Pressan - 14.01.1993, Síða 21

Pressan - 14.01.1993, Síða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. JANÚAR 1993 21 E R L E N T Dularfullt mál í sviðsljósinu á ný Mál Uwes Barschel, fyrrum forsætisráðherra Slésvíkur-Holt - setalands, sem fannst látinn í baðkeri á hótelherbergi í Genf fyrir um fimm árum, er enn óupplýst. Morðið á leynilögreglumanni sem rannsakað hafði mál Barschels mjög ítarlega hefur vakið ýmsar spurningar og komið inn nýj- um hugmyndum meðal samsæriskenningasmiða. Leynilögreglumaðurinn Jean- Jacques Griessen var sextugur að aldri þegar hann fannst látinn í íbúð í Zurich í Sviss í nóvember síðastliðnum. Eike Barschel, bróð- ir hins látna Uwes Barschel, réð Griessen fyrir nokkru til að rann- saka dauða Barschels og reyna að komast til botns í málinu, sem er orðið hið flóknasta. Griessen var náinn vinur þýska leynilögreglu- mannsins Wemers Mauss sem oft hefur komið við sögu við rann- sókn „stórra“ og mikílvægra mála. Vangaveltur voru uppi um að Mauss hefði átt fund með Bar- schel í Genf um það leyti sem hann lést, en fúllsannað er að Ma- uss bókaði sig inn á hótel nálægt því sem Barschel gisti, daginn sem hann lést, undir dulnefninu Lange. Mauss hefur hins vegar ávallt haldið því fram að hann hafi aldrei nokkurn tímann hitt Uwe Barschel, hvorki í Genf né annars staðar. BJÓ YFIR MIKILVÆGUM UPPLÝSINGUM Griessen er sagður hafa starfað með Mauss og gegndi hann þýð- ingarmiklu hlutverki við frelsun gíslanna í Líbanon. Rétt eins og Mauss hafði Griessen mjög góð sambönd við leyniþjónustur ým- issa landa og jafnvel ísraelsmenn höfðu mikinn áhuga á að fá hann til að taka að sér ýmis sérverkefni. Eftir að Griessen fannst látinn kom í ljós að hann hafði viðað að sér afar þýðingarmiklum upplýs- ingum um mál Barschels og virtist hafa verið kominn á rétta slóð. Griessen hafði trúað nánum vin- um sínum fyrir því skömmu fyrir dauða sinn, að málið væri allt „mjög hættulegt" og að hann „ótt- aðist um h'f sitt“. Mikil leynd hvílir yfir dauða Griessens, enda málið allt hið óþægilegasta. Marga fýsir að komast yfir gögn hins látna leyni- lögreglumanns, en þau varpa ljósi á allt það sem Griessen hafði kom- ist á snoðir um við rannsókn Bar- schel-málsins. Sagt er að í rann- sóknargögnum Griessens sé að finna fjöldann allan af leyndar- dómum, sem séu að minnsta kosti jafnmiklir og allt það sem hefúr komið ffam í málinu á und- anfömum fimm árum! Eins og svo margir aðrir hélt Griessen því fram að Barschel hefði verið myrtur, en samsæris- kenning hans var þó ólík kenning- um allra annarra og töluvert flóknari. Samkvæmt túlkun hans eru bein tengsl milli dauða Uwes Barschel í Genf og morðsins á 01- of Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar, árið 1986 annars vegar og Olivers North undirofursta og ír- angate-málsins hins vegar. Hvort sem samsæriskenning Griessens er rétt eða ekki er víst að hann bjó yfir feiknamikilvægum upplýsing- um um Barschel-málið og því engin furða þótt marga fýsi að rýna í skjöl hans. OPINBER RANNSÓKN MÁLSINS GAGNRÝND Yfirvöld í Sviss, er annast opin- bera rannsókn Barschel-málsins, hafa verið gagnrýnd harðlega fýrir forkastanleg vinnubrögð; ófull- nægjandi rannsókn allt frá upp- hafi og seinagang við afgreiðslu málsins. Víst er að gagnrýni þessi er ekki úr lausu loftin gripin, en fyrir þremur árum kom Barschel- fjölskyldan því til leiðar að rann- sókn málsins var hafin að nýju. Svo virðist sem margt hefði mátt betur fara. Ljósmyndir sem rann- sóknarlögregla tók af Barschel látnum í baðkerinu og vegsum- merkjum á hótelherberginu í Genf voru svo ónákvæmar að þær komu ekki að neinu gagni við rannsókn málsins. Þá voru undar- legir rauðbrúnir flekkir sem fúnd- ust á blautri baðmottunni ekki kannaðir nánar. Tímasetningar um það hvenær fyrst var haft samband við lög- reglu og eins hvenær lögregla kom á vettvang stangast á og hefúr enn ekki tekist að fá fúllnægjandi út- skýringar á því. Þá var hitastig baðvatnsins sem Barschel sat í aldrei mælt, en þær upplýsingar hefðu skiljanlega verið afar þýð- ingarmiklar við ákvörðun þess hvenær Barschel lést nákvæmlega. í ofanálag hefur Claude-Nicole Nardin, sú er stjórnar rannsókn málsins, ffá fyrstu tíð virst afskap- lega ruglingsleg og ósannfærandi í málsumljöllun sinni. Gekk Nardin út frá því sem vísu strax í upphafi að Barschel hefði framið sjálfs- morð og heldur enn fast við þá skoðun sína. STÖÐUGT NÝJAR SAMSÆR- ISKENNINGAR Samsæriskenningasmiðir hafa verið óþreytandi við að úthugsa ýmsar útgáfúr sögunnar á bak við dauða Uwes Barschel, bæði innan Þýskalands og utan, og hefur morðið á leynilögreglumanninum Griessen nú vakið upp nýjar hug- myndir meðal þeirra. Þótt sam- særiskenningamar séu með ýmsu móti eru allir á einu máli um það sem mestu máli skiptir þegar upp er staðið, þ.e. að Uwe Barschel hafi verið myrtur, en ekki stytt sér Bitist um fræga elskendur Myndin afástfangna parínu, sem tekin varí París 1950, er fyrirlöngu orðin heimsfræg, enda hefur hún birst fólki um allan heim sem veggspjald eða póstkort og lengi verið vinsæl gjöfmeðal elskenda. Franska Ijósmyndaranum RobertDo- isneau, sem festi augnablikið á filmu fyrirrúmum fjörutiu ár- um, hefur græðst ógrynni fjár fyrir myndina, enda er hún orðin að tákni fyrirhið róman- tiska götulif Parisarborgar. Doisneau hefur fram að þessu setið einn að kökunni en nú bendir allt til þess að hann þurfi að deila henni með öðr- um. Frönsk hjón, Jean-Louis og Denise Lavergne að nafni, halda þvinefnilega fram að þau séu fólkið á Ijósmyndinni frægu og vilja nú, eftir fjörutíu ár, loksins fá eitthvað fyrir sinn snúð. Málinu hefur verið skotið til dómstóla sem eiga að skera úr um hvort eitthvað er hæft istaðhæfingu hjónanna. Nýlega kom þó babb i bátinn er leikkonann fyrrverandi Francois Bornet blandaðist inn i deilurnar. Hún þykist nefnilega þekkja sjálfa sig aftur af Ijósmyndinni og krefstþess að fá einhvern hluta gróðans. Grænfriðungar úti í kuldanunt Það horfir ekki vel fyrir um- hverfisverndarsamtökunum grænfriðungum. Samtökin hafa nánast vaðið í peningum enda notið rausnarlegra styrkja frá einkaaðilum og ýmsum félaga- samtökum sem láta sig náttúru- vernd einhverju varða. Styrkir þessir hafa gert grænfriðungum kleift að auka umsvif sín og hafa þeir hvergi sparað við sig í barátt- unni gegn náttúruspjöllum. Um- deildar aðgerðir þýskra grænfrið- unga síðastliðið haust hafa þó orðið til þess að æ fleiri hafa snúið baki við samtökunum, með þeim afleiðingum að nú neyðast þau til að draga saman seglin. Fólskuleg- ar aðgerðir þýskra grænfriðunga í tengslum við kjarnorkutilrauna- stöð Rússa, sem vöktu heimsat- hygli á síðasta ári, urðu til þess að sverta nafn samtakanna og hefúr dregið verulega úr fjárstyrkjum til þeirra í kjölfarið. Fyrir skemmstu var því ákveðið að leggja niður átján skrifstofur samtakanna í Þýskalandi og er um algjört neyðarúrræði að ræða. Margt er enn óljóst í máli máli Uwes Barschel, semfannst látinn í baðkeri á hótelherbergi í Genfí okt aldur eins og látið hefur verið liggja að. Rétt fyrir jól kom út í Þýska- landi enn ein bókin um Uwe Bar- schel, eftir fyrrum þingmann Kristilega demókrataflokksins, Wemer Kalinka. Kalinka segir öll rök hníga að því að um morð hafi verið að ræða, eins og reyndar kemur ffam í undirtitli bókarinn- ar, „dauði, sem fær eklri að vera morð“. Samsæriskenning Kalink- as er að mestu leyti sú sama og margra annarra íhaldssamra, sem kenna blaðafulltrúa Barschels, Reiner Pfeiffer, um ófarir hans í stjórnmálum. Barschel hafi ekki átt neina sök að máli og því hafi hann ekki haft minnstu ástæðu til aðsviptasiglífi. Kalinka kemst að þeirri niður- stöðu í bók sinni að eklri sé annað hugsanlegt en að um morð hafi verið að ræða. Þótt hann segi ekki berum orðum hveijar ástæðurnar að baki morðinu kunni að hafa verið eða hverjir hafi verið þar að verki gefur hann ýmislegt í skyn. f bókinni er haff eftir konu nokk- urri, sem af skiljanlegum ástæð- um vill ekki láta nafns getið, að hún hafi séð Reiner Pfeiffer yfir- heyra fólk í einni af bækistöðvum austur-þýsku leyniþjónustunnar Stasi í byrjun níunda áratugarins! MÖRGUM SPURNIN GUM ÓSVARAÐ Margir eru þeirrar skoðunar að Uwe Barschel hafi verið myrtur, enda þótt ekki hafi enn fengist haldbær rök fyrir því. Milriar vangaveltur hafa orðið um þetta mál, ekki síst eftir að nýju ljósi var varpað á það er leynilögreglumað- urinn Griessen fannst myrtur. Hvað sem líður öllum samsæris- kennmgum er enn margt óljóst í máli þessu. Til dæmis virtist eng- um hafa verið kunnugt um það áður en hann lést að leyniþjónust- an Stasi hafði tangarhald á þess- um mikla andstæðingi kommún- ismans. Þá er enn óljóst hvers vegna Barschel átti svo oft erindi til fyrr- um Austur-Þýskalands og fyrir skemmstu kom í ljós, að njósnari á vegum Stasi hafði komið sér upp bækistöð í næsta nágrenni við Barschel í heimaborg hans, Kiel. Síðast en ekki síst er enn spekúler- að um hvort Barschel hafi í raun og veru hitt leynilögreglumanninn Werner Mauss í Genf, skömmu áður en hann lést? Quayle kvaddur með háði Dan Quayle, fráfarandi vara- forseta Bandaríkjanna, var hald- in hæðnisleg kveðjuathöfn á dög- unum. Quayle hefur lengi verið aðhlátursefni í Bandaríkjunum og helsti skotspónn háðfugla, vegna furðulegustu ummæla sem eftir honum hafa verið höfð í embætti. Frægt er t.d. þegar varaforsetinn harmaði það við blaðamenn að lokinni opinberri ferð um rómönsku Ameríku (Latin America) að hafa ekki lagt betri rækt við latínu í skóla! Árið 1989 settu nokkrir háðfuglar á laggirnar sérstakt gríntímarit, The Quayle Quarterly, sem kom út ársfjórðungslega í Bandaríkj- unum og hafði það eitt að mark- miði að fjalla um neyðarleg til- svör varaforsetans. En nú er valdatími Quayle senn á enda og forsendurnar fyrir útgáfu blaðs- ins brostnar. Því var ekki annað að gera en leggja grínblaðið nið- ur og var það jarðað í bókstaf- legri merkingu á dögunum, að viðstöddum stofnendum þess. Gröfin var m.a. að því leyti sér- kennileg að kartöflum hafði verið hrúgað ofan á hana og ekki að til- efriislausu. Eitt af því síðasta sem Quayle afrekaði á gamla árinu var að koma upp um vankunn- Samúð með Nlöllemann Hann á ekki sjö dagana sæla hann Jurgen Möllemann. Það er ekki nóg með að hann hafi á dög- unum neyðst til að segja af sér sem efnahagsmálaráðherra Þýskalands eftir að upp komst um óheilindi hans, heldur gamna þýskir háðfuglar sér nú við að semja vafasama brandara með ráðherrann fyrrverandi í aðalhlut- verki. Einn slíkur, sem birtist í tímaritinu Stern fyrir skemmstu, varð til þess að vekja samúð þýsku fyrirsætunnar Claudiu Schiffer og sendi hún ráðherran- um áritaða mynd af sjálfri sér með hlýlegri kveðj u. Brandarinn, sem snýst m.a. um Schiffer, er á þessa leið: Robert Redford, Paul Newman og Júrgen Möllemann hittast á himnum. Lykla-Pétur útvegar leikurunum fjallmyndarlegu hvorum sína fylg- ismeyna, báðar afspyrnu óföngu- legar, með þeim skilaboðum að þeim beri að sætta sig við hlut- skiptið enda hafi þeir fengið allt það besta út úr lífinu. Þegar kom- ið er að Möllemann birtist fyrir- sætan eftirsótta Claudia Schiffer í öllu sínu veldi og bendir Lykla- Pétur henni þá á ráðherrann, með þeim orðum að hún hafi í lifanda lífi fengið allt það besta og verði því vinsamlegast að gera sér Möllemann að góðu! * ■fcmuwÞ. * Danir hanna EB-merhi Danir tóku i við forsæti í Evr- ópubandalaginu um áramótin. Þeir ákváðu vit- anlega að gera I sína eigin útgáfú af merki EB, eins og venja er við slík tímamót. Merkið misheppnaðist hins vegar algerlega — nema þá að það eiga að vera einkenni hins sérstaka danska húmors sem enginn annar skilur. Að uppruna er merkið þrjú þúsund ára gömul sjálensk stein- rista, mynd af norrænu langskipi. f bátnum voru ellefu manns, en Danir bættu þeim tólfta við í hinni nýju útgáfú — vildu líklega ekki láta svo virðast sem Danann vant- aði í EB- fleytuna. í Evrópu eru háir og lágir hins vegar að velta fyrir hvað í ósköpunum merkið á að fyrirstilla og af hverju myndin er. Helstu kenningarnar eru að þetta sé greiða, sleði eða marg- fætla, eins og franskur drengur stakk upp á. öðrum gleggri sýnist augljóst hvað þarna er á ferðinni: brosandi Uffe Elleman-Jensen og yfirvaraskeggið fræga. áttu sína í stafsetningu. í heim- sókn í barnaskóla einn leiðrétti hann tíu ára dreng og benti hon- um góðfúslega á, að maður skrif- aði orðið kartafla með „e“ í end- ann, þ.e. „Potatoe“. t

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.