐ í TVÍGANG Forsaga málsins er sú að bæði höfðu farið út að skemmta sér ásamt kunningjum sínum aðfara- nótt laugardagsins. Gætti systir Jónínu Sigríðar, sextán ára að aldri, barnanna á heimili þeirra. Um klukkan þrjú um nóttina, að loknum dansleik, skildi leiðir með sambýlisfólkinu og fór Hafsteinn Smári heim ásamt nokkrum vin- um en Jónína Sigríður í sam- kvæmi í annan bæjarhluta. Um klukkan hálfsjö um morguninn fer hún heim og hittir þá sambýl- ismann sinn fyrir í stofunni sitj- andi að drykkju ásamt fjórum kunningjum sínum og sér hass- pípu undir sófaborðinu. Auk þeirra sátu barnfóstran systir hennar í stofunni og eldra barnið, á fjórða ári, sem hafði vaknað. Samkvæmt framburði Jónínu Sigríðar og vitnanna fimm úr lög- regluskýrslum mislíkaði henni stórlega að vín skyldi haft um hönd í viðurvist barnsins, enda höfðu hún og Hafsteinn Smári tal- að um að drekka ekki áfengi fýrir framan bömin og helst ekki reykja fyrir ffaman þau. Bað hún menn- ina því að yfirgefa húsið en Haf- steinn Smári, sem var talsvert ölv- aður eins og þeir allir, aftók það með öllu og sátu gestirnir sem fastast. Jónína Sigríður hringdi þá í tvígang í lögreglu og bað um að- stoð við að koma mönnunum út, en lögreglan hafði ekki tök á að skerast strax í leikinn. f kjölfarið kom til handalög- mála og harðra orðaskipta milli hennar og Hafsteins Smára, uns hann henti henni í gólfið. Þegar hér var komið sögu stóð systir Jónínu Sigríðar á fætur og fór með bamið inn í svefnherbergi og varð því hvomgt þeirra vitni að voða- verkinu. Að því er fram kemur í salcar- gögnum kveðst Jónína Sigríður þá hafa látið þau orð falla, að réttast væri að drepa Hafstein Smára fyr- ir að láta son þeirra horfa upp á drykkjusvall þeirra félaganna. Hann hafi þá ögrað henni og spurt hvort hún þyrði það ekki. Hafi hún þá farið fram í eldhús og grip- ið flökunarhníf sem lá í vaskinum og gengið með hann í hægri hendi að sambýlismanni sínum, sem sat Hallvarður Einvarðsson rlkissak- Arni Guðjónsson hrl. verjandi. sóknari. v j í stofunni með fætur uppi í stól 1 svo hnén námu við brjóst. ÆTLAÐIAÐEINS AÐ HRÆÐAHANN í framburði Jónínu Sigríðar kemur fram að hún hafi alls ekki haft í hyggju að stinga Hafstein Smára, heldur hafi hún aðeins ætlað að hræða hann. Hann hafi hins vegar Wegið að sér og við það hafi hún misst stjóm á sér. Jónína Sigríður sagði að sig ræki ekki minni til hvað síðan gerðist eða hvar hnífurinn lenti, hins vegar muni hún hvar Hafsteinn lá á gólfinu og hún hafi þá í uppnámi hringt á sjúkrabíl. Skömmu áður hafði einn mannanna fjögurra sem gestkomandi voru hringt í lögregluna í Vestmannaeyjum og tilkynnt að maður hefði verið stunginn með hnífi. Þegar lög- regla koma á vettvang lá Haf- steinn Smári rænulaus á gólfinu og hafði Jinífurinn verið fjarlægð- ur úr bijósti hans af einum kunn- ingjanna. Var Hafsteinn Smári úr- skurðaður látinn þegar komið var með hann á sjúkrahús Vest- mannaeyja. Samkvæmt krufningarskýrslu Gunnlaugs Geirssonar prófessors, rannsóknarstofu Háskólans í rétt- arlæknisfræði, lést Hafsteinn Smári „af stungusári í hjartastað, sem honum var veitt með hnífi. Hnífstungan fór í gegnum vinstra slegil og blæddi manninum út innvortis. Hann hafði neytt áfeng- is og annarra vímugjafa (amfet- amín, kannabínóíðar), má ætla að maðurinn hafi verið undir áhrif- um þessara lyfja er dauðann bar að“. Jónína Sigríður var þegar handtekin og færð á lögreglustöð ásamt mönnunum fjórum sem urðu vitni að atburðinum. Voru þeir allir ölvaðir og samkvæmt vottorði frá rannsólcnarstofu Há- skólans í lyfjafræði reyndist alkó- hólmagn í þvagsýni Jónínu Sigríð- ar vera yfir 3 prómill en í blóðsýn- inu 1,46 prómill. Hún var úr- skurðuð í 30 daga gæsluvarðhald og gert að sæta geðrannsókn, en rannsókn málsins var færð í hendur Rannsólcnarlögreglu ríkis- ins. DÆMD FYRIRMORÐ AF ÁSETNINGI Jónína Sigríður játaði brot sitt og reyndi í engu að draga úr ábyrgð sinni á því. Geðrannsókn leiddi til þeirrar ályktunar að hún teldist sakhæf og 30. apríl sl. var kveðinn upp dómur í Sakadómi Vestmannaeyja í máli hennar. Hafnað var þeirri skýringu ákærðu að um óviljaverk hefði verið að ræða, þó fallist væri á hún hefði ekki fyrirfram búið yfir áformum um að ráða Hafstein Smára af dögum. Hún hefði mátt gera sér ljóst að verknaðurinn gat leitt til dauða hans. Því var það niðurstaða héraðsdóms að um ásetningsverk hefði verið að ræða, sem varðar við 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 („hver, sá sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt“). Telcið var tillit til ungs aldurs ákærðu en skert dómgreind vegna mikillar áfengisneyslu var ekki virt henni til málsbóta. Jónína Sig- ríður var í undirrétti dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar, en hún hefur setið óslitið í gæslu- varðhaldi frá 11. janúar. Hún er vistuð í fangelsinu í Kópavogi þar sem hún bíður dóms Hæstaréttar í áfrýjunarmáli sínu, sem kveðinn verður upp á næstunni, og nánar verður vikið að hér á eftir. SAMBÚÐINEIN RAUNASAGA Þegar skyggnst er aftur í fortíð Jónínu Sigríðar kemur í ljós að hún átti við hegðunarvandamál að stríða sem unglingur og komst þá nokkrum sinnum í kast við lögin, vegna auðgunarbrota. Fimmtán ára kynntist hún Haf- steini Smára og varð slitrótt sam- búð þeirra í kjölfarið að einni raunasögu. f þágu rannsóknar málsins gerði Hannes Pétursson yfirlæknir geðrannsókn á Jónínu Sigríði og kemur ýmislegt fram um persónusögu hennar í skýrslu hans, sem hér verður vitnað til. Stúlkan er fædd og uppalin í Vest- mannaeyjum, næstelst fimm systkina. Henni gekk best að læra af systkinunum og samkvæmt umsögn skólastjóra Barnaskóla Vestmannaeyja um náms- og greindarþroska hennar var hún „í góðu meðallagi“. Ekki varð vart hegðunarvandkvæða ffarnan af. Á unglingsárunum varð hún fyrir neikvæðum félagslegum áhrifum; byrjaði tólf ára að fikta með tóbak og áfengi, vanrækti skólann og hætti loks fimmtán ára gömul. Jónína Sigríður útvegaði sér þá vinnu í Reykjavík og kynntist þar barnsföður sínum, Hafsteini Smára. Fluttu þau saman til Vest- mannaeyja og unnu í verbúð. f mars 1988 varð hún ófrísk að fyrra bami þeirra og slitnaði upp úr sambandinu í kjölfarið. Um þetta hefur hún sagt: „Það var í byrjun maí að ég og Hafsteinn hættum saman, ástæðan fyrir því

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.