Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÓBER 1992 éáfumenni og skoöaoasmiðir sem stjorna því hvernig við hugsum Arni Bergmann Árna vantar málgagn og vinstri- menn vantar skilaboðin frá hon- um um hvernig eigi að bregðast við stöðunni Bjöm Bjarnason einn helstur hugmyndafræðingur hægrimanna, hugsar oft upphátt í blöðunum Bjöm Th. Björasson passar upp á að við gleymum ekki árunum þegar Kaupmannahöfn var höfuðborg og Danmörk skipti máli Egill Ólaf sson fjölhæfasti listamaður þjóðarinn- ar og alvöru stjarna, notar gáfurn- ar til að leika, syngja og búa til músík Garðar Cortes þótt hann sé farinn til Svíþjóðar svífur andi hans yfir vötnunum í óperunni og söngkreðsunum Guöbergur Bergsson stundum er eins og hann sé að bulla, þá kemst maður að því að hann er líklega að tala af óvenju- legum spekingsskap; helstur full- trúi evópskrar gáfumennsku meðal þjóðarinnar Guðmundur Andri Thorsson kannski ekki maður mikilla álykt- ana en veltir fyrir sér smáum hlut- um þannig að þeir virðast nýir Guðrún Agnarsdóttir kvennabarátta með mjög hreinni áru og siðgæðisvörslu Guörún Helgadóttir ekki vegna þess að hún sé endi- lega stórbrotinn stjómmálamað- ur, heldur vegna þess að hún hef- ur skrifað betri og metnaðarfyllri barnabækur en tíðkast á íslandi Gunnar Kvaran síðan hann tók við hefur verið spenna í kringum Kjarvalsstaði; án hennar er listin leiðinleg Halldór Guðmundsson f útgáfuveldi Máls og menningar liggja flestallir leyniþræðimir inn á skrifstofuna hans Hannes Hólmsteinn Gissurarson kannski em thatcherisminn og frjálshyggjan á undanhaldi, en það em miklu miklu fleiri sam- mála honum en fyrir áratug Helga Kress fulltrúi hinnar hörðu kvennabar- áttu, kvennabókmennta og kvennafræða; meðal yngri kvenna bólar á uppreisn gegn slíku Helgi Hálfdanarson Shakespeare, grískir harmleikir, kóraninn; við efumst ekki um að hann er mesti þýðandi í heimi Hrafn Gunnlaugsson kveikti líf með íslenska „norðran- um“ og steindrap hann aftur; ítök hans í kvikmyndagerðinni sjást víða Hörður Sigurgestsson þegar mesti forstjóri á íslandi talar fer allt að nötra; menn taka mark á orðum hans Ingibjörg Haraldsdóttir mikilvirkur þýðandi sem hefur opnað fýrir íslendingum austur- glugga Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hún skiptir um skoðun, en flestir virðast reiðubúnir að fyrirgefa henni það; það er nefnilega eins og hún hafi verið að hugsa málið Ingvi Hrafn Jónsson hann gefur sig kannski ekki út fyr- ir að vera neitt gáfumenni, en sjónvarp höfðar líka meira til til- finninganna en gáfnafarsins, það skilur Ingvi Jakob Frímann Magnússon ef einhveijum var treystandi til að láta einskis ófr eistað til að kynna Island í útlöndum þá var það ein- mitt hann Jóhann Páll Valdimarsson að komast í að gefa út bók hjá honum hefur mikið snobbgildi fyrir höfunda, eins og að sitja í klúbbi eða akademíu Jón Baldvin Hannibalsson stundum er eins og hann taii sjálf- virkt, en stundum hefur hann stíl og talar eins og hann sé einn fárra pólitíkusa á fslandi sem leggja á sig að hugsa Jón Steinar Gunnlaugsson mestur álitsgjafi í stétt lögfræð- inga; skoðanir hans eru nógu mikið á skjön við kerfið til að það sé ómaksins vert að hlusta Jónas Kristjánsson kannski á hann það til að endur- taka sig, en leiðararnir hans eru off fjörlegri og óvæntari en önnur pólitísk skrif á landinu Magnús Jóhannesson nýskipaður ráðuneytisstjóri, sem mótar baráttuna fyrir umhverfis- vemd Matthías Johannessen hann er orðinn svo mikill húman- isti að hann nemur varla við jörð lengur; en okkur finnst gott að hugsa til þess að hann fylgist með okkur neðan úr Aðdstræti Matthías Viöar Sæmundsson umgengst bókmenntirnar með þjósti og stæl sem gerir þær að betra skemmtiatriði en almennt er um slíkt grúsk Megas kannski hlusta ekki margir á hann núorðið, en það er vitað að hon- um var falið fjöregg íslenskrar textagerðar

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.