Pressan - 14.01.1993, Page 22
22
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. jANÚAR 1993
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson gerðist flugvélasölumaður
ÞJÓÐARÞOTAN
l\IOTUÐ í UMFANGS-
MIKLUM FJÁRSVIKUM
í ÞÝSKALANDI
Ólafur Ragnar
Grímsson var
ánægður þegar
hann seldi flugfé-
laginu Atlanta
Þjóðarþotuna fyrir
þremur árum. Það
var hinn raunveru-
legi kaupandi,
Thor Tjontveit,
líka. Hann notaði
vélina umsvifalaust
til að svíkja lán út
úr þýskum spari-
sjóði. Félagi hans í
því ævintýri á vél-
ina enn og Atlanta
hefur hana á leigu.
Fyrir þremur árum seldi Ólafur
Ragnar Grímsson, þáverandi fjár-
málaráðherra, flugfélaginu Atl-
anta þotu af gerðinni Boeing 737.
Þotuna hafði ríkissjóður leyst til
sín vegna skuldbindinga sinna í
tengslum við Arnarflug hf., sem
þá var að fara á höfuðið.
Ólafur Ragnar og forráðamenn
Atlanta undirrituðu kaupsamning
þann 4. janúar 1990 og gerði hann
ráð fyrir staðgreiðslu kaupverðs-
ins, sem var 7,1 milljón Banda-
ríkjadala. Þetta var býsna gott
verð miðað við að ríkið hafði leyst
þotuna til sín fyrir 4,2 milljónir
dala. Ekki kom ffam fyrr en síðar
að sá sem á endanum borgaði fyr-
ir þotuna var Thor K. Tjontveit,
Norðmaður með bandarískan rík-
isborgararétt og skrautlegan feril í
alþjóðlegum viðskiptum. Frá hans
bæjardyrum séð virðast kaupin á
„Þjóðarþotunni" hafa verið hluti
af öðru og stærra máli, umfangs-
miklum fjársvikum í Þýskalandi
sem enduðu með því að bæði
þýsk yfirvöld og fnterpol lýstu eft-
ir honum vegna lögbrota.
TJ0NTVEIT KAUPIR —
ATLANTA LEIGIR
Það varð reyndar tíu mánaða
dráttur á því að Ólafur Ragnar
fengi „staðgreiðsluna“ sína. Þjóð-
arþotan stóð á Keflavíkurflugvelli
til loka júlí 1990 og þurfti að láta
skoða hana bæði hériendis og er-
lendis áður en hún teldist hæf til
Ólafur Ragnar Grímsson ogArngrímur Jóhannssonfagna sölu Þjóðarþot-
unnar. Á milliþeirra stendur Þórhallur Arason ífjármálaráðuneytinu, en
til vinstri Tómas Þorvaldsson lögmaður, meðstjórnandi Arngríms og
Thors Tjontveit í Flugvélum hf
notkunar. Breskir skoðunarmenn
vélarinnar gerðu töluverðar at-
hugasemdir við ástand hennar og
þó ekki síður hvernig viðhaldi og
eftirliti með henni var háttað hér-
lendis. 1 skýrslu sinni nefnir
breski skoðunarmaðurinn,
Melvyn Simson, sérstaklega að
hinn nýi eigandi, íslenska ríkið, sé
ósamvinnufúst og liggi á gögnum
um viðhald vélarinnar. Hann gerir
einnig að sérstöku umræðuefni að
Lárus Atlason skuli vera fulltrúi
ríkisins í málinu, en hann starfaði
hjá fýrri eiganda vélarinnar, Arn-
arflugi. Þetta taldi Simson bjóða
upp á alvarlega hagsmuna-
árekstra.
Að lokinni skoðun var greiðsla
loks innt af hendi og lögð inn á
reikning ríkisins frá banka í
Bandaríkjunum, en þar hefur
Tjontveit aðsetur og rekstur sinn.
23. október fékk Atlanta afsal fýrir
vélinni, en afsalaði henni sam-
dægurs áfram til hlutafélagsins
Flugvéla. Það fyrirtæki höfðu
Tjentveit og Atlanta stofnað um
sumarið og gert um leið samning
um að Atlanta leigði og ræki vél-
ina. Eignarhlutur Tjontveits í
Flugvélum var 98 prósent, með-
stjórnendur hans voru þeir Arn-
grítnur Jóhannsson, forstjóri Atl-
anta, og Tómas Þorvaldsson lög-
maður.
Með þessu var vélin komin í
eigu Tjontveits, en Atlanta hafði
hana á leigu. En þá fór sagan að
flækjast svolítið.
BEINA LEIÐ í SPARISJÓÐ-
INN
Þann 15. nóvember 1990,
þremur vikum eftir að íslenska
ríkið afsalaði sér flugvélinni, lenti
Tjontveit vél af sömu gerð á flug-
velli við smábæinn Halle, skammt
frá Leipzig í Austur-Þýskalandi.
Hann stansaði stutt við, ekki
nema um tvo klukkutíma, en fór
burt um fimmtíu milljónum
marka ríkari, að sögn þýskra dag-
blaða. Óstaðfestar heimildir
PRESSUNNAR herma að austur-
þýskur áhugaljósmyndari hafi
tekið mynd af vélinni þar sem hún
stóð á flugvellinum og fullyrt er að
á henni þekkist íslenskur flug-
maður.
Þessi fímmtíu milljón mörk
(um tveir milljarðar íslenskra
króna) voru hluti láns sem félagi
Tjontveits, Stephan Grzimek,
hafði fengið í sparisjóðnum í
Halle, Stadt und Saalkreisspar-
kasse. Að sögn þýskra blaða lagði
Grzimek fram sem tryggingu veð í
þremur flugvélum sem hann
sagðist hafa keypt af Tjontveit.'
Þeir Tjontveit og Grzimek höfðu
uppi áform um atvinnurekstur í
Halle, meðal annars útflutning á
norskum laxi á Bandaríkjamark-
að, og út á þá atvinnuuppbygg-
ingu voru lánin veitt. Ekki leið þó
á löngu áður en uppgötvaðist að
tryggingarnar voru einskis virði
og sparisjóðurinn átti á hættu að
tapa hundruðum milljóna marka
á ævintýrinu. í kjölfarið var spari-
sjóðsstjórinn settur á eftirlaun fýr-
ir aldur fram og deildarstjóri út-
lánadeildar fluttur á geðsjúkra-
hús.
Það liggur engan veginn ijóst
fýrir hvernig Tjontveit kom þess-
um fjársvikum í kring. I samtali
við PRESSUNA staðfesti Dieter
Schmiedl-Neuburg hjá saksókn-
araembættinu í HaUe að rannsókn
stæði enn yfir, en hann var ekki
tilbúinn að tjá sig um einstök at-
riði símleiðis. Aðrir heimildar-
menn í Þýskalandi sögðu að málið
virtist svo flókið að líklega hefðu
yfirvöld í Halle ekki mannskap
eða þekkingu á vestrænum við-
skiptaháttum til að komast til
botns í því. Þýsk yfirvöld lýstu eff-
ir Tjontveit og Interpol lýsti eftir
honum á alþjóðavettvangi. Eftir
því sem næst verður komist virð-
ist Grzimek vera laus allra mála,
en í norskum og þýskum blöðum
hefur honum verið lýst sem fjár-
glæframanni og glaumgosa.
Óstaðfestar upplýsingar PRESS-
UNNAR benda hins vegar til þess
að Tjontveit hafi blekkt Grzimek í
þessu máli. Eftirmálar sögunnar
hérlendis renna stoðum undir þá
skýringu.
Þetta sama sumar reyndi
Tjontveit einnig að koma undir
sig fótunum í norska flugbransan-
um, en mistókst það. Um miðjan
síðasta áratug sat hann í fangelsi í
Noregi og Þýskalandi í sjö mánuði
vegna fjársvika og hafði ekki sést
til hans síðan. Tjontveit keypti og
seldi flugfélög og flugvélar með
misjöfnum árangri og virtust vél-
arnar vart lenda svo að lánar-
drottnar legðu ekki hald á þær.
Síðasta ævintýri hans í Noregi
lauk með því að hann fór á loft í
annarri Boeing 737-vél með föls-
uðum merkingum frá flugvellin-
um í Stafangri. Ferðinni var heitið
til Bandaríkjanna, með viðkomu á
Islandi.
GRZIMEK FÆR ÞJÓÐAR-
ÞOTUNA
Þann 11. febrúar 1991, þremur
mánuðum eftir „bankaránið" í
Halle, afsalaði Tjontveit sér öllum
hlut sínum í Flugvélum hf. og um
leið Þjóðarþotunni í hendur
Grzimeks og fyrirtækis hans, GAC
Trans-Air Carrier Lease, Flugze-
ugleasing. Kunnugir segja að þetta
hafi verið hluti af uppgjöri þeirra í
milli og gerst eftir töluverðan
barning Atlanta-manna við að
losna við Tjontveit, enda þá kom-
ið í ljós hvern mann hann hafði að
geyma. Þetta afsal og yfirlýsing
Tjontveits var þó ekki kynnt á
stjórnarfundi í Flugvélum hf. fýrr
en 15. ágúst 1991, þar sem Grzim-
ek tók við stjórnarformennsku af
Tjontveit. Þar voru mættir Grzim-
ek, Arngrímur, Tómas og Ágúst
Fjeldsted lögmaður, sem var
fundarstjóri. I fúndargerð segir að
Tjontveit hafi gerst sekur um ým-
islegt ólögmætt athæfi, meðal
annars:
— Með því að láta aflýsa
skuldabréfi með veði í flugvél fé-
lagsins [Þjóðarþotunni], að fjár-