Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÓBER 1992 9 í stjómkerfinu er engin saman- tekt til um það hvað mikið samn- ingagerðin um evrópska efna- hagssvæðið hefur kostað. Síðan samningar hófust árið 1989 hefur verið unnin óhemjumikil vinna í öllum ráðuneytunum vegna EES. Að sjálfsögðu er hún mest hjá utanríkisráðuneytinu en önnur ráðuneyti hafa ekki farið varhluta af kostnaðinum. Engin tilraun hefur verið gerð til að halda utan um þennan kostnað og hefur mik- il vinna átt sér stað án þess að hún væri eyrnamerkt þessu sérstaka verkefni. Á Alþingi hefur að minnsta kosti þrisvar verið spurt sérstaklega um kostnað vegna samninganna en svör utanríkis- ráðherra verið loðin. Það hefur meðal annars leitt til þess að nokkrir stjórnarandstöðuþing- menn hafa haldið þvf fram við blaðamann að það sé vifjandi gert að hafa kostnaðartölur ekki til- tækar. í fjármálaráðuneytinu fengust hins vegar þau svör að nú væri ætlunin að halda utan um þennan kostnað og merkja hann sérstaklega EES-viðræðunum. ÞÝÐINGARKOSTNAÐUR YFIR100 MILLJÓNUM Gríðarleg vinna er fólgin í að þýða lög og reglugerðir Evrópu- bandalagsins. Fyrsta árið, 1990, kostaði þetta 17,4 milljónir. Árið 1991 var kostnaðurinn við þýð- ingar 37,4 milljónir. Árið 1992 er kostnaðurinn 33,2 milljónir og á næsta ári er hann áætlaður, sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu, 15,3 milljónir. Samtals gerir þetta 103,3 milljónirkróna. Þessu til viðbótar er rétt að gera ráð fyrir frekari kostnaði, því þeir sem unnið hafa við þýðingarnar í tvö ár eða meira hafa rétt á sex mánaða biðlaunum þegar þeir hætta. FERÐALÖGIN YFIR100 MILLJÓNUM Á síðasta vetri beindi Finnur Ingólfsson alþingismaður fyrir- spurn til Jóns Baldvins Hanni- balssonar utanríkisráðherra um kostnaðinn við samningsgerðina. Engar upplýsingar fengust í svari utanríkisráðherra um launakostn- að vegna verkefnisins, en það kom þó ffam að vinna hinna fjöl- mörgu sérfræðinga í stjórnarráð- inu og undirstofnunum þess hefði dreifst á liðlega hundrað einstak- linga en tekið fram að ekki hefði verrð haldið sérstaklega til haga tímum sem varið var í undirbún- ing samningaviðræðnanna. Ef gert er ráð fyrir að þarna Iiggi eitt ársverk hjá hverjum þessara ein- staklinga má áætla að laun gætu verið um 180 milljónir ef gert er ráð fyrir 1,8 milljónum í árslaun. Þá er ekki gert ráð fyrir launa- tengdum gjöldum. Að sjálfsögðu er um nálgun að ræða en ef gert væri ráð fyrir að um þrjátíu manns hefðu unnið við þetta allan tímann væri niðurstaðan svipuð. í öðru lagi var utanríkisráð- herra spurður um ráðgjafarkostn- að, sem hann sagði hafa verið upp á 3.023.000 krónur til febrúarloka 1992. í þriðja lagi var hann spurður um ferðakostnað og kom þá ffam að hann var upp á 85,3 milljónir króna og voru inni í því ferðir utanríkisráðherra og annarra embættismanna. Sömuleiðis voru inni í þeirri tölu dagpeningar og risnukostnaður. KOSTNAÐIDREIFTÁ RÁÐUNEYTIN I fjárlögum yfirstandandi árs var farin sú leið að flytja kostnað- inn meira út til ráðuneytanna í stað þess að hafa hann hjá utan- ríkisráðuneytinu. í utanríkisráðu- neyti var gert ráð fyrir 7,3 milljón- um til EES, samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs. Það er að mestu ferðakostnaður. Að sjálfsögðu hefur kostnaður við samningagerðina verið mestur hjá utanríkisráðuneytinu, en önn- ur ráðuneyti hafa ekki farið var- hluta af því. Líklega er hægt að segja að ekkert ráðuneyti hafi far- ið undir eina milljón króna vegna samningsgerðarinnar frá upphafi og er það varlega áætlað. Slíkur mun til dæmis kostnaður land- búnaðarráðuneytisins vera og má sem dæmi taka að Guðmundur Sigþórsson skrifstofusjóri er nú úti vegna áhrifa EES á jöfnunar- gjald. í ár voru fjórar milljónir merkt- ar EES í rekstrarkostnaði mennta- málaráðuneytisins, ein milljón hjá sjávarútvegsráðuneytinu, heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið með tvær og hálfa milljón og sömuleiðis fjármálaráðuneytið. Viðskiptaráðuneytið var með fimm milljónir en félagsmála- ráðuneytið eina milljón. Þarna er því um að ræða fastar 23,3 millj- ónir í ár. En ef gert er ráð fyrir öll- um tímanum og lágmark einni milljón hjá minnsta ráðuneytinu gæti þessi tala hlaupið á bilinu 30 til 40 milljónir. KOSTAÐI28 MILLJÓNIR AÐ RÆSA ÚT ÞINGIÐ VEGNA EES í fjáraukalagaffumvarpinu sem nú liggur fyrir þinginu er beðið um 52,1 milljón vegna aukakostn- aðar við EES. Bara það að ræsa út þingið og láta það ræða um EES kostar 27,5 milljónir króna. Utanríkisráðuneytið þarf 24,6 milljónir króna til viðbótar 7,3 milljónunum og á sú upphæð að notast þannig: Átta milljónir í prentun þingskjala, 3,6 milljónir í að ljúka þýðingum og 13 milljónir til kynningar á samningnum. í fjáraukalögum 1991 var beðið um 26,6 milljónir vegna EES og þar af voru 4,6 milljónir vegna framleng- ingar stöðuheimildar út af EES. Þess má geta að Kristinn H. Gunnarsson þingmaður spurði í apríl síðastliðnum hvað fundaher- ferð Jóns Baldvins frá maí 1991 og til mars 1992 hefði kostað, en það voru kynningarfundir hér innan- lands. Hún kostaði 3,1 milljón króna. Hér er víða um gróft reiknaðar tölur að ræða svo og áætlanir, en þó má leiða líkur að því að hér sé um að minnsta kosti 500 milljónir að ræða. Margvíslegan annan kostnað mætti telja til sem meðal annars birtist í fjárlagafrumvarpinu nú. Sá kostnaður er reyndar á mörk- um þess að falla undir samninga- ferlið sjálft og því sleppt hér í nið- urstöðutölunni. í fjárlagafrum- varpinu nú kemur meðal annars ffam að fimm milljónir eru settar til Vísindasjóðs og aðrar fimm til Rannsóknarsjóðs, en með því er verið að kaupa réttindi í evrópsk- um sjóðum af svipuðum toga. Hrein hækkun til EFTA vegna EES er upp á 62,5 milljónir króna. Það er meðal annars vegna Þró- unarsjóðs EFTA. Samkvæmt samningnum þarf Island að verja árlega um 60 milljónum króna til, sjóðsins á næstu fimm árum. SigurðurMár Jónsson Ef fram heldur sem horfir tekur samn- ingurinn um evr- ópska efnahags- svæðið gildi um næstu áramót. Samningurinn er flóknasti og viða- mesti milliríkja- samningur sem ís- lendingar hafa staðið að. Þrátt fyrir það hefur því hvergi ver- ið haldið til haga hver kostnaðurinn við EES-samnings- ferlið er fyrir okkur. Heildartalan er nú komin í hálfan millj- arð króna og hækkar enn.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.