Pressan - 14.01.1993, Blaðsíða 27
27
___________FIMMTUDAGUR PRESSAN 14.)ANÚAR 1993_
POPP VEITINGAHÚS BARIR BÍÓ
Sitja ekki heima
og telja peninga
Af Maxim’s
á Romance
Mönnum ber saman um að góður erlendur píanóleikari sé
kominn hingað til lands til að leika fyrir gesti píanóbarsins Café
Romance. Hann ætlar að dvelja á íslandi þar til snjóa leysir (von-
andi), eða í tvo mánuði eða svo. Auk þess að spila á hverju kvöldi
á Romance mun hann koma meltingu matargesta Óperu mjúk-
lega í gang með léttri tónlist.
Þessi umræddi píanóleikari, sem einnig er söngvari, heitir Vin-
cent Laurents og hefur víða komið við á lífsleiðinni. Hann spilaði
síðast á hinum vinsæla píanóbar Maxim's íAmsterdam en áður
hefur hann spilað einleik á börum út um allan heim, þar á meðal
áJoy's Bará Marbella, ChezAlexíBerlín og Fingers íEdinborg.
Auk þess að hafa verið aðalnúmerið á þessum börum hefur hann
spilað með stórstjörnum á borð
við George Michael, Bill Hailey,
The Three Degrees og Gary Glitter,
svo fátteittsé nefnt. Árið 1976 var
Vincent svo eini hvíti mað-
urinn á tuttugu þús-
ins, Mótí*. Shníte
s&Kt sl&nd&ráskvi
HJÓNABAND. Geön voru saman
Leon van Miíog'Gudrtri Anna T6m-
asdðtiir í Anmx-noáen f Hoilandi.
Heimili þeirra er é Wavonstraat 12,
i Amsterdam. Á
H KIT xwlflkR bwst ilt I vctr.
una 1 BankwÍntíU, íré Rfc* nfyj mQlina
bwgnhcsa? tem cr Sc
t<n tstandus, Gisat SVepa. E£r»
himins vs.? þettskipnð iheymad-
am o% uppseíi á. töáteikar.a, Ef 13
viii trekkti \wlUíiiM harítón«ft*fc-
tóxáefkaRrni 1**» van Mil &öxnd-
um tæðist sú kagtaas áð nmnni
hvwt ttif' sá & Wa wfcmt ofcfn
ii: fcð irekkjA. Uxm {kskí van M2
írt'fur geðþekkitn egíS^vV««nta*-
teg&a U‘*> ftf svo zmt «iginn
ítórvirttiós. ttsnn ibt nfttr wi nwð
bfciíðSör, tta & >í#nísskni tóaksk
*nna vcw iog *afr Cáttraxie. KtiS-
múslimatónleik-
um er hann lék
með Jackson 5
og Mohammed
AliíLosAngeles.
Þrír ítaiir, þeir Fabio Patrizi,
Tino Nardini og Salvatore Torrini,
hófu fyrir rúmum tveimur árum
sjálfstæðan fyrirtækjarekstur þeg-
ar þeir tóku yfir veitingastaðinn
Italíu af Vali Magnússyni og Ein-
ari Óskarssyni. Urn þessar mundir
eru þeir að færa út kvíarnar og
hafa nýverið fest kaup á píanó-
barnum Barrokk og litlum veit-
ingastað við hlið hans, sem áður
hét Trúbador en heitir nú Litla
Ítalía. Fjórði eigandinn hefur bæst
í hópinn, Walter Skeer, en seljandi
er enn og aftur Valur Magnússon.
Kaupverð staðanna tveggja fékkst
ekki uppgefið en því hefur verið
fleygt að um 40 milljóna króna
kaupsamning hafi verið að ræða.
Salvatore Torrini sagði hins vegar
að enginn væri svo brjálaður að
taka yfir reksturinn fyrir slíkt fé og
að nefnd upphæð væri fjarri raun-
verulegu kaupverði.
„Við vinnum sjálfir á staðnum,
fylgjumst stöðugt með starfsem-
inni og vitum því hvað er að ger-
ast og hvernig búið er að gestun-
um. Þess vegna er ágætt að gera
hjá okkur. Það þýðir lítið að sitja
heima og telja peningana —
menn verða að skipuieggja sig vel
og hafa stöðugt eftirlit með rekstr-
inum,“ segir Salvatore Torrini.
Hann viðurkennir að vissulega sé
erfitt að reka veitingahús hériend-
is en svo sé einnig um önnur lönd
og ísland því ekkert einsdæmi.
Þremenningarnir gerðu þegar
ákveðnar skipulagsbreytingar
þegar þeir tóku við Italíu; breyttu
svipmóti staðarins, löguðu salinn
á annarri hæðinni og komu skikki
á fleiri hluti. Ákveðin óreiða var
einnig í rekstri staðanna tveggja
ofar á Laugaveginum og segir Sal-
vatore þá þurfa tíma til að koma
rekstrinum í rétt horf. Ekki er
ákveðið hvernig þeir koma end-
anlega til með að líta út, en Litla
Fjórir Italir hafa yfirtekið rekstur píanóbarsins Barrokks og veitinga-
staðarins Trúbadorsins, sem nú hefurfengið nafnið Litla Italía. Þrír
þeirra reka einnig veitingastaðinn ftalíu.
Ítalía er nú í svipuðum dúr og Ital-
ía; sami matseðill og sami vínlisti.
„f framtíðinni getur verið að meiri
klassi verði yfir staðnum, en það á
eftir að koma í ljós. Einhverjar
breytingar verða gerðar á Bar-
rokk, hann er ómögulegur eins og
hann er nú, og kernur til með a
verða skemmtistaður, píanóbai
með ítölskum svip. Við ætlum a
stækka barinn, fjölga sætum o
laga liti. Við erum bjartsýnir
þetta — en það erum við líka oft
ast.“
Til hamingju
og hananú!
I Mogganum var á laugardag-
inn dálítið einkennileg brúð-
kaupsgjöf. Á síðunni Árnað heilla
voru brúðkaupsmyndir að vanda
og meðal annars af Guðrúnu
Önnu Tómasdóttur píanóleikara
og Leon van Mil saxófónleikara,
sem gefin voru saman í Hollandi.
Undir brúðarmyndunum var síð-
an gagnrýni eftir Guðjón Guð-
mundsson um djasstónleika á
Sólon Islandus. Þar lék meðal
annars umræddur Leon. Um
hann segir Guðjón í gagnrýninni:
„Stundum læðist sú hugsun að
manni hvort nóg sé að bera erlent
nafn til að trekkja. Leon þessi van
Mil hefur geðþekkan og við-
kvæmnislegan tón en er svo sem
enginn stórvirtúós."
Kannski ekki köld kveðja en að
minnsta kosti dálítið svöl hjá Guð-
jóni. Og hann er örugglega ekki að
árna Leon heilla.
Góð uppskera
NEILYOUNG
HARVEST MOON
★★★★
Þeir sem fylgjast eitt-
^ hvað með alþjóðlegu
rokki hafa eflaust rekið
upp stór augu þegar gagnrýnend-
ur íslenskra Qölmiðla settu
„Unplugged" með Eric Clapton í
fyrsta sætið yfir plötur ársins.
Þetta litla dæmi segir stóra sögu
um aulasmekk og íhaldssemi ís-
lenskra plötugagnrýnenda. Plat-
an seldist að vísu ótrúlega vel
hérlendis og er ekki slæm sem
slík, en þótt árið hafi verið tíð-
indalítið hefði maður nú haldið
— fjandinn hafiða — að einhver
önnur en órafmögnuð slagara-
plata ffá útbrunnum stórpoppara
væri mönnum hugleikin.
Eric Clapton er útbrunninn.
Rolling Stones, McCartney og
Dylan líka, engin spurning; yfir-
leitt er allt þetta gengi sem menn
slefuðu yfir á sjöunda áratugnum
löngu búið að gera allt sem það
hefur mátt til að gera; nerna Nei!
Young. Hann er undantekningin
sem sannar þá reglu að popparar
séu ferskastir á fyrstu tíu árum
ferilsins. Neil segir sjálfur að það
sé betra að brenna út en fjara út,
en samkvæmt Dylan-tónleikun-
um í sjónvarpinu um daginn þarf
hann ekki að örvænta; þar valtaði
hann glæsilega yfir allt gamla og
gelda popppakkið.
Neil Young hefur aldrei staðn-
að. Það hefur alltaf ríkt eftirvænt-
ing þegar von er á nýrri plötu frá
honum, enda aldrei að vita hvar
hann ber niður. Hann er jafngóð-
ur í ljúfu kántríi og brjáluðu
graðhestaroldci; tónleikaplötum-
ar „Weld“ og „Arc“ fengu t.d.
hörðustu rokkarana til að æmta.
„Harvest Moon“ er kántríplata
— sú besta á síðasta ári — og
óbeint framhald af plötunni
„Harvest" sem Neil gaf út fyrir
um tuttugu árum og er jafnan tal-
in ein af bestu plötum hans. Á
yfirborðinu em ballöðurnar ljúf-
ar og glaðlegar, en eins og snill-
inga er von og vísa er ekki allt
sem sýnist. Undir niðri vætlar
treginn; brostnu draumarnir og
sorgin yfir þeim volaða táradal
sem lífið er. Neil túlkar blúsinn
án þess að væla, hann er enn að
íeita að hjarta úr gulli og finnur
það í vinunt, konum og náttúr-
Á Dylan-tónleik-
unum í sjónvarp-
inu um daginn
valtaði Young
glœsilega yfir allt
gamla oggelda
popppakkið.
Stray Gators-flokkurinn sér
um undirspilið og Linda Ronst-
adt, James Taylor og Nicolette
Larson sjá um bakraddirnar; allt
er þetta eins og á „Harvest“ og út-
koman jafnpottþétt. „Harvest
Moon“ hefur varla vikið af mín-
um spilara síðustu vikurnar,
enda fátt jafnhlýlegt í hríðinni úti
og að láta Neil Young segja frá
innstu hugðarefnum sínum í frá-
bærurn textum og þrælgóðum
lögum.
Gunnar Hjálmarsson
unm.
Lífvörðurinn The Bodyguard
★ Ef strákarnir gætu ekki
horft á Whitney Houston og
stelpurnar á Costner mundu
sjálfsagt allir sofna. Þetta er j
sorglega vond mynd.
Aleinn heima 2 - Týndur í
New York Home Alone 2 -
Lost in New York kkkk
Frábær skemmtun.
Paradise ★★ Hugljúf mynd
með hjónakornunum Don
og Melanie.
Jólasaga Prúðuleikaranna
The Muppet Christmas Carol
kkk
Fríða og dýrið The Beauty \
and the Beast -kirk
Lífvörðurinn The Bodyguard
★
Jólasaga Prúðuleikaranna
The Muppet Christmas Carol |
★★★
Friðhelgin rofin Unlawful
Entrykk
Systragervi SisterAct kk
Burknagil, síðasti regn-
skógurinn ★★
TEmqro'H
Karlakórinn Hekla ★ Mynd
eftir handriti sem hefði að
ósekju mátt vera lengur
vinnslu. Gamanið fátt. og
dreift. Sagan leysist upp í
seinni hálfleik.
Howard’s End ★★★★ Frá-
bær mynd. Sigur fyrir leik-
stjórann Ivory, handritshöf-
undinn Jhabvala og framleið-
andann Merchant.
Dýragrafreiturinn 2 Pet Se-
matary Two k Hryllingur..
Hákon Hákonsen ★★
Ottó Otto der Liebesfilm k
Boomerang ★
Svo á jörðu sem á himni
★ ★★
Krakkar í kuldanum Frosen
Assets ® Ófyndin gaman-
mynd. Álíka tilgangslaus
framleiðsla og níkótínlausar
sígarettur..
Eilífðardrykkurinn Death
Becomes Her kk Svört kó-
medía sem leikstjórinn Ro-
bert Zemeckis hefur blandað
svo svarta að hún verður J
furðulítið skemmtileg.
The Babe ★★★
REGNBOGINN
Síðasti móhíkaninn The
Last of the Mohicans kkk
Daniel Day Lewis er flottur.
Miðjarðarhafið Mediterr-
aneo kkk
Tommi og Jenni ★★★ Enn
ein teiknimyndin með ís-
lensku tali frá þeim Regn-
bogamönnum. Eini gallinn
við þessa er að það fer helst
til of vel á með þeim Tomma
og Jenna.
Á réttri bylgjulengd Stay j
Tunedk
Leikmaðurinn The Player j
★ ★★★
Sódóma Reykjavík ★★★
Prinsessan og durtarnir
★ ★★
Fuglastríðið í Lumbruskógi
★★★
STJORNUBIO
Heiðursmenn A Few Good
Men kkk Fagmannlega
gert réttardrama. Tom Cruise
frábæran leik og skyggir
meira að segja á Nicholson,
sem fer í gegnum myndina á
sama sjálfumglaða sjarman-
um og hann hefur beitt fyrir
sig undanfarin ár. Helsti veik-
leiki myndarinnar er fortlð
persónu Cruise. Hún er ein-
hvern veginn of mikið notuð
klisja til að maður hafi lyst á
að kyngja henni.
Meðleigjandi óskast Singlc
White Female kkk Spenn-
andi, eilítið smart og ágæt-
lega óhugnanleg. Helsti gall-
inn við myndina er sá að
önnur bíó hafa tekið margar
svipaðar myndir til sýningar
þótt þessi hafi verið frum-
sýnd fyrr í útlöndum.
Bitur máni Bittcr Moon
kkk
Börn náttúrunnar ★★★
Eilífðardrykkurinn Death
BccomesHer kk
Aleinn heima 2 - Týndur í
New York Home Alone 2 -
Lost in New York kkkk