Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 21.04.1993, Blaðsíða 4
stórmeistari, fyrir að sigra urtg- verska undrakven- manninn Judit Polgar og bjarga þannig heiðri íslenskra skák- manna. Hæðst að landslýð „Þvífmnst mér það ótœkt að Ríkisútvarpið skuli nota nauðungargjöldin, semþað innheimtir með aðstoðfógeta efekki vill betur, til að reka áróðurfyrir því að það sé sjálfsagt og eðlilegt að allir séu skyldaðir tilgreiðslu afnota- gjalda. ÞettagerirRUVíaug- lýsitigu einni hjá sjálfu sérþar sem er augljóslega reynt að hceðast að þeim sem eru ósátt- ir við að greiða afnotagjöldin. Þrœti stafsmenti Ríkissjón- varpsins síðanfyrir að svo sé erþað greinilega bjargföst trú þeirra að venjulegtfólki skipti einfaldlega um skoðun við það eitt að heilsa snillingum á borð við Hemtna Gunn, Ing- ólfHannesson eða Sigurð Tótnasson." J.B.ÍDV. Theodór S. Georgsson, inn- heimtustjóriRÚV: „Égveit ekki til þess að það hafi hvarfl- að að nokkrum manni að verið sé að hæðast að notendum Ríkisútvarpsins í umræddri auglýsingu. Það er algjör mis- skilningur hjá bréfritara að sú sé meiningin. Tilgangurinn jGb með auglýsingunni er í fyrsta lagi sá að minna fólk á að greiða afnotagjöldin. í öðru lagi er hlutverk auglýsingar- innar að vekja athygli á því, að afnot af útvarpi og sjónvarpi hafa alls ekki mikinn kostnað í för með sér, miðað við þá þjónustu og það fjölbreytta efhi sem miðlarnir bjóða upp d e b e t páll pétursson kredit ^SíttifCál^ar Bíóið ekki falt „Forráðamönnum Háskóla- bíós hefur verið tjáð að verið sé að gera þátt á vegutn ríkis- sjónvarpsins um kaup sam- taka á vegum kvikmynda- gerðarmanna á bíóum eða leigu á rekstri án þess að nokkurformlegbeiðni hafi boristþar um. Þess hefurjafn- framt verið óskað aðforráða- tnenn Háskólabíós kæmu fram íslíkum þœtti... Stjórn Háskólabíós og háskólayfir- völd eru staðráðin íþví að halda þessum rekstri áfram svo sem verið hefur. Ekki ketti- ur til álita að selja bíóið eða ajhenda það með öðrum hœtti. “ Yfirlýsing forráðamanna Háskólabíós, Morgunblaðinu. Sigmundur Öm Amgríms- son, dagskrárstjóri Sjón- varps: „Mikill áhugi er á því meðal íslenskra kvikmynda- gerðarmanna og annarra, að hér verði sett á stofn sérstakt / kvikmyndahús, sem taki til sýningar íslenskar kvikmyndir og jafnframt góðar, listrænar erlendir myndir. Þáttur Sjón- varpsins mun fjalla um þessa hugmynd, viðhorf þeirra sem málið er skylt og möguleikana sem bjóðast, svo sem varðandi húsnæði. Þátturinn snýst að hluta um Háskólabíó, enda þykir það mjög heppilegt til slíkrar starfsemi. Auk þess hafa verið uppi raddir um að einkavæða bíóið, sem tengist óneitanlega þesari umfjöllun. Eins og komið hefúr í ljós er Háskólabíó þó greinilega ekki til sölu.“ „Páll er ákaflega skemmtileg- ur og samviskusamur maður. Hann hefur sterka réttlætis- kennd og það kemur fram á margan hátt, ekki síst í því hve vel hann fer með skeppnur. Þar að auki er hann ákaflega hug- rakkur og lætur ekki beygja sig,“ segir Pétur Pétursson, læknir á Akureyri og bróðir Páls. „Hann er greindur, fljótur að átta sig og húmoristi góður,“ segir Finnur Ingólfsson, þingmaður fram- sóknarmanna í Reykjavík. „Páll er vel gefinn, duglegur og mjög pól- itískur. Þá er hann einnig áhuga- samur og mjög atorkusamur í starfi sínu,“ segir náfrændi hans, Hannes Hólmsteinn Gissurar- son dósent. „Ég hef þekkt Pál lengi, átt við hann gott samstarf á Alþingi og um átta ára skeið í Norð,- urlandaráði. Páll er góður ferðafé- lagi, oft skemmtilegur og hann er ágætur hagyrðingur," segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráð- herra. Greindur og skemmtilegur — eða lítt siðaður og afturhaldssamur? Mikið hefur borið á Páli að undanförnu, en hann hefur verið í fararbroddi þeirra sem hafa andmælt ráðningu Hrafhs Gunnlaugssonar í stöðu fram- kvæmdastjóra Sjónvarps. „Ég býst við að hann hafi í stjórnarsamstarfi gengið of langt í samstarfsátt til að bjarga ríkisstjórnarsamstarfi, það er nú það helsta,“ segir Pétur Pétursson, læknir og bróðir Páls. „Hann get- ur verið viðskotaillur sé á hann ráðist,“ segir Finnur Ingólfsson, þingmaður Framsóknar í Reykja- vík. „Gallinn við Pál er hversu afturhaldssamur hann er og þröngsýnn. Hann gæti jafnvel, ef þvi væri að skipta, verið að styðja Píningsdóm hinn forna, sem bannaði þéttbýlismyndun, eða dönsku einokunarverslun- ina, að því ógleymdu auðvitað að hann var á móti litsjónvarpi,“ segir náfrændi hans, Hannes Hólm- steinn Gissurarson, dósent í stjórn- málafræði. „Páll er nokkuð mis- lyndur og svo er hann ekki nægjanlega umtalsfrómur. Hann getur verið með afbrigð- um orðljótur, illskeyttur og htt siðaður,“ segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. Rekinn án röksemda „Vinnubrögð þessafólks eru stórundarleg og markmið þess virðast tniðast við eitthvað annað en gott gengifyrirtæk- isins, setn erþað sem skiptir stúdenta mestu máli... þrátt fyrir að ég hafifariðfratti á faglegan rökstuðningjýrir uppsögn minni hefur meiri- hluti Röskvu ekkigetað borið fram neittar röksemdir íþá átt. “ Arnar Þórisson, fyrrum framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, í Morgunblaðinu. Guðjón Ólafúr Jónsson, stjómarformaður Félags- stofnunar stúdenta: „Á stjórnarfúndi Félagsstofnunar stúdenta 15. aprfl lögðum við meirihluti stjórnar ffam þriggja blaðsíðna greinargerð um málið, þár sem við rök- studdum rækilega hvers vegna við mæltum með því að fr am- kvæmdastjóranum, Arnari Þórissyni, yrði sagt upp störf- um. Morgunblaðið hefur lítið gert í því að leita eftir sjónar- miðum okkar Röskvumanna í máli þessu, eins og þeirra var reyndar von og vísa. í sann- leika sagt nenni ég þó ekki með nokkru móti að elta ólar við fréttaflutning Heimdelling- anna sem vinna á Morgun- blaðinu og hafa blásið þetta mál upp að tilefnislausu.“ Grænfriðungar fara að því að koma fréttum á framfæri. Þá fær Ólafur Sigurðsson, frétta- maður hjá Sjónvarpinu, á bauk- inn í skjölunum, þar sem Árna finnst hann helst til hliðhollur Magnúsi. Árni ritar eitt sinn eft- ir fréttatíma í Sjónvarpinu þar sem Magnús bar á góma: „Ég hef nú þegar frétt af viðbrögð- um fjölmiðlafólks hér á landi og það er heykslað yfir þeim að- ferðum sem Sjónvarpið notar og fávisku hr. Ólafs Sigurðsson- ar fréttamanns.“ Einnig koma ffarn staðhæfingar í skjölunum þess efnis að Indriði G. Þor- steinsson, fyrrum ritstjóri Tím- ans, hafi verið Magnúsi innan handar við gerð myndarinnar og fyrirtæki sem hann átti hlut í (Isfilm) hafi stutt Magnús við gerð myndarinnar Lífsbjargar í Norðurhöfum með því að leggja honum til tæknibúnað. Þá hafi Tíminn, blað Indriða, verið sér- lega iðinn við að skrifa jákvæðar fréttir af Magnúsi. Árni Finnsson hélt því ffam í ÓLAFUR SlGURÐSSON í litlu uppáhaldi hjá Árna. viðtali við Rás tvö, síðastliðinn fimmtudag, að staðhæfingar þess efnis að upplýsingar um mataræði og persónuleg áhuga- mál Magnúsar væri að fmna í skjölunum væru einungis „skáldskapur blaðamanns PRESSUNNAR,,. í skjölunum kemur skýrt fram að svo er ekki. Árni sendir skeyti út 30. mars 1990 þar sem hann lýsir viðtali við Magnús sem fram fór á Rás tvö skömmu áður. Árni hefur greinilega setið fyrir ffam- an útvarpsviðtæki sitt og skrifað samviskusamlega niður þær persónulegu upplýsingar um unni, en þá sagði hann að innan samtaka Grænfriðunga hefði hann „...ekki s.éð neitt eða heyrt sem heitir eða getur verið nokkurs konar umfjöllun um Magnús sérstaklega, annað en að hann er kvikmyndagerðar- maður sem býr á Islandi...“ í skjölunum sem PRESSAN hefur undir höndum og eru að- allega rituð af tveimur mönn- um, þeim Árna Finnssyni og Jakob Lagercrantz, koma fram ýmsar athyglisverðar upplýs- ingar, svo sem um hvernig Hluti leyni- skjalanna sem PRESSAN komstyfir. Þar kemur meðal annars fram að Grænfrið- ungar hafi fylgst með því hverpantaði hótelherbergi fyrir Magnús á ferðum erlend- is. Frétt PRESSUNNAR í síð- ustu viku, um njósnir Grænfrið- unga um Magnús Guðmunds- son, vakti mikla athygli. Árni Fitmsson, starfsmaður Græn- friðunga í Svíþjóð, sat fyrir svörum vegna þessa máls á tveimur útvarpsstöðvum og kom fram í svörum hans að samtökin hefðu fylgst náið með Magnúsi. Þessar upplýsingar Árna stangast mjög á við þær yfirlýs- ingar sem hann gaf laugardag- inn 10. aprfl í fféttatíma á Bylgj- Nokkur ummæli úr skjölunum Iskjali frá 25. mai 1990, sem ber yfirskriftina „Hvað ber að gera vegna Magnús- ar?“, segirJakob Lagercr- antz:„Siðustu daga hefur mér skilist að Magnús sé aftur kominn á ról. Ein- hvern veginn hefurhann tryggt sér nægjanlegt fjár- magn til ferðaiaga... Reyn- um að tryggja með öllum ráðum að honum verði haldið uppteknum við ann- að," og er þá áttvið „ann- að" en að ráðast á Græn- friðunga. „Vinur minn sem vinnur fyr- ir útvarpið sagði mér að þar væri fólk fullt efasemda vegna njósnasögunnar sem Magnús hefur dreift. Þeim finnst hún einfaldlega ofótrúleg. Haft skal í huga að meðal starfsfélaganna er Magnús „mjög lélegur pappir" eins og við segjum á íslandi. Þess vegna hafa fréttamenn verið varkárir vegna sögunnar,"segir Árni. „Magnús ferðastenn um og skaðar Grænfriðunga, einfaldlega með því að afla sérítarlegri upplýsinga um ákveðin málefni en við bú- um sjálfir yfir, “ segir Lag- ercrantz. „Ég er ekki viss um hve miklar upplýsingar við höf- um um Magnús og sam- starfskonu hans, Eddu Sverrisdóttur. En við þurf- um að komastyfir mun meiri upplýsingar um per- sónu hans og gjörðir," ritar Lagarcrantz ennfremur. „Sögunni var útvarpað á tveimur útvarpsstöðvum, þó ekki í fréttatíma. Magn- ús nýtur enn nægilegs trausts til að fá að Ijúga öllu því sem hann vill á út- varpsstöðvunum," ritar Árni. Magnús sem þar komu fram. Þar hefur Magnús setið fyrir svörum og frætt hlustendur um uppáhaldsfæði sitt og þess hátt- ar. Þessar upplýsingar hefur Árni talið það merkilegar að vert væri að senda þær til höf- uðstöðvanna. Af þessum sök- um er ekki úr vegi að rifja upp ummæli Árna fyrir rúmri viku, en þá sagði hann: „Einkalíf Magnúsar Guðmundssonar er engan veginn áhugavert fyrir Greenpeace, ekki á nokkurn hátt.“______________________ Jónas Sigurgeirsson PRESSAN Miðvikudagurinn 21. apríl 1993 itaNI DREGUR FYRRIYHR- LYSINGAR YIL RMIA

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.