Pressan - 14.01.1993, Page 7

Pressan - 14.01.1993, Page 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. JANÚAR 1993 7 Haraldur Blöndal hæstaréttarlögmaður GLEYMDIAB BORSA SKIHHIRNAH EN SENDIHAA REIKNINGA FYRIR VINNU SINA Lögmannafélag íslands hefur haft reikninga frá Haraldi Blöndal hæstaréttarlögmanni til með- ferðar að undanförnu, en lögmaðurinn hefur orðið uppvís að því að framvísa röngum skila- greinum vegna íjármálaumsýslu fyrir skjólstæð- ing sinn. Undanfarnar vikur hefur Lög- mannafélag íslands haft til með- ferðar alvarlegar ásakanir á hend- ur Haraldi Blöndal hæstaréttar- lögmanni. Ásakanimar eru settar ffam af íyrrverandi skjólstæðingi hans, sem telur að Haraldur hafi sýnt af sér stórkostlega vanrækslu og afglöp og skaðað hagsmuni sína verulega. Einnig eru uppi grunsemdir um misferli og hefur sá þáttur málsins verið kærður til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Mál Haraldar var rætt nokkr- um sinnum á fimdum Lögmanna- félagsins í desember og í fram- haldi af því voru hann og skjól- stæðingurinn, Rósa H. Aðal- björnsdóttir, kölluð fyrir fram- kvæmdastjóra og formann félags- Haraldur Blöndal Leiðrétti strax mistökin f samtali við PRESSUNA sagði Haraldur að þetta mál ætti sér nokkra forsögu, en hann hefði haft með mál Rósu að gera í nokkur ár. Hann hafi ekki vitað annað en hann hefði fullt umboð til að ganga frá málum hennar og hafði það verið gert fyrir atbeina og í samráði við fjöl- skyldu hennar. „Það kemur síðan í ljós að mér hafa orðið á mistök sem ég uppgötvaði ekki fyrr en eftir að hún dró umboð sitt til baka. Mistökin fólust í því að ég taldi mig hafa komið fjórum skuldum í skil, sem ég gerði ekki. Ég borg- aði það til baka með vöxtum. Nú stendur málið hins vegar þannig að það er ágreiningur okkar í milli um þóknun, sem væntan- lega verður úrskurðað í hjá Lög- mannafélaginu," sagði Haraldur. Aðspurður um einstaka liði ágreiningsins sagði Haraldur að sérstaklega væri rætt um greiðslu til bróður Rósu sem hann taldi sig hafa umboð til að ganga frá. Einnig sagði hann að ffáleití væri að ætlast til þess að hann ynni kauplaust, eins og Rósa gerði kröfu um, en Harald- ur taldi sig hafa lækkað skuldir hennar um a.m.k. 700.000 krón- ur fyrir utan að semja og ganga frá tjónabótum við Vátrygg- ingarfélagið. Um þá aðferð að hafa pening- ana inni á leynireikningi, eins og skjólstæðingurinn segir, sagði Haraldur að það væri aðeins vinnuregla hjá sér þegar hann hefði peninga í vörslu. Hann sagðist líka hafa gert fullkomin skil á vaxtagreiðslum vegna þess reiknings. Hann hefði í raun aðeins sett öryggisnúmer á bók- ina. „Þegar verið er að semja um reikningsskil hefur mér og öðr- um lögmönnum reynst heilla- drýgst að semja um skuldir þó það kosti tafir, því ekki er rétt að sýna kröfuhöfum öll kortin strax.“ Haraldur Blöndal hæstaréttar- lögmaður: Segist hafa borgað strax til baka um leið og mistök- in komu í Ijós. ins, Martein Másson og Ragnar Aðalsteinsson. f kjölfar þess var Haraldi sent harðort bréf ff á félag- inu þar sem honum var gert að gera grein fyrir störfum sínum. Haraldur hefur nú greitt 285.000 krónur til baka, en enn ber meira í milli en svo að skjólstæðingur hansgetisæstáþað. SETTISLYSABÆTURNAR INN Á REIKNING SEM SKJÓLSTÆÐINGURINN HAFÐIEKKIAÐGANG AÐ Forsaga málsins er sú að í apríl í fýrra var Haraldur fenginn til að koma skikkan á fjármál Rósu, sem í kjölfar slyss reyndist torvelt að halda utan um þau. Fólst um- sýslan meðal annars í því að inn- heimta háar slysabætur vegna umferðarslyss sem Rósa lenti í ár- ið 1990. Átti hann að gangast í að greiða skuldir og semja um skuld- breytingar þar sem því yrði við komið. Bætumar sem Haraldur fékk til umsýslu voru upp á 1.441.090 krónur. Auk þess innheimti hann til viðbótar 262.334 krónur vegna tryggingar á biffeið. Rósa sjálf vildi ekki tjá sig um málið en vísaði á Sigurjón Óskars- son, sem hefur aðstoðað hana síð- an hún afturkallaði umboð Har- aldar 30. október síðastliðinn. Að hans sögn fóru gjaldfallnar kröfur að streyma inn í lok árs þrátt fýrir að Haraldur segðist vera búinn að greiða reikningana. Mun Rósa aldrei hafa haft neina yfirsýn yfir hvað Haraldur var að gera, meðal annars vegna þess að hann hafði lagt pen- ingana inn á leynireikning sem hún hafði ekki aðgang að. Henni var því ókleift að fylgjast með framkvæmd skuldbreytinganna nema í gegnum Harald. Mun það hafa verið erfitt þar sem Har- aldur lagði sig í líma við að forðast skjólstæðing sinn, að sögn Sigurjóns. SAGÐIST HAFA GREITT REIKNINGA SEM VORU ÓGREIDDIR Þegar Haraldi var síðan sagt upp var farið ffam á skilagrein ffá honum, þar sem kæmi ffam hver staða fjármála Rósu væri. Þegar skilagreinin loksins kom var hún talin „ófullkomin“ af Lögmanna- félaginu. Nær væri að segja að hún hafi verið röng, því þar sagðist Haraldur hafa greitt skuldir sem voru ógreiddar, svo sem við Bygg- ingarsjóð ríkisins, Byggingarsjóð verkamanna og Lífeyrissjóð versl- unarmanna. Ekki er hægt að ráða af skilagreininni hvað um þá pen- inga hefur orðið. Við yfirheyrslur hjá Lög- mannafélaginu viðurkenndi hann mistök í starfi og sagði að um yfir- sjón væri að ræða. Bauðst hann til að greiða 450.000 krónur til að mæta skaða skjólstæðings síns. Því tilboði var ekki tekið. Haraldur greiddi hins vegar nú 22. desember 285.090 krónur, sem var móttekið með fyrirvara í gegn- um skrifstofu Lögmannafélagsins. Samanstendur þessi upphæð ann- ars vegar af því fé sem hann taldi sig hafa greitt (en gerði ekki) og hins vegar dráttarvöxtum af þeirri upphæð. Töluvert ber hins vegar í milli, því Rósa hefur gert kröfu um að Haraldur greiði sér til viðbótar 747.493 krónur. Þar á meðal vill hún endurgreiðslur vegna greiðslna sem hann innti af hendi Framkvæmdastjóri Lögmannafélagsins Nokkur mál á ári „Það er alltaf nokkuð um að fólk leiti til okkar vegna ágrein- ings um reikninga lögmanna. Fjöldi slíkra mála er hins vegar misjafn frá ári til árs,“ sagði Marteinn Másson, fram- kvæmdastjóri Lögmannafé- lagsins, þegar hann var spurð- ur um fjölda mála sem félaginu bærist vegna reikninga lög- manna. Marteinn sagði að sam- kvæmt lögum um málflytjend- ur hefði stjórn Lögmannafé- lagsins úrskurðarvald vegna málflytjendalauna við dóms- mál. Þeim úrskurðum er hægt að áfrýja beint til Hæstaréttar. Um laun fyrir önnur störf lög- manna hefur félagið ekki form- legt úrskurðarvald, en getur hins vegar veitt álit. Auk þess geta menn ávallt leitað til dóm- stóla ef ágreiningur rís. án samþykkis hennar, en þar er um að ræða skuldir við ættingja sem hún segist áður hafa hafnað. VILL HALDA ÞÓKNUNINNI FYRIR STÖRF SÍN Einnig hefur Rósa farið ffam á að Haraldur greiði til baka það sem hann innheimti sem þóknun. Ber hún því við að hann hafi ffem- ur hækkað skuldir sínar en lækk- að og því sé ífáleitt að hún greiði honum um 300.000 krónur í laun. Einnig heldur hún því fram að sjálf hafi hún þurft að vinna mikið við innheimtu slysabótanna og í raun hafi ekkert gengið við niður- fellingu skuldanna fytT en þau mál voru tekin úr höndum Haraldar. Sigurður MárJónsson Aukin um^öllun um Mikson-málið á alþjóðavettvangi Zuroff kemur með skjölin um mánaðamótin Á vegum Simon Wiesenthal- stofnunarinnar í Jerúsalem er nú lokið þýðingu á þeim 700 blað- síðna skjalabunka um meinta stríðsglæpi Evalds Mikson sem forstjórinn, Efraim Zuroff, fékk afhentan á ferð sinni í Eistlandi nýlega. I samtali við blaðið sagð- ist Zuroff hafa í hyggju að koma til íslands um næstu mánaðamót og hefði hann farið ffam á fundi með Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra og Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra. Zuroff sagði gögnin staðfesta þátttöku Mik- sons í stríðsglæpum nasista, morð með eigin hendi og fýrir- skipanir um morð á óbreyttum borgurum. I alþjóðlegri útgáfu dagblaðs- ins Jerusalem Post dagsettri 2. janúar er greint frá fundi skjal- anna í Eistlandi og sagt nokkuð ítarlega frá Mikson-málinu. Þar er haft eftir Zuroff að hinn 32 ára gamli eistneski forsætisráðherra, Mart Laar, hafi lýst stuðningi sín- um við baráttuna gegn stríðs- glæpamönnum nasista og vitnað í samtali um morð þeirra á afa Efraim Zuroff hyggur á (slands- ferð um naestu mánaðamót. Frétt Jerusalem Post um Mik- son-skjölin í Eistlandi. sínum. Eistnesk stjómvöld hafa nú sett á stofn rannsóknarnefnd til að grafast fýrir urn örlög fórn- arlamba nasista og veltur á niður- stöðum hennar hvort gripið verð- ur til aðgerða gegn Mikson í Eist- landi, til dæmis réttarhalda. Fyrr í þessum mánuði héldu Alþjóðasamtök lögmanna af gyð- ingaættum ráðstefnu þar sem töluverðar umræður fóru fram um mál Miksons og lýstu ráð- stefnugestir stuðningi við áfram- haldandi rannsókn í máli hans. Hin bandaríska deild samtak- anna, sem mun vera sú virkasta, hefur einnig í hyggju að láta mál- ið til sín taka á opinberum vett- vangi, samkvæmt upplýsingum PRESSUNNAR, en eins og blað- ið hefur skýrt frá hefur banda- ríska dómsmálaráðuneytið sett Mikson á lista yfir stríðsglæpa- menn sem meinað er að koma til landsins._______________________ Karl 77). Birgisson HRAFN Gunnlaugsson er vinmargur. Sem er kannski jafngott - hann á nefnilega svo marga óvini líka. Framkvæmdastjóri norræna kvikmyndasjóðsins, sem Hrafn hélt að væri vinur sinn, sveik hann um loforð upp á einhverjar milljónir í styrk til að búa til bíómynd. Þá talaði Hrafn við vin sinn, Ólaf G. Einarsson menntamálaráð- herra, og lét hann skamma óvininn, ffamkvæmdastjór- ann, og segja honum að láta Hrafn hafa peningana. Þetta þótti öðrum óvinum Hraftis kjörið tækifæri til að rægja hann, en þá lét Hrafn vini sína í Samtökum kvikmyndagerð- armanna álykta um að óvinir hans ættu að hætta þessu endalausa röfli um Hrafn og peningana hans. Þessum vin- um sínum segist hann svo ætla að skaffa verkefhi hjá Sjón- varpinu — kannski af því að það eru hvergi peningar eftir annars staðar. Vinum INGA BJÖRNS Albertssonar fer hins vegar fækkandi. Að minnsta kosti vinum hans í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins. Þeir eru fiilir af því að hann sagði þeim ekki að hann væri á móti EES. Ein- hverjum dytti nú kannski í hug að spyrja: hveijum er ekki sama þótt Ingi Björn sé á móti EES? Hann segist þurfa tvö ár til viðbótar til að skilja haus og sporð á samningnum og þess vegna er hann á móti. Það ætti að gefa Inga Birni þennan tíma, sem er reyndar líka ná- kvæmlega það sem er effir af kjörtímabilinu. Þá verður von- andi búið að uppfýlla lífsskoð- un hans og kaupa þyrlu handa Gæslunni. Að því hugðarefni frágengnu verður erindi hans í pólitík lokið, eins og hlutverki ALBERTS Guðmundssonar er lokið í París. Þangað var hann sendur á sínum tíma svo hann hætti að þvælast fýrir í pólitík hér heima og því hlutverki hefur hann sinntþokkalega. Nú er hann á heimleið og er ekki kominn heim fýrr en byrjar eitthvert vesen og tuð í kring- um hann, eins og ekkert hefði breyst. Það var nefnilega aðal Alberts, að tuða án þess að hafa skoðun á nokkrum sköp- uðum hlut, að vera á móti til þess að vera ekki með, af því að þannig tók einhver eftir því að hann væri til. Það besta við Albert núna er að flestir bregð- ast við röflinu í honum eins og röflinu í Inga Birni: Hverjum er ekki sama?

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.