Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÓBER 1992 E R L E N T Vargöld framundan í frjálsu flugi fyíaður vikunnar Arthur Scargill Arthur Scargill varð á endan- um öfugsnúin táknmynd íyrir sigur thatcherismans. Þessi ákafi marxisti barðist hetjulegri baráttu á sínum tíma — það verður ekki af honum tekið — en líklega er jafiiöruggt að hún byggðist á misskilningi. Því í Bretlandi thatcherismans, þeg- ar einkavæðingarbylgjan reis sem hæst, var lítið pláss fyrir háværan og kjaftforan dólga- marxista sem af grundvaUar- ástæðum vildi ekki láta loka námum. En það kom fyrir lítið. Síðan Scargill varð formaður félags námamanna (NUM) ár- ið 1982 hafa meira en 100 þús- und félagar hans misst vinn- una. Samtökin hafa klofriað og félögum fækkað úr 250 þúsund í 44 þúsund. Samt hefur Scar- gill haldið sínu striki. Hann hefiir hvatt til verkfalla eða ein- hvers konar vinnustöðvana á hverju ári, en effir að Margrét Thatcher vann endanlegan sig- ur á honum og verkalýðshreyf- ingunni um miðjan síðasta áratug hafa fáir orðið til að fylgja honum eftir. En nú stendur hann allt í einu og hrósar sigri yfir helstu óvinum sínum. Thatcher er farin frá og effir hegðun sína á síðasta landsfundi íhaldsflokksins er hún fallin í ónáð hjá flokks- mönnum. Blaðakóngurinn Ro- bert Maxwell er dauður. Neil Kinnock er öllum gleymdur. Og tilraun stjórnar Johns Maj- or til að loka námum beið al- gjört skipbrot. Breytingin er bara sú að ólíkt því sem var í verkfallinu endalausa 1984-85 þurffi Scargill ekkert að berjast. Nú voru það þingmenn fhalds- flokksins sem tóku ómakið af honum. Verðið virðist reyndar þegar fara lækkandi. Margir hafa spáð að sú þróun haldi áfram, næstu árin geti það jafnvel lækkað um ein 5 prósent á ári að meðaltali. Neytendur ættu að vera himinlif- andi. Ferðum verður fjölgað. Það verður auðveldara að komast á milli staða. f flugrekstrinum er hins vegar ljóst að margir eru ugg- andi. Harðnandi samkeppni hlýt- ur að þýða að margir leggja upp laupana. Slíkt gerðist í Bandaríkj- unum þegar samgöngur í loffi voru gefnar fijálsar undir lok átt- unda áratugarins og í byrjun þess níunda. Eins og kunnugt er hafa mörg sögufræg bandarísk flugfé- lög farið á hausinn — það nægir að nefna Pan American. Þegar glundroðinn var sem mestur kom off fyrir að kaupendur sátu uppi með flugmiða sem þeir höfðu keypt og gátu ekki notað þá. Þetta hefur orðið forystumönn- um Evrópubandalagsins víti til varnaðar. f Bandaríkjunum voru flugsamgöngurnar gefnar frjálsar sem næst í einu vetfangi. í Evrópu hefur þetta gerst í þremur áföng- um. Sá fýrsti kom í gagnið 1987, annar 1990 og sá þriðji nú um ára- mótin. Það er hann sem skiptir mestu máli. Verð er gefið frjálst. öll flugfélög, líka þau sem eru ný af nálinni, fá leyfi til að fljúga eins og tæknilega er mögulegt milli Evrópubandalagsríkjanna — og effir fáeina mánuði Noregs og Sví- þjóðar. NÆSTUM ALLIR MEGA STOFNA FLUGFÉLAG Nýju reglurnar þýða einnig að mun auðveldara en áður verður að stofna flugfélag innan Evrópu- bandalagsins. Eins og stendur eru flestöll stærri flugfélögin meira eða minna í ríkiseign. 011 eru þau næstum alfarið eign einstakra ríkja. Um áramótin bresta þau landamæri. Air France verður heimilt að stofha flugfélag í Þýska- landi, Luffhansa á Norðurlöndun- um, SAS á Bretlandi. Félögin verða reyndar að sýna ffam á að bókhaldið sé í lagi, en að öðru leyti eru takmarkanirnar sáralitl- ar. Hingað til hefur flugumferðin að mestu byggst á gagnkvæmum tilslökunum — Air France fær að fljúga til Skandinavíu í svipuðum mæli og SAS flýgur til Frakklands — uppfrá þessu verður ekki spurning um annað en að hafa rekstrarleyfiðílagi. Þannig verður til dæmis SAS heimilt að fara að nota flugleiðina milli Frankfurt og Parísar. Á inn- anlandsflugleið í öðru landi gilda þó enn aðlögunarreglur og verður svo ffarn til 1. apríl 1997. Þangað til er flugfélagi ekki heimilt að stunda innanlandsflug í öðru landi og selja í meira en helming sætanna í vélinni. Ef SAS vill fljúga milli Oslóar, Parísar og MarseiUe má vélin aðeins vera hálf síðari hluta leiðarinnar, fram til 1997. Eftir það er allt ffjálst. Frá og með 1. aprfl verður öll einokun á flug- leiðum innanlands úr sögunni. SAMGÖNGURÁÐHERRAR MISSAVÖLD Sem fyrr segir eiga Noregur og Svíþjóð aðild að þessum nýju regl- um þótt löndin tilheyri ekki Evr- ópubandalaginu. Þau hafa þó beðið um nokkurra mánaða ffest, enda er sagt að þar ói mörgum við að SAS missi einokunaraðstöðu sína, ekki síst í Noregi. En sú tíð er semsagt að hverfa þegar samgönguráðuneyti geta varið flugfélög fyrir ágangi flugfé- laga ffá öðrum Evrópubandalags- ríkjum. Hins vegar er ljóst að að- staða flugfélaga utan úr heimi batnar ekki: Bandarísk flugfélög þurfa til dæmis enn sem fyrr að semja við Evrópubandalagsríkin um gagnkvæmar flugsamgöngur. Verðlagið verður að mestu gef- ið frjálst um áramótin. f flestum tilfellum þurfa flugfélögin ekki að gera annað en tilkynna verðið á flugfari. Ráðamenn geta þó gripið inn í ef talið er að verð til fjarlægra og fáfarinna staða sé óeðlilega hátt eða ef greinilegt er að flugfélag er að reyna að komast inn á markað með óeðlilega lágu verði. Þó verð- ur varla gripið inn í ef viðkomandi flugfélag getur sýnt ffam á að ein- hver heil brú er í verðlagningunni, enda er megintilgangurinn með breytingunum að örva sam- keppni. SLEPPIR RÍKIÐ KLÓNNI? Það er þó ekki þar með sagt að flugsamgöngur verði alffjálsar. Tvennt stendur þar í veginum og er mikið reynt að semja um þau atriði. Flest stærstu flugfélögin í Evrópu hafa vart talið sig geta lifað án rfldsstyrkja í einhverri mynd. Helstu undantekningarnar eru SAS og British Airlines; Frakkar og Þjóðverjar myndu hins vegar varla fella sig við að hálfgerð ríkis- fyrirtæki á borð við Air France og Lufthansa færu á hausinn. Strangt tiltekið banna nýju reglumar rík- isstyrki, spurningin er hvort lokað verði glufum fyrir óbeina styrki ffáríkinu. Hitt sem vekur áhyggjur eru leyfi til að fljúga til ákveðinna flug- valla. Sumstaðar er nóg pláss, til dæmis á Kastrup. í London og Frankfurt er hins vegar þröng á þingi og mjög erfitt að lenda eða komast í loftíð á heppilegum tíma. Það gæti stofnað frjálsu sam- kepphinni í hættu ef rótgrónu flugfélögin sitja sem fyrr að bestu aðstöðunni. Það verður vandaverk fýrir ým- is flugfélög að komast heil frá þessum breytingatímum, en hitt virðist þó nokkuð víst að hinn al- menni farþegi ætti að hagnast á breytingunum. Burtséð frá verð- lækkunum virðist blómlegur tími framundan í leiguflugi. Danska flugfélagið Sterling Airways hyggst til dæmis hætta endanlega áætlunarflugi og snúa sér að leigu- flugi. Því verður ekki mismunað eins og tíðkast hefur og ffamvegis verður til dæmis heimilt að selja miða aðra leið í leiguflugi. THE INDEPENDENT Tími Majors er á þrotum Fyrir fimmtíu árum samdi Sir William Beveridge skýrslu og nefndi risana fimm sem Bretland þyrfti að koma fyrir kattarnef: Skort, sjúk- dóma, vanþekkingu, sóðaskap og iðjuleysi. Hann sagði að illvígastur þeirra væri iðjuleysið. Ef hægt væri að ráða niðurlögum risa atvinnuleys- isins mundu hinir falla líka, annars væri allt unnið fyrir gýg. Atvinnuleysi og allt sem því fýlgir fer hamförum á nýjan leik. Þessi stjóm virðist ekki ætla að aðhafast neitt til að ráða bug á vandamálinu. Óvinir Johns Major eru ekki risamir sem Beveridge ritaði um, heldur það sem hann kallar „ræningjabarónana" — verðbólgan og rfldð. Ekki síðan 1940 hefur atburðarásin vaxið forsætisráðherra og ríkis- stjórn svo yfir höfuð. Þeir sem vildu reyna að friða Hitler vom ófærir um að nota meðul ríkisins til að heyja stríð gegn honum; þeir sem ffiða og dýrka ffjálsa markaðinn em að sama skapi ófærir um að heyja stríð gegn risum Beveridge, sem hafa risið upp á ný. Það er nánast ömggt að í þinginu er meirihluti fýrir stefnubreytingu. Ýmsir þingmenn íhaldsflokksins aðhyllast ekki þá trúarsetningu thatch- erista að ríkisstjórnir skuli aðhafast sem minnst; það heldur eldcert affur' af þeim nema tryggð við óhæfan forsætisráðherra og ríkisstjóm. Þessir þingmenn ættu að hugleiða fýrst þá tryggð sem bindur þá við kjósendur og landið. Þeir ættu að heimta hvort tveggja stjórnarbreytingu og stefhu- breytingu og, ef þörf krefur, greiða vantrauststillögu atkvæði, lflct og for- verar þeirra gerðu til að fella Chamberlain 1940. Hafi þeir ekki misst trúna á Major og stjómina hans er víst að þjóðin hefur gert það. I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.