Pressan - 14.01.1993, Side 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. JANÚAR 1993
11
„Gullkistuvörðurinn“ svarar fyrir sig
„Klám að
fjárhagstengsr
Ingi R. Helgason um leynilega fjárhagsaðstoð, Rússagullið og austur-þýsku dyrasímana
sem flokkurinn neitaði að borga fyrir.
Það voru að líkindum Eyjólfur
Konráð Jónsson og meðritstjórar
hans á Morgunblaðinu sem gáfu
Inga R. Helgasyni viðurnefnið
„gullkistuvörðurinn“. Með gulli
var vfsað til Rússagulls og kisturn-
ar voru flokkssjóðir Sósíalista-
flokksins og Alþýðubandalagsins
og sjóðir Þjóðviljans sáluga, slíkir
sem þeir voru. Nafngiftin festist
\ið hann og varla er svo minnst á
íjárhagstengsl íslenskra vinstri
manna og erlendraflokka að hans
nafn komi ekki upp.
Það gerði það líka í bókinni
Liðsmenn Moskvu eftir Val Ingi-
mundarson og Árna Snœvarr,
sem Almenna bókafélagið gaf út
fyrir skömmu. Þar er vísað í tvö
tiltekin dæmi um fjárhagstengsl
Sósíalistaflokksins og austur-
þýska kommúnistaflokksins. f
öðru málinu þóttust margir sjá
endanlega sönnun fyrir áratuga-
gömlum kvitti um leynilega
þræði, en þar bauðst Ingi til að
koma á viðskiptum í gegnum fyr-
irtækið Reklamex, sem Sósíalista-
flokkurinn myndi hagnast á „ud-
en det kunne paavises" — án þess
að upp kæmist — eins og segir í
niðurlagi bréfs Inga ffá 1958 sem
birt eríbókinni.
Ingi var á þessum tíma fram-
kvæmdastjóri Sósíalistaflokksins,
þótt í hálfu starfi væri, og rak lög-
mannsstofu samhliða. Hann gefur
ekki mikið fyrir þær ályktanir sem
höfundar bókarinnar draga og tel-
ur þá skorta þann skilning á sam-
skiptum sósíalískra flokka í Evr-
ópu á þessum tíma sem nauðsyn-
legur sé réttum skilningi á við-
fangsefninu. Og Þjóðverjagullið
hafi ekkert verið, þrátt fyrir full-
yrðingaríbókinni.
ÞJÓÐVERJAR BITU EKKI í
GULRÓTINA
I bókinni er birt bréfsem þú ert
sagður hafa sent Karli Mewis,
formanni austur-þýska kotnm-
únistaflokksins í Rostock-héraði,
þar sem þú leggur drög að leyni-
legutn stuðningi Þjóðverja við ís-
lenska Sósíalistaflokkinn.
„Þegar ég kom á kaupstefnuna
í Leipzig árið 1958 hafði ég í
hyggju að stofna fyrirtæki, Rek-
lamex hf„ til þess að sjá um aug-
lýsingar íslenskra fyrirtækja í
Austur-Evrópu og sjá um auglýs-
ingar þaðan hérlendis. Ég bar
þetta upp við Þjóðverja og hafði
þá „gulrót“ með málaleitan minni
að ef það mætti greiða fyrir við-
skiptunum mættu umboðslaunin
fyrir auglýsingabirtingar hér
renna til flokksins. Það myndi þá
að minnsta kosti borga mér laun-
in mín þar, ef ekki vildi betur.
Ég hitti að máli í Leipzig starfs-
menn fyrirtækisins Interwerbung,
sem sá meðal annars um auglýs-
ingar austur-þýskra fýrirtækja er-
lendis. Þeir sögðu að ég yrði að
koma beiðni minni til flokksins og
að það væri sterkt ef ég gerði það í
nafni íslenska flokksins. Ég man
ekki eftir að hafa skrifað þetta bréf
til Karls Mewis, en ég skrifaði
minnisblað um þessar óskir og af-
henti Interwerbung það. Þeir hafa
væntanlega komið því áfram ef
það hefur komist til Karls Mewis,
en það var ekki stílað á nokkurn
mann og ekki einu sinni dagsett.
Þetta var minnisblað um þessar
hugmyndir mínar.
Áhugi Austur-Þjóðverja á
þessu var ekki meiri en svo að það
kom aldrei neitt svar og ekkert
varð úr þessu. Reklamex hf. var
ekki einu sinni stofnað. Ég var að
prófa þetta upp á mitt eindæmi og
árangurinn varð enginn.“
Það er varla hcegt aðlesa síð-
ustu setninguna í mitmisblaðinu
án þess að draga þá ályktun að
þú viljir koma á leynilegum jjár-
hagsstuðningi austur-þýskra
kommúnista við íslenska Sósíal-
istaflokkinn án þess að kotni upp
áyftrborðið.
Þetta var allt fyrir opnum tjöldum.
Reklamex-málið er einmitt vís-
bending um að þetta fjármagns-
streymi var ekkert. Ég sagðist
myndu tryggja hundrað prósent
þjónustu og að enginn þyrfti að
vita neitt, en samt litu þeir ekki
við því! Ég spurðist fyrir um
þennan möguleika, gerði þeim
þetta tilboð, sem þeir höfnuðu. Á
að draga þá ályktun 'af þvf að þetta
sé dæmi um fjármagnsstreymi á
milli flokkanna eða fjárhagsleg
tengsl þeirra, eins og gert er í bók-
inni? E contrario.“
En sú staðreynd að ekkert varð
úr þessu breytir ekki hinu að þú
vildirathuga þetta.
„Já, ég vildi skoða þetta.“
Sem þýðir að þú vildir að þessi
leynilegu jjárhagstengsl kœmust
á.
„Já, í gegnum eðlilega við-
skiptastarfsemi. Þetta þekktist
víða og var ekkert einsdæmi.
ítalski kommúnistaflokkurinn átti
mikil viðskipti við Sovétríkin og
þénaði auðvitað peninga á þeim.
Það er þekkt alls staðar að flokkar
reyna að fjármagna starfsemi sína
með viðskiptum, með söfnunum
og styrkjum. Mér vitanlega fékk
Sósíalistaflokkurinn ekki krónu í
styrk ffá S.E.D.“
„Þessi setnins ber með „ , , ,
sér að ef austur-þýski flokk- Reklamex-malið er emmitt vis-
urinn vfldi hygia fsienska bendingum að þetta fíármagns-
flokknum undir þessum
formerkjum, þá væri þarna streymi var ekkert. Egsagðist
moguleiki til þess. Ég ætlaði myncju trvggia hundrað prósent
að stotna svona iynrtæki, et ' y L
hægt væri, ég myndi reka þjÓnUSÍU Og að enginn þyrfti að
það og mér yrðu greidd neitt en samt litu heir
laun í hálfu starfi mínu sem VllU neUl’ en Saml LUU Pelr
framkvæmdastjóri Sósíal- ekki VÍðþví!
istaflokksins. Ég er hræddur
um að samtíðarmönnum
mínum í flokknum komi
þetta töluvert á óvart, því um
þetta vissi ekki nokkur maður.
Þetta var fikt af minni hálfu og
niðurstaðan var nákvæmlega eng-
in.
Hvaða ályktun ætti draga af
því? Draga drengirnir þá ályktun
að austur-þýski flokkurinn hafi í
engu viljað koma til móts við ósk-
ir Sósíalistaflokksins? Nei, akkúrat
öfugt. Þeir segja: „Þetta dæmi gef-
ur ekki einungis vísbendingu mn
hvernig Qárhagstengslum flokk-
anna var háttað“ — guð minn
góður! — „heldur sýnir að Sósíal-
istaflokkurinn ætlaði sér að hagn-
ast á austurviðskiptunum.“„
En þarna œtlaðir þú að setja
upp „front“-jyrirtœki til að þýsku
kommúnistarnir gœtu stutt Sósí-
alistajlokkinn.
„Það var hugsað á venjulegum
viðskiptagrundvelli og að greitt
yrði fyrir unnin verk, en að tekjur
íslenska fyrirtækisins gætu runnið
til flokksins. Ef slíka gulrót þyrfti
til að koma viðskiptunum á, þá
gæti þýski flokkurinn tekið því.
En hvað gerði hann? Nákvæmlega
ekki nokkurn skapaðan hlut.
Framhald málsins er ekkert. Og
þó draga þeir ályktanir: „[Dæmið]
ber því einnig vitni hve S.E.D.
[austur-þýska kommúnista-
flokknum] var umhugað um að
halda góðu sambandi við Sósíal-
istaflokkinn." Þetta gengur ekki
upp.“
En með þessu hejðirðu komið
á fjárhagslegu streymi á milli
jlokkanna, „án þess að hœgtsé að
sanna það,“ eins og segir þar.
Þetta hljómar mjög neðanjarðar-
kennt.
„Já, enda vildi hvorugur flokk-
urinn koma af stað beinum fjár-
magnsflutningi á milli þeirra.
Hann var heldur enginn. Við nut-
um stuðnings Austur-Þjóðverja í
ýmsu öðru tilliti og það var allt
opinbert. Við héldum þar nám-
skeið, flokksskólann svokallaða,
og þeir aðstoðuðu okkur við
kostnað sem því fýlgdi. Þeir
studdu okkur líka til þátttöku í
Eystrasaltsvikum sem þeir héldu.
DYRASÍMARNIR SEM
KOMUOFSEINT
Ingi leggur mikla áherslu á þá
samstöðu sem ríkt hafi milli sósí-
alískra flokka í Evrópu á þessum
tíma. íslenskir sósíalistar hafi vilj-
að styðja við bakið á tilraunum
Austur- Evrópubúa til að byggja
upp sósíalisma í sínum löndum, „í
baráttu við auðvaldsskipulagið
eins og það birtist okkur“. í því
ljósi verði að skoða tilraunir
bræðraflokka til að koma á aukn-
um viðskiptum milli fslands og
Austur-Þýskalands — viðskipt-
um sem miklu fleiri en sósíalistar
hafi staðið að.
Hitt dæmið í bókinni er af þeim
toga. Þar segir að Ingi hafi árið
1962 beðið austur-þýska komm-
únistaflokkinn að taka upp við-
skipti við íslenskt fýrirtæki, Raf-
geislahitun hf„ beinlínis í pólitísk-
um tilgangi, til að efla austurvið-
skiptin og vinna þannig gegn
stefnu Viðreisnarstjórnarinnar,
sem beindi viðskiptum einkum til
Vesturlanda. Sambandið komst á,
segir í bókinni, en endaði með
vanefndum íslendinga og sjö þús-
und dala skuld sem Sósíalista-
flokkurinn var krafinn um
greiðslu á.
Ingi R. man þessa sögu töluvert
öðruvísi.
„Rafgeislahitun var stofnuð ár-
ið 1955 og ffamleiddi kerfi til upp-
hitunar húsa. Það var hentugt til
notkunar hérlendis vegna ódýrrar
orku, en seinna tók fýrirtækið þátt
í kaupstefnunni í Leipzig í Austur-
Þýskalandi og fór þangað með
vörur sínar. Það var vonlaust að
selja hana þar, enda raforkan allt-
of dýr, en það tókust sambönd á
milli þess og austur-þýsks fýrir-
tækis, Dia Electrotechnik, sem
framleiddi alls konar rafmagns-
vörur.
f bókinni er því haldið ffam að
sambandið við Rafgeislahitun sé
tákn um fjárhagsleg tengsl flokk-
anna og talað um sjö þúsund dala
skuld flokksins í því sambandi. Ef
ég man rétt eru þessir sjö þúsund
dalir til komnir á allt annan hátt.
Á þessum tíma var verið að byggja
blokkir í Gnoðarvogi og Rafgeisla-
hitun lagði raflagnirnar í þær.
Meðal þess voru dyrasímar, sem
pantaðir voru hjá Dia Electro-
technik. Eftir að pöntunin var
gerð leið og beið, komið var langt
fram yfir dagsetningar um upp-
setningu símanna og íbúarnir
voru mjög óánægðir með töfina.
Á endanum varð að leysa málið á
annan hátt, en líklega hálfu öðru
ári eftir að pöntunin var gerð
koma loks dyrasímarnir frá Aust-
ur-Þýskalandi. Þaðan var krafist
greiðslu og ekkert hirt um bréf
sem Rafgeisiahitun hafði sent um
að pöntunin væri niður fallin.
Stirðnin var svo mikil af hálfu
Þjóðverja — sem er einmitt öfugt
á við það sem drengirnir halda
ffam í bókinni — að það var ekki
við annað komandi en að þetta
væri borgað. Og af því að þetta var
talið tengjast flokknum eitthvað
var þess krafíst að hann borgaði.
Við borguðum aldrei krónu og
það þótt málið væri sett í lögfræð-
ing hérna heima, enda var þarna
um að ræða venjuleg viðskipti og
vanefhdir þeim tengdar.
Rafgeislahitun tengdist Sósíal-
istaflokknum ekkert nema hvað
þar voru forystumennirnir sósíal-
istar. Ég var lögfræðingur fyrir-
tækisins og iíklega í stjórninni, ef
ég man rétt, en viðskiptin tengd-
ust flokknum að því leyti að í
Austur- Þýskalandi ákvað ríkið —
og þar með flokkurinn — hvaða
samningar yrðu gerðir. Það var
ekkert óeðlilegt að ég skrifaði
þýska flokknum um þessi við-
skipti — öðruvísi var ekki hægt
aðkomastíþau."
En þetta voru viðskipti sem um
leiðþjónuðupólitískum tilgangi.
„Já, þeim pólitíska tilgangi að
koma á verslunarviðskiptum við
Austur-Þjóðverja. Á þessum tíma
höfðum við stjórnmálasamband
við Vestur-Þýskaland, sem hótaði
að slíta því ef við’viðurkenndum
hitt þýska ríkið. Við vildum af
hugsjónaástæðum styðja vöxt
þessa nýja þýska ríkis, að íslend-
ingar viðurkenndu það og létu
ekki aðra setja sér stólinn fyrir
dyrnar með það. Þeirrar skoðunar
voru margir mætir menn, til
dæmis Þórarinn Þórarinsson rit-
stjóri. Þar að auki var Austur-
Þýskaland ágætur markaður fýrir
okkar vörur og meira að segja rík-
isstjórnin hlutaðist til um vöru-
skipti til að komast framhjá hót-
unum Vestur-Þjóðverja.
Það er borðleggjandi að báðir
aðilar vildu auka viðskipti milli
landanna og það vildi líka fjöldi
heildsala, sem ekki voru sósíalist-
ar. En þetta voru venjuleg við-
skipti. Afstaðan til Rafgeislahitun-
ar endurspeglar líka afstöðu aust-
ur-þýska flokksins til viðskipt-
anna. Það átti að láta kné fýlgja
kviði og lögsækja þetta fyrirtæki,
sem þó var talið tengjast flokkn-
um. Þetta laut sem sagt venjuleg-
um viðskiptalögmálum. Það er
hið mesta klám að nefna þetta
dyrasímavesen sem eitt af dæm-
unum um fjárhagsleg tengsl aust-
ur-þýsku stjórnarinnar og ís-
lenska sósíalistaflokksins og
reyndar hlægileg niðurstaða.
Til samanburðar má nefna að
þegar Bretar settu á okkur lönd-
unarbann vegna útfærslu land-
helginnar opnuðu Sovétmenn
markað sinn og þangað seldum
við allan þann fisk sem við gátum
ekki selt annars staðar. Og þó var
Afstaðan til Raf-
geislahitunar end-
urspeglar líka af-
stöðu austur-þýska
flokksins til við-
skiptanna. Það átti
að láta knéfylgja
kviði og lögsœkja
þetta fyrirtœki, sem
þó var talið tengjast
flokknum.
enginn sósíalisti í ríkisstjórn.
Hvaða mælistiku myndu dreng-
irnir leggja á þá ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar? Þeir nefna það
ekki.“
EKKERT RÚSSAGULL
Þeir Valur og Árni nefna líka
bókaútgáfustyrki Austur- Þjóð-
verja til Máls og menningar, en yf-
ir því fyrirtæki hafði Ingi aldrei
forráð. Miðað við skýringar Inga
hér að ofan virðist því ekki ýkja
mikið Austurevrópugull hafa farið
um greipar hans.
Er sagan um Rússagullið þá
eintómur kaldastriðsáróður úr
Morgunblaðinu? Fékk Sósíalista-
jlokkurinn einhverja styrki að
austan?
„Nei. Auðvitað vissi ég ekki allt,
en ég hef verið kallaður „gullkistu-
vörðurinn" og ætti því glöggt um
það að vita. Eg hef þurft að leggja
mikið á mig í söfnunum hér inn-
anlands fýrir flokkinn og Þjóðvilj-
ann í gegnum þrjá áratugi og þar
hef ég aldrei fengið krónu frá aust-
ur-þýska kommúnistaflokknum
eða Áustur-Evrópuflokkunum.“
Karl Th. Birgisson