Pressan


Pressan - 14.01.1993, Qupperneq 6

Pressan - 14.01.1993, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. JANÚAR 1993 I kjölfar áróðurs um hættulaust kynlíf virðist kynhegð- un íslendinga vera að breytast Kynsjúkdóma- tilfellum fækkar Nú er svo komið að lekandi, sem eitt sinn var algengasti kynsjúkdómur lands- ins, heyrir til undantekninga. Sömu sögu er að segja um sýfilis, ekkert tilfelli var skráð árið 1991. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Sigurvegari borgarastyrjaldarinnar „Jóni Baldvini hefur tekist að höggva skörð í allaflokka. En því miður líka sinn eigin. Honum tókst svo vel að tala Karl Steinar Guðnason inn á gæði EES að Karli þykir ekki nógu langt gengið. Hann vill inn í Evrópubandalagið sjálft. “ Þá hefur Jón Baldvin Hanni- balsson komið EES í höfn. Reynd- ar ekki andskotalaust. En hann hlýtur að geta verið ánægður með árangurinn. Framsóknarflokkurinn klofn- aði. Steingrímur Hermannsson sá síðan um að auka enn á þann klofning með því að messa einn og óstuddur yfir alþjóð. Hann hleypti ekki varaformanninum Halldóri að vegna þess að Stein- grími líkaði ekki hvað hann væri vís með að segja. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði. Bæði þeir þingmenn sem haldnir eru almennri óánægju og eins þeir sem eru haldnir óánægju út í Dav- íð Oddsson og allt sem honum viðkemur klufu sig frá. Eykon var gerður pólitískt óvirkur og Ingi Björn dæmdi sig til enn meiri pól- itískrar útlegðar. Kvennalistinn klofnaði. Ingi- björg Sólrún gat ekki verið á móti samningnum. Og þrátt fyrir að samþingkonur hennar væru að hugsa um að fórna henni á altari samstöðunnar lýsti landsfundur flokksins því yfir að Ingibjörg mætti hafa þá skoðun sem hún hafði. Þessar deilur opnuðu síðan augu kvennalistakvenna fyrir því að grasrótin var orðin lúin enda voru drottningar flokksins löngu hættar að hlusta á hana. Þótt Alþýðubandalagið hafi ekki klofnað kom hið rétta andlit flokksins í ljós við atkvæðagreiðsl- una. Ungliðar hans hótuðu að skjóta þingmenn með leikfanga- byssum og breiða áróðursborða á þingpalla. Þannig hefur Jóni Baldvini tek- ist að höggva skörð í alla flokka. En því miður líka sinn eigin. Jóni hefur tekist svo vel að tala Karl Steinar Guðnason inn á gæði EES- samningsins að Karli þykir ekki nógu langt gengið. Hann vill inn í Evrópubandalagið sjálft. Þetta er það eina sem skyggir á stórsigur Jóns Baldvins, ef undan er skilinn leiðindamórall í þýskum Svissur- um. En það liggur fleira eftir klofið og illa til reika eftir Jón Baldvin og EES en íslenskir stjórnmálaflokk- ar og svissneska þjóðin. Alþingi er einnig búið að tapa ærunni. Það sá Jón Baldvin um þegar hann af- hjúpaði í útlöndum að þar innan dyra réði þvagblaðran í þing- mönnum meiru en heilinn. Á Al- þingi stjórnaði ekki sá greindasti heldur sá sem gæti haldið lengst í sér. Og fleira er í sárum. Allra augu beinast nú að forseta íslands. Einu gildir hvort hann skrifar undir staðfestingarlögin eða ekki; helm- ingur þjóðarinnar verður fúll. Ef forsetinn skrifar undir telja fylgj- endur óháðs íslands hann hafa svikið sig. Og ef forsetinn skrifar ekki undir verða Evrópusinnarnir reiðir. Það er vandséð hvernig for- setinn verður sameiningartákn úr þessu. En þótt þetta kunni allt að líta illa út breytir það ekki svo miklu þegar öllu er á botninn hvolft. Þótt allir stjórnmálaflokkarnir séu klofnir, forsetinn ekki lengur sam- einingartákn, Alþingi ærulaust og Karl Steinar ætli í EB þá skiptir það engu. Islendingar eru nefnilega búnir að samþykkja EES._______________ /ís Talsverðar breytingar hafa orð- ið í kynsjúkdómamálum hér á landi á undanförnum árum og má merkja lægri tíðni nokkurra al- gengra kynsjúkdóma. Til dæmis hefur skráðum lekandatilfellum fækkað verulega og ef svo heldur fram sem horfir heyrir sjúkdóm- urinn brátt sögunni til. Fyrir ára- tug leituðu um 300 einstaklingar sér lækninga við lekanda, en árið 1991 voru þeir komnir niður í 36. Þessi ánægjulega þróun er þó ekki bundin við ísland eingöngu, held- ur er málum svipað farið I ná- grannalöndunum. Læknar vita þó ekki fýrir víst hvort þessi fækkun stafar af starfsemi kynsjúkdóma- deilda ellegar hvort hér er um ein- hverjar breytingar á bakteríu- stofninum að ræða. Miklar sveifl- ur hafa orðið í stofninum, ekki ósvipað því sem gerst hefur hjá lúsa- og rjúpustofninum. Þá má geta þess að sárasótt (sýfilis) hefur nánast verið útrýmt hér á landi og árið 1991 kom ekkert slíkt tilfelli fram. OPNARIUMRÆÐA UM KYNSJÚKDÓMA Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Hjaltalín Ólafssyni, yfirlækni á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans, virðist sem kyn- sjúkdómum hafi farið fækkandi hér á landi á allra síðustu árum þótt engar heildartölur liggi fyrir. Hins vegar hafi þeim fjölgað mjög sem leitað hafa sér lækninga á kynsjúkdómadeildinni í Reykja- vík. Þar hafi sjúklingum fjölgað jafnt og þétt á undanförnum ár- um, en á síðastliðnu ári komu alls 3.200 manns á deildina saman- borið við 1.700 árið 1982. Gera má ráð fyrir að 90 prósent sjúkling- anna séu á aldrinum 16-25 ára. Aðspurður telur Ólafur að erf- itt sé að segja til um hvort aukinn áróður fyrir öruggu kynlífi hafi skilað sér í barátt- unni við kynsjúkdóma. Hann kveðst vona og treysta því að svo sé, en hms vegar sé erfitt að mæla það. Ólafur sagði ennfremur að áróðurinn hefði skilað miklum ár- angri hvað varðar að kynsjúkdómar eru ekki eins mikið feimnismál og þeir voru. FRJÁLST KYN- LÍFOGKYN- FÆRAVÖRT- UR Klamydía er algengasti kyn- sjúkdómur hér á landi, en þrátt fýrir aukinn fjölda klamydíusjúk- linga á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans virðist sjúklingum hafa fækkað á landinu í heild. Skýringin er sú að fólk leiti í aukn- um mæli til deildarinnar og því fækki annars staðar á landinu. Sá kynsjúkdómur sem hins vegar er í hvað mestri sókn hér á landi er kynfæravörtur (kondylóma). Þró- unin hér er svipuð því sem gerist erlendis, en vörturnar eru orðnar einn algengasti kynsjúkdómur heims. Nýlegar rannsóknir í Bandaríkjunum benda til þess að um 1 prósent bandarísku þjóðar- innar sé smitað af sjúkdómnum, þ.e.a.s. 2,5-3 milljónir manna, og á Bretlandi, þar sem kynfæravört- ur eru skráðar, þrefaldaðist fjöldi þeirra frá 1980-1990. Þessa miklu aukningu telja læknar geta stafað af ffelsinu sem hefur gætt í kynlífi fólks undanfarin tuttugu til þrjátíu ár. Sjúkdómur þessi lýsir sér í húðlitum eða ljósrauðum vörtum sem vaxa í blómkálslaga klösum á kynfærum og/eða við endaþarm. Frá þvl smit verður og þar til vört- urnar koma í ljós getur liðið allt frá einum upp í átta mánuði, en sumir læknar telja jafnvel að liðið geti allt að tveimur árum. Lítið er hægt að gera við sjúkdómnum annað en brenna vörturnar burt með rafmagni eða leysigeisla, en einnig er lyfjameðferð reynd. Gíf- urleg vinna hefur verið lögð í að rekja smitleiðir sjúkdómsins, þar sem álitið er að fólk geti smitað aðra áður en vörturnar verða sjá- anlegar. Árið 1991 voru greind alls 364 ný tilfelli sjúkdómsins á húð- og kynsjúkdómadeildinni. Eina vörnin við kynfæravörtunum er að nota verjur, sem mun reyndar einnig eiga við um flesta aðra kyn- sjúkdóma. Verkföll til kjarabaráttu Guðmundur Gylfi Guð- mundsson, hagfr. ASÍ: „Verkföll eru fyrst og fremst tæki til kjarabóta. Hvort þau verða til kjarabóta segir niður- staða samninga til um. Verkföll eru í eðli sínu neyðarúrræði til að knýja fram kröfur. Á síðastliðnu hausti setti Alþýðusambandið fram hugmyndir að úrræðum sem ríkisstjórnin hafnaði með gengisfellingu og mikilli kjara- skerðingu. Það er ljóst að Alþýðu- sambandið ætlar að breyta stefnu ríkisstjórnarinnar með því að endurheimta kaupmátt og jafna tekjur. Aðgerðir stjórnarinnar virðast gerðar í skjóli þess að verkalýðshreyfingin þori ekki í verkföll vegna mikils atvinnuleys- is. Reiði launafólks og forustu- manna verkalýðshreyfingarinnar vegna stjórnarstefnunnar er mik- il, svo niðurstaðan getur hæglega orðið sú að ríkisstjórnin neyði verkalýðsfélögin út í verkföll.“ Magnús L. Sveinsson, for- maður VR: helst út samningstímann." Jón Daníelsson, lektor í hag- fræði: aukið atvinnuleysi. Þar að auki hefur skylduaðild að verkalýðsfé- lögum í för með sér, að verkföll eru brot á mannréttindum þeirra félagsmanna, sem ekki eru hlynntir verkföllum.“ Kristinn Björnsson, varafor- maður VSÍ: samninganna miklu erfiðari fyrir vikið.“ Guðmundur Ólafsson hag- | fræðingur: „Það þarf að leita allra ráða áð- ur en gripið er til verkfalla. Auð- vitað getur sú staða komið upp að menn verði að grípa til þess neyð- arúrræðis að efna til verkfalia. En í lengstu lög vona ég að til þess þurfi ekki að koma. Auðvitað hafa verkföll skilað árangri í gegnum tíðina, en maður veit ekki í upphafi hvort þau koma til með að skila árangri eða hvort ár- angurinn, sem kynni að nást, „Frjáls verkalýðsfélög hafa skil- að miklum kjarabótum til félags- manna, og eru verkföll mikilvægt vopn í kjarabaráttu. Þetta átti sér- staklega við hér á fýrri árum þeg- ar verkalýðsfélög áttu í miklum erfiðleikum við að fá viðurkenn- ingu sem fulltrúar verkalýðs. Nú á tímum, þegar verkalýðsfélög eru lögverndaður fulltrúi verka- fólks og samningar gerðir með milligöngu ríkisins, er lítil sem engin þörf á verkföllum í kjara- baráttu. Það eina sem verkföll nú myndu leiða af sér eru auknir efnahagserfiðleikar og þar með „Ég tel að nýir tímar hafi leitt í ljós, að þó svo að enginn efist um rétt verkalýðshreyfingarinnar til verkfalla, þá sé það miklu væn- legri kostur að leysa úr málum við samningaborðið en að það þurfi að koma til þvingunarað- gerða af neinu tagi. Repslan hef- ur leitt í ljós að tU dæmis skæru- verkföll hleypa yfirleitt Ulu blóði í samningaviðræður og gera-lausn „Verkfall er öflugt en tvíeggjað vopn. VerkföU eiga við þegar bar- ist er fyrir mannréttindum eða lágmarkssanngirni á vinnumark- aði, eins og raunin var á fýrrihluta aldarinnar. Undanfarin ár hafa verkföU hins vegar að mestu snú- ist um kaup og kjör, með hörmu- legum árangri. Ég tel að reynslan sýni að verkföll séu sjaldan væn- leg leið í kjarabaráttu. f erfiðu ár- ferði stuðla þau að því að gera hlut þeirra verst settu enn verri. Heimskulegust eru þó verkföll sem miða að því að styðja við bakið á pólitískum fulltrúum af- dankaðra hugmynda. Þó geta kjör fólks orðið þannig að ekkert annað virðist koma til greina."

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.