Pressan - 10.12.1992, Síða 20

Pressan - 10.12.1992, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. DESEMBER 1992 E R L E N T Mengun frá bandarískum herstöðvum Tíu þúsund tonn af úrgangi við Heiðarfjall l l!íi| \ til ; MtW' m 1 Mm »I| Piulí. í / II, A' Ux? ,T/ r* v *' ''4 í tímaritinu U.S. News & World Report er fullyrt að Bandaríkjamenn hafi skilið eftir sig tíu þúsund tonn af úr- gangi á Heiðarfjalli á Langanesi. Að auki er talið að jarðvegur við alla herflugvelli í Evrópu sé illa farinn vegna mengunar. Myndin er af fjarskiptabúnaði Bandaríkjahers á Miðnesheiði. Mlaður vikunnar Borís Jeltsín Borís Jeltsín Bússlandsforseti á ekki sjö dagana sæla nú frekar en endranær. Upphaflega litu menn á Jeltsín sem alkó- hólíseraðan lýðskrumara og um hann hafa alltaf leikið snarpir vindar, allt frá því hann stakk Gorbatsjov af í hollustu sinni við perestrojku og glasnost. Gorbat- sjov þótti þá nóg um og lét Jeltsín fjúka, en sá hlær best, sem síðast hlær, eins og Gorbatsjov fékk að reyna þegar hann sneri aftur til Moskvu eftir valdaránstil- raunina í Moskvu í ágúst I fyrra. Þá kom I Ijós í hverjum var mestur töggur. Jeltsín, sem þá var nær valdalaus Rússlandsfor- seti, sýndi og sannaði fyrir Rússum og umheiminum að hann hafði hugrekki og pólitískt hyggjuvit til að standa valda- ránstilraunina af sér og hafa sigur að lok- um. Síðan hefur margt gerst, en fyrst og ffemst hefur kostur almennings þrengst, því menn eru í óða önn að greiða niður gjaldþrot kommúnismans. Unnt er að benda á að á sumum sviðum hefur ástandið síður en svo versnað, en það hefur breyst frá því, sem áður var, og menn geta nú kvartað án þess að hætta á gúlagvist. Leið Rússa til markaðshag- kerfis er og verður löng og ströng. Gömlu kerfisglæþamennirnir, sem flestireru enn á sínum stað í kerfinu, eru staðirog munu ekki láta sitt fyrr en í fulla hnefana. Þjóðin, sem hefur í raun aldrei kynnst frelsi fyrr en nú, á enn í erfiðieikum við að semja sig að hinu nýja kerfi, þar sem frjálsir samningar manna í millum eiga að taka við af skýlausu valdboði að ofan, sem tíðkast hefur ffá aldaöðli þar austur frá. Styrinn stendur um það hvort halda eigi áffam á markaðsbrautinni eins og frjálslyndir vilja eða snúa afturtil mið- stýrðs efnahagskerfis eins og gömlu kommamir vilja. Jeltsín fær gagnrýni úr báðum áttum, enda er hann fýrst og ffemst snjall pólitíkus fremur en efna- hagssniilingur. Hann veit sem er, að hin skyndiiegu og hörðu markaðslögmál mælast ekki vel fyrir hjá fólki, sem hefur vanist því frá fæðingu aö þrauð sé niður- greitt enda þótt framboðið af því hafi ekki verið upp á marga fiska. En hann veit líka að ef hann fer að vilja gömlu kommúnistanna er valdaumboð hans um leið rokið út í veður og vind, að ekki sé minnst á ertenda aðstoð og velvilja Al- þjóðabankans. Að likindum leysir Jeltsín málið í bili með því að láta einhverjar sárabætur af hendi, hvort sem það verð- ur ódýrari vodki eða meira kjötframboð i höfuðborginni, þvi þrátt fyrir stærð landsins nær pólitíkin vart út fyrir borgar- mörk Moskvu. Hriðin, sem nú er gerð að Jeltsín, krefst ekki sama hugrekkis og at- burðirnirá haustdögum 1991, en þrýst- ingurinn á hann á enn eftir að aukast og innan tíðar kann að reyna á það hvort forsetinn hefur einurð til að standast lýð- ræðislega aðför andstæðinga sinna. Bandaríkjamenn skilja eftir sig ótrúleg um- hverfisspjöll við yfir- gefin hernaðarmann- virki. Meðal þeirra er gamla ratsjárstöðin á Heiðarfjalli, segir í tímaritinu U.S. News & World Report. Engar áætlanir eru til um hvernig á að hreinsa upp meintan óþverra né hver á að borga fyr- ir það. Bandaríkjamenn eru að yfirgefa eða draga verulega úr umsvifum sínum í 492 herstöðvum, þar af 463 víðs vegar í Evrópu. En þótt hermenn og tæki þeirra fari til heimalandsins verða eftir tug- milljarða umhverfisspjöll sem óvíst er hvemig unnið verður á. í nýlegri grein í bandaríska tímarit- inu U.S. News & World Report kemur fram að bandarísk hernað- aryfirvöld eru treg til að takast á við þennan vanda, aðallega af fjár- hagsástæðum. Meðal óleystra vandamála eru mengun sem skil- in var eftir á Heiðarfjalli á Langa- nesi, en þar starfrækti bandaríski herinn ratsjárstöð íþrettán ár. UNDANSLÁTTUR EÐA ÓSANN- INDl Bandaríski herinn hefur verið tregur til að viðurkenna að meng- un ffá herstöðvum hans væri ai- varlegt vandamál. Svör við spurn- ingum eru oft bein ósannindi eða fyrirsláttur þar sem vísað er í regl- ur sem sjaldan er framfylgt. End- urskoðunarstofnun Bandaríkja- þings, General Accounting Office (GAO), hefur gert tvær skýrslur um vandann, aðra 1986 og hina í fýrra, en báðar hefur herinn gert að leyndarmálum með vísan í ör- yggishagsmuni Bandaríkjanna. Opinberlega ber hernum að fara eftir umhverfisverndarlögum Bandaríkjanna eða landsins, þar sem herstöðin er, og þá þeim sem ganga lengra. í skýrslu sinni frá 1991 kemst GAO hins vegar að þeirri niðurstöðu að lögum og reglum hafi ekki verið framfylgt við neina af þeim tíu herstöðvum sem skoðaðar voru í Japan, Kór- eu, á Filippseyjum, Englandi og ftalíu. Og þegar spurt var um mengun voru svör yfirmanna hersins ýmist óljós eða ekki sann- leikanum samkvæmt. I kjölfar frétta af mengun við flotastöðina við Subic-flóa á Fil- ippseyjum fullvissaði James Lilley aðstoðarvarnarmálaráðherra fil- ippeyska forsetann, Corazon Aqu- ino, um að enginn eiturefiiavandi væri þar á ferð. Fáeinum vikum áður hafði GAO komist að þeirri niðurstöðu í skýrslu að vandinn væri gríðarlegur. Við brotthvarf frá Subic-flóa tekur flotinn nú með sér þau eiturefni sem hægt er, en skilur eftir illa mengaðan jarðveg og grunnvatn. Fyrir tveimur árum kvaðst annar yfirmaður í Pentagon, Le- wis D. Walker, ekki vita af neinum mengunarvanda vegna banda- ríska hersins í Þýskalandi. Þá hafði herinn sjálfur áætlað að kosta mundi milljarða króna að hreinsa upp mengun víðs vegar í Þýskalandi. Við endurbætur á ströndinni við bækistöðvar bandaríska flot- ans í Yokosuka í Japan var jarð- vegur þaðan sendur til notkunar sem fylliefni annars staðar. Hann reyndist hins vegar svo mengaður af PCB-eiturefnum og þung- málmum að setja varð hann affur á sinn stað og hætta við endur- bæturnar. TIU ÞÚSUND TONN Á HF.IDAR- FJALLI Á Heiðarfjalli á Langanesi er áætlað að séu um tíu þúsund tonn af úrgangi á eins og hálfs hektara svæði, að því er segir í U.S. News & World Report. í blaðinu segir að kadmín, blý og aðrir þung- málmar hafi komist í grunnvatn og orðið til þess að landeigendur neyddust til að hætta við fyrirhug- aða laxarækt í nágrenninu. Bandaríski herinn rak ratsjár- stöð á Heiðarfjalli á árunum 1957-1970, en viðmælendur PRESSUNNAR í íslenska stjórn- kerfinu könnuðust ekki við töluna sem nefnd var hér að ofan. Hver fslendingur skilur effir sig um eitt tonn af úrgangi á ári og miðað við þá tölu hefur verið þarna 770 manna byggð í 13 ár. Þessi tala er því býsna há~, en af lýsingum að dæma er þetta þó hættuleg meng- un, þungmálmar og annar iðnað- arúrgangur. Það er reyndar ekki óumdeilt hérlendis hversu mikil og hvers eðlis mengunin á Heiðarfjalli er. Ekki liggur fyrir vísindaleg rann- sókn á magni hættulegra þung- málma, en frumkönnun hefur far- ið fram á svæðinu. Núverandi landeigendur keyptu landið árið 1974, fjórum árum eftir að herinn fór, en hófu kröfugerð á hendur íslenska ríkinu árið 1989. Þeir benda á að vitneskjan ein um haugana efiir herinn sé næg til að ekki verði hægt að rækta eða selja lax af þessu svæði. En hver sem mengunin er á Heiðarfjalli er hún í það minnsta ekki geislavirk eins og sú sem ná- grannar okkar í Holy Loch í Skot- landi þurfa að fást við. Þar létu bandarískir kjarnorkukafbátar geislavirkt kælivatn leka í höfnina reglulega í heilan áratug, að sögn James Bush, sem var flotaforingi á þremur kafbátum þar. Sjóherinn neitaði þessu þá opinberlega, en segir nú að geislamengunin hafi verið í lágmarki. Flotastöðinni í Holy Loch var lokað í sumar. DÝRTAÐ HREINSA UPP Bandaríski herinn áætlar að eyða um 25 milljörðum dala (rúmlega þrjú þúsund milljörðum króna) vegna hreinsunar í kring- um herstöðvar í Bandaríkjunum. Engin slík áætlun er til vegna her- stöðva erlendis og yrði kostnaður að óbreyttu að greiðast með rekstrar- og viðhaldsfé. Áætlanir um kostnað eru mjög á reiki, allt frá 6 milljörðum króna í um 200 milljarða í Evrópu einni, en seinni talan er tveggja ára gömul áætlun hersins. í Evrópu bera Bandaríkin suman kostnað samkvæmt sér- stökum samningi við Nató, en í öðrum tilfellum þarf að semja um skiptingu kostnaðar við viðkom- andi ríkisstjóm. Að venju em það vanþróaðri ríki á borð við Filipps- eyjar, Kóreu og Tyrkland sem minnsta athygli fá. Flugvellir í Evrópu eru meðal þess sem sjónir beinast ekki síst að. Starfsmenn flughersins, sem til þekkja, viðurkenna að mengun frá þotueldsneyti sé „næstum ör- ugglega" vandamál á öllum her- flugvöllum í Evrópu. Bandaríkja- menn hafa nú lagt 1,2 milljarða króna í að hreinsa upp áhrifin af rúmlega milljón lítrum af þotu- eldsneyti sem láku úr neðanjarð- arleiðslum við Rhein-Main og ógna nú vatnsbóli 650 þúsund Frankfurt-búa. Þess er ekki getið hvort svipuð vandamál hafa kom- ið upp á Nató- flugvellinum á Miðnesheiði._______________________ Karl Th. Birgisson Sitignþorc 'úhoíhcoö íintco Hólmganga íHongKong Deila Chris Pattens, landstjóra í Hong Kong, og kommúnistastjórnar- innar í Peking er að komast á hættulegt stig. Andstæðingarnir horfast í augu gráir fyrir járnunt líkt og tveir byssumenn í villta vestrinu. Kínverj- ar láta engan velkjast í vafa um að þeim er fúlasta alvara og þeir vilja vera með í ráðum um hvert einasta smáatriði stjórnar Hong Kong þar til þeir taka við stjórnartaumunum árið 1997. Þeir sem fylgjast með af köldu raunsæi kunna að telja Kínverja óvenju hörundsára að yfirlögðu ráði. Effir að Kalda stríðinu lauk hefur Peking- stjórnin aldrei átt nógu sterk orð til að lýsa hneykslan sinni á framferði Vesturlanda. Gott dæmi um þetta er að Kínverjar vilja helst ekki ræða mannréttindamál í Kína við vestræna stjórnarerindreka og telja þau ein- faldlega ekki koma neinum við, þar af leiðandi ekki á dagskránni og í raun móðgandi af Vesturlandabúum að fitja upp á þeim. Kínverjar telja sig greinilega leika aðalhlutverkið í Asíu að Kalda stríðinu loknu og telja hina fornu menningu sína ekkert þurfa að sækja til framandi (les: vest- rænna) hugmynda um frelsi, lýðræði ogþingræði. Góðir stjórnmálamenn eru sveigjanlegir. Patten þarf að gera það upp við sig hvort hagsmunum Hong Kong er best borgið með því að auka lýðræði þar næstu 54 mánuði á kostnað góðra samskipta við Peking- stjórnina, sem mun láta alla lýðræðislega stjórnarhætti lönd og leið í júlí 1997.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.