Pressan - 14.01.1993, Page 30
I
GUL
2. tbl 4. árgangur
SAN
Fimmtudagur 14. janúar 1993
Gosa-veiki?
NEF Á MÁTREIÐSLUMANNI
LENGIST í HVERT SINN SEM
HANN SEGIR ÓSATT
Nefið er orðið sjö sentímetrar og lengist enn.
Hafnarfirði, 14.janúar.
Samstarfsfólk Finnbjörns
Kjartanssonar, matreiðslu-
manns á Vitanum í Hafnar-
firði, getur séð í hvert sinn sem
hann segir ósatt, því nefið á
honum lengist um sentimetra í
hvert sinn. Þetta gerðist fyrst í
jólamánuðinum og nú er nefið
á Finnbirni orðið sjö sentím-
etra langt og lengdist síðast á
mánudaginn var.
„Það er léttur andi hérna á
vinnustaðnum og oft erum við
strákarnir að spauga. Finnbjöm er
ekki síðri grallari en við hinir og á
það til að spinna upp magnaðar
lygasögur. Hann hefur hins vegar
heldur dregið úr því eftir að nefið
á honum fór að lengjast í síðasta
mánuði,“ segir Ólafur Davíðsson,
samstarfsmaður Finnbjörns.
Finnbjörn segir að læknar
kunni engar skýringar á þessu.
Einn hafi viljað kalla þetta Gosa-
veiki og vísað þar til Gosa í ævin-
týrinu sem mátti ekki segja ósatt
án þess að nefið lengdist.
Eiginkona Finnbjörns segist
vilja standa með manni sínum í
þessum raunum.
„En hann virðist eiga erfitt með
að venja sig af lygunum og ég veit
ekki hvað ég get þraukað ef nefið
lengist enn,“ segir eiginkonan,
Bylgja Lárusdóttir. „Við eigum nú
þegar erfitt með að kyssast og ég
verð að keyra hann allra hans
ferða því nefið truflar sjónina."
m
Finnbjörn gengur með
kk sólgleraugu svo hann
þekkist ekki.
"■
Sérkennilegt skilnaðarmál
KOMST AÐ ÞVÍ AÐ EIGIN-
MAÐURINN HAFÐIVER-
IÐ HEYRNARLAUS í 20 ÁR
Konan lagði fram kröfu um skilnað eftir að læknar tjáðu
henni að eiginmaðurinn hefði verið heyrnarlaus síðustu
20 árin af 37 ára hjónabandi.
Akureyri, M.janúar.
„Hann hefur haft mig að
fífli,“ segir Elísabet Tryggva-
dóttir, tæplega sextug hús-
móðir á Akureyri, um eigin-
mann sinn sem hún komst að
fyrir stuttu að hefur verið
heyrnarlaus síðustu tuttugu
árin. „í hvert sinn sem ég talaði
við hann sagði hann „jájá, elsk-
an“ og kinkaði kolli. Nú hef ég
áttað mig á að hann heyrði
aldrei orð af því sem ég sagði.“
Elísabet segir að eiginmaður-
inn, Hjalti Pálsson, hafi ekki viljað
hlusta á hana fyrstu sautján árin af
hjónabandinu en fýrir tuttugu ár-
um hafi henni fundist samband
þeirra hafa skánað.
„En nú hef ég komist að því að
hann var að gera grín að mér. Ég
get ekki afborið það,“ segir Elísa-
bet.
„Ég leit á heyrnarleysið sem
blessun frá þeim degi sem ég hætti
að heyra tuðið og nöldrið í Betu,“
var það eina sem Hjalti vildi segja
um málið.
Gylfi Ragnarsson, pípulagningamaður í Reykjavxk
STEFNIR LÆKNIFYRIR
AÐ SEGJA AÐ HANN
ÆTTIEITT ÁR EFTIR
ÓLIFAÐ
■
Læknirinn sagði þetta
fyrir tíu árurn en Gylfi er
við fulla heilsu í dag þrátt
fyrir miklar sálarkvalir á
undanförnum árum.
Reykjavík, 14.janúar.
„Fyrsta árið beið ég bara
eftir dauðanum. Ég fylltist
þunglyndi og reyndi þrisvar
að fyrirfara mér. Eftir þriðju
tilraunina yfirgaf eiginkonan
mig. Eftir það var mér sama
um allt, fór að drekka og taka
inn eiturlyf og hef lifað alger-
lega tilgangslausu lífi undan-
farin tíu ár,“ segir Gylfi Páls-
son, sem hefur stefnt lækni
sem sagði fyrir tíu árum að
hann ætti einungis eitt ár eftir
ólifað.
Þegar Gylfi fór í áfengismeð-
ferð síðastliðið sumar trúðu
læknar í fyrstu ekki sögu hans.
Við nánari eftirgrennslan kom í
ljós að vegna mistaka höfðu
djá &
blóðsýni úr Gylfa ruglast saman
við sýni úr öðrum sjúklingi er
hann var til smávægilegrar lækn-
ismeðferðar á Landspítalanum
fyrir tíu árum.
„Það er furðulegt að læknirinn
sem sagði Gylfa að hann væri að
deyja skyldi ekki leiðrétta mis-
skilninginn þegar hið rétta kom í
ljós,“ segir Haraldur Baldursson
meðferðarfulltrúi. „Það er ekki
hægt að skilja mann eftir með þá
Gylfi Ragnarsson segir
að yfirlýsing læknisins
hafi kostað hann lífs-
löngunina, fjölskyld-
i una og um tima hafi
? hann verið kominn að
því að glata heilsunni í
kjölfar þunglyndis,
áfengis- og fíkniefna-
neyslu og þriggja
sjálfsmorðstilrauna.
trú að hver dagur geti verið hans
síðasti. Það getur enginn lifað
með þeirri hugsun til lengdar."
„Það má kannski segja að ég
hefði átt að tala við Gylfa,“ segir
Viðar Magnússon, læknirinn
sem kvað upp dauðadóminn fyr-
ir tíu árum. ,Æn ég hélt að Gylfi
mundi átta sig á þessu þegar
hann hélt áfram að lifa og lifa.
Sjálfum finnst mér það ekki ofur-
mannlegkrafa.“
Frqmlag þitt skilar árqngri
smm
K\£J
HJALPARSTOFNUN KIRKJUNNAR
- með þinni hjálp
Sparisjóður Reykjavíkurog nagrennis
Gíróseðlar liggja frammi
í bönkum og sparisjóöum
Jón Baldvin Hannibalsson þurfti
að nota gleraugu í fyrsta skipti
eftir að hafa lesið tæpan helm-
ing samningsins.
EES-samningarnir
SJÓN ÞEIRRA
ÞINGMANNA
SEM LASU
SAMNINGINN
DAPRAÐIST
| AÐ MEÐAL-
TALIUM 0,3
Sjón fulltrúa í utanríkis-
málanefnd versnaði mest.
Sumir þingmenn sluppu
Ihins vegar algjörlega og
telja læknar að þeir hafi
; aldrei Jesið samninginn.
I Félagsmálaráðuneytið
KAUPIR
FIMM HÚS
Á FLÓRÍDA
| Hyggst bjóða atvinnulaus-
Ium að drýgja bæturnar
með því að búa á láglauna-
: svæði.
Reykjavlk, 13.janúar.
„Samkvæmt útreikningum
ráðuneytisins er hægt að lifa
allt að því kóngalífi á íslensum
atvinnuleysisbótum á Flór-
ída,“ segir Jóhanna Sigurðar-
dóttir félagsmálaráðherra.
Hún segir haginn af húsakaup-
unum geta verið tvenns konar;
annars vegar má nota þau til að
bæta hag atvinnulausra en hins
vegar kemur til greina að bæta
hag ríkissjóðs með því að lækka
bæturnar.