Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 21

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRMSSAN 22. OKTÓBER 1992 21 E R L E N T Karlar hvetja til fóstureyðinga Nýleg könnun tveggja þýskra sálfræðinga á fóstureyðingum í fyrrum Vestur-Þýskalandi hefur leitt í ljós, að í nær öðru hverju þeirra 80.000 þúsund tilfella sem upp koma á ári hveiju er það fað- irinn sem hvetur til þess að fóstr- inu sé eytt. Ástæða þessa viðhorfs karlmanna er sögð vera óttinn við að axla ábyrgð. Sálfræðingarnir þýsku hafa jafnframt komist að þeirri niðurstöðu að konur séu nær undantekningarlaust fusar til að fæða böm sín í heiminn, jafn- vel við allra erfiðustu aðstæður, ef eiginmenn þeirra eða barnsfeður eru hlynntir því. Ofangreind rannsókn var gerð að undirlagi Barböru Stamm, þingmanns CSU, systurflokks Kristilegra demókrata, sem er mjög harður andstæðingur fóstureyðinga. Segir Stamm niðurstöður könnunarinnar sýna, svo ekki verður um viilst, að ábyrgðarleysi sé ríkjandi meðal karlmanna þegar barneignir eru annars vegar. Að sama skapi sé allt of algengt að konur sýni linkind og láti undan þrýstingi barnsfeðra sinna, þegar þess er krafist að þær láti eyða fóstri. Þingkonan hyggst beita sér fyrir auknum áróðri gegn fóstureyðingum í Bæjaralandi. f framtíðinni verður því ekki aðeins konum sem hyggjast láta eyða fóstri gert erfitt um vik, heldur verður séð til þess að karlmenn fái „slæma samvisku“, ekki síður en þær. Rottur og vísindamenn ávilligötum Til að forðast efni sem valda krabba- meini í rottum er best að láta gersamlega af neyslu á eftirfarandi: Kaffi, bjór, salati, blaðselju, gulrótum, kartöflum, hnetu- smjöri og appelsínusafa. í öllu þessu er að finna effii sem valda krabbameini í rott- um og hvert um sig er líklegra til að valda krabbameini í þeim en til dæmis leifar af skordýraeitri, sem finnast í mörgum mat- vælum. Eiturefnafræðingurinn Lois Swirsky Gold og samstarfsfólk hennar við Berkel- ey-háskóla í Kalifomíu birtu niðurstöður rannsókna sinna í síðustu viku. Tilgang- urinn var þó ekki sá að vara fólk við þess- um mat, heldur að leiða í ljós tilgangsleysi krabbameinsrannsókna í rottum. Eða eins og einhver sagði: „Það hefur verið sannað með óyggjandi hætti að vísinda- rannsóknir valda krabbameini í rottum." „Aðferðin hefur verið sú að gera til- raunir á nagdýrum og gera síðan ráð fyrir að niðurstöðumar eigi við um fólk,“ segir Gold, sem er eitureffiaffæðingur, en hún hefur eytt undanförnum tólf árum í að safoa saman niðurstöðum um 4.200 til- rauna með ríflega 1.200 efoi á rottum og músum. Gold bendir á að tilraunarottunum séu einatt gefnir stórir skammtar af efnum sem valdið geta keðjuverkun, sem ljúki með krabbameini. Á hinn bóginn séu flest þau efoi, sem óttast er að kunni að valda mönnum meini, í svo litlum mæli að ffá- leitt sé að gera ráð fýrir að þau hafi sam- svarandi áhrif á fólk. Rannsóknahópurinn gagnrýnir enn- ffemur umhverfisvemdarsinna, sem sér- staklega hafa beint spjótum sínum að efo- um, sem ekki finnast í náttúrunni, og segja slík efoi í sjálfo sér engu hættulegri en hin náttúrulegu efoi og efoasambönd, sem finnast í eplum og káli, svo dæmi sé tekið. Bendir hópurinn á að í stað þess að verja milljörðum Bandaríkjadala til að hreinsa efoi þessi úr náttúmnni sé skyn- samlegra að ráðast gegn þekktum krabbameinsvöldum á borð við reyking- ar. „Velflest þeirra efna sem sögð eru valda krabbameini í rottum finnast í svo fjölbreytilegum fæðutegundum að mann- kyn mundi svelta, ef sneitt yrði hjá þeim. Á hinn bóginn vitum við að fjölbreytt mataræði dregur úr líkum á krabbameini, svo fólk getur óhrætt fengið sér kaffi, bjór, salat, blaðselju, gulrætur, kartöflur, hnetusmjör og appelsínusafa.“ Vinstrimaður drepur Súperman Það mun ekkert forða Súperman frá dauðanum héðan af, en hins vegar hefur staðið nokkur deila um það hver muni njóta þess eftirsóknarverða heiðurs að slá hið hálfrar aldar gamla ofurmenni af. DC Comics, útgefandi teiknimyndaser- íunnar, segir að sennilegast verði það pólitískt viðrini af vinstri vængnum, sem hreppi hnossið. Sem kunnugt er var ákveðið fyrir nokkru að Súperman hefði lifað nógu lengi og myndi deyja í síðasta tölublaði seríunnar, sem kemur út í næsta mán- uði. Upphaflega stóð til að það yrði ill- mennið Doomsday eða Dómsdagur, sem dræpi Súperman, en honum var lýst sem geðsjúklingi í spennitreyju, sem strokið hefði af kosmisku geðveikrahæli. Þegar greint var frá þessum fyrirætlun- um brugðust bandarísk samtök um geð- vernd hart við og sökuðu DC Comics um ónærgætni og róg um geðsjúka. Talsmenn DC Comics sögðu að lýs- ingin á Doomsday hefði verið til innan- hússnotkunar, teiknaranum til leiðbein- ingar. Hins vegar greindu þeir frá því að ákveðið hefði verið að það yrði vinstri- sinnaður kverúlant, af þeirri gerð sem vestra er kennd við „political correct- ness" eða pólitískt „rétt" hugsandi, sem drepa mundi Súperman — þá væntan- lega úr leiðindum. HEILDSÖLU-BAKARÍ Ódýri brauða- og kökumarkaðurinn Suðurlandsbraut 32 Opinn mánudaga til föstudaga kl. 8.00-18.00. Seljum um það bil 50 tegundir af nýbökuðum brauðum og kökum á heildsöluverði eða án 25% smásöluálagningar. Verðdæmi: Smásölu- Okkar Spamaður verð verð Formbrauð, hveiti og heilhveiti 116,00 93,00 23,00 Formbrauð, hveiti og heilhveiti, sneidd 126,00 93,00 33,00 ðll gróf sérbrauð 182,00 146,00 36,00 Öllgróf sérbrauð, sneidd 192,00 146,00 4*00 Jólakökur 286,00 229,00 57,00 Vínartertur 295,00 236,00 59,00 Brúntertur 308,00 246,00 62,00 Djöflatertur 668,00 534,00 <M AA Dagsgömul brauð seld með 50% afslætti frá smásöluverði. Komið og geríð verðsamanburð. Tökum greiðslukort. Ódýri brauða- og kökumarkaðurinn, —__ Suðurlandsbraut 32. a Kominn til þess að vera. RITVINNSLUFORRITIÐ KOMID Á ÍSLENSKU WORDPERFECT FYRIR WINDOWS Er það ekki þitt mál ? Allar valmyndir og hjálpartextar eru á íslensku Islenskt orðasafn Eldri skjöl ganga sjálfkrafa inn í nýju útgáfuna EJS - viðurkennd þjónusta íslenska er okkar mál EINAR J. SKÚLASON HF Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 63 3000

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.