Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRBSSAN 22. OKTÓBER 1992 f Þ R Ó T T I R „Stefni auðvitað á landsliðið" „ÍR-ingarnir höfðu samband við mig og báðu mig að koma. Ég tók boðinu, leit á það sem tæki- færi til að fá að spreyta mig í fyrstu deildinni, og þetta hefur gengið framar vonum það sem af er með hjálp leikmanna og þjálfara ÍR,“ segir Magnús Sigmundsson, hirrn • ungi markvörður fR í handbolta. Magnús hefúr vakið milda athygli í vetur enda geysilega efnilegur markmaður og hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með ÍR. Magnús lék áður með FH en fékk ekki mikið að spila með meistaraflokki, sem er kannski ekki furða því þar er fyrir Berg- sveinn Bergsveinsson, einn okkar besti markmaður og margreyndur landsliðsmaður. Magnús hefúr leikið með öllum yngri landsliðum íslands og þess verður væntanlega ekki langt að bíða að hann fari að banka hressi- lega á dyr A-landsliðsins. Um síð- ustu helgi lék íslenska landsliðið æfmgaleiki við Egypta og þar var mörgum nýliðum gefinn séns. Er Magnús svekktur yfir að hafa ekki fengið að spreyta sig? „Nei, ég er ekkert svekktur yfir því, Þorberg- ur (Aðalsteinsson landsliðsþjálf- ari) velur liðið eftir sínu höfði. Ég er að leika mína fyrstu leiki í fyrstu deild og til að komast í landsliðið þarf ég að sýna áfram góða leiki. Ég átti ekki séns á landsliðssæti núna, en vonandi Gervihnattasport WúMi'WWMiM'æil 12.00 Slglingar Eurosport. Frá siglingakeppni í St. Tropez i Frakklandi. 16.30 Norwich City Sky Sports. Þetta ágæta féiag kynnt ( máli og myndum. 21.00 Spaniki fótboltinn Scre- cnsport. Nú er Maradona kominn til Spánar en kannski ekki til langframa ef Sevilla þrjóskast við að borga milljónirnar allar. 13.00 Tonnlt Sky Sports. Bein út- sending frá miklu móti þar sem kvenstjörnur tennis- heimsins reyna með sér. Þeirra á meðal Steffi Graf og Zena Garrison. 14.00 Hastaiþróttir Screensport. Frá móti I Norrköping í Sví- þjóð. Hestarnir fara létt yfir flestar hindranir. 23.30 Rall SkySports. Sýnt frá rall- keppni sem fram fór á Spáni. Allir þeir bestu eru með: Hannu Mikkola, Ari Vatanen, Carlos Saintz og fleiri. 12.00 fþróttir á laugardagi Sky Sports. Fimm klukkutlmar sneisafullir af alls konar iþróttum. Til daemis tennis, íshokkli og fótbolta. 13.00 Golf Screensport. Bein út- sending frá þriðja degi móts I Madrid á Spáni. Margir frægir golfarar eru með. Á síðasta ári vann Englendingurinn Andrew Sherbourne þetta mót öli- um að óvörum þar sem hann telst til minni spá- manna. 19.00 Fjölbragðaglíma Sky Sports Þægilegt að horfa á slagsmál á laugardags- kvöldi. A eftir Hulk Hogan og félögum kemur box. 12.55 Júdó Eurosport. Bein út- sendlng frá Austurrlki þar sem júdókappar gllma af miklum kraftl. Er Bjarni með? 13.00 Fótbolti Sky Sports. Bein útsending frá leik Wim- bledon og Tottenham f ensku úrvalsdeildinni. Eng- inn Lineker og sennilega enginn Guðni heldur, en Vinnie Jones ætti að halda uppi fjörinu. 17.00 Körfubolti Screensport. Bein útsending frá leik I þýsku úrvalsdeildinni. Þjóðverjar eru ein sterkasta Evrópuþjóðln I körfubolta. 19.00 Hollanskl fótboltfnn Screensport. Hollendlngar eiga marga frábæra knatt- spyrnumenn og þótt rjóm- inn af þeim leiki ekki I Hol- landi er boltinn sem þar er spilaður mjög skemmtileg- kemur að því að maður komist í hópinn," svarar Magnús. Þjálfari ÍR er markmanns- kempan gamalreynda Brynjar Kvaran. Magnús segir að Brynjar hafi vissulega kennt sér ýmislegt; lagað hjá sér staðsetningar og jafiivægi og sýnt sér nýjar æfingar. Magnús hefur þótt sérlega lun- kinn við að verja víti. Hver er kúnstin þar að baki? „Ég er auð- vitað búinn að skoða leikmenn á myndbandi, það er líka mikilvægt að tímasetningin sé rétt og snerp- an í lagi.“ Það hlýtur að vera sál- fræðilega mikilvægt að verja víti, veita markmanninum aukið sjálfstraust og brjóta andstæðmg- inn niður? „Það er rosalega sterkt að verja fyrstu vítin í leik. Verji maður fyrstu tvö- þrjú skotin utan af velli kemst maður í gang, en ef maður fær á sig þrjú-fjögur mörk í upphafi án þess að koma við bolt- ann getur líka allt farið í spað,“ segir Magnús. Hugmyndir FIFA um sérstaka forriðla „Ekkert í þessa veru á döfínni“ segir Eggert Magnússon, formaður KSÍ Eins og greint var frá í PRESS- UNNI í síðustu viku virðast uppi hugmyndir innan Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins (FIFA) um að lakari þjóðum Evrópu verði gert að leika í sérstökum forriðl- um fyrir stórmót í framtíðinni, um sæti í hinni eiginlegu riðla- keppni. fsland er neínt sem eitt þeirra landa sem gætu þurft að vera í forriðli. „Ég held að þetta sé ekki á teikniborðinu, að minnsta kosti ekki í náinni framtíð, auk þess sem það er ljóst að í dag ertun við ekki í þessum hópi. Frammi- staða okkar er betri en svo og útilokar þetta, í það minnsta eins og staðan er núna, hvað svo sem framtíðin kann að bera í skauti sér,“ sagði Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusam- bands íslands (KSÍ), er PRESS- AN bar þessar hugmyndir undir hann. Eggert sagði ekkert vafamál að staða íslands í alþjóðaknatt- spymu væri betri en svo að jafii- vel þótt þessar hugmyndir yrðu að veruleika ætti ísland ekki heima í forriðli. Hann benti á að lönd eins og Tyrkland, með tugi milljóna íbúa, væru lægra skrif- uð í dag en við. Það væri skiljan- legt að svona umræða færi af Eggert Magnússon, formaður KSf, segir fslendinga ekki þurfa að óttast að lenda í for- riðli í fótbolta. stað í kjölfar stórra ósigra til að mynda San Marínó-manna og Færeyinga, en ekkert benti til að af þessu yrði. „Þetta kviknar hjá blaðamönnum og þeir fara af stað og fá tvíræðar yfirlýsingar frá talsmanni FIFA, sem segja í raun ekki neitt,“ sagði Eggert. Neil Webb öllum gleymdur Karlgreyið hann Neil Webb virðist vera búinn að vera. Þessi fyrrum stjama Nottingham Forest er nú hjá Manchester United og kemst ekki í liðið. Webb meiddist illa í landsleik í Svíþjóð fyrir heimsmeistarakeppnina á Ítalíu árið 1990 og komst því ekki til Ítalíu. Paul Gascoigne blómstraði aftur á móti þar í sömu stöðu og Webb hafði leikið. Webb átti slæman dag þegar United tapaði fyrir Sheffield Wednesday í úr- slitaleik Rumbelows-bikarkeppn- innar 1991, hann var tekinn út úr liðinu og var ekki með þegar Unit- ed vann Barcelona í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa. „Þegar ég missti af þeim leik var botnin- um á ferli mínum náð,“ segir Webb. f upphafi síðasta keppnis- tímabils var Webb á bekknum hjá United og átti erfiða daga. Brian Clough, stjóri Forest, sýndi áhuga á að fá Webb til baka en ekki varð af því. Webb fékk um síðir tæki- færi með United og nýtti það vel, spilaði af krafti og bankaði aftur á dyr landsliðsins. En þá kom eitt áfallið enn; hann var tekinn út úr liðinu fyrir úrslitaleik Rum- belows-bikarkeppninnar er Unit- ed vann Forest — gamla liðið hans. Forest vann United síðan í deildinni undir lok tímabilsins og slökkti vonir United-manna um meistaratitilinn — Webb var kennt um tapið. f síðustu þremur leikjunum á síðasta tímabili Neil Webb: Einu sinni dáöur knattspyrnusnillingur. Er hann nú að verða öllum gleymdur? komst hann ekki í liðið. Hann var þó í landsliðshópnum sem fór til Svíþjóðar í úrslit Evrópukeppn- innar en var ekki með í fyrstu tveimur leikjunum. Hann var í liðinu í leiknum gegn Svíum, sem Englendingar töpuðu, og enn var Webb greyinu kennt um tapið. Hann þótti feitur, þungur og léleg- ur. Núna kemst hann ekki í lið United, því síður kemur hann til greina í enska landsliðið og áhangendur virðast búnir að gleyma honum. Hinn 29 ára gamli Neil Webb á því ekki sjö dagana sæla og alls óvíst að hann komist aftur í sviðsljósið. Magnús Jónatansson, Þrótti Reykjavík, Mar- teinn Geirsson, Fylki, og Vignir Baldursson, Sandavags Færeyjum. Nú reka einhverjir upp stór augu og segja þetta tóma lygi. Þjálf- aöi Magnús ekki Fylki, Marteinn Leiftur og Vignir Breiöablik? Jú, vissulega, en þeir voru samt ekki I félögunum sem þeir þjálfuðu. Undantekningarlitiö hafa þjálfarar gengið I þau liö sem þeir hafa þjálfað en það geröu þeir þremenningar ekki fyrir siðasta keppnistímabil en bættu úrþví á föstu- daginn var. Þá voru samþykkt félagaskipti Magnúsar í Fylki, Mar- teins i Leiftur og Vignis i Breiöabiik. Magnús og Marteinn munu þjálfa þessi lið áfram á næsta tímabili. Vignir hætti sem þjálfari Breiðabliks á miðju síðasta tímabili í kjöl- far slaks gengis iiðsins en er nú genginn i Breiðablik, þar sem Ingi Björn Albertsson verður við stjórnvöl- inn á komandi tima- bili. Samkvæmt þessu ætlar Vignir að taka sér frí frá þjálfun næsta tímabil. Eða hvað? Magnús Sigmundsson, markmaður ÍR, er 21 árs og virðist sannar- lega eiga framtíðina fyrir sér í markinu. I sumar var sérstakt golfmót haldið á Mo- ortown-velli nærri Le- eds á Englandi. Sér- staða mótsins var fólgin í því að kepp- endur urðu að vera orðnir áttræðir eða eldri. Mótþetta var haldið að undirlagi milljónamæringsins Lawrence Batley nokk- urs, sem sjálfur er áttatíu og tveggja ára. Hvorki meira né minna en 88 átta karl- ar mættu til keppni. Á fyrsta teigi fengu keppendur afhentan poka af kartöfluflög- um og smáflösku af viskíi til að gera sér gott afá hringnum. Viskíið, fiögurnar, gangan og sveiflan gerðu þó ekki öllum keppendum gott, því hinn áttatíu og tveggja ára gamli Frank Hart datt niður á fjórðu braut og lést á leiðinni á spitala. Þrátt fyrir þetta áfall var mótinu haldið áfram eftir að keppendur komust að þeirri nið- urstöðu að Hart hefði ekki viljað að þeir hættu keppni sín vegna. -sem Hvaða leiki spilar Hlagic? Körfuboltaáhugamenn um allan heim glöddust mjög þegar ljóst varð að Magic Johnson ætlar sér í slaginn í NBA- deildinni bandarísku í vetur. Magic gaf þá yfirlýsingu eftir að Ijóst varð að hann var HlV-smitaður að hann mundi leggja skóna á hilluna. Karlinn kennir sér hins vegar - betur fer — einskis meins og hefúr reynst örðugt að hætta; er í botnlausu formi og hefúr víst bara aldrei leikið betur. Sitt sýnist þó hverjum um þá ákvörðun hans að snúa aftur — ekki af því að hann er með eyðniveiruna heldur vegna þess að það er ekki ljóst hvaða leiki hann ætlar að leika og hverja hann ætlar ekki að leika. Magic treystir sér nefnilega ekki til að leika alla leiki Los Angeles Lakers, mun „einungis“ spila í kringum sextíu leiki í vetur. Tilvonandi and- stæðingar Lakers í NBA í vetur vilja fá að vita hvort þeir eru að selja miða á leiki með eða án Magic þegar þeir selja miða á hefina- leiki sína. „Hver á að ákveða hvaða leikjum Magic sleppir?" spyrja þeir. Hljómar í raun hálfhjákátlega því varla er hægt að tryggja það í körfubolta frekar en öðrum íþróttagreinum að stjömumar séu alltaf með. Þær geta veikst og slasast (meira að segja dáið ef út í það er farið), rétt eins og aðrir dauðlegir menn. Þá halda sumir því fr am að lið Lakers muni í raun veikjast við endurkomu Magic! Rökin em þau að það muni hafa ill áhrif á aðra leik- menn liðsins að hafa Magic á ferð inn og út úr liðinu; vera eina stundina með þann leik- mann sem flestu og bestu stoðsendingamar gefur og hina með einhvem allt annan. Magic Johnson er einn besti körfubolta- maður sem nokkru sinni hefur komið fram á sjónarsviðið. Nú vilja þau lið sem mæta Lakers í vetur vita hvort Magic verður með gegn þeim. dL. y McEnroe hætlir Hinn kjaftfori tennissnillingur John McEnroe ætlar að hætta keppni um áramótin. Og ástæðan er, eftir því sem hann segir sjálfur, skapofsi hans. „Ég missi enn næstum því stjóm á mér á vellin- um og það er mér ekki hollt, ekki tennisíþróttinni og ekki konu minni eða börnum," segir McEnroe. Hann segir tennis- ástríðu sína svo rosalega að hann gleymi öllu öðm á vellinum, hann missi stjórn á skapi sínu og geti bara ekki annað. Því ætlar hann að hætta. Draumur hans nú er að verða fyrirliði liðs Bandaríkjanna á Da- vis Cup, þeirri miklu tennis-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.