Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÓBER 1992 Popp FIMMTUDAGUR H LAUGARDAGUR Gréta Sigurjóns- Idóttir er fyrrverandi Dúkkulísa sem hefur nú _lþroskastfrá þeim og ætl- ar að látá'trúþadortaktana hljóma með gítar ( handarkrikanum. Gréta ætlar að skemmta gestum Feita dvergsins í kvöld, en hún þreytti frumraun sína sem trúþador á Fóget- anum á dögunum við góðar undir- tektirviðstaddra bjórfíkla. • Guðmundur Rúnar múnar alla helgina á Fógetanum. Sem betur fer gerir hann það ekki á hjólinu. • Papar frá Vestmannaeyjum spila tónlist með irsku ívafi. Þeir þóttu hreint ágætir um síðustu helgi þegar þeir hituðu upp fyrir Diarmuid '0 Le- ary and the Bards á Púlsinum. (kvöld fá þeir að vera með sóló á sviðinu á Púlsinum. • Af Iffi og sál spila lög Chicago, James Brown og Commitments. Einn hljómsveitarmeðlimanna ber nafnið Haukur Hauksson. Hann er þó ekki hinn frægi fréttahaukur, heldur bróðir Eiríks Haukssonar, hins eina sanna íslenska rokkara, sem búsettur er í Noregi. • Út að skjóta hippa er hljómsveit sprottin upp úr Skriðjöklunum; mikil grínsveit eins og nafnið ber með sér. Meðlimir hennar eru Jakob Jóns, Jón Haukur, Fúsi trommari, Sölvi söngvari og Kristján Eðalsteinn. Þeir verða á Gauknum. FOSTUDAGUR • Todmobile sýnir ekki á sér nein þreytumerki. Það er ávallt húsfyllir þar sem hljómsveitin kemurfram. Þvl má búast við að það sama verði upp á teningnum I kvöld á Tveimur vin- um þegar þau Andrea, Þorvaldur og Eyþór stíga fram í sviðsljósið, en trommarinn og hljómborðsleikarinn verða baksviðs að vanda. • Jötunuxar hvetja alla rokkara landsins til að mæta á Grjótið í kvöld, að minnsta kosti alla þá sem ekki eiga við áfengisvandamál að stríða. Ástæðan fyrir því er sú að rokkið sem þeir fremja er djöfullegt og kallar fram áfengisþorstann hjá mönnum, ef marka má áfengissölumetið er sett var á Grjótinu er þeir spiluðu þar síð- ast. Þeir sem fremja hið demónska rokk eru Rúnar Söngörn Friðriksson, Jón Óskar Gítarsson, Hlöðver Bassi Ellertsson og Guðmundur Gunn- laugstromma. Aðgangur er ókeypis. • Guðmundur Rúnar heldur upp- teknum hætti á Fógetanum. Nýjustu fregnir herma að hann hafi komist yf- ir ágæta fúavörn og verði því um ókomna tíð á Fógetanum. • Hermann Ingi trúbador er ekki mjög gamall í hettunni. Hann er kall- aður Hermann Ingi yngri, því hann er sonur föður síns, Hermanns Inga eldri, sem einnig er trúbador. Engum hefur enn tekist að sanna að tónlist- argen gangi I erfðir en hver veit nema þeir feðgarnir verði fýrstu til- raunadýrin. Sá yngri skemmtirá Feita dvergnum alla helgina en óvíst er hvað sá eldri hefur fyrir stafni þessa dagana. • Vinir Dóra halda áfram að blúsa fyrir land og þjóð. Þeir eru aftur komnir á Púlsinn og óvíst hvort þeir eiga þaðan afturkvæmt í bráð. Það segir að minnsta kosti reynslan okk- • Jökulsveitin verður gestur Vina Dóra á Púlsinum í kvöld. Kannski þeir geti vingast við þá jöklamenn. • Tveir Logar halda sig við Rauða Ijónið, sem er staður á uppleið eftir bjórhátíðina sem haldin var á dög- unum. • Stjórnin er aftur komin á ról eftir smáhlé og ber með sér ferskan and- blæ. Þeir hafa risið upp úr sykur- poppinu í rokkið, enda fara vinsældir þeirra vaxandi ef marka má vin- sældakönnun PRESSUNNAR frá í sum- ar. Næsta lag sem Stjórnin gefur út verður á safnplötu sem kemur út í nóvember, en það er rokkballaða eft- ir Friðrik Karlsson gítarsnilling. Safn- platan inniheldur að mestu erlend lög með erlendum flytjendum en auk Stjórnarinnar ætlar Jet Black Joe að láta Trúbrotsljós sitt skína á plöt- unni. Engin stór plata með Stjórninni er væntanleg á næstunni, en hljóm- sveitin hefur hins vegar í hyggju að koma út tveimur geislabreiðskífum á næsta ári. í kvöld munu þeir Stjórnar- menn skemmta Hafnfirðingum á gleðistaðnum Firðínum. • Hermann Ingi jr. syngur einsöng á Feita dvergnum. • Guðmundur Rúnar enn á Fóg- etanum.Ætl'ann sofi þar? • Jötunuxarnir verða á sömu bux- unum í kvöld og í gærkveldi á Grjót- inu; það er að segja á rokkbuxunum með áfengisívafinu. • Bleeding Volcano spila afar þungt rokk eins og sannast á plöt- unni Damcrack sem tekin var upp í bílskúr fýrir skömmu. Þeim tókst, ólíkt mörgum öðrum, að brjótast út úr bíl- skúrnum og koma sér á íslenska plötukortið. Sveitina skipa þeir Vil- hjálmur Brekkan söngvari, Guð- mundur Þ. Sigurðsson bassi, Sigurð- ur Kristinsson gítarleikari og trymbill- inn Hallur Ingólfsson. Þeir taka Púls- inn í kvöld. • Gleðigjafar eru hópur kunnra skemmtikrafta sem treður upp á Dansbarnum. I þeim hópi eru Jó- hannes Kristjánsson eftirherma, Bjarni Presley Arason, Ellý Vilhjálms og dansparið Sigrúo Jónsdóttir og Sigurður Hjartarson. Hljómsveitina skipa Andri Backmann, Tryggvi Hubner, Jón Ingólfsson og Tryggvi Ingólfsson. Segja má að þarna ríki gamaldags Broadwayfjör. • Herbert Guðmundsson og hljómsveit hans Herbertstrasse með kombakk annað kvöldið í röð á Nilla- bar. • Tveir Logar verða á Rauða Ijón- inu og vonandi margir aðrir. • Herbert & Herbertstrasse eru komin fram í dagsljósið á ný eftir fimm ára hlé. Það má þvf segja að hér sé enn eitt kombakkið (oj) á ferð. Herbert Guðmundsson leikur rokk og popp á Nillabar í Hafnarfirði ásamt Einari Vilberg, Sigurði Hannes- syni og Sigurði Inga Ásgeirssyni. Þrátt fýrir að Herbert sé aftur kominn í poppbransann ku hann ekki vera hættur að selja bækur úti á landi. • Diskóstemmning verður á Hressó alla helgina. Enda þótt engar hljómsveitir troði upp að þessu sinni verða skífurnar, sem þeyttar verða í kvöld og annað kvöld, með besta móti, — að minnsta kosti fyrir þá sem elska þessa tegund tónlistar. Þeir eru aftur á móti afskaplega fáir sem hafa þorað að viðurkenna það. Diskófrfk, komið út úr skápnum! Ekk- ert kostar inn f húsið og kakóið er gott. • Út aö skjóta hlppa halda áfram að skjóta hippa á Gauknum. Þeim hippum sem ekki eru hrifnir af skot- hríð er ráðlagt að leita eitthvert ann- að. • Út að skjóta hippa ætla að enda veru sína á Gauknum með glæsibrag. Þeir koma kannski ein- hvern tíma í bæinn aftur ef þeim tekst ekki að útrýma reykvísku hipp- unum. SUNNUDAGUR • Hermann Ingi yngri er enn á Feita dvergnum. • Jökulsveitin heldur sitt eigið blúskvöld á Púlsinum. Sveitin er sam- sett úr óreyndum krökkum um tví- tugt, þeim Margréti Sigurðardóttur söngkonu, Georg Bjarnasyni á bassa, Ásgeiri Ásgeirssyni á gítar, Finni Júlí- ussyni á pfanó og Baldvini Jónssyni á trommur. • Gréta Sigurjóns, fyrrum með- limur Dúkkulfsanna, spilar Cohen og fleiri góða upp á sitt eindæmi á Fóg- etanum. Sveitaböll FOSTUDAGUR |ð Hótel Skálavík á Fá- Iskrúðsfirði verður með llnga Gunnar Jóhannsson Ivísnasöngvara á sinum snærum um helgina. Hann ætlar að halda upp stuði og kráarstemmn- ingu með lögum af nýju plötunni sinni ,Undir fjögur augu'. LAUGARDAGUR • Hótel Skálavík á Fá- skrúðsfirði býður aftur upp á Inga Gunnar trúbador. Kllkuklúbburinn ætlar einnig að mæta á svæðið i kvöld. • Sjallinn á Akureyri fær Svartan pipar f heimsókn í kvöld. Hafnfirðing- arnir ætla að halda uppi dúndrandi sveitaballsstemmningu á eyrinni. Nafn Óskars Jónassonar tengja flestir við kvikmyndir og bíó hús. Nú er hann hins vegar að renna nemendum Leiklistar- skólans í gegnum síðustu æfingar fyrir frumsýningu, en sú staðreynd að upplifim getur aldrei orðið sú sama í leikhúsi og í kvikmyndahúsi fer vart framhjá leikstjór- anum. „Aðalmunurinn felst í því að í leikhúsi snýst nær allt um leikarann en í kvikmyndum eiga alls kyns tækniatriði það til að flækjast fyrir,“ segir Óskar. „Vinna í leikhúsi byggist á því að leikarinn skilji hug- myndina sem er í gangi, svo og persónu sína, en í bíó er auðvelt að svindla á því og slíkt svindl á sér reyndar oft stað.“ Óskar segir þó tæknivinnu kvikmyndarinnar heilla sig en Ieikhús geti hrifið meira; ef það er gott og ef það er lítið. Stórt leikhús virkar ekki, nálægðina vantar. Vinnan hefur gengið vel, að sögn Óskars, og hópurinn sem nú er að útskrifast virðist duglegur og áhugasamur. Ekkert um prímadonnur. í lokin má fara nokkrum orðum um verkið en „Clara S“, eins og það nefnist, fjallar um listafólk sem lætur kúgast af peningavaldinu. Að mati Óskars er sýningin að mestu hefðbundin fyrir utan hvað húsið allt er notað fyrir leikmynd, sem er haldið í lágmarki að öðru leyti. Verkið er einnig óvenjulegt fýrir það að ekki er um sama plottið að ræða og fólk á að venjast í leikverkum og skáldsögum. Oskar Jónasson: Aðalmunurinn felst íþví að í leikhúsi snýst nœr allt um leikarann en í kvikmyndum eiga alls kyns tœkniatriði það til aðflœkjastfyrir. “ rokksveitin Les Ejectes er á lélð til landsins um rniðjan næsta mánuð, fyrir tilstuðlan þeirra Bergs Más Bernburg og Jóhanns Sigfussonar, meðlima hljómsveitarinnar Orgils. Þeir kynnutust hljómsveitinni, sem er frá tvö hundruð þúsund manna borginni Limoges, við gerð sjónvarpsþáttarins um franska poppið sem sýndur var í Sjónvarpinu á dögunum. „Les Ejectes er töluvert þekkt í Frakkiandi og hef- ur spilað með þekktum hljómsveitum víða um Frakkland. Tónlistin sem þeir spila er sambland af rokki, pönki, reggí og ska ogþví mjög fjölbreytt, en meðlimir hljómsveitarinnar eru allir hvítir,“ sagði Bergur Már. Les Ejectes spila í gleðihúsinu Tunglinu helgina 19. og 20. nóvember og bregða sér jafnvel út á land ef landsbyggðarmenn sýna áhuga. Hljómsveitin Orgill mun spila með þeim á tónleikunum en þá verður hún væntanlega búin að gefa út nýja geislaplötu. Útgáfutónleikar Orgils eru áætlaðir 4. nóvember. Guðríður Haraldsdóttir skrifstofumaðurog Ijósvíkingur „Góðan dag. Þetta er sjálfvirk- ur símsvari hjá Guðríði Har- aldsdóttur, hinni miklu mekt- arfrú í vesturbænum, og syni hennar, Einari Þór, prins af Hringbraut. Leggið inn skila- boð, eða hafið verra af.“ Lifandi listaverk Það er ekki alveg Ijóst hverju Sif Sigfúsdóttir klæð- ist á myndinni og undrar sjálfsagt margan að litir eru það eina sem hylja nekt hennar. Lína Rut Karlsdóttir, förðunarfræðingurinn snjalli, var hátt í fjórar klukkustundir að mála fyrir- sætuna, sem mátti sig hvergi hræra allan þann tíma. „Þetta var mjög óvenjulegt og skemmtilegt," segir Sif. „Lína Rut er mjög fær og margir nemendur hennar fylgdust með verkinu. Mér leiddist því ekki og tíminn var fljótur að líða." Sif kannast flestir við en hún hefur um sjö ára skeið unnið að fyrirsætustörfum. Hún hefur starfað og búið í París, Finnlandi og Dan- mörku en nú nemur hún enskar bókmenntir og er á lokaári. María Gísladóttir listdansstjóri Þjóðleikhússins „Ég varmjög ánægð með Kunakovu, að- alkvendansarann, en afar óánægð með þann semfórmeð hlutverk prinsins og einnig með búning- ana en trúðarnir voru góðir. Ég er ekkihrifin afþessari uppfærslu. Ég hefði viljað sjá verkið á stærra sviði en vissi svosem við hverju var að búastþví þetta varekki Kírov- flokkurinn sjálfur, aðeins hluti hans." Sóley Elíasdóttir Sódómuleikkona „Mér fannst gaman að sýningunni en Þjóðleikhússviðið er allt oflítið fyrir þetta verk. Prinsinn fannst mér ömurlegur en prímaballerínurnar æðislegar, sérstak- lega sú sem fór með hlutverk svarta svansins. Hún var yndisleg. Henni fannst greinilega gaman á sviðinu." Hermann Lára Ragnar Stefánsson danskennari „Mér fannst þetta falleg og góð sýn- ing. Eg hefsaman- burð, því ég sá þessa sömu uppfærslu í Konunglega leikhús- inu í Danmörku fyrir einum þrjátíu árum. Það gætti mikils ör- yggis í hópatriðun- um. Það sem mér finnst að mætti hins vegar gagnrýna er hve lítið leiksvið Þjóðleikhússins er, sem varð tilþess að dansararnir nutu sín ekki sem skyldi. “ Stefánsdóttir ballettdansari og danshöf- undur „Sviðið var allt oflít- ið fyrir hópatriðin og ég held að sýn- ingin hefði notið sín miklu betur i Borg- arleikhúsinu. Mest hafði ég gaman af sólóatriðunum, en ég hef samanburð af miklu betri sýning- um en þessari og því verð ég að segja að ég var ekkert upprif- in. Það sást einnig greinilega á sýning- unni að dansararnir eru búniraðsýna þessa sýningu allt of oft því þeir virkuðu á mig sem deyjandi svanir."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.