Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. OKTÓBER 1992 25 STJÓRNMÁL Ólafur Ragnar, ekki meir, ekki meirl HREINN f íjölmiðlum er nú klifað á því að stefha Sjálfstæðisflokksins dugi ekki til lausnar aðsteðjandi vanda í efnahagslífinu. Andstæðingar flokksins reyna að gera frjáls- hyggjuna að skammaryrði um þá stefhu og ýkja mjög áhrif og völd talsmanna „skefjalausrar mark- aðshyggju“ á stefnumörkun flokksins í ríkisstjóm. Helstu tals- menn þessa áróðurs em forráða- menn þrotabús vinstristjórnar- innar sem hér sat við völd með Stefán Valgeirsson sem samein- ingartákn á árunum 1988-91. Nú ryðjast afturgöngur þeirrar stjórnar frarn á sjónarsviðið með gömlu klisjurnar sínar og fer þar fremstur Ölafur Ragnar Gríms- son. Hann þykist nú geta leyst hvers manns vanda, en hver eru bjargráðin? Því er fljótsvarað, er- lendar lántökur, skattahækkanir og aukin ríkisumsvif. Af ávöxtunum þekkjum við þá. Afturgöngurnar tala um „gjald- þrotastefnu“ rétt eins og ríkis- stjómin stefhi að því að koma fyr- irtækjum á hausinn. En stað- reyndin er sú að þeirra stefiia, eins og hún birtist í síðustu ríkisstjórn, hefur leitt til stórfelldra gjaldþrota. Ef ekki væri fyrir þá gjaldþrota- stefnu síðustu ríkisstjórnar væm möguleikar okkar meiri og betri nú til að mæta þeim ytri áföllum sem við höfum orðið fyrir. Gjald- þrotastefiia þeirra Ólafs Ragnars, Stefáns Valgeirssonar og Stein- gríms Hermannssonar fólst í því að safna erlendum skuldum í gríðarlegum mæli og veita þeim lánum án fyrirhyggju eða aðhalds gegnum tilbúna sukksjóði sem nú em tómir og stefiia auk þess öðr- um sjóðum, fyrirtækjum og stofh- unum í gjaldþrot með óábyrgum fjáraustri. Milljarðar króna á milljarða of- an brunnu í höndum þessara manna á örskömmum tíma. Pen- (up car thorc jk,||*m-<isures Gjaldþrotastefna þeirra Ólafs Ragnars, Stefáns Valgeirssonar og Steingríms Her- mannssonar fólst íþví að safna erlendum skuldum ígríðarlegum mœli ogveita þeim lánum án fyrirhyggju eða aðhalds gegnum tilbúna sukksjóði sem nú eru tómir ogstefna aukþess öðrum sjóðum, fyrirtcekjum ogstofnunum ígjaldþrot með óábyrgumfjáraustri. ingunum var ekki aðeins ausið úr tilteknum sjóðum og stofnunum á borð við Byggðastofnun og Fram- kvæmdasjóð. Ríkissjóður sjálfur var látinn blæða í allar áttir og engin raunhæf tilraun gerð til að- halds eða sparnaðar. Ríkissjóðs- hallinn hrannaðist upp með afar neikvæðum áhrifum á lánsfjár- markaðinn. Nú er svo komið að þjóðin skuldar hundmð milljarða króna í erlendum lánastofnunum en eigi að síður blasir við sviðin jörð hvarvetna þar sem ffamangreind- ir kumpánar fyrri ríkisstjórnar komust að með bjargráð sín. Þeir töldu væntanlega að framundan væra betri tímar þegar fyrirtæki á borð við Álafoss gætu endurgreitt óráðsíuna en þeir hugsuðu ekki fyrir þeim möguleika að þreng- ingar gætu haldið áfram. Við súp- um nú seyðið af þeirri óforsjálni. Með hliðsjón af þessari reynslu er stefna Sjálfstæðisflokksins eina færa leiðin út úr ógöngunum. Nauðsynlegt er að horfast í augu við erfiðleikana, gera upp skuld- irnar og taka áföllunum sem við blasa án þess að freistast til að auka á skuldabyrðina svo neinu verulegu nemi. Forðast ber þá meinloku að auknar skattaálögur á almenning leysi einhvem vanda. Mikilvægasta verkefiú stjómvalda er að draga úr ríkisumsvifum með markvissum hætti þar sem kerfis- breytingar — aukin útboð og sala ríkisfyrirtækja auk almennrar ráð- deildarsemi í rekstrinum — eru meginmálin. Mikilvægast er að menn átti sig á því að það hlýtur að koma niður á öllum þegar tekjur þjóðarinnar skerðast eins og fyrirsjáanlegt er. Ekki dugir að telja fólki trú um að unnt sé að leysa vanda allra fyrir- tækja til dæmis í sjávarútvegi með því að velta byrðinni yfir á skatt- greiðendur og sveitarfélög. Geng- isfelling er úr myndinni. Bjargráð þeirra Ólafs Ragnars og Stein- gríms Hermannssonar eiga ein- faldlega ekki við. Óráðsía þeirra og eyðslusemi í síðustu ríkisstjóm gera það að verkum að fara verður afar gætilega vilji menn tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í framtíðinni. Við fjölmiðlabrölti Ólafs Ragnars er því aðeins til eitt svar: Ekki meir, ekki meir!_________ Hötundur er lögmaður. STJÓRNMÁL GUÐMUNDUR EINARSSON Lögregla — leikregla *'< <■> oii þe .tiií,!. i1.!. í!!t! Nei, það er allt örm pntiur og hmttulegri veröurpótit. við þetta ailt s irðist standa á sam, kaUíu fttííbdtíngM r5!*rkjK5»fá&tnáí fftinrkpi i *íV aö6a sianiv wm hafe ogat macm»}k& rewfkiíigu * míttura faug* *ð minarta kotti. tfá» tx tr,*Mk&l*nát fmrtatki? Og íiwmÍK vifjhvmcr a uat ítmbdt tflgá ** Tti sð kðfóftj éb cr hmM ts aA Wim. fcahí Aátefl Dœmi um lögreglufóbíu var aðfinna á síðum PRESSUNNAR áttunda október síðastliðinn í grein Óla Björns Kára- sonar umfrumvarp til samkeppnislaga. Hann sér íþví skelfilega lög- reglustofnun sem leggi jjötra áfólk ogfyrirtœki undir stjórn lögreglu- stjóra, það er ráðherra. Til er fólk sem haldið er ofsa- hræðslu við eitthvað, til dæmis vatn, hunda eða flugferðir. Þetta er sjúklegt ástand sem nefht er fó- bía eftir grísku heiti á fyrirbærinu. Sjaldgæft afbrigði af þessum sjúk- dómi er nefnt lögreglufóbía, sem lýsir sér þannig að menn sjá lög- reglu í hveiju homi og verða ærir af ótta í hvert sinn. Dæmi um lögreglufóbíu var að finna á síðum PRESSUNNAR átt- unda október síðastliðinn í grein Óla Björns Kárasonar um frum- varp tíl samkeppnislaga. Hann sér í því skelfilega lögreglustofnun sem leggi fjötra á fólk og fyrirtæki undir stjóm lögreglustjóra, það er ráðherra. Ekki veit ég hvar Óli Björn Kárason hefur 5ið manninn á síð- ustu árum, en það virðist algjör- lega hafa farið framhjá honum að þjóðir Vesturlanda hafa nú hvar- vetna hætt beinum afskiptum af verðlagningu vöru og þjónustu þar sem hægt er að koma við virkri samkeppni á markaðinum. f stað verðlagseftirlits hefur verið komið á fót samkeppniseftirliti, sem ætlað er að tryggja að seljend- ur vöm og þjónustu ástundi sam- keppni sín á milli en bindist ekki samtökum um verðlag, markaðs- skiptingu, tilboðsgerð og afli sér þannig ólögmæts hagnaðar á kostnað almennings og fyrirtækja. Samkeppnislög og samkeppn- iseftírlit eiga upptök sín í Banda- ríkjunum en hafa í áratugi einnig verið meðal mikilvægustu tækja hins opinbera í Vestur-Evrópu til að stuðla að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta samfélagsins. Loks er komið að þessum breyt- ingum hér á landi og er almenn samstaða um nauðsyn þess, enda núgildandi löggjöf um verðlags- má og fleira löngu úreit. Þáttur í þessum breytingum er sprottinn af fyrirhugaðri stofnun Evrópska efnahagssvæðisins, en virk sam- keppni í viðskiptum er einn af hornsteinum þess. Samkeppnis- lagafrumvarpið felur í sér loka- skrefið í þeirri þróun að ríkið hætti íhlutun í verðákvarðanir á markaði. Hins vegar er gert ráð fyrir að samkeppniseftirlitið hafi aukin völd í samkeppnismálum miðað við núverandi verðlagseftirlit, þar á meðal sektarvald. Reynsla ann- arra þjóða sýnir að það er nauð- synlegt til þess að eftirlitið verði virkt. Til að tryggja réttaröryggi er gert ráð fyrir sérstakri áfrýjunar- nefiid samkeppnismála, sem hægt er að áffýja til ákvörðunum sam- keppnisráðs um að leggja sektir á fyrirtæki og fleiri atriði. Einnig er hægt að bera þær undir hina al- mennu dómstóla. Það á að vera meginregla í opinberri stjómsýslu að hægt sé að bera ákvarðanir lægra stjórnvalds undir hærra stjómvald og í þessu tilviki kemur áffýjunamefiidin í stað ráðuneyt- is, en ráðuneyti eru oft vænd um pólitíska úrskurði sökum yfir- stjómar ráðherra á þeim. Nefndin er því til þess að auka traust á óvil- höllum úrskurðum í samkeppnis- málum. Samkvæmt frumvarpinu til samkeppnislaga kemur vald ráð- herra í samkeppnismálum helst fram í því að skipa samkeppnis- ráð og áfrýjunarnefnd á fjögurra ára fresti og þá að hluta sam- kvæmt tilnefhingum utanaðkom- andi aðila. Að sjálfsögðu verður að gera ráð fyrir að ráðherra á hverjum tíma muni kappkosta að finna bestu fagmenn til setu í þessum stofnunum. Ráðherra set- ur einnig ýmsar reglur um ffam- kvæmd einstakra ákvæða laganna með reglugerð, en að tillögu sam- keppnisráðs. í umræðum um samkeppnis- lagafrumvarpið á Alþingi og í efhahags- og viðskiptanefiíd þess og í umsögnum hagsmunaaðila um ffumvarpið hefur hvarvetna komið ffam stuðningur við sam- keppnislagaffumvarpið þótt ýms- ar ábendingar um breytingar á einstökum greinum hafi fylgt honum. Enginn hefur haft það ímyndunarafl um pólitískt lög- regluvald, sem fram kemur hjá Óla Birni, enda er lögreglufóbía sjaldgæf eins og fyrr segir. Óli Bjöm virðist ekki skilja muninn á leikreglu og lögreglu. Hann virðist í raun og veru andstæðingur frjálsrar samkeppni á grundvelli heilbrigðra og traustra leikreglna og þar með talsmaður einokunar og hringamyndunar._____________ Höfundur er aðstoðarmaður viðskipta- ráðherra U N D I R Ö X I N N I Ætlar Kvennalistinn að reyna að beygja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur undir flokksaga og fá hana til að tala gegn EES- samningnum í utan- ríkismálanefnd Al- bingis eða kippa henni út úr nefndinni ella, Kristín? .Kvennalistinn ætlar ekki að beygja einn eða neinn undir flokksaga, en okkur þykir slæmt ef sjónarmið meirihlutans koma ekki fram í utanríkismálanefnd. Það getur verið að hún treysti sér til að túlka okkar sjónarmið þar Ifka. En við beygjum engan undir flokksaga, fólk verður að fara eftir eigin sannfæringu." Kemur þá til greina að Ingibjörg sitji áfram f nefndinni og fái að fara eftir sinni sannfæringu? „Ef hún vill gera það. En það get- ur vel verið að hún óski eftir því, þar sem hún túlkar ekki sjónar- mið meirihlutans, að víkja úr nefndinni — ég hef að vísu ekki heyrt það að hún óski eftir því. Þetta er ekki einfalt mál en mér finnst ekki koma til greina að víkja henni úr nefndinni, enda höfum við ekki vald til þess." Nú studduð þið Ragnheiði Dav- íðsdóttur í umræðunum sem spunnust um menntamálaráð og sögðuð að hún ætti að sitja áfram þótt Alþýðuflokkurinn væri ekki sammála því sem hún gerði þar. Eruð þið ekki að ganga á skjön við sjónarmið ykkar þar með því að hlutast til um að Ingi- björg víki úr utanríkismálanefnd? „Við erum ekkert að hlutast til um það eins og ég sagði áður' Formaður þingfiokks ykkar, Krist- fn Ástgeirsdóttir, hefur sagt hugsanlegt að varamaður komi inn. Það má túlka sem ábend- ingu til Ingibjargar um að víkja, ekki rétt? Jú, ef Ingiþjörg telur það vera einu leiðina fýrirsig. Það eru margar konur innan Kvennalist- ans sem telja það mjög slæmt ef sjónarmið meirihluta þingflokks- ins koma ekki fram í utanríkis- málanefnd, það getur vel verið að það sé hægt að leysa það." En eruð þið ekki svona pent að benda Ingibjörgu á að henni væri réttast að víkja? „Ekki er ég að gera það." Er ekki þingflokksformaðurinn að því? Hún talar fyrir ykkar hönd? „Hún verður þara að tala fyrir sig. Ég túlka þetta reyndar ekki þann- ig en ég skal ekki segja hennar hug, ég kann hann ekki' Hefurðu trú á að málið leysist far- sællega? „Það vona ég svo sannarlega." En málið er í höndum Ingibjarg- ar? „Auðvitað, það er hún sem klýfur sig frá okkur, það er hún sem kemur með ágreininginn en ekki við. Við stöndum allar saman hinarfjórar og teljum ekkert hafa breyst sem réttlætir sllka kúvend- ingu, en auðvitað hefur hver og einn þingmaðurstjórnarskrár- bundinn rétt til að greiða at- kvæði eins og samviska hans býður og það er raunar skylda hans. Það er mjög mikilvægur réttur og ég vil ekki taka hann af nokkrum manni, þótt auðvitað verði það að viðurkennast að oft beygirfólksig undirvilja meiri- hlutans. Mál krefjast oft mála- miðlunaren hún gæti orðið erfið í þessu máli, þvf það er erfitt að finna málamiðlun milli já og nei.' Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur lýst sig hlynnta samningnum um evrópskt efnahagssvæði, ein kvennalistakvenna. Kristín Ein- arsdóttir er þingkona Kvennalist- ans og formaður Samstöðu um óháð fsland.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.