Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÓBER 1992 Skoðanakönnun Skáfs fvrir PRESSUNA Meirihluti gegn skylduaðild að stétlarfélögum Meirihluti íslendinga vill að fólk ráði því sjálft hvort það er í stéttarfélögum. Að ís- lenskum lögum er enginn skyldaður til að vera í stéttarfélagi nema leigubílstjórar, en allir verða þó að borga félagsgjöld — hvort sem þeir vilja vera í stéttarfélaginu eða ekki. Það heitir á lögfræðingamáli greiðsluskylda en ekki aðildarskylda og telst vera réttur til að standa utan félaga. Meirihluti íslendinga vill að fólk fái að ráða því sjálft hvort það er í stéttarfélögum eða ekki. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Skáfs fyrir PRESSUNA, sem gerð var fyrir þremur vikum. Tæp sex- tíu prósent aðspurðra kváðust fylgjandi slíku félagafrelsi, um 29 prósent voru andvíg og um 11 prósent voru óákveðin. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu eru 67,3 prósent fylgjandi, en 32,7 prósent andvíg. Spurt var: „Ertu fylgjandi því að fólk ráði því sjálft hvort það er í stéttarfélögum eða ekki?“ ENGIN SKYLDUAÐILD NEMAHJÁLEIGUBÍL- STJÓRUM Að forminu til er öllum laun- þegum ffjálst að vera ekki í stétt- arfélagi, með einni undantekn- ingu, sem er Bifreiðastjórafélagið Frami. Samkvæmt lögum verða þeir sem vilja stunda leigubíla- akstur að vera í Frama, ella fá þeir ekki tilskilin atvinnuréttindi. Nú er rekið mál á hendur íslenska rík- inu fyrir mannréttindadómstóln- um í Strasbourg, þar sem talið er að þessi lagaákvæði stangist að minnsta kosti á við Mannréttinda- sáttmála Evrópu, ef ekki fleiri al- þjóðlegar skuldbindingar íslend- inga. Mannréttindanefnd Evrópu hefur tekið undir það sjónarmið að rétturinn til að standa utan stéttarfélags — svokallað nei- kvætt félagaffelsi — sé verndaður í Mannréttindasáttmálanum, þótt ekki sé víst hvort það er í jafnrík- um mæli og hinn „jákvæði" réttur til að stofna og vera í félögum. öðrum launþegum er að form- inu til fijálst að standa utan stétt- arfélaga, en ýmis lagaákvæði eru þó þannig úr garði gerð, að þessi réttur verður lítils virði í reynd. Þótt engir nema leigubílstjórar verði að vera í félagi eru aðrir launþegar skikkaðir til að borga ýmis gjöld til félaganna samt. í lögum nr. 55 frá 1980 eru at- vinnurekendum og launþegum lagðar ýmsar skyldur á herðar varðandi greiðslur til stéttarfélaga. Fyrir utan ákvæði um skyldu- greiðslur í lífeyrissjóð viðkomandi starfsstéttar er atvinnurekendum gert skylt að halda félagsgjöldum stéttarfélaga eftir af launum starfs- manna, svo og að greiða sjúkra- sjóðsgjöld og orlofssjóðsgjöld til sömu stéttarfélaga. Þetta þýðir í reynd að starfsmaður verður að greiða ýmis gjöld til stéttarfélags- ins, burtséð ffá því hvort hann er í því eða ekki. Ertu fylcjjandi aö fólk ráöi sjalft hvort þaö sé í stéttarfélagi eöa ekki? Hér eru aöeins sýndir þeir ss?m tóku afstööu. Óákveönir voru 11,1% VILDIEKKIVERA í FÉLAG- INU, EN SKIKKAÐUR TIL AÐBORGASAMT Á þetta reyndi fyrir Borgar- dómi árið 1984. Starfsmaður vildi ekki una því að tekið væri af laun- um hans til greiðslu stéttarfélags- gjalda af því að hann vildi ekki vera í félaginu. Stéttarfélagið gerði út af fýrir sig ekki kröfu til að starfsmaðurinn væri félagi, en sagði að honum bæri að greiða fé- lagsgjöldin samt. Dómarinn var sammála. Hann sagði að starfsmanninum væri frjálst að vera ekki í stéttarfélag- inu, en hann yrði samt að greiða til þess félagsgjöld. Það breytti engu í þessu tilfelli að samkvæmt reglum viðkomandi félags varð viðkomandi sjálfkrafa félagi þegar hann greiddi félagsgjald, en svo er því ekki háttað í öllum félögum. Verkalýðshreyfingin notar þau rök til stuðnings þessu fyrirkomu- lagi að gerð almennra kjarasamn- inga sé þjónusta sem miklu fleiri njóta en félagsmenn í stéttarfélög- um. Því sé rétt að líta á skyldu- greiðslur til stéttarfélaga sem þjónustugjald vegna kjarasamn- inga og ýmissar vinnu við þá. „Almennir kjarasamningar færa öllum launþegum ákveðin lágmarksréttindi, ekki aðeins þeim sem eru í stéttarfélögum, og verkalýðshreyfingin hefur miðað við það í gerð samninganna. Ef það breyttist myndi verkalýðs- hreyfmgin væntanlega verða að breyta hugsunarhætti sínum og einbeita sér að því að tryggja fé- lagsmönnum sínum sérstök rétt- indi umfram aðra,“ sagði Lúra V. Júlíusdóttir, lögfræðingur ASÍ, í samtali við PRESSUNA. Hún benti á að sums staðar í Evrópu væri þessu þannig háttað og nefndi að í Danmörku væru fé- lagsmönnum stéttarfélaga tryggð ýmis réttindi sem aðrir nytu ekki. 1 íslenska fyrirkomulaginu nytu hins vegar allir góðs af ákvæðum almennra kjarasamninga, hvort sem þeir væru í stéttarfélögum eða ekki. Aðspurð hvort það væri ekki hártogun að fólk væri frjálst að því að standa utan stéttarfélaga, en það yrði samt að greiða félags- gjöld til þeirra, sagði Lára að margir vildu „af prinsippástæð- um“ standa utan félaga og þeim væri með þessu fýrirkomulagi gef- inn kostur á því. Fyrir liggur hæstaréttardómur frá 1988, þar sem vinnuveitandi vildi ekki greiða í sjúkrasjóð og orlofssjóð Rafiðnaðarsambands- ins vegna starfsmanna sem ekki Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðing- ur ASf: „Sumir vilja standa fyrir utan af prinsippástæðum." voru í sambandinu eða aðildarfé- lögum þess. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að það „skiptir ekki máli hvort [starfsmennimirj eru félagsbundnir eða ekki“ — gjöldin bar að greiða í samræmi við ofangreind lög frá 1980. íslensk stjórnvöld hafa tekið undir þetta sjónarmið, nú síðast í nýlegu bréfi til ASÍ vegna fyrir- spumar um hvort aðild Islands að EES breytti einhverju í þessum efhum. BORGA FÉLAGSGJÖLD ÁR- UM SAMAN ÁN ÞESS AÐ VERÐA FÉLAGAR Þetta fyrirkomulag — skyldu- greiðslur, en ekki skylduaðild — hefúr haft ýmsar hliðarverkanir. Hjá flestum stéttarfélögum gildir að sækja þarf sérstaklega um aðild að félaginu til að verða félagi og dæmi em um fólk sem hefúr greitt til félags árum saman og talið sig eiga aðild að því, en komist að raun um annað, til dæmis þegar kosningar hafa staðið fyrir dyrum. Þetta fyrirkomulag gildir í flestum stóru verkalýðsfélögunum, svo sem Dagsbrún og Framsókn, en í öðrum verður viðkomandi sjálf- krafa félagsmaður þegar greiðslur hefjast, til dæmis í verslunar- mannafélögum og Iðju. í ofan- greindum lögum er reyndar ekki talað um félagsgjald, heldur „ið- gjald til stéttarfélags“, en í reynd er það sami hluturinn. Skyldugreiðslur til stéttarfélaga hafa einnig fært þeim umtalsverð- ar tekjur. Það er misjafnt eftir fé- lögum hversu mikið er innheimt — sum hafa fasta upphæð í ár- gjald en hjá öðrum er eitt prósent af launum algengt hlutfall, þótt hærri tölur þekkist einnig. Ekki eru til nákvæmar tölur um tekjur stéttarfélaga (þau eru hvorki ffamtals- né skattskyld), en sam- anlögð ársvelta þeirra er á bilinu 2.000-2.500 milljónir. Gera má ráð fyrir að verkalýðshreyfingin missti einhvern hluta þessara tekna ef greiðsluskylda til stéttar- félaga væri afnumin. Ekki liggja fyrir tölur um hversu margir myndu vilja hætta greiðslum til stéttarfélaga, ættu þeir þess kost. Það, að vilja að fólk ráði sjálff hvort það er í 'stéttarfé- lagi, jafngildir ekki því að vilja eldd vera í stéttarfélagi. Aðild að stéttarfélögum er meiri hérlendis en annars staðar í Evrópu, að Sví- þjóð undanskilinni. Ef aðild minnkaði niður í það sem er til dæmis í Noregi myndu tekjur hreyfingarinnar minnka um 400-500 milljónir á ári. ÓVÍST UM ÁHRIF LEIGU- BÍLSTJÓRAMÁLSINS Eins og áður sagði eru leigubíl- stjórar sér á báti í íslenskri vinnu- löggjöf og málareksturinn í Stras- bourg hefúr ekki bein áhrif á lög sem gilda um venjulega launþega. Ef dómur þar fellur íslenska rflc- inu í óhag (eins og lfklegasta nið- urstaðan er) fæst þó staðfesting á að rétturinn til að standa utan fé- laga nýtur verndar í Mannrétt- indasáttmálanum. Hversu víðtæk sú vernd er eða hvaða áhrif það hefúr á skylduaðild að lífeyrissjóð- um eða greiðsluskyldu til stéttar- félaga er allsendis óvíst og skýrist ekki fýrr en dómurinn liggur fyrir. Þangað til að minnsta kosti verður íslenskum launþegum skylt að greiða félagsgjöld til stétt- arfélaga, óháð því hvort þeir vilja vera í þeim eða ekki._________ Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.