Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 31

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 31
II FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÓBER 1992 31 ÍÞRÓTTIR Hvað gerir skatturinn við íbróttahreyfinguna? Mikill uggur er nú innan íþróttahreyfmgarinnar vegna af- skipta skattyfirvalda. Sem kunn- ugt er hefur skattrannsóknar- stjóraembættið leitað eftir gögn- um frá ÍSÍ um fjármál íþróttafé- laganna. í raun kemur þessi beiðni engum á óvart og hafa margir átt von á einhveiju slíku. Það hefur leynt og ljóst komið ffam að fjárstreynii innan íþrótta- hreyfingarinnar hefur aukist mik- ið. Iþróttafélögin eru farin að velta háum upphæðum og nokkurs konar hálfatvinnumennska hefur verið tekin upp bæði í handbolta og fótbolta. Þá hefur fjárstreymi til íþróttahreyfingarinnar aukist í gegnum lottóið, sem reyndar hef- ur helst komið ungmennahreyf- ingunni til góða. íþróttafélög eru bókhaldsskyld en ekki ffamtalsskyld. Vegna þess hefur skort almennilegt eftirlits- kerfi sem leitt hefur til þess að „svartir peningar" hafa mikið ver- ið í umferð. í miklum mæli hefur tíðkast að greiða mönnum undir borðið og á það jafnt við um þjálf- ara sem leikmenn. Undanfarið hafa stöðugar fréttir verið af háum greiðslum til leikmanna í hand- knattleik og knattspyrnu (og reyndar einnig körfuknattleik). Þessar greiðslur hafa kannski ver- ið á bilinu ein til tvær milljónir króna á ári og mjög misjafht hvort leikmenn hafa talið þær fram. Þessir leikmenn gætu nú þurft að svara til saka fyrir það. Enn lengur hefur tíðkast að greiða þjálfurum en þar hafa þeir eftirsóttustu fengið háar upphæð- ir og mikið, ef ekki allt, undir borðið. Þar eru engir þjálfarar undanskildir, en sem gefur að skilja er oft töluverður fjöldi þjálf- ara hjá hveiju félagi. Niðurstaða málsins veltur í raun á því hve ítarleg rannsóknin er — enginn efast um að brotin hafi átt sér stað. Á undanförnum árum hafa borist fféttir af miklum skattaherferðum í erlendu íþrótta- h'fi. Má þar meðal annars minna á ítarlega rannsókn hjá belgískum knattspyrnufélögum sem íslenskir leikmenn flæktust inn í. Ef þessi rannsókn verður jafnítarleg gæti íslensk íþróttahreyfing þurft að glíma við skattinn næstu árin. Keila er alvöruíþrótt Það eru ekki ýkja mörg ár síðan Keiluhöllin reis í Öskjuhlíð í öllu sínu veldi. Ýmsum þótti forsendur hæpnar og drógu í efa að hrifningin yrði mikil meðal landsmanna. Þeim skjátlaðist þó heldúr betur því áhuginn á keilu er orðinn mjög mikill og fjölmargir sem stunda iþróttina, ýmist i gamni eða alvöru. Jón Bragason er einn fjölmargra keilara sem halda til uppi í Öskjuhlíð og er svo sem ekki af lakari endanum, því honum tókst að krækja sér í íslandsmeistaratitil í Qögurra manna liðakeppni árið 1992. Hann segir keiluna óhemjuskemmtilega fþrótt og afskap- lega spennandi, þótt sumir eigi bágt með að trúa því. „Það eru um sex þúsund manns hér sem spila keilu reglulega og 300 til 400 mannssem keppa reglulega. Myndast iðu- lega feiknamikil spenna á mótum og eru lætin oft gífurleg." Jón segir keilu ekki vera líkamlega erfiða fyrir þá sem spili að gamni sínu. „Fyrir þá sem iðka hana sem keppnisíþrótt er hún aftur á móti mesta púl. Keila krefst gífurlegrar einbeitingar og bæði andlegs og líkamlegs úthalds. Ég stunda líkamsrækt til að halda mér í líkamlegri þjálfun og veitir víst ekki af." Að sögn Jóns hefur orðið jákvæð breyting á viðhorfi fólks til keilu síðustu árin og sé það gleðiefni. „Þegar ég fór að stunda keilu fýrir rúmum fimm árum varð ég var við að fólk væri undrandi á mér og skildi ekkert hvað ég var að vilja uppi í Keiluhöll alla daga. Nú hefur þetta breyst og menn eru farnir að líta á þessa iðju mína sem alvöruíþrótt." SELFYSSINGAR í FJÁRHAGSVANDA Fjárhagsstaða margra fyrstudeildarliða I knatt- spyrnu er fremur slæm um þessar mundir eins og komið hefur fram. Líkt er komið á fyrir iiðum íneðri deildunum. Eitt þeirra liða sem búa við hvað verst ástand er lið Sel- fyssinga, sem varð fyrirþví að falla niður íþriðju deild ísum- ar. Þaðan berast nú fréttir af því að knattspyrnudeildin skuldi á milli 8 og 10 milljónir króna. Sem gefur að skilja eru það gríðarlegar skuldir fyrir ekki stærra félag. Eftirþví sem komist verður næst eru þetta margra ára skuldir sem deildin hefur velt á undan sér. Á sínum tima var ráðist í að fá á Selfoss tvo júgóslavneska leikmenn, þá Salic Porcha og Izudin Dervic, sem léku með Val síðasta sumar. Selfyssing- ar fengu hins vegar lítið fyrir þá þegar þeir fóru frá liðinu. Auk þess hefur liðið sótt í aðra leikmenn og allt hefur þetta kostað sitt. Ekki eru mörg ár síðan mikill fjárhags- vandi blasti við Selfyssingum sem þá unnu sig út úr vand- anum — meðal annars með mikilli sjálfboðavinnu leik- manna. Nú er spurningin hvort menn eru til I slikt aftur. Hefur skipt þrett sinnum um fél Bakarinn Ragnar Rögnvalds- son á dáh'tið sérstakt íslandsmet í íslenskum íþróttum. íþrótt Ragn- ars er knattspyrna en frá því árið 1979 hefur hann skipt þrettán sinnum um félag og leikið með ellefu félögum í meistaraflokki. „Þetta er vafasamur heiður kannski,“ segir Ragnar. Ragnar segir að árið 1989 hafi gamalkunnur kappi verið í öðru sæti en sá hafði þá skipt átta sinn- um. Langt var í næstu menn. En hvemig er það með Ragnar, er hann svona lélegur að hann kemst aldrei í liðin? Eða er hann svona leiðinlegur að hann er alltaf hrakinn burtu? „Ég er svo mikil félagsvera að ég stoppa stutt við í einu og vil kynnast sem flestum. Ég hef líka farið mikið út á land og haft mjög gaman af því,“ svarar Ragnar. Ragnar hefur spilað í öllum deildum og leikið ýmist sem miðjumaður eða framherji með liðum sínum. Hann segist sjálfur ekki vera mikill markahrókur en sér hafi þó tekist að læða inn bolta og bolta á hveiju tímabili. Dreng- urinn er enn ekki nema þrítugur, ætlar hann kannski að skipta um félag nú? „Já, ég er kominn í Old Ragnar Rögnvaldsson hefur skipt oftar um félag í íslenskri knattspyrnu en aðrir menn; þrettán sinnum og leikið með ellefu félögum. Og það bara í meistaraflokki, nota bene. Boys-flokkinn og æth ég fari ekki í Breiðablik og endi ferilinn þar,“ segir hann, enda Bliki að upplagi. Knattspyrnuferill Ragnars ÁR DEILD FÉLAG 1979 2. deild Austri Eskifirði 1980 1. deild Víkingur Reykjavík 1981 2.deild UBK Reykjavík 1981 Bezersliga Weddinghoffen Þýskalandi 1982 l.deild KA Akureyri 1983 1. deild KA Akureyri 1984 2. deild ÍBÍ ísafirði 1985 2. deild ÍBÍ ísafirði 1986 2. deild Víkingur Reykjavík 1987 2. deild UBK Kópavogi 1988 3. deild Afturelding Mosfellsbæ 1989 3. deild Dalvík 1990 4. deild Augnablik Kópavogi 1991 3. deild ÍBÍ (safirði 1992 2. deild Þróttur Reykjavík keppni. En það er aUs óvíst að sá draumur hans rætist. Forsvars- menn íþróttarinnar í Bandaríkj- unum eru nefnilega skíthræddir um að McEnroe skandalíseri í þeirri stöðu allt eins og á veUinum John McEnroe fannst sérlega fá- ránlegt að þurfa að hneigja sig fyrir kóngafólkinu á Wimbled- on-mótunum. Hann lét sig þó hafa það að beygja sig lítillega; segist ekki hafa viljað gera uppistand. sjálfum. Sjálfur segist McEnroe ekki sjá eftir neinu. Hann segist gera sér grein fyrir því að fólk muni minnast sín vegna blótsyrð- anna og hneykslanna. „En sem betur fer lék ég það vel að fólk get- ur ekki talað um hneykslin án þess að tala líka um hvernig ég lék. Ég veit ekki hvort ég hefði unnið fleiri sigra eða tapað fleiri leikjum ef ég hefði stiUt mig á vellinum, það er ekki gott að segja. En eins og allir aðrir hef ég gert ýmsa hluti öðruvísi en ég hefði viljað," segir McEnroe. „Maður bætir í gegn gömlu fé- lögununT Landsliðslínumaðurinn Geir Sveinsson kom / heim úr atvinnumennsku fyrir tímabUið sem nú | stendur yfir og gekk til liðs við sína gömlu félaga: í Val. Finnurjóhannsson, línumaðurinn knái, hefur spUað með Val undanfarin keppnis- tímabU en hann færði sig um set og fór tU Ak- ureyrar og gekk tU hðs við Þórsara. Fyrir skömmu mættust Þór og Valur í jafnteflisleik í fyrstu deildinni. Hvemig fannst Finni að mæta gömlu félögunum? „Það var auðvitað • skrýtið að þurfa að eiga við þá. Geiri er naut- * £ sterkur á Iínunni en ég reyndi að gefa h'tíð eft- ir, maður bætir við ef eitthvað er þegar maður mætir gömlu félögunum,“ segir Finnur. Finnur hefur vakið athygli inni á leUcveUi fyrir að spUa aUtaf með hlífðargleraugu ein mUdl. Hann er svo gott sem blindur á hægra auga og spUaði því með gleraug- un tíl að verja vinstra augað en í þeim gríðarmUdu átökum sem eiga sér stað á línunni geta aUtaf hent slys. En nú bregður svo við að hann hefur ekki leikið með gleraugu í vetur. „Þannig er má með vexti að svona gleraugu hafa ekki fengist héma heima en það er verið að útvega þau fyrir mig erlendis og ég á von á þeim hvað úr hveiju," útskýrir Finnur. En er hann ekki hræddur án þeirra? „Nei, maður gleymir þtssu í baráttunni,“ er svarið. Finnur lætur vel af dvölinni á Akureyri. Hann er í Verkmenntaskólanum og er rétt að klára stúdentsprófið og eins og námið og hand- boltinn séu ekfci nóg þá er drengurinn líka söngv- ari í hljómsveit. Sveitin er nafúlaus enn sem komið er en hefur þó gert svoh'tið af því að koma ffam. „Ég læt aðra um að dæma um hversu góður söngvari ég er, en það er gaman að þessu,“ segir I Finnur línumaður. Finnur Jóhannsson gefur sér tíma frá handboltanum og náminu til að syngja í hljómsveit. Um helgina KÖRFUBOLTI ÚRVALSDEILD KR - Skallagrímur kl. KR - Skallagnmur kl. 20.0U. Skallgrimingarhafa komið á óvart, unnið fyrstu leiki sína og virðast hafa sterku liði á að skipa. KR-ing- ar hafa hins vegar átt í mesta basli nú I upphafi móts. ■ R'Ji "ÆMfWA il HANDBOLTI BIKARKEPPNIN 32 LIÐA ÚRSLIT KA - Valur b. ki. 20.30. Þá er bik- arkeppnin hafin og KA- menn taka á móti b-liði Vals og ættu að vinna örugglega. I0RFUBOLTI URVALSDEILD Njarðvík - Haukar kl. 20.00. Njarðvíkingar hafa alltaf verið góðir í körfu. Haukarnir eru með feikigóðan Kana sem fleytir þeim langt, ekki það að hinir séu neinir aukvisar. KÖRFUBOLTI 1. DEILD KVENNA Keflavík - ÍS kl. 15.30. Þessi lið hafa verið glúrin í kvennaboltan- um gegnum tíðina. HANDBOLTI BIKARKEPPNIN 32 LIÐA ÚRSLIT Brciðablik - ÍH b. kl. 19.00. Blikar ættu ekki að vera í vandræðum með b-lið fþróttafélags Hafnar- fjarðar. Fjölnir - ÍR kl. 20.00. Ætti að vera létt hjá (R. Þjálfari Grafarholtsbúa er gamla kempan Björgvin Björg- vinsson og hann lumar á brögð- um. Stjarnan - Selfoss kl. 20.00. Hörkuleikur og ekki auðvelt að spá i úrslit. KR - Haukar kl. 14.00. Vesturbæ- ingar hafa ekki verið til mikilla af- reka í handbolta slðustu ár. Ármann - Víkingur kl. 15.30. Ár- menningar vinna varla Víkinga, Fram - Þór kl. 20.00. Frammarar verða að fara að vinna leik. FH b. - Ármann b. kl. 17.15. Tvö b-liö mætast en Hafnfirðingar eiga að vera betri. HKN - Valur kl. 20.00. Handbolti hefur ekki átt upp á pallborðið á Suðurnesjum en HKN stóð sig vel f annarri deildínni á sfðasta tfma- bili. Leiftri - HK kl. 20.00. Okkur grun- ar að Leiftri sé (þróttafélag lög- reglumanna. Hans Guðmundsson HK-maður var einu sinni f lögg- unni. ögri - ÍR b. kl. 21.30. ögrl er Norðurlandaméistari heyrnar- skertra en þeir misstu sinn sterk- asta mann yfir til FH. Grótta - Fylkir kl, 20.00. Fylkis- menn hafa ekki getið sér orð sem miklir handboltamenn, þjálfari þeirra er Skúli Gunnsteinsson f Stjörnunni. Haukar b. - Afturelding kl. 16.30. Mosfellingar vinna þetta sennilega. ÍBV b. - ÍH kl. 16.30. Það er erfitt að spila f Eyjum og ekkert vfst að Hafnfirðingarnir eigi séns. ÍBV - FH kl. 18.30. Tvö fýrstu- deildarlið mætast. Eyjamönnum hefur gengið hörmulega ( deild- inni. KÖRFUBOLTI URVALSDEILD Skailagrímur - Valur kl. 16.00. Það er stutt á milli leikja I Japis- deildinni. Borgnesingar eru með ágætt lið en Valsararnir ættu að vera sterkari — svona á pappfrun- um að minnsta kosti. Brciðablik - Njarðvík kl. 16.00. Blikarnir eru með stærstu menn- ina í íslenskum körfubolta en þeim hefur ekki tekist sem skyldi að nýta hæðina. örlygssynir eru sterkir hjá Njarðvík. Haukar - Keflavik kl. 16.00. Jón Arnar Haukagormur er einn besti körfuboltamaður tandsins. Keflvík- ingum er spáð titlinum og þeir eru ekki auðsigraðir. Snœfell - KR kl. 20.00. Veturinn gæti orðið báðum þessum liðum erfiður sé miðað við byrjun þeirra. Heimavöllurinn er Hólmurum dýr- mætur. KÖRFUBOLTI 1. DEILD KVENNA KR - Njarðvík kl. 16.00. Miöað við Suðurnesjahefðina I fslenskum körfubolta ættu Njarðvíkurstúlkur að vinna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.