Pressan - 14.01.1993, Side 10
10
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. TANÚAR 1993
s
V^yamningar um sölu bifreiða- og véla-
deildar Jötuns til Ingvars Helgasonar hf.
eru nú á lokastigi. Allar líkur benda til að
Ingvar stofni nýtt fyrirtæki um kaupin og
það verði rekið með svipuðu sniði og
móðurfyrirtækið. Þetta eru ekki góðar
fréttir fyrir starfsmenn Jötuns, þar sem
Ingvar Helgason er einmitt þekkt fyrir
að hafa mun færri starfsmenn en önnur
sambærileg fyrirtæki. Þar starfa nú aðeins
um 40 manns, en til samanburðar má
UTSALA - IITSALA
10 - 70% afsláttur
Ei)>uin iliíka í miklu ún uli
f>r<í/a offjína. 10 % afsUíttur
mefian á útsdlu slettáur
Álnabúöin - Suöurveri
s. 679440
FULLORÐINSFRÆÐSLA
GRUNNSKÓLI / FRAMHALDSDEILD
GRUNNNÁM: Samsvarar námi í 8. og 9. bekk
grunnskóla.
FORNÁM: Samsvarar námi í 10. bekk grunnskóla.
HEILSUGÆSLUBRAUT: 2 vetra sjúkraliðanám.
VIÐSKIPTABR AUT: 2 vetra nám, lýkur með
verslunarprófi.
MENNTAKJARNI: 3 áfangar kjarnagreina: íslenska,
enska, danska, stærðfræði - auk þess eðlisfræði, vist-
fræði, félagsfræði, saga, tjáning, stærðfræði 112 og
122, þýska, hollenska, ítalska og rússneska.
AÐSTOÐARKENNSLA í stærðfræði og stafsetningu.
Kennsla hefst 18. janúar n.k.
Innritun daglega í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1.
Sími: 12992,14106.
SKOKKNÁMSKEIÐ
Á námskeiðinu verður boðið upp á eftirfarandi:
1. Fyrirlestrar.
2. Æf ingaáætianir.
3. Þrekmælingar.
4. Stöðvaþjálfun.
Upphitun fer fram í leikfimisal, hlaupið úti,
teygjuæfingar og þrekhringur í sal að lokum.
Kennsla fer fram á mánudögum og fimmtudögum
kl. 17:15 -19:15 og 19:15 - 21:15.
Kennsla hefst 18. janúar n.k.
Kennari: Jakob Bragi Hannesson.
Upplýsingar og skráning í Miðbæjarskóla,
Fríkirkirkjuvegi 1 og í síma 12992 og 14106.
ALDREIOF SEINT AÐ LÁTA DRAUMINN RÆTAST
nefna að í þeim deildum Jötuns sem
Ingvar hyggst kaupa starfa tæplega 60
manns. Þrátt fyrir þennan mun á ^ölda
starfsmanna hafa umsvif Ingvars Helga-
sonar hf. verið mun meiri. Því má búast
við að stór hluti starfsmanna Jötuns, sem
öllum hefur verið sagt upp, verði eldd
endurráðinn af Ingvari og eru þeir því
mjög uggandi um sinn hag þessa dag-
ana...
F
yrir tíu árum var stofnað Samband
kaupskipaútgerða og stóðu-að ^tofnun-
inni sjö aðilar, Eimskipafélagið, Hafskip,
skipafélagið Nes, Nesskip, Skipadeild SIS,
skipafélagið Víkur og skiparekstur
Gunnars Guðjónssonar. Fyrsti formað-
urinn var Ragnar Kjartansson frá Haf-
skip. Nú, tíu árum síðar, má heita að að-
eins þrír þessara aðila séu enn við lýði;
Eimskip, Samskip og Nesskip. Fyrir utan
stóð Skipaútgerð ríkisins, sem einnig er
farin af ýfirborði lands og sjávar...
s
V^Jtaða hafnarstjóra á ísafirði var aug-
lýst laus til umsóknar nú um áramótin en
fram að þeim tíma hafði bæjarstjóri gegnt
embættinu og yfirhafnvörður verið hon-
ipn innanhandar um ýmis mál. Yfirhafh-
vörður lét af embætti um áramótin vegna
aldurs. Nokkur ágreiningur reis um sldp-
an manns í hafnarstjórastarfið en greini-
legt var að slagurinn mundi standa milli
tveggja manna, Frímanns Sturlusonar
skipatæknifræðings og Hermanns
Skúlasonar skipstjóra, þó svo að nítján
sæktu um stöðuna. Ljóst þótti að sjálf-
stæðismenn í bæjarstjórn, sem mynda
meirihluta ásamt einum fulltrúa Alþýðu-
bandalags og einum fulltrúa Framsólcnar,
mundu mæla með Hermanni, en menn-
irnir hlutu hvor sín tvö atkvæðin er hafti-
Fatasöfnun til bógstaddra
í fyrrum Júgóslavíu
Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði kross íslands sjá um fata-
söfnun til bágstaddra í fyrrum Júgóslavíu fimmtudaginn
14. janúar nk. Söfnunarstöðvar verða á vegum Rauða kross
deilda um allt land. Vinsamlegast snúið ykkur til þeirra.
Á eftirtöldum stöðum verða söfnunarstöðvar sem hér segir:
Reykjavík, opið fimmtudag kl. 14-22:
Félagsmiðstöðin Frostaskjól, Frostaskjóli 2.
Félagsmiðstöðin Þróttheimar v/Holtaveg.
Félagsmiðstöðin Tónabær, Skaftahlíð 24.
Félagsmiðstöðin Fellahellir, Norðurfelli.
Félagsmiðstöðin Ársel, Rofabæ.
Félagsmiðstöðin Fjörgyn, Logafold 1.
Ölduselskóli, Ölduseli 17.
Langholtskirkja, Sólheimum 11-13.
Kópavogur, opið fimmtudag kl. 14-22:
Listasafn Kópavogs, nýbygging neðan Kópavogskirkju,
austurendi.
Hafnarfjörður, opið fimmtudag kl. 14-22:
Bæjarhraun 2, Hafnarfjarðardeild Rauða kross íslands.
Mosfellsbær, opið fimmtudag kl. 16-19:
Heilsugæslustöð, anddyri.
Akranes: Grundaskóli.
Hveragerði, opið miðvikudag kl. 13-15:30 og fimmtudag
kl. 14-21: Safnaðarheimili Hveragerðiskirkju.
Siglufjörður: Slysavarnadeildin. Þórmóðsbúð.
Akureyri, fimmtudag kl. 14-22: l’bróttahöllin, anddyri.
Húsavík: Björgunarskýlið
Hvolsvöllur: Rauða kross deild Rangárvallasýslu
Vestmannaeyjar: Safnaðarheimilið.
Oskað er eftir hlýjum, heilum og hreinum fötum. Vinsamleg-
ast komið með fötin flokkuð í 4 flokka:
Karla, kvenna, yngri bama 1-4 ára og eldri barna 5-14 ára
Vinsamlegast komið ekki með skó.
Hjálparstofnun
Kirkjunnar
Rauði kross íslands
HÚSNÆÐIÓSKAST
Ríkissjóður leitar eftir leigu eða kaupum á íbúðarhúsnæði í
BORGARNESI og á SAUÐÁRKRÓKI.
Um er að ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús, u.þ.b. 160-200
m2 að stærð að meðtalinni bílageymslu.
Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og efni,
fasteigna- og brunabótamat, verðhugmynd og áætlaðan
afhendingartíma, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins,
Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir26.janúar 1993.
Fjármálaráðuneytið,
ll.janúar 1993
arstjórn fundaði um málið. Guðmundur
Agnarsson (í) mun hafa setið hjá á þeim
fundi, en líklegt hafði verið talið að hann
stæði með Frímanni. Ef hann hefði lagt
fram atkvæði sitt gæti hafa farið svo að
bæjarstjórn réði Hermann í trássi við vilja
hafharstjórnar. Leynileg atkvæðagreiðsla
fór fram innan bæjarstjórnar um stöðu-
veitinguna og hlaut Hermann fimm at-
kvæði og Frímann tvö en tveimur var
skilað auðum...
F
J__Jinhverjar mannabreytingar eru
væntanlegar á Stöð 2 og Bylgjunni á næst-
unni. Fyrirhugað er að fjölmiðlamennirn-
ir Hallgrímur Thor-
steinsson og Sigur-
steinn Másson hafi
stólaskipti á þann veg
að sá fýrrnefndi sjái
framvegis um frétta-
flutning en sá síðar-
nefndi taki við stjórn
útvarpsþáttarins „Reykjavík síðdegis“...
s
Ly íðar í þessum mánuði er boðað að
fram fari nauðungaruppboð á fasteign-
inni Gerðubergi 1 í Breiðholti. Við höfum
áður fjallað um þetta
hús, en fyrst átti það
Guðjón Pálsson í
Bjórhöllinni. Guðjón
missti það á uppboði í
hendur Fjárfestingarfé-
lags íslands, sem aftur
seldi það Hreiðari
Svavarssyni í Smiðjukaffi, nánar tiltekið
Mutafélaginu Borgarfossi í eigu Hreiðars
og félaga. í kjölfarið fylgdu hatrammar
deilur og jafnvel átök milli Guðjóns og
Hreiðars og hafði Hreiðar sér til fulltingis
lögffæðinginn Grétar Haraldsson. Hús-
næðið hefur lítt verið nýtt um langt skeið
og nú virðist Borgarfoss komið í vand-
ræði. Fjárfestingarfélagið Skandia, sem
eignaðist Fjárfestingarféiagið fyrir
nokkru, heimtar nú uppboð ásamt Gjald-
heimtunni í Reykjavík, en samtals skuldar
Borgarfoss þessum aðilum 80 milljónir
króna...
s
CJagt er ffá því í Víkurfféttum að bæj-
arstjórn Keflavíkur hafi ekki veitt skyndi-
bitastaðnum Strikinu vínveitingaleyfi
jafnvel þótt annar sambærilegur staður í
bænum hafi hlotið slíkt leyfi áður. Var
stjórn bæjarins ekki á einu máli um veit-
inguna og voru þrír fulltrúanna með-
mæltir tillögunni. Áfengisvarnarnefnd
hafði áður gefið þá umsögn að hlaupið
hefði ofvöxtur í þessa grein atvinnu og
setti sig á móti „enn einum vínveitinga-
staðnum“ og vonaðist til að bæjarstjórn
beitti sér fyrir „heilbrigðari atvinnu-
rekstri". Meirihluti bæjarstjórnar var á
sömu skoðun og menn þurfa því að
hverfa þurrbrjósta út af Strikinu, hugnist
þeim að snæða þar á annað borð...
B,
'úið er að gera upp þrotabú Jóns
Péturs Jónssonar, bróður Ólafs H.
Jónssonar, en þeir ráku Hag hf. og fleiri
fyrirtæki ásamt Einari
Marínóssyni. Þeir Ól-
afur og Einar höfðu áð-
ur verið gerðir eigna-
lausir upp gagnvart 130
til 140 milljóna króna
kröfum að núvirði í
hvort búið. Samþykktar
kröfur í bú Jóns Péturs voru öllu lægri eða
„aðeins“ 75 milljónir og fengust upp í þær
liðlega 220 þúsund krónur eða 0,3 pró-
sent...
Leiðrétting
f frétt PRESSUNNAR um veitingu
dósentsstöðu við Háskólann víxluðust
nöfn tveggja umsækjenda. Það var Hall-
dór K. Júh'usson, en ekki Friðrik Jónsson
sem var annar umsækjenda sem dóm-
nefndin taldi ekki uppfylla kröfur um
starfið. Af þessu leiðir að það var vegna
mats á Halldóri, en ekki Friðriki, sem at-
hugasemdir voru gerðar við setu Tryggva
Sigurðssonar í dómnefndinni. Viðkom-
andi eru beðnir afsökunar á mistökunum.