Pressan - 14.01.1993, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 14. JANÚAR 1993
U N D 1 R
Ö X I N N I
Eru elli-
heimilin ekki
að brjóta
lög, Jón
Sæmundur?
,Ég treysti mér ekki til að halda
því fram. Þetta er mál sem
áreiðanlega er hægt að finna
góða lausn &'
- Það liggur fyrir að daggjalda-
kerfið hefur verið misnotað. Ber
ekki að rannsaka málið vegna
hugsanlegra lögbrota?
„Það er örugglega rétt að fara
ofan (saumana á þessu máli.
Við hljótum að gera það í sam-
vinnu við forstöðumenn og
stjórnir elliheimilanna."
- Af fréttum að dæma virðist þú
réttlæta þessi svik eða misnotk-
un á þeirri forsendu að gamla
fólkið hafi engan skaða borið.
Eru svik réttlætanleg ef þau eru
í þágu góðs málefnis?
„Nei. Ég hef satt að segja ekki
fengið fullar upplýsingar um til-
vik þar sem gamla fólkið hefur
verið látið borga sjúklingahlut-
ann, en almennt er ég einfald-
lega að segja að í flestum tilfell-
um hafi gamla fólkið ekki kom-
ið illa út úr þessu máli og muni
ekki gera. Ég segi þetta til að
taka fyrir að fólk verði tauga-
óstyrkt um að einhverjar
hremmingar séu framundan
gagnvart þessu fólki. Aðgerðir
okkarað undanförnu hafa
enda verið teygðar og togaðar
og séðar í ugluspegli."
- Allt um það hafa svikeða mis-
notkun átt sér stað. Felur það
ekki í sér skilaboð til fteiri aðila
ef elliheimilin komast upp með
að leika Hróa hött?
„Auðvitað á fjárveiting að
standa, í þessu tilfelli (formi
daggjalda. Það má segja að
þarna hafi menn verið að ávísa
á kerfið í þágu góðs málefnis.
Það viljum við leiðrétta og gera
á réttan hátt, en ekki með
nornaveiðum eða grimmileg-
um lagavendi. Þarna var hallað
á kerfið, en það eru ýmis grá
svaeði í málinu sem þarf að
skoða. Það gerist með viðræð-
um og samvinnu."
Elliheimili hafa orðið uppvís að
þvf að svindla á daggjaldakerfinu
með þvi að láta hina öldruðu
borga fyrir lyf, sem þeir fá endur-
greidd. Elliheimilin fá daggjöld frá
ríkinu og þar er gert ráð fyrir lyfja-
kostnaði. Jón Sæmundur Sigur-
jónsson er formaður T rygginga-
ráðs.
F Y R S T
F R E M
S T
PÁLL PÉTURSSON. Einarðlega á móti EES. EIÐUR GUÐNASON. Páll
var Ifka á móti litasjónvarpinu.
EES I LIT
Það flugu mörg skeyti undir
lokin á umræðum um EES-samn-
inginn á Alþingi. Einn harðskeytt-
asti andstæðingur samningsins er
Páll Pétursson, sem fór með
þingmannseið sinn við lokaat-
kvæðagreiðslu, þungur á brún.
Það var hins vegar eftir eina af
þrumuræðum Páls á dögunum að
Eiður Guðnason umhverfisráð-
herra kvaddi sér hljóðs og sagðist
alls ekki undrast að Páll Pétursson
væri á móti þessu mikla framfara-
og þjóðþrifamáli. Ein fyrstu kynni
sín af Páli hefðu nefnilega verið
þegar Eiður var fréttamaður á
Sjónvarpinu og Páll gerði sér sér-
staka ferð þangað til að lýsa ein-
dreginni andstöðu sinni við þá
menningarhættulegu nýjung —
litasjónvarpið.
INGI R. FJÁRMAGNAR
McDONALD’S
Undirbúningur er í fullum
gangi að byggingu og rekstri fýrsta
McDonald’s-hamborgarastaðar-
ins á íslandi. Það er Kjartan öm
Kjartansson sem ætlar að reka
staðinn, en líkur eru á að það
verði fjármögnunarfyrirtækið
Lýsing hf. sem fjármagnar. Einn
stjórnarmanna í Lýsingu er eng-
inn annar en gamli sósíalistinn og
„gullkistuvörðurinn“ Ingi R.
Helgason. Auk Coca Cola hafa
áreiðanlega fá fýrirtæki farið eins
mikið í taugarnar á evrópskum
vinstri- og menntamönnum og
einmitt McDonald’s, en þeir hafa
litið á þá amrísku lágmenningu
sem verstu birtingarmynd
meintrar menningarheimsvalda-
stefnu Bandaríkjanna. Ef svo fer
sem horfir verður það þó fýrir til-
stilli eins helsta forystumanns ís-
lenskra sósíalista sem ameríkanís-
eringin nær hámarki á íslandi
með McDonald’s-hamborgurum.
Það er kannski síðasta sönnunin
um breytta heimsmynd.
RUSLAFERÐIRTIL ÚT-
LANDA
Það verður að segja að sam-
viskusemi stjórnar Sorpsamlags
Vestíjarða sé lofsverð. Þannig
stendur stjórnin nú fýrir útboði í
sorpbrennslustöð fyrir norður-
svæði Vestfjarða og sendi af því
tilefni í byrjun janúar bréf til sjö
aðila og umboðsmanna þeirra
sem bjóða í verkið. f bréfunum er
skýrt tekið fram að einn af þess-
um sjö aðilum hafi nú þegar boðið
Gunnari M. Magnússyni,
starfsmanni sorpsamlagsins, og
þriggja manna framkvæmda-
stjórn í utanlandsferð til að skoða
sams konar sorpbrennslu og hann
hyggst bjóða upp á. Þá ákvað
stjórnin að innsend tilboð yrðu
ekki tekin alvarlega nema að því
tilskildu að þriggja manna fram-
kvæmdanefnd og framkvæmda-
stjóri fengju að skoða boðinn
búnað í rekstri. Við stjórninni
blasa því mikil ferðalög á allt að
sjö staði erlendis, allt í þeim til-
gangi auðvitað að ná lægra verði.
Ef af alútboði hefði orðið, en því
var hafnað á fundi stjómarinnar,
er ljóst að ferðirnar hefðu orðið
mildu færri, ein eða jafnvel engin.
STEINGRÍMUR AF HÁLFU
FRAMSÓKNARFLOKKS
Það vakti að vonum athygli að
Framsóknarflokkurinn skyldi láta
Steingrím Hermannsson, for-
mann sinn, tala í öllum þremur
umferðum útvarpsumræðnanna
um EES-málið, í ljósi þess að
tvenns konar afstaða var til máls-
ins innan þingflokksins. Vitað er
að togstreita ríkti um það hveijir
ættu að tala, en til að byrja með
var aðeins gert ráð fýrir tveimur
umferðum. Það var stjórn þing-
flokksins sem lagði til að Stein-
grímur talaði í báðum umferðum
og er sú tillaga athyglisverð í ljósi
þess að stjórnina skipa Páll Pét-
ursson, EES- andstæðingur, og
þau Ingibjörg Pálmadóttir og
Jón Kristjánsson, sem bæði sátu
hjá við afgreiðslu málsins. Það
mun hafa verið Jón sem átti uppá-
stunguna. Þegar málið hafði verið
afgreitt varð sú breyting á umræð-
unum að umferðirnar skyldu
verða þrjár og sá stjórnin ekki
ástæðu til að gera breytingar.
Menn eru ekki á eitt sáttir um
hversu heppilegt þetta var, en
fram að þessu hafa framsóknar-
menn kappkostað að leyfa sem
flestum að tjá sig þegar þjóðin
horfir á í beinni útsendingu.
umDOös-S neiWversiun
S 622660
Rósa Hansen systir Sophiu
Hansen rekur barnafata-
verslunina á Vesturgötu þar
sem heildverslunin Istanbul
var áðurtUlhúsa.
c/iui vjuiui cmið dU uupild
Hansen hafi opnað verslun með
tyrknesk bamaföt hefur verið
þrálátur. Hann er ekki með öllu
úr lausu lofti gripinn, því systir
Sophiu, Rósa
Hansen, hefur
selt slíkan fatn-
aðfráþvíum
miðjan desem-
ber.
„Já, það er rétt.
Éghefopnað
verslun með tyrk-
nesk barnaföt,11
staðfesti Rósa Han-
senísamtalivið
PRESSUNA.
Verslunin ber nafriið Brosandi
fólk og er til húsa á Vesturgötu
23 þar sem heildverslun Halim
A1 og Sophiu, Istanbul, var áður
til húsa. Rósa kveðst hafa komist
í kynni við tyrkneska fatafram-
leiðendur á ferðum sínum með
systur sinni til Tyrklands vegna
forræðisdeilu Sophiu, sem allir
þekkja. Rósa hefur off lagt leið
sína til Tyrklands, eða alls sautj-
án sinnum, til að styðja við bakið
á Sophiu, en þar sem Rósa talar
ekki tyrknesku naut hún stuðn-
ings systur sinnar við innkaupin.
Þess má geta að Rósa var dag-
mamma áður.en hún hóf versl-
unarstörf. Ætlunin með því að
opna verslun er að rétta við fjár-
hag fjölskyldunnar.
Sophia leysir systur sína hins
vegar af í versluninni einn til tvo
tíma á dag og ku það hafa kynt
undir sögusögnum.
Rósa Hansen
selur tyrknesk
barnaföt
KJARTAN ÖRN KJARTANSSON. Reisir McDonald's á Islandi. INGIR. HELGASON. Fjármagnar líklega must-
eri kapítalismans. STEINGRlMUR HERMANNSSON. Hann talaði og talaði og talaði. JÓN KRISTJÁNSSON.
Formaðurinn átti bara að tala tvisvar.
JÍK. Ul í® Khm E I Ð
Á NIÐURLEIÐ
Alþingi. Eftir
að kom í Ijós
að hver sem
er geturfarið
upp á þing-
palla og
skotið sér
þingmann
áttaði þjóðin
sig á að
henni stóð
ekki alveg
hjartanlega
ásama.
Pétur H. Blöndal sem rýkur
upp á stjörnuhimininn í við-
skiptalífinu (jafnvel þótt illa
hafi farið fyrir flestum sem
flogið hafa jafnhátt).
Lárus Guðmundsson knatt-
spyrnumaður eftir að hafa
verið orðaður við stöðu
þjálfara hjá Víkingi.
Lindusúkkulaði. Það verð-
ur framleitt áfram eftir að
kröfuhafar gengu að
nauðasamningum.
Guðmundur
Amlaugs-
son, skák-
sagnaþulur
og yfirdóm-
ari í einvígi
þeirra Tim-
mansog
Short um
réttinn til að
skora á Ka-
sparov.
Hún hlýtur að minnsta kosti að
huga þeirra sem héldu að hún sæti í
gæsluvarðhaldi út af hasssmygli.
Böðvar Braga-
son, lögreglu-
stjórinn í
Reykjavík, eft-
irað Hæstirétt-
ur hafnaði því
algjörlega að
hann og aðrar
löggur mættu
fara með
ákæruvald.
C,i,/ÖG
Steinar Berg. Það er
aðeins of stór brti að
kyngja að missa
Bubba Morthens.
’ðfál^,þ4<ZSet»
JUII39UII
1
Bolli Þór Bolla-
son, Þórður Frið-
jónsson, Stein-
Igrímur
Ari Ara-
son og
yfirleitt
atlir reiknings-
meistarar ríkis-
stjórnarinnar
fyrir að hafa ekki
áttað sig á áhrif-
um virðisauka-
skatts á bygg-
ingarvísitöluna.
■ l
«
:
Ilngi Bjöm Albertsson
eftir að hann gerði
upphugsinntil EES-
samningsins. Það má
orðið ganga út frá því sem vísu
að Ingi Björn hafi þveröfuga af-
stöðu til allra mála miðað við
Davíð Oddsson.