Pressan - 14.01.1993, Qupperneq 24
24
___________FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. JANÚAR 1993_
LEIKHÚS MYNDLIST KLASSÍK
KLASSÍKIN
FIMMTU DAGU R
H9 Sinfóníuhljóm-
sveit Islands heldur
Vínartónleika.
Flutt verða verk eftir Nico Dostal,
Eduard Kunnecke, Johann
• Útlendingurinn Gamanleik-
ur eftir bandaríska leikskáldið
Larry Shue sýndur norðan heiða.
Þráinn Karlsson fer með hlutverk
aðalpersónunnar, Charlies, sem
þjáist af feimni og minnimáttar-
kennd. Leikstjóri er Sunna Borg.
Leikfélag Akureyrar kl. 20.30.
LflUGARDflGUR
• My Fair Lady. Þjóðleikhúsið
kl. 20.
9 Drög að svínasteik. Þjóð-
leikhúsið, Smíðaverkstœði, kl.
20.30.
9 Ríta gengur menntaveg-
inn. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl.
20.30.
9 Heima hjá ömmu. Margt er
ágætt um þessa sýningu að
segja, þó er eins og flest sé þar í
einhverju meðallagi, skrifar Lárus
Ýmir. Næstsíðasta sýning. Borg-
arleikhúsið kl. 20.
9 Platanov. Borgarleikhúsið,
litla svið, kl. 17.
• Vanja frændi. Borgarleikhús-
ið, litla svið, kl. 20.
9 Aurasálin. Halaleikhópurinn
frumsýnir hinn fræga gamanleik
Moliéres. Aðalhlutverk er i hönd-
um Ómars Braga Walderhaug.
Leikstjórar eru Guðmundur
Magnússon og Þorsteinn Guð-
mundsson. Félagsmiðstöðin Ár-
seli, Breiðholti, kl. 20.30.
9 Hræðileg hamingja. Al-
þýðuleikliúsið, Hafnarhúsinu kl.
20.30.
9 Útlendingurinn. Leikfélag
Akureyarkl. 20.30.
SUNNUDAGUR
• Ronja ræningjadóttir Það
er mikill styrkur fyrir sýninguna
að svo snjöll leikkona sem Sig-
rún Edda Björnsdóttir getur leik-
ið hina tólf ára gömlu Ronju án
þess að maður hugsi mikið út í
aldursmuninn, segir Lárus Ýmir
Óskarsson í leikdómi. Borgarleik-
húsiðkl. 14 og 17.
9 Dýrin í Hálsaskógi Hlut-
verkaskipan er að því leyti sér-
kennileg að Mikki refur hefði
komist tvöfaldur fyrir inni í Lilla
klifurmús, svo vitnað sé í leik-
dóm Lárusar Ýmis Óskarssonar.
Þjóðleikhúsið kl. 14 og 17.
9 Tríó Reykjavíkur heldur
tónleika á vegum Kammermús-
(kklúbbsins. Guðný Guðmunds-
dóttir leikur á fiðlu, Gunnar Kvar-
an á selló og Halldór Haraldsson
á píanó. Á efnisskrá eru verk eftir
Schumann og Tchaikovsky. Bú-
staðakirkja kl. 20.30.
9 Hugarheimur helgikvæða og
tungutak miðaldaskálda nefnist
dagskrá sem Vésteinn Ólason og
Ásdfs Egilsdóttir taka saman i tali
og tónum í samvinnu við Ríkis-
útvarpið. Hallgrímskirkja kl. 17.
LEIKHÚS
FIMMTUDAGUR
"''Ál# My Fair Lady. Stef-
lán Baldursson leikstjóri
"hefur skilið nauðsyn
góðrar útfærslu vel og kostar
miklu til. Úrvalsfólk er á hverjum
pósti undir styrkri stjórn Stefáns,
segir Lárus Ýmir Óskarsson í leik-
dómi. Þjóðleikhúsið kl. 20.
• Ríta gengur menntaveg-
inn. Fyrir þá leikhúsgesti sem
ekki eru að eltast við nýjungar,
heldur gömlu góðu leikhús-
skemmtunina, skrifar Lárus Ýmir.
Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30.
• Stræti. Þessi sýning er gott
dæmi um það hve stílfærður og
stór leikur fer vel á sviði, segir
Lárus Ýmir í leikdómi. Þjóðleik-
húsið, Smíðaverkstœði kl. 20.
9 My Fair Lady Þjóðleikhúsið
kl. 20.
9 Vanja frændi. Vanja geldur
samflotsins við Platanov, að því
er fram kemur í leikdómi Lárusar
Ýmis. Borgarleikhúsið, litla svið,
kl. 20.
• Smietana & Tosik-Warsza-
wiak. Krzysztof Smietana fiðlu-
leikari og Jacek Tosik-Warszawi-
ak píanóleikari halda tónleika
norðan heiða. Akureyrarkirkja
kl. 20.30.
tungumál og er eitt mest flutta
franska leikritið hin síðari ár. Við-
ar Eggertsson fer með hlutverk
svínsins. Leikstjóri er Ingunn Ás-
dísardóttir. Þjóðleikhúsið, Smíða-
verkstœði kl. 20.30.
9 Platanov. Sýningin á Plat-
anov er þétt og vel leikin og
skemmtileg, stendur í leikdómi
Lárusar Ýmis. Borgarleikhúsið,
litla svið, kl. 17.
Strauss, Franz von Suppé, Robert
Stolz, Jacques Offenbach, Emil
N. von Reznicek og Josef Strauss.
Einsöngvari er austurríska
óperusöngkonan Milena Rudi-
feria. Hljómsveitarstjóri er Páll P.
Pálsson.
Háskólabíó kl. 20..
9 Hræðileg hamingja. Ég
mæli með þessari sýningu
vegna leikritsins, skemmtilegs
leikrýmis og listar leikarans, sem
þarna er iðkuð af lífi og sál, skrif-
ar Lárus Ýmir. Alþýðuleikhúsið,
Hafnarhúsinu, kl. 20.30.
• Drög að svínasteik. Egg-
leikhúsið sýnir einleikinn fræga
eftir Frakkann Raymond Cousse i
samvinnu við Þjóðleikhúsið.
Verkið hefur verið þýtt á yfir 20
Garðskapur
og skáldyrkj a
IAN HAMILTON FINLAY
Á KJARVALSSTÖÐUM
lan Hamilton Finlay er
líklega þekktasti mynd-
listarmaður Skota á al-
þjóðavettvangi, en ekki eingöngu
fyrir þau listaverk sem hann send-
ir á sýningar. Hann er frægur íyrir
bústað sinn, sem stendur uppi á
heiði og nefnist Litla Sparta. Þar
hefur hann helgað Appólóni hof
og ræktað garð að klassískri fyrir-
rnynd og hefur hróður hans borist
víða. Finlay er líka frægur að end-
emum fyrir útistöður og þrætur
sem hann hefur átt í við skosk og
frönsk yfirvöld, og yfirleitt alla þá
sem fara í taugarnar á honum.
Hann hefur því ekki aðeins orð á
sér fyrir að vera athyglisverður
listamaður, heldur einnig um-
deildur og þrætugjarn.
Það er töluverður fengur að því
að fá verk eftir þennan umtalaða
og ómannblendna listamann
hingað til lands. Sýningin er yfir-
gripsmikil og fjöldinn aílur af sýn-
ingarmunum. Mörgum sem ekki
hafa kynnst list hans áður kann að
þykja sýningin stór skammtur og
þungmeltur. Ástæðan er m.a. sú
að megináhersla er lögð á orðlist
Finlays, í ýmsum myndum; bæk-
ur, grafík, veggspjöld, kort, smá
og stór, og neonljós. Hvarvetna
blasa við konkret-ljóð, áletranir,
tilvitnanir, spakmæli og stök orð,
á þremur tungumálum, ensku,
frönsku og latínu. Reyndar byrj-
aði Finlay feril sinn sem skáld og
smásagnahöfundur. Árið 1961
stofnaði hann ásamt öðrum Wild
Hawthorn Press til að gefa út bók-
verk annarra listamanna, en upp
á síðkastið hefur útgáfan aðallega
gefið út hans eigin verk. Hann fór
fljótlega að fikra sig áfram út í
myndrænni verk og nú er yfirleitt
litið á hann sem myndlistarmann.
Þess má geta að hann vinnur verk
sín í samvinnu við færustu hand-
verksmenn á sínu sviði.
Bókmenntalegur bakgrunnur
hans segir þó sterklega til sín, því
hann notar bókmenntaleg merk-
ingarbrigði jafnt í myndum sem
orðum. Víða er að finna tilvísanir í
forna klassíska menningu og ný-
„Miggrunar að
áhugi Finlays á
frönsku bylting-
unni stafi m.a. af
því að hann saknar
þeirra tíma þegar
mœlska gat verið
skelfilegt vopn, rétt
orð á réttum stað
og tíma gat skilið
millifeigs og
' r • cc
ojeigs.
klassík, og Hamilton hefur sér-
stakt yndi af rómverskri leturgerð.
En stundum á klassísk menning
undarleg stefnumót við samtím-
ann í verkum Finlays. Á einum
stað má sjá mynd af þýskum
skriðdreka og undir stendur skrif-
að „Arcadia“, sem var friðsamur
sæludalur grískrar goðafræði. Á
þýsku eru skriðdrekar kallaðir
„Panzer“, en einn af íbúum Ark-
adíu var hjarðguðinn Pan, sem lék
á samnefrida flautu og þótti kven-
samur úr hófi fram.
Franska byltingin og nýklass-
íska hreyfingin í listum þess tíma
er viðfangsefrii sem er honum sér-
staklega hugleikið. Hann hefur
einkum dálæti á hinum komunga
byltingarmanni og ræðuskörungi
Saint-Just, sem var leiddur á
höggstokkinn ásamt Robespierre
aðeins tuttugu og sex ára gamall.
Honum tókst samt á skammri ævi
að gefa orðinu „terreur", skelf-
ingu, nýja merkingu, og hefur
orðið fyrirmynd ofstækisfullra
byltingarmanna og hryðjuverka-
manna nútímans. „Terror is the
piety of the Revolution“ (Skelfing
er guðsótti byltingarinnar) er eitt
spakmælið sem Finlay hefur eftir
honum. Mig grunar að áhugi
Finlays á frönsku byltingunni stafi
m.a. af því að hann saknar þeirra
tíma þegar mælska gat verið
skelfilegt vopn, rétt orð á réttum
stað og tíma gat skilið milli feigs
og ófeigs. Það er varla að búast við
því að Finlay komi af stað bylt-
ingu, en verk hans hafa stundum
valdið deilum og hann hefur verið
ákærður fyrir að vera öfgamaður
og fasisti. Einkum hafa skírskot-
anir hans í stríðsrekstur nasista
farið fyrir brjóstið á mönnum.
Finlay var fenginn til að gera til-
lögu að verki í görðum Versala í
tilefni af tveggja alda afmæli
frönsku byltingarinnar. Verkið
var aldrei sett upp vegna þess að
þar brá fyrir SS-stormsveitamerki
nasista (sem einnig má sjá á sýn-
ingunni á nokkrum stöðum).
Finlay og stuðningsmenn mót-
mæltu ákaft og vændu Frakka um
afbökun og ofríki; SS-merkið ætti
sér lengri sögu og væri tilvísun til
náttúruafla — en sitt sýnist hverj-
um.
Finlay er listamaður sem ætti
að geta höfðað til bókmenntalega
sinnaðrar þjóðar og það er
kannski ástæða til að hvetja bók-
menntafólk sérstaklega til að
kynna sér hvemig skáld og mynd-
listarmaður hafa sameinast í ein-
um maimi.
Gunnar J. Árnason
Fagmennska og íþrótt
„Hefði mér einungis staðið til boða að
halda eftir einni þeirrajólabóka sem nú
komu á markað hefði ég valiðþessa. “
(SLENSK BÓKMENNTASAGA t
MÁLOG MENNING 1992
★★★★
Mál og menning hefur
ráðist í útgáfu íslenskrar
bókmenntasögu sem
fyrirhugað er að verði í fjórum
bindum. Fyrsta bindi er komið út
og íjallar um skáldskap og menn-
ingu fram að byrjun 14. aldar.
Guðrún Nordal, Sverrir Tómas-
son og Vésteinn Ólason em höf-
undar efnis og þau hafa unnið
verk sitt af fagmennsku og íþrótt
og skilað af sér einstaklega skil-
merkilegum og fróðlegum grein-
um sem eru auk þess vel skrifað-
ar.
Vésteinn Ólason er ritstjóri
þessa bindis. Hann ritar ítarlegar
greinar um fornan kveðskap og
vísdómsrit. Sverrir Tómasson
skrifar um veraldlega sagnaritun
frá 1120-1400, að Sturlungu
undanskilinni, en um hana skrif-
ar Guðrún Nordal.
Bókin er unnin af miklum
memaði og einkennist af yfirveg-
aðri fræðimennsku. Jafnframt
því að skýra frá einkennum bók-
menntanna, endursegja efni í
stuttu máli og leggja mat á list-
fengi og boðskap er fjallað um
menningu og aldarfar. Kenning-
um fræðimanna, erlendra jafnt
sem innlendra, em gerð skil þeg-
ar við á. Þetta er hógvær fræði-
mennska að því ieyti að höfundar
leitast heldur eftir því að halda sig
í bakgrunni, slá ekki um sig með
byltingarkenndum heimasmíð-
uðum kenningum, en koma þó
sínu að og notast þá yfirleitt við
jafn prúðmannlega aðferð og Vé-
steinn Ólason þegar hann skrifar
um aldur Hamðismála; „Hér
verður engin tilraun gerð til að
kveða upp Salómonsdóm... en
eðlilegast virðist..." — og síðan
segir Vésteinn það sem honum
þykist eðlilegast að ætla í sam-
bandi við þau mál öll.
Ritgerðirnar eiga það allar
sammerkt að viðkomandi efni er
gert mjög aðgengilegt og málin
aldrei flækt að óþörfu. Besta
dæmið er að mínu mati sá kafli
sem tengist dróttkvæðum, hann
er vel og skemmtilega unninn og
framsetning svo skýr að lesandi
sem nær ónæmur hefur verið fyr-
ir snilld dróttkvæða er líklegur tii
að fljúga ansi langt til skilnings
eftir lesturinn. Það er enginn
drungi yfir framsetningu höf-
unda heldur má víða finna létt-
leika og kímni án þess þó að þeir
kasti af sér ffæðimannakuflinum.
Allir fræðimennirnir skrifa
mjög skýran og aðgengilegan stíl.
Sverrir og Vésteinn skrifa yfirleitt
eins og veraldarvanir ffæðimenn
sem láta ekkert koma sér á óvart
meðan texti Guðrúnar býr yfir
meiri tilfinningu og þar er víða
talað um „ógnvænlegan harm-
leik“, „hörmulega atburði" eða
ritaðar setningar á borð við
þessa: „Þessi ffásögn er skelfileg í
einfaldleika sínum.“ Efni Sturl-
ungu býður sannarlega upp á at-
hugasemdir af þessu tagi.
Hefði mér einungis staðið til
boða að halda eftir einni þeirra
jólabóka sem nú komu á markað
hefði ég valið þessa. Eigi að
dæma eftir þessu bindi er nú
væntanlega að koma á markað í
fjórum bindum sú veglega bók-
menntasaga sem beðið hefur ver-
ið eftir. í síðasta bindi hennar
verður væntanlega felldur hóg-
vær hæstaréttardómur þess efnis
hvað merkast sé í samtímabók-
menntum okkar. Við bíðum í
óþreyju.
Elckert hefur verið til sparað
við gerð þessarar bókar. Hún er
vel sett upp, prentuð á vandaðan
pappír og ríkulega myndskreytt,
en litprentanir hefðu mátt sjást.
Kápan er fulldeyfðarleg en þegar
hún er tekin af bókinni sér í fal-
legan kjöl.
Kolbrún Bergþórsdóttir